Víðir


Víðir - 21.06.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 21.06.1934, Blaðsíða 2
V í Ð I E Sundkennarasta er laus til umsóknar. Umsóknir sendist á bæjar- stjóraskrifstofuna fyrir 27. júní n. k. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, 21. júní 1934. Jöh. Gunnar Ólafsson. bræðrum sínum með fylstu and- tíð og tortryggni. Þeir vissu að einn mest áberandi veikleiki mann- legs eðlis, er tortryggni í garð annara manna. Á þessa strengi faafa foringjar þessa flokks spilað árum saman. Afrek þessara snápa eru þau, að nokkur hluti þjóðarinnar lætur leiðast til að berjast gegn þjóð- félagsheildinni, í sfcað þess að vinna henni gagn. — Þeir vinna að upplausn þjóðarinnar. II. Framsóknarflokknum hefir frá fyrstu tíð, verið ætlað að vera bændadeild Alþýðuflokksins, enda var hann stofnaður af sömu að- iljurn, Jónasi frá Hriflu o. fl. — Starfsaðferðin var sú sama, bændur landsins áttu að taka sig út úr, ^sem 'ein stétt, er legði í baráttu, gegn öllum, sem aðra at- vinnu stunduðu. Sambandið milli þessara flokka hefir lengi verið lýðura ljóst, enda tókst þeim í sameiningu á árun- ura 1927—'31 að fara svo eldi um athafnalif landsmanna, að ekki verður ennþá séð hvort það lifni við aftur.' —¦ Á síðasta hausti átti loks að fella þá saman í tinn flokk, en þá þótti sumum nóg komið og mynduðu nýjan flokk. III. Bændaflokkurinn. Um hann þarf ekki margt að segja, hann hefir flisast. úr Framsóknarflokknum og ei honum samsekur í því,i að vilja einangra bændurna, enda þótt hann vilii ekki hafa nánara sam- band við Alþýðuflokkinn, heldur en veiið hefir, hin siðustu ár. — Foringjar hans voru með í leyni- makkinu 1927—'31, en viíja hins- vegar ekki samruna flokkanna. IV. Kommúnistaflokkurinn.berst með kjörorðinu stéttvís að því að n'fa niður hjóðskipulagið og jafna það við jörðu. Honum er stjórnað,. og hann er kostaður af Rússum til þess að reyna að framkvæma kenningar Marsista með blóðug- umbardagaog manndrápum. Hann er að þessu leyti sama og Alþýðu- flokkurinn, markið er eitt, aðeins munur á bardagaáðferðinni. Þeir vilja einangra stóttir er foiðist samvinnu. Þeir vilja eymd og ör- byrgð, því að þá sé kominn rétt- ur jaiðvegur fyrir þá, til þess að sá í. — Þeir eru' áta í Þjóð- íélaginu. — Þjóðernisflokkurinn er ungur og óreyndur. Stefnan er utlerid, ö- samstemd íslensku þjóðlifi. Peir þykjast ætla gð vinna gegn stétt- arskiítingu að sameiningu þjöðar- innar, en foringjarnir virðast ekki ennþá skilja hvaðan hin sundruðu öfl þjóðfélagsins eru runnin. Það er þeirra höfuðsök. — VI. Sjálfstæðisflokkurinn er stofnað- ur af þeim mönnum, sem ekki vilja, að þjóðin, skiftist í innbyrð- is deilandi stéttir eftir atvinnu. Stofnendur hans skildu hætl.u þá, sem þjóðfélaginu stafaði af ein- angrun hverrar atvinnugreinar. — Grundvollur flokksins er sú stað- reynd, að allar atvinnugreinar, þjóðarinriar eru nátengdar, þar sem ein greinin grípur inn í aðra og mynda eina heild. Á samstarfl aJIrá atvinnugreina hvílir velmeg- un þjóðaiinnar. Sé það samstaif rofið, þá er hnígtiun yfirvofandí. Sjálfstæðismenn eru þessvegna meikisberar allra atvinnugreina, þeir vinna með hag allra fyrir augum, þeir einblina ekki á» eina hlið hins margþætta athafnalifs þjóðarinnar. Peir hafa tekið upp baiáttuna gegn rauðu flokkunum og klofningum þeirra, sem vilja láta stétt berjast gegn stétt. Þeir. berjast gegn sundrung, fyrir 8am- einingu í starfi og hugsun. Ég hefi með nokkrum orðum lýat íyrir ykkur,, kjósendur góðir, stjörnmálaflokkum landsins. — Þið sjáið að í laun og veru er ekki nema um tvær stefnnr að ræða, annarsvegar sameiningar- st.efiiu Sjálfstæðismanna en hinsr vegar sundrungarstefim alls rauð- liðsins. Ykkar er að velja um hvoit þið'viljið fylgja þeim fl-jkk- um, er vilja höggva þjóðfélagið niðui j stéttir, er berjist innbyrð- is af hatri og heift, eða fylgja þeim flokk, er vill gera þjóðina að> einni sterkii heild, andlega og fjár- hagslega sjálfstæða. — Ykkar kjörorð hlýLur að vera atétt með stétt og þessvegna kjós- ið þið fiambjóðanda Sjnlfstæðis- flokksins á sunnudaginn kemur. Baldur, Stcingrímur Bcnediktsson tekur á móti iðgjöldum til Hftr.fél.nAndvöku" i fjærveru minni Páll Bjarnason. Eyjaprentem. h.í. Til athugunar fyrir kjósendur! Kjósandi setur kross (X) framan við nafn þess frambjóð- enda, sem hann ætlar að kjósa. — KjÓBandi má ckki strika út nafn frambjóðanda. Kjósandi má ekki kjósa tieiri en einn mann eða* lista.- Kjósandi má ekki kjósa bæðí frambjóðanda og IandlÍBta. Vilji kjósandi greiða landlista, en ekki frambjóðanda ?at» kvæði, þá setji hann kross (X) framan við listabókstaf þess flokks, sem hann viJl kjósa. Atkvæðaseðill lítur þannig út hér í Vestmannaeyjum, þegar búíð er að kjósa Jóhann Þ. Jósefsson Páll Þorbjarnarson frambjóðandi Alþýðuflokksins ísleifur Högnasson frambjóífandi Kommúnistaflokksins X Jóhann Þ. Jósefsson frambjóðandi Sjalfstæðisflokksins Óskar Halldörsson frambjóðandi Þjóðernissinnaflob ksins. A. Landlisti Alþýduflokksins B. Landlisti Bændaflokksins c. Landlistí Framsóknarflokksins D. Landlisti Kommúnistaflokksins. E. Landlisti Sjálfstædismanna Sjálfstæðismenn, kynnið ykkur kosninga- reglurnar, áður en þið farið á kjörstað. Komið á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins 1 þinghól. Opin daglega kl. 1-7.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.