Víðir


Víðir - 31.03.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 31.03.1934, Blaðsíða 3
V I í> I R sagt. Fallvalda er svöitarstjórn um þessi mál, og einungis háð um- sjón ríkisvaldsins". Höf., sem sjálfur er víst hrepps- nefndaroddviti, veit þá ekki að sveit.arstjórnir mega ekki selja eða kaupa fasteign, ekki taka lán, ekki hækka útsvör neina takmark- að, nema leyfi sýslunefndar komi til. — A. bls 65 — 66 stendur: „Sú þegnskylda hvílir á hverjum manni að Ijósta upp brotum, og snýr hann sér í því efni, ef sannanir hefir,' til héraðsdömara 1 umdæmi því, þar sem brot.ið var framið". Þetta er rangt. Yfirleitt hvílir ekki uppljóstunarskylda á mönn- um. Og me/ra að segja er mönn- um ekki skylt að kæra glæpi nema með því verði komið i veg fyrir að glæpurinn sé framinn. Og eru þó á þessari skyldu enn mikl- ar takmarkanir, ef náir vanda- menn eiga hlut að máli, jafnvel þó um morð sé að ræða. A sömu bls. segir: „Glæpa- mál öll eru rekin sem almenn lögreglumál®. Þetta er rangt. Glæpamál eru rekin sem sakamál. Orðið glæpur er líka rangt skiigreint hjá höf.. eins og fjöidi annara orða og hugtakaí bókinni. En það er sjúkieiki á höf. að hann er altaf að skilgreina orð og hugtök, þó um sé að ræða hugtök, sem enginn misskilur nema hann. Þessi útskýringarsýki stafar sjáanlega af því, að þá á höf. svo hægt með að koma sinni ejgin speki að, og opna flóð- gátt mærðarinnar, sem hann er alveg að springa utan af. A bls. 68 segir : „Dómurhæsta réttar er úrslitadómur, nema konungleg náðun komi til, þegar dómur hefir fallið í sakamáli". Dömur hæstaréttar er altaf úrslitadömur. Það er miskilning- ur höf. að konungur geti breytt dómi. Hann getur aðeins gefið upp úttöku refsingar að sumu eða öllu leyti. A bls. 68 segir, „að dómi í einkamáli megi áfjýja til hæsta- réttar- „En þá geta aðilar ekki sött og varið málið lengur, heldur verða þeir að fela það lögfræð- ingum". Þetta er rangt. Aðili í einka- máli má ætið sækja og verja mál sitt fyrir Hæstarétti. A bls. 69 segir: „ Viðurlög brota eru sektir, skaðabætur og refsing". Og siðar skilgreinir hann orðið refsing með þessumorðum: „Refs- ing er eiginlega tvennskonar: ein- falt fangelsi án vinnu, og fang- elsisvist með fyrirskipaðri vinnu". Höf. veit sýnilega ekki, að refs- ing er alt það, sem ríkisvaldið sjálft leggur á hinn dómfelda, þar með talið: sektir, embættis- missir, missir ýmsra réttinda o. fl_ Er undarlegt ef höf, hefur aldrei heyrt að krafist er „hinnar þyngstu refsingar er lög mæla" þótt a)ls ekki sé um fangelsissök að ræða, heldur aðeins sektir. Oflangt mál yrði að telja alt það, sem rangt er skilgreint. Sem dæmí má þó vísa á skilgreiningu orðsins dátiarbú á bls. 71. í þeim kafla skýrir höf. frá þvi, hvernig skifti búa fara fram. En ekki minnist hann þar á erfingja skifti. Er og bókin öll hin grautarlegasta og sýnilega ekki samin eftir nein- um reglum néfyrirmyndum. þess vegna vantar í hana margt, sem taka ber, en hins vagar ofaukið miklum hluta þess, sem sagt er. [Heimdallur.] Molar. Margiöldun, eða . . . . ? Þegar fregnin um sjóðþurð hjá gjaldkera Útbúsins hér komst á gang, flutti „Alþýðublaðið* það gleiðletrað, og hafði eftir frétta- manni sínum hér, að sjóþurðin væri ekki einungis sextíu þúsund heldur þrjú hundruð þúsund krón- ur. Við ransókn kom í ljós að fréttamaðurinn hefir fimmfaldað upphæðina, svona hér um bil, eða „Alþ.bl.“ logið frá rótum. Lýsir þett^, vel hug kratanna til þeirra, sem bágt eiga. Því hver á bágara en skyJdulið ógæfu- mannsins? — Og aldrei hefir það verið með góðverkum talið að auka við syndir annara. Ekkl von á góöu. Menn eru að stynga saman nefjum um það, hér á götum bæjarins, að kommúnistar þeir, sem best sóttu fundi fólags þeirra fram eftir vetrinum, séu öðrum lélegri til vinnu. Þetta er hreint ekki ótrúlegt svo fremi að ræður æðstuprest- anna hafa nokkur áhrif. Alt- af er texti þeirra hinn sami: Hafðu það sem hægast og best og heimtaðu alt af bænum. Það fer nú að verða þunnskip- uð fylking þeirra, þvi nokkrir hafa þegar sagt sig úr flokknum, og sumir jafnvel verið reknir fyrir of mikla vinnusemi. — Auð- vitað bestu mennirnir. Er þá lítils góðs af hinum að vænta, Lýðskrum. í hinu myndarlega Alþýðu- blaði Eyjanna, sem hóf göngu sína á skírdag, þykist Páll Þor- björnsson vera aö narta í komm- únista og kallar „alt skraf þeirra um bætt kjör og aunað lýð- Bkrum". Menn hafa þó tekið eftir því að fljótur er Páll að rútta upp hendina á bæjarstjórn- arfundum, með hinum fáránleg- ustu firrum þeirra kommauna. Er hann þá ekki aamsekur i skruminu ? Kapplilaupið. Alþýðublað Eyjanna segir að ftapphlaupið um fjármuni geri mennina vonda, og á vist að skiljast svo að það sé Ijótur siður að afla fjár. Þrátt fyriv það veit etiginn til að fylgismenn blaðsins velgi við peningum fremur en aðra menn, og meira að segja eru ýmsir þeirra gráðugir í peninga. Þeim veitist kannske léttara að kenna heilræðin en halda þau. Sundlaugin og börnin. Framhald. Sigríður Steinsd. Múla : Svanhvít Friðriksd. Hvammi Kristín Hjálmarsd. Reynjvöllura Margrét Ögmundnd. Múía Jóna G. Steinsd. Múla Guðný Sigurmundard. Fagurhól Antta Grímsd. Baldurshaga Kristín Vestmann Gunnarshólma Guðm. Helgason Túni Sigurgeir Olafsson Viðivöllum Sigurður Gíslason Gerði Árni Björnsson Gerði Sigurbj. G. A. Friðjónsd. Kirkjuv. 12 Karólína Vogfjörð — 14 Þórey Grímsdóttir — 66 Fanney Kristófersd. Brekast. 26 Fanney Magnúsd. Flatir 10 : Fiva Ólafsd. Flatir 12 Ása Haraldsd. Strandv. 63 Margrét Símonard. Eyri Erlendur Magnússon Flatir 10 Sigurðnr Ólafsson — 12 Friðrik Haraldsson Strandv. 63 Ástþór Markússon Fagurhól Jóna B. Hannesd. Hælí Sigrún Jönatansd. Breiðholti Guðrún Helgad. Brekast. 8 Dóra H. Magnúsd. Tungu Sonja Gíslad. Hásteinsv. 5 : Erla — — — Eygló — — — Guðrún Andersen Hást.v. 6 Sundhugin. Framh. Björgvin R. Guðmundsson Fífilg. 5 Þórutín Sveinsd. Vesturhúsum Pálína Scheving Dalbæ Jónina Þórðard. — Jóhann V. Scheving Vilb.st. S Högni Sigutðsson Valnsdal Jón Valtýsson Kirkjubæ Þorbjörn Guðjönsson Kirkjubæ Nikolína Hallórsd. Vilb.st. : Sesselja Sigurðard. Helgaf.br. 5 Guðný Magnúsd. Vatnsdal Þorgerður Jónsd. Vesturv. 10 LESIÐ VÍÐI Sigurbjörn Sigutfinnss. Dvergast.: Þorgils Bjarnason Hvanneyri ’ Páll Jónsson Landamótum Jón G. Bjarnason Vegamötum Theódör Jónsson Dölum: Arinbjörn Ólafsson, Guðl. Br. Jónsson Sigurður Guttormsson Eva Andersen Hásteinsveg 5 : Jakob Stefánsson Hást.v. 3 Guðm. Jónasson — -i- Ragnar Jónsson — — Jóhanna Andersen Hásteinsveg 3: Helgi Jónsson — — Guðjón Jónasson — — Oddur Stefánsson — Svar vlð lyginui lians Yillielms prentara, Prentsmiðjudánskan þín Vilhelm, er í lakara lagi í síðasta blaði Víðis. Þú hefur verið að mjálma núna i nokkur síðustu bl Víðis, ýmist að afsaka þig frá rógburði [Útvarpsgalari] eða að skifta þjer af atvinnumálum, sem þjer koma ekkert við, og mælast til að fa skýli á „Skansinn*. Þið sem þjálf- ið ykkur þangað í vondum veðr- um [en eigið engan á sjó] þið horfið á bátana skolast inn, þetta er ykkur á við kvikmynd, þig vantar bara skýlið, — Vilhelm. En konan, sem á manninn sinn á sjó, hún fer ekki fram á að fá skýli, hún fer ekki út á Skans, til að þjálfa sig, í vondum veðrum hún fer þangað ósjálfrátt, börnin henn- ar biða heima, og hún btrst milli vonar og ótta, hvort þetta sé bát- urinn, sem hún vonast eftir, hún eygir bátinn aðeins öðru hvoru, hennar bæn er svo heit en svo þogul, Og þó að þú, Vilhelm, byðir henni inni Stofu á „Skansinum", þá þiggur hún það ekki. Á fremstu síðu Víðis er grein som kallast Leikfimissýning. Þú ættir að vera búinn að vera þrjá- tíu ár við stafasetningu, til þess að þú gætir stafað rjett. Þú skrifar: Fyrst kom inn flokkur telpna [með óþarfa anna í endan] sýndu þær nokkrar æfingar, standandi og sitj- andi osf. En drengirnir 8 að tolu, voru þeir aliir knáir og karl- mannlegir osf. — en þeir byrj- uðu á gólfæfingum osf. Hvar skyldu þá telpurnar hafa verið á meðan að þær sýndu leikfimi sina? Þessi grein þín hjá þjer á að vera hól til kennarans, en verður. stór móðgun gagnvart kennaranum þar sem þú skrifar um leikfimis- mannaefni. Og á eftir mjúku og samstiltu æfingarnar [hjá þjer í lýsingunni] þá hoppuðu og skopp- uðu drengirnir osf. Svo endar þú greinina með svo- litlum Útúrdúrl Jeg hló svo dátt, af því þú mintir mig á sogu sem jeg

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.