Víðir - 14.06.1930, Blaðsíða 4
V f ð I r
NYJUNG.
Fars—vélar höfum við nú fengið okkur, og
verður fars selt héðan tvisvar í viku.
Ol og Gosdrykkir seldir beint ur kælir.
Kælivélar í gangi að staðaldri, til trygging-
ar fyrir matargeymslu.
Islensktsmjör og Smjörlfki ávaitgeymt
í kælir.
Hveiti og Matarkex seljum við, ásamt
ýmsum fleiri vörum — mjög ódýrt-
Sími 11. MatvöruMðin Sími 11.
Til sölu
1 |a hluti m|b Njöröur V. E. 220-
Gunnar Olafsson & Co,
Saltfisksmarkaður vor í
Suður-Evrópu.
Z
Geta má þess að Guðlaugur
Hansson bæjarfulltrúi tók til
máls. Var ræða hans losaraleg
og óskýr, og engin leið til þess
að greina efni hennar. Eftir því
er skilið varð úr ræðunni og
eftir tónit^um að' dæma, hlaut
Guðlaugur að vera með fækkun
presta, því eitthvað hafði hann
út á prestastéttina að setja, en
hvað það var, það var al)t «
þoku.
Að venju jafnaðarmanna kom
hann því að, að tala um fátækt-
ina, og að prestarnir gerðu ekki
nógu mikið fyrir andlega og
likamlega volaða. Endaði svo
Guðlaugur með því að hann
væri algerlega móti því að fækka
prestum. Kom þessi ályktun
Guðlaugs, sem sagt, eftir því
sem á undan var gengið, eins
og skollínn úr sauðarleggnum.
Loks samþykti salnaðarfund-
urinn svohljóðandi ályktun með
öllum greiddum atkvæðum gegn
einu.
„Fundurinn lýsir óánægju yfir
því að hafa landskjörsdag á
sunnudegi, og skorar á alþingi
að láta alþingiskosningar fram-
vegis eigi fara fram á helgidög-
um þjóðkirkjunnar."
Gortnur.
Kiöt
af sjálfdauðum beljum.
það er víst orðið nokkuð al-
gengt hér, að selt sé kjöt af
sjálfdauðum skepnum sem 1.
flokks kjöt o# með okurverði,
til matar. þetta er mjög óvið-
feldið og getur stafað hætta af.
Að vísu mun kjötið oftast stimpl-
að áður en það er selt, en það
verk mun framkvæma maður,
sem Iítið eða ekkert skyn ber
á hvort kjötið er heilbrigt eða
ekki.
Ekki alls fyrir löngu hefur það
ef til vill komið fyrir hér, að
kjöt af gamall sjálfdauðri belju
hefur verið selt fyrir kr. 2,30
kílóið, og ekki af þeim sem seldi
verið minst ó að kjötið væri eins
til komið og raun var á. Hér
voru þá kjötvandræði og varan
gekk út þótt dýr væri. Ber
þetta vott um gróðragræðgi,
kæruleysi og óskamfeilni gagn-
vart þeim, sem vörunnar eiga að
njóta.
Væri til of mikils mælst að
hlutaðeigandi heilbrigðis- og
stjórnarvöld athuguðu þetta, ef
þau með því gætu komið í veg
fyrir að ófyrirleitnir kaupsýslu-
menn seldu borgurum þessa
bæjar skemda vöru fyrir góða.
O.
Messinglampi (hengilampi)
óskast keyptur í dag.
Kirkjuveg 86.
Eftir för okkar Helga Guð-
mundssonar fiskifulltrúa síðast-
liðið vor um Spán, Italíu og
Portúgal, varð það að samkcmu-
lagi, að hann sendi ríkisstjórn-
inni skýrslu um för okkar, og
hafði hann áður gert drög að
henni í samráði við mig. Við
gátum ekki komið því við að
gera hana í félagi af því hann
þurfti að fara aðra för um Spán
ogPortúgal strax eftir heimkomu
sína frá Genua, en þar skyldum
við, eftir stutta dvöi og ég hélt
heim til íslands. En um það
ræddum við, að ég ritaði við
tækifæri um ýmislegt, sem 'við
kyntumst, og birti það opinber-
lega.
Kafla þá, er hér fara á eftir,
ritaði eg í fyrra sumar eftir
heimkomu mína. þykir mér
rétt að taka það fram vegna
ýmsra tilvitnana, sem reyndar
bera það með sér, en ekki sé eg
ástæðu til að skýra frá, hvers
vegna birting þeirra hefur dreg-
ist.
