Víðir


Víðir - 12.05.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 12.05.1934, Blaðsíða 3
V í' Ð I R Sjúklingar, serm þurfa aö hitta mig, geta gert það á spítalanu'm kl. 9—12 f. h. Þei/, sem þurfa að gera upp við mig, geta hitt mig hjá hr. C. Rosenkær kl. 1—3 e. h, P. V. G. Kolka. teí-t. Molar. Slettirelíau. Par sem mikið er fyrírliggjancli af óþverra, er Slettirekan oft við hendina tilbúin að þeyta óþverran- um i allar áttir. Þetta heflr Alþ. bl. Eyjauna notað sér í 5. tbl., þar sem minst er á spítalalæknis- starflð. Engu skal spáð um það hér, hver starfann hlýtur, þvi ræður senni- lega bæjarstjórn í samráði við spítalanefnd. En það er engu líkara en að greiharhöf. só hiæddur um að Karl Jónasson læknir muni sækja úm. starfann og hljóta hann, og mótfallinn því virðist hann vera, því greinarstúflnn endar hann með því að lítilsvirða lækn- irinn. Mest finnur hann honum það til foráttu að hann sé ungur maður, sem hafi ekki fengist við skurðlækningar, eða aflað sér sér- þekkingar". Yitanlega er bann, eins og hin- ir læknarnir hór, bæði hóraðslækn- irinn og spítalalæknirinn, almenn- ur læknir og ekki sérfræðingur í neinu, Einmitt þaif spítalalæknir- inn að hafa alhliða læknismentun, því sitthvað getur komið fyrir hór í bæ eins og annarsstaðar. En. er Karl læknir svo mikill viðvaningur? það munu kunn- ugir ekki álíta. Hann heflr nú um fjögra ára skeið aðstoðað báða læknana hór við hinar vandasam- ari aðgerðir, og áður en hann kom hingað hafði hann dvalið ár- langt, til framhaldsnáms, á þýsk- um spítölum. þeir, sem notið hafa hjálpar Karls læknis, munu ekki gleðjast við það að kastað sé rírð á hann, því vinsæll er hann í besta lagi, bæði sem læknir og maður. Hefði greinarhöf. viljað segja eitthvað um læknirinn, sem bygt væri á þekkingu, þá var honum innan handar að spyrja læknana, sem hann hefir starfað með, um álit þeirra á honum. Og A meðan gr.höf. ekki birtir vanvirðandi álit þeirra, á Karli Jónassyni læknir, þá verður þet.ta spítala-drit hans að skoðast sem hver annar óþverri Siettirekunnar. I siðasta tölublaði Ingjalds birt- ist ein stefnuskrá bæjarfógetans okkar. Liklega sú nýjasta. Hin síðustu ár hafa árlega borist frá honum slík plögg, sum árin í alt að 50 atriðum. Við samanburð eru þau harla ólík og lítið sam- i'ffimi í þeim. St.efnan virðist, ef nokkur er, vera tækifærisstefna. T. d. taldi hann fyrir nokkium árum verkföll og verkbönn rétt- mæt og sjálfsögð, nú vill hann banna hvorttveggja Ekki er langt slðan hann bar ]of á kommúnista, nú telur hann þá óalandi. í þessu hvorutveggja er að vjsu framför hjá honum, en samrsemið er lítið. Fytir þessari nýju stefnuskrá kveðst hann muui berjast með „oddi og eggi“ (fúleggi?). Það ífkal engu um það spáð, hversu lengi „baráttan* stendur, en hitt er tiú vor að hann rnuni halda, enn sem fyr, fast við þá stefnu sína: að skrifa stefnuskrár. — SkrípaMum hnekt. Fyiii tilhlutun Kommúnista hef- ir bæjarstjórninni hér borist nokk- ur kærubréf á hendur. Bréf þessi hafa mór verið afhent til um- sagnar. Mér hefir komið til hug- ar að lesendur “Víðis" mundu hafa gaman af að iesa þessi bréf, svo kjánalega sem þau eru orðuð og stíiuð. Bréf frá Kommúnistafulltrúum í bæjarstjörninni: Vestm.eyjum 26. mars 1934 „Vegna glæpsamlegrar fram komu fátækrafulltrúans Guð- laugs Br. Jónssonar í garð styrkþuríandi manna og.v6gna þess að fátækranefndin heffl- hundsað kröfu um að fundur yrði haldinn um þessi mál, krefjumst við , að fátækra- nefndin kal.li nú þegar saman fund og að honum afloknum verði hítldinn opinn og al- mennur bæjarstjórnaifundur, þar sem lögð verði fram og samþykt verði sú tillaga okk* ar, að Guðlaugi Br. Jðnssýhi verði nú þegar vikið frá starf- inu og styrkþegunura sjálf- um fálið, að kjósa fátækra- fulllrúa í hans «tað. í þessu sambandi nefnum við sem dæmi framkómu Guðlaugs gagnvart Guðrún Þórðardóttur og krefjumst að henni verði tatarlaust veittur sá styrkur sem hún þarfnast. Samkvæmt læknísvottorði, er kona þessi veik og ekki vinnufær óg hefir hún ekkert fyrir sig fjölskyldu sína að leggja". í bæjarstjórn Vestmannaeyja ísleifur Högnason Guðmundur Gunr.arsson Haraldur Bjarnason