Víðir


Víðir - 25.08.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 25.08.1934, Blaðsíða 3
V 1 Ð I R hvað að heyra um töðufallið á Esjunni, Vatnajökli eða Baulu. Á bls. 163 er minst á Arnar- fjarðarheiði í N.-Þingeyjarsýslu. Sú heiðí er þar ekki til, en mun líklega eiga að vera Axarfjarðar- heiði. — Ekki virðist það heldur gott, að bæjir eða hteppir séu „út í sjó“, eins og getið er um neðst á bls. 177. I?á er það líka óvíst, að Seyðfitðíngar teiji sig nokkru bættavi að hafa Búðareyri „norðan við fjarðarbotninn", en þar er sá bæjárhluti settur niður, eins og sjá má á bls. 191. — Allar sýsl- ur landsins eru nefndar á nafn í bókinni, að undantekinni Rangár- vallasýslu. Hún er hvergi skráð með nafni, en aðeins köiluð „Suð- urláglendið" og fær 7^2 blað í bókinni til umráða. Fer best á þvl að nefna þá sýslu sem mist, því hún hefir ávalt verið „fanatísk" i stjórnniálum, enda orðinn full- koininn vonarpeningur í fram- sókninni um það leyti sam bók- in var prentuð. Höfundui er yfirleitt mjög á- nægður með bókina og segir ílok formálans, að. hun hafi «risið á legg í góðum klæðum". í byrjun formálans segir höf.: „Þó er það von mín, að alþýðuskólar okkar hafi hennar nokkur not, einkurn þeir er mesta áherslu leggja á sjálfstæða vinnu nemenda. Mun hún og geta orðíð kennurum hand- hæg bók. — þetta er alveg rétt. Bókin getur orðið til fyrirmyndar handa kennurum og nemendum um það, hvernig kenslubækur eiga ekki að vera. Auk þess hefðu nemendur í alþýðuskólum, sem samankomnir eru úr mörgum héruðum, einkar gott af að leið- rétta villurnar og fjarstæðurnar — hver fyrir sitt hérað. — Þá seg- ist höf. hafa gert sér far um »að villur yrðu sem fæstar íbókinni". — Þessvegna tekur hann frarn : „Allar landfræðibækur um ísland etu með villum og ónákvæmni, og einnig bækur í’orvaldar Thor- oddssen". aEn svo lýsir höf, ágæti sínu í fullkomnum sigurfögnuði : „Ég hef fylgt nokkuð öðrum regl- um en alment gerist um land- fræðisbækur". — Mesti aragrúi er af prentvilium í bókinni, og fylgja henni engar leiðréttingar í því efni. Mun það alt fullgott í Eski- móann ásamt öðrum lýð, sem ekki er sjáanlegur og hvergi fyr- irfinst. Ein prentvilla er þó skemti- leg 1 bókinni." Er hún á blaðsíðu 69 og h’eitir „Landanáma". Brugg er nú orðið algengt í mörgum sveitum landsins. Og „landinn" er að verða þjóðlegur drykkur. Væri gerandi að finna eina slíka námu til að hressa samviskuna eftir lestur bókarinnar. Mundi þá ef til vill sannast það, sem stendur á blaðsíðu 153 í bókinni „Land og ]ýður“ : „Hverfjall á fáa sína líka á jörðinni, en marga í tunglinu"! Jochum M. Eggertsson*. AUGLÝSIÐ í VÍÐI fiotur og skipulag. Peir, sem hafa gengíð Landa- götuna nýlega hafa ef til vill veitt því eftirtekt hvernig á að setja niður hús það sem fyrirhugað er að byggja fyrir vestan Hof. Fað á að koma út í götuna gegnt Skálholti (gamla) og vera nokkr- ura metrum lengra til suðurs, en húsið næst Hofi, svo að husalín- an verður þarna áberandi ijót og afkáranleg. Er þö húsið sem fyr- ir er (Sig. Gottskálkssonar) bygt árið 1928 eftir að skipulag var samþykt. Gerði sá er setti það niður _(Ág. Árnason að ég hygg) —- þarft verk með þessu að mín- um dómi. Því ef fara á eftir skipulagningu þarna, verður gatan bæði mjó og vegna þess að brekka er að sunn- anverðu við hana, kemur þetta enn ver út. Ég átti fyrst tal um þetta við byggingarfulltrúann. En hann lít- ur svo á, að slíkt varði hann ekki. Hann eigi að fullnægja skipulaginu án tillits til þess hvernig það er, og skifta sér ekk- ert af því. Enda orsaki breyt- ingar honum aukna vinnu. Ég lít að visu svo a, að honum beri að gera sitt ítrasta til að koma sem bestu sniði á bœinn, þar sem hann sér að það er óheppilegt að halda sér við bið ákveðna skipu- lag. Hinsvegar átti ég einnig tal um þetta við bæjarst.jóra og tók hann afarvel í að fá þessu breytt ef hann gæti, því honum fanst eins og mér þetta vera með end- exnum. Er vonandi að bæjarst.jörn, ef þetta kemur til hennar kasta geri sitt. til að kippa þessu í lag. Úr því ég stakk niður penna um þetta má. minnast á, að það er innan handar að hafa götu- breidd meira en skipulagið ákveð- ur. T. d. Ásavegur. þeir sem horfa á viggirðing hr. Ást.þórs Matthíassonar um löð sína og hafa það hugmyndaflug að geta gert sér í hugarsjön að hvernig gatan verður, ef allir norðanmegin henn- ar gera svipað mannvirki í fram- tiðinni hlýtur að hrjósa hugur við. Gangstéttin á að eíns að vera öðru megin. Enda er ekkert pláss fyrir neina gangstétt, efgat- an á að teljast sæmilega bifreið- fær. Éarna á að myndast ný gata og er — jafnvel ennþa — hægt að hafa hana svo breiða, að tek- ið sé tillit ti’, vœntanlegrar um- fetðar í framtíðinni. Sama máli er að gegna um hina nýju götu »Sólhlíð« i gegnum Heiðistún. Éarna er mjög mikið landiými og lafhægt að hafa breiða fallega götu. Ég átti einnig tal við bygg- ingarfulltr. um þetta þegar hann setti niður hús Stanieis Guð- mundssonar. En þess háttar „int- erassarar" hann alhk ekki. Því miður. Hann hefir aðstöðu til þess að fylgjast best með þessu og minna á það sem miður fer. Nú er vitanlega álitamál — smekkatriði og hve stórhuga menn eru vegna Eyjanna — hve breið- ar götur menn vilja hafa. En spá mín er að seinni kynslóðir mundu þakka okkur fyrir að hafa fleiri götur hér í líkingu við For- mannabraut. Éess vegna leyfi eg mér að skjóta þessu máli til at- hugunar þeim, sem einhverju geta ráðið um það. Kr. Linnet. Hlynnum að menn- ingarmálum okkar. Þær fréttir berast, að Karl Sig- uihansson hafi unnið Hafnarfjarðar- hlaupið. Sá maður hefir vakið eftirtekt á sér sem frábærum hlaupagarpi, og leitt hugi manna í landinu til athyglis á íþróttalífi Eyjabúa. Hvergi með þessari þjóð mun nú áhugi fyrir íþróttum jafnmikill aem í Vestmannaeyjum, nema ef vera skyldi í Reykjavík. Það er gleðilegur vottur um aukna menn- ingu. Eyjaskeggjar eru fyrir löngu viðurkendir sjógarpar og aflamenn. Um íþróttir, verkhæfni og dugnað má því segja, að Ejabúar standi síst að daki öðrum landsmönnum. En fleira þarf, ef duga skal. Við megum t. d. ekki una við að standa öðrum landsmönnum að baki í skóla og hieinlætis málum, enda virðist nú vera að rofa dálítið til um þau mál. Barnaskólahús eigum við ágætt og fimleikasal. Sundlaug erum við að eignast. Éað er skórkostlegt framfaraspor stigið í hreinlætis og heilbrigðismálunum. Og í ráði er, að ungmennaskölarn- ir, gagnfræðaskólinn og iðnskólinn, starfi báðir á Breiðabliki í vetur og fær þá gagnfræðaskölinn að öllum líkindum rýmra húsnæði en hann hefur áður haft og betri að- hlynningu. Við unnum Eyjunum og skulum í sameiningu kappkosta að efla menningu og aulca hróður Eyja- búa. Það gerum við með þvi að hlynna að öilum okkar verðmæt- um, andlegum og efnalegum. Éökk sé þeim, sem þá nauðsyn skilja og starfa fyrir hana. XX Gagnfræðaskólian. Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá Gagnfiæðaskóla Vest- mannaeyja. Pillar og stúlkur, sem ekki eru yfirhlaðin störfum, ættu að nota tækifærið og sækja skóla þennan. Því þó að gamla sagan segi, að bókavitið verði ekki í ask- ana látið, þa er sú saga fyrir löngu dauðadæmd. Sá, sem mest lærir og mest veit, verður venjulegast mesti maðurinn. Minnist þess ungu piltar og stúlkur. Gagnfræðaskölinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því, sem blaðið best veit eru kenslukraftar göðir, og af reynsl- unni skulið þið þekkja þá. Kveðja. Mér hefir veist léttara að koma að rúminu ykkar, kæru konur mínar, heldnr en koma nú og kveðja ykkur. Vona ég að þið sakíð mig ekki fyrir það; læt eg því þessar línur duga, og kveð ykkur hér með allar innilega, ásamt fjölskyldum ykkar, og þakka alt það góða, er mér hefir verið sýnt, og árna ykkur allrar blessunar. Góður guð veri með ykkur öllum. — Þórunn Jónsdóttir Ijósmóðir. Skýrsla um samskotafé frá Vestmanna- eyjum til þeirra, sem biðu tjön af völdum jarðskjálftans, safnað af kvenfélaginu „Líkn“, nokkrum norðlendingum og sóknarprestinum. Framhald. Árni Ólafsson Túni kr. 5. Sigurlín Jónsdóttir Túni kr. 5. Bjarni Einarsson Vilborgarst. kr. 5 Guðjón Eyjólfsson Kirkjubæ kr. 10 Ólöf Lárusdót.ti Kirkjubóli kr. 5. Guðjón Björnsson Kitkjubóli kr. 5. Einar Vilhjalmsson Oddstöðum kr. 5. Sigurbjörg Jónsdóttir Oddstöð- um kr. 3. Hjörleifur Guðnason Oddstöðum kr. 1. Vilborg Guð- jónsd. Oddsstöðum kr. 1. Ingólfur Guðjónsson Oddsstöðum kr. 2. Guðjón Jónsson Oddstóðum ki. 5. Petur Lárusson Búarstöðum kr. 5. Guðrún Magnúsd. Búastöðum kr. 2 Magnús Magnússon Helgafellsbr. 7 kr. 5. Fanný Guðjónsd. Helgaf.br. 19 kr. 5. Tómas Bjarnason Helga- fellsbr. 19 kr. 5. Guðm. Sigtryggs- son Vesturhúsum kr. 5. Magnús Guðmundsson Vesturhúsum kr. 10. Hahnes Jónsson Hafnsögum. kr. 10. Helgi Benouýsson kr. 5. Jón Vig- fúston Hlaðbæ kr. 5. Agnes Há- konaidóttir Svalbarði kr. 10. Soffia Jónsd. Nýjabæ. kr. 5. Jóhanrta Jónsd. Mýjabæ kr. 5. Ólafur Ingi- leifsson Víðivöllum kr. 5. Stefán Gnðlaugsson Gerði kr. 10. Guð- laúgur Jónsson Gerði kr. 10. Er- lendur Jónsson Ólafshúsum kr. 5. Karl Sigurðsson Helgafellsbr. 10 kr. 5. Jenny Guðmundsson Mos- felli kr. 5. Björn Jónsson Gerði

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.