Tilgangur með för okkar Helga
var:
1) Að kynnast sem best kröfum
kaupenda um saltfisk.
2) Kynnast vörum keppinauta
okkar og athöfnum þeirra.
3) Undirbúa víkkun markaðar
og — ef auöið væri — nema
ný svið.
Skýrsla Helga Guðmundsson-
ar skýrir frá því helsta, semfyr-
ir okkur bar og við höfðumst
að í förinni.
Eg flutti erindi um förina á 5
stöðum. Fjallaði það um flest
atriðin, sem eru í skýrslu Helga
og hefir ekki borið á milli í frá-
sögn okkar. Var skýrsla hans
fyllri um staðreyndir og sjálft
ferðalagið, en eg drap aftur á
ýms atriðí í erindum mínum, sem
kalla mætti hugleiðingar út af
förinni. Eru kaflarnir hér á
eftir af því tagi,
I.
Af því eg var einn á ferð
héðan til Barcelona, og að sunn-
an aftur hingað, þykir mér rétt
að minnast nokkuð á það, sem
eg sá á þeirri leið.
Eg lagði af stað með Lýru21.
febrúar til Bergen. Hentugra
hefði verið að fara frá Reykja-
vík beint til Hamborgar eða
Englands, en þá hefði eg þurft
að bíða talsvert í Reykjavtk. Auk
þess var mér í hug að kynnast
nokkuð fiski heima fyrir í Noregi,
ef þess væri auðið.
Eg þurfti að bíða eftir skips-
ferð frá Bergen í þrjá daga og
notaði tímann til þess að skoða
fisk þar og í nágrenninu. Sá eg
þar fisk, sem ætlað var að fara
til Suðurameríku, Portugal og
Norðurspánar, einnig mjögléleg-
an fisk, sem átti að fara til Afr-
íku (Gullstrandarinnar?) Fiskur-
inn var upp og niður ekki eins
Framh.
Fr j ett i r.
Messað
á morgun kl. 2 e. h.
Trúlofun
sína l\afa nýlega openberað
ungfrú Júlía Matthíasdóttir hér
og stúdent þorsteinn L. Jónsson
,í Reykjavik.
Einnig ungfrú Birna Hjaltested
og Leifur Sigfússon tannlæknir.
Dreugur 8 ára
Jón Sigurðsson að nefni féll
út af bryggju hér í gær. Af til-
viljun bar þar að tollþjóninn
Sigurjón Sigurjónsson og henti
hann sér þegar í sjóinn í öllum
fötum og náði drengnum, en það
mátti ekki tæpara standa. Var
strax farið með drenginn til
læknis og leið honum efflr von-
um er síðast fréttist.
Símfregnir.
—-o—
Innlendar:
F.B. 12. júní 1930.
Frá Hafnarfirði. í morgun kl.
8V2 kom eldur upp á efri hæð
í gamla Flensborgarhúsi, er þar
nú íbúð skólastjóra mannlaus og
heimavistarherbergi, húsið er
113 ára gamalt, eldurinn útbreidd-
ist skjótt, Ögmundur og sonur
hans björguðust mjög naumlega
hlaut hann brunasár en ekki
hættulega að talið er, eldurinn
var slöktur en miklar skemdir
urðu af vatni á neðrihæð.senni-
lega kviknað út frá rafurmagni.
F.B. 13. júni '30.
Reykjavík Erlendir blaða-
mennfarnirað koma, fyrsti stór-
hópur hátíðagestanna kemur með
Antontu í kvöld.
Tið fundarhöld og búist við
mikilli þátttöku t Iandskjörinu.
Botnvörpungar eru flestir að
hætta veiðum og sumir að búa
sig á síldveiðar, tíðin er óstöð-
ug en grasspretta góð, túnbletta-
sláttur í Rvík er fyrir nokkru
byrjaður.
Utlendar.
F.B. 10. júní. 1930,
Oslo. Stórþingið sendir al-
þingi ávarp og hyllir fslendinga
sem hafa endurreist íslenska rík-
ið.
Bukarest. Sameinað Rúmen-
iuþing hefur kjörið Carol fyrir
konung, hann flaug til Bukarast
fyrir helgina, verður Carol 2.
Skilnaður hans við Helen Grikk-
landsprinsessu verður ógiltur.
F.B. 13. júní 1930.
Búkarest. Carol hefur með
konunglegri tilskipun útnefnt
Helenu Grikklandsprinsessu til
drotningu. Carol falið að mynda
stjórn.
Víðisprentsmiðja. Vestmaimaeyjum