Til fátækranefndar og bæjarstjórnar Vestmannaeyjakaupstaðar. Bréf frá A. S. V.: Vestm.eyjum 26. marsl934 „Undirrituð stjórn Alþjóða- samhjálpar verkalýðsins, Vest- mannaeyjadeildar, gerum þá kröfu til bæjarstjöinarinnar í Vestmannaeyjum, að hún nú þegar hlutist til um að hald- inn verði opinber bæjarstjórn- arfundur þar sem fátækrafull- trúanum Guðlaugi Br. Jóns- syni verði tafarlaust vikið úr stöðu sinni vegna svívirðilegr- ar framkomu i garð styrk- þurfandi manna og kvenna. Ennfremur gerum við þá kröfu, að styrkþegarnir sjálflr verði látnir kjósa mann í fátækraf ulltrúastai fið “. í stjórn Vestm.eyjadeildar A. S. V. Martha Þorleifsdóttir Margrét Sigurþörsdóttir Helga Rafnsdóttir Haraldur Bjarnason Lárus Halldórsson Til bæjarstjörnarinnar í Ve. Á páskadaginn var haldinn fjöl- mennur bolsafundur, á fundi þess- um voru lesin upp samansöfnuð kærubréf á hendur mér, flest náfnlaus. Starfsemi mín hafði ver- ið aðal fundarefnið. í lok? fundar • ins voru menn svo látnir sam- þykkja á bolsavfsu, mjög harðorða vantraustsyfirlýsingu á mig, með öllum greiddum atkvæ&um. Einn var þar þö, sem greiddi atkvæði á móti, hann ei nú í banni hjá kommúnistum. Á þessu sést best skoðanafrelsi þejrra.. „Alþýðublað Eyjanna“ 29. mars skrifar svohljóðandi klausu: „Nýtt embætti hefir íhaldið skaffað eihum af gæðingum sínum, fátækrafulltrúastarfið. Sveínn Scheving hafði haft þennan starfa á hendi fyrir 600,00 krónur, nú nyeddi íhaldið hann til að segja af sér, ög bauð honum 1800,00 krónur í eftirlaun til að hafa hann góðan. Starfanum var ekki slegið upp, því Jóhann var búinn að lofa Guðlaugi Br. starfanum fyrir kosning- ar í vetur og ákveða launin 3600,00 krónur. Nú mun þetta brölt Jóhanns kosta bæ- inn um 6000,00 krónur á ári svo eitthvað má nú Guðlaug- ur klípa af ef hann á að borga sig. Nú skrifar Guðl. um Jóhann, kommúnistána og guð í Vfði“. Það hlýtur hverjum heilvita manni, sem les þessa grein, að verða Ijóst hvert er stefnt með þessari klausu, sem greinilega kem- ur í Ijós sú lúamenska sem hér er höfð í frammi, yfirgengur þó að það skuli vera kennari við æðri skóla sem ímyndar sér að svona heimska og fáfræði geti áorkað nokkru meðal skinbærra manna. En það verður víst aldi ei ofsögum sagt hvað fáfræðin og heimskan geta gengið langt. Klausan er beinlínis rituð til að vekia úlfúð og tortryggni, en hefir ekki það mínsta að styðjast við hvað snert- ir skilning á mönnum og málefnum. Sannleikurinn er sá, að þegar Sveinn Scheving*lagði niður störf sín sem lögregluþjónn, þá bar honum með fullri sanngirni eftir- laún sem vaúa hefðu átt að vera minni en ca. 1800,00 kr. á ári. fess má geta að S. S. hafðf haft öll þau ár sem hann starfaði, mjög lág laun. Á stríðsárunum kom það oft fyrir, að sjómenn höfðu helmingi meira upp ur vef- t.íðinni einni, en S. S. hafði í laun fyrir alt árið. Þess má og geta, að S. S. rækti starfa sinn með sérstakri nákvæmni og sam- viskusemi. Því var það, að þeg- ar S. S. hætti að vera lögreglu- þjónn, að eftirlaun hans voru kr. 800,00 á ári, en til uppbótar var honum falin fátækrafulltrúastaðan, sem þá var mjög lítill starfi, fyr- ir kr. 600,00 árslaun. Framh. Guðl. Br. Jónsson. F r é \ t i r . Messað á sunnudag kl. 5. Betel. Samkomur á sunnudögum kl. 5 e. h. og á fimtudögura kl. 8 e. h. Veðráttan Síðan um mánaðamót hefir verið hér vandræðatíð til sjós. Stöðugir austan, sunnan og suð- vestan vindar, og mikið brim. Ýmsir hafa enn ekki náð net- um sínum að öllu leyti, og full- yrða má að netatjön hafi oiðið all-tilfinnanlegt hina síðustu daga vertíðarinnar, og er þar Jveðrátt- unni einni um að kenna. Gæslan. Að þessu sinni hafa togarar engin spellvirki unnið á netum okkar og má óefað þekka það mjög endurbættri gæslu „Þórs“. E*ar sem við í fyrra höfðum og létum í Ijósi andúð okkar á frammistöðu eftirlitsskipsins, þá er ekki nema sjálfsagt og skilt að við nú þökkum skipherranum á „Þór" fyrir gæslu veiðarfæra, prýðilega af hendi leysta, og gott eftirlit með bátum, sem hjálpar þurftu við. í nafni útgerfar manna og sjó- manna leyfir „Víðii “ sér að færa Skipherranum bið besta þakklæti.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.