Víðir


Víðir - 15.09.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 15.09.1934, Blaðsíða 2
V í Ð I R / Ávarp til nýju sfjórnarinnar. .... vondur, verri, vestur voru aftur teknir. Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. hór, á að vera auðvelt að koma hér upp bræðslustöð — og gæt- um við með tiliíti til þeirra tekna sem ríkissjóður hnflr haft héðan og hefir enn í dag, vænst þess að ríkið legði þessu bæjarféiagi styrk til svo nauðsynlegs bjargræðis sem hér um ræðir. Eins og áður áminst er það, óumflýjanleg þörf að bæta úr hin- um tilfinnanlega atvinnuskorti hér sumarmánuðina, og tel ég ekki skorta á annað en samtök Vest- mannaeyinga til að hrynda þessu máli í framkvæmd, — og þar með bæta úr hinni sihrörnandi fjárhagslegu afkomu. — Möguleik- arnir eru fyrir hendi, það mun reynsian sanna þegar til kemur. Páll Oddgeirsson. Uppblástur jarðargróðurs í Vcstm.eyjum. í síðasta tbl. Víðis var mjög hugnæm grein jjm þetta mál, mál, sem því miður hefir aldrei náð svo sterkum tökum á mönn- um, að í blaðaumræður kæmist fyr en nú. f*að er þó víst að öllum þeim íbúum Vestmannaeyja, sem alið hafa aldur sinn hér, þó ekki sé nema um nokkurra ára skeið, er Eyjan hjartfólgin, og þola ekki að sjá það, að fegursti bletturinn máist út af tímans sterku tönn. Þeim, sem með völdin fara hór ber að hafa opin augu fyrii' þessu, því það er skylda þeirra sem með völdin fara, á hvaða tíma sem er, að. varðveita fegurð landsins, fyrir eýðandi öflum náttúrunnar. Það, sem óg vil bæta við hina ágætu grein höfundarins um upp- blásturinn, er krafa til bæjarstjórn- ar um það, að vaiðveita rofin á Skansinum, og stríða á móti upp- blástri og eyðileggingu á þehn fagra stað, sem aðkomumenn, eða gestir eru mest hriíuir af. Eyjabúi. Tck prjón fyrst um sinn Aðalbjörg Jónsdóttir Nýborg. 0TBREIÐIÐ VÍÐI Eftirmæli þeirrar stjórnar, er nú lætur af völdum, eru í rauninni hvorki góð nó ill. Hún var að- gerðarsmá, sem bæði muo hafa stafað frá þeirri aðstöðu, sem hún hafði, og ef til vill líka að nokkru leyti frá lundavfari og eiginleik- um þeirra manna er í henni sátu. Þrð voiu friðsamir menn, hóg- værir og góðgjarnir, en engir skörungar. Stórvandræðalítið hefir því ver- ið mesta þeirra stjórnartíð, sœmi- legur friður í landi, eftir því sem vænta má á þessari Sturlungaöld oí afkoma alls almennings ekki verri’ en efni stóðu til. Út á við mun landið talsvert hafa náð sór í áliti, því að í skilum hefir ver- ið staðið með greiðslur allar og hinn prúði forsætisráðherra vor, Ásgeir Ásgeirsson, hefir sýnt, að hór eru a. m. k. til hreynlátir menn, sem kunna að greiða sér og snyrta neglur sínar. Hefir í þessum efnum orðið mikil breyt- ing til bóta, því að í stjörnariíð tlriflu-Jónasar vai svo komið, að álit landsins var alveg á föium hjá eriendum fjármálamönnum og lánsstofnunum, vegna hinnar skefja* lausu fjársógunar- og stjórnarfars- spillingar. — Viðskiftasamningar við erlend ríki munu og hafa teki8t eins vel og vænta mátti eftir aðstöðu vorri allri. II. Nú hafa þau undur gerst — því að undur mega það kalíast og ekkert annað — að sá maður, er myndaði stjórn og varð forsætis- og dómsmálaráðherra, sem? áreið- ánlega fullur helmingur þjóðarinn- innar telur vitgrannann, ofstopa- fullan og hefnigjarnan. Má óhætt fullyrða, að í andstöðuflokkum stjórnarinnar nýtur enginn maður minna trausts og álits en Her- mann Jónasson. — Er hér Jónas Jónsson ekki einu sinni undanskil- irm, því að þótt hann sé vand- ræðamaður og flest illt um hann, það sem honum er sjálfráft, þá eru honum þó sumir hlutir ósjálf- ráðir vel gefnir og allir vita að vitómunir hans eru margfaldir á við glóru Hermanns. — fcitjórn- málareynsla hans er iíka orðin löng þótt vera megi, að hann hafi lítið af henni lært, sem gert hafi hann að betra manni en hann áð- ur var. Það má þvi heita alveg stór- furðulngt, að úr því að Framsókn- arflokkurinn vildi ekki feia þeim manni eða mönnum stjórnarmynd- unifia, sem mests trausts nutu, að þeir skyldu þá ekki heldur fdla Jónasi hana, en Hermanni. Hafa þeir sýnt Jónasi með þessu þá lítilsvii ðingu og smán, sem einsdæmi er, að nokkur flokkur hafi sýnt foringja sínum. Um hinn Framsóknarmanninn í stjórninni, Eystein Jónsson, er það að segja, að vitsmunirnir eru sennilega heldur meiri en hjá hermanni, en á móti þeirn vits- munum vegur þab, að maðurinn er allur hinn ótútlegasti í öllu útliti og sannnefndur Rinddi. Stjórnmálareynslu hefir hann biiga aðra en þá, að hafa skrifað nokkr- ar blekkinga- og lygagreinar í Timann og Nýja Dagbiaðið, og hefir auðkent sig í þeim með þvi að vara einn af þeim ófyrirleitn- ustu, sem i þau blöð hafa skrifað — og er þó nokkuð mikið sagt. Rindill þessi mun aðeins vera 27 ára gamall, og hefir litillar upp- fiæðslu notið og þó illrar, því að hann er lærisveinn Jónasar aí Samvinnuskólanum. Má alveg furðu gegna sú ósvífni, að 25 þingmenn tveggja flokka, skuli leyfa sér að bióða hann þenna mann fyrir fjármálaráð- heria, einmitt á þeim tímum, sem nauðsynlegast, er allra hluta vegna, og bæði inn á við og út á við, að í þessu sæti sitji maður, sem reyndur er að þekkingu og viti á fjármálum. Rriðji maður stjórnarinnar, full- trúi jafnaðarmanna, Haraldur Guðmundsson, tekur þessum stór- lega fram, þót.t ertginn sé hann atkvæða- eða yftiburðamaður. Er hann liðlega greindur maður, sæmi- lega mentaður, vel máli farinn, og kemur fremur vel fyrir, þótt hann sé ekki tilkomumikill eða fríður sínum. -- Er helst sá ijóð- ur á framkomu hans, að maður- inn er talsvert upp með sér og drýldinn. Vinnumaður hefir Har- aldur altaf þótt lítill, er hann lat- ur maður og hneygður til þess að sitja á kaffihúsum, reykja þar cigarettur og segja brandara. — Af honum mun slst mega vænta glópskuverka eða hermdar þessum þriggja, því að hann er gæfur mað- ur í lund og sagður góðmenni. Um verkaskiftinguna millum ráðheri anna er í raun og veru lít- ið að segja, þar sem að minsta kosti tveir þeirra væru ófærir eða a. m. k. lítt fæiir til þess að gegna hvaða stavfl sem væri í stjórninni. — Nokkur bót má það kallast að Haraldur skuli þó fara með utanríkismál, því að vafalaust verður hann minst til hneysu af þessum þremur, en vafasamt er þó, hversu vel hann er fallinn til þess að búa oss undir skilnaðinn við Dani, a. m. k. ef jafnaðar- mannastjórn fer með völdin í Danmörku til 1938 og Haraldur situr þann tíma. En þótt utan- ríkismálaráðherrann komi ef til vill mest fram fyrir landsins hönd út á við, þá kemur þó altaf mik- ið. til kasta foisætisráðhen ans að „repræsentera" þjóðina, því að hann tekur að jafnaði á móti tignnm erlendum gestum. Veið- ur það því glímumaðurinn og æð- aikolluskyt.tan, sem líka kemur til þess að „repræsentera" okkur. — Vill sá, er þetta rit.ar, leggja honum það heiiræði, að hann tali sem minst við gesti þessa, en glími í staðinn fyrir þá, og fari með þeim ut í Öifirisey og skjóti þar. Þá er það og hið mesta hneyksli að Hermann skuli hafa dómsmál- in með höndum. — Maður, sem var alkurinur að því, að farahlut- drægnislega og illa með vald aitt, sem dómari og lögreglustjóri og er auk þess dæmdur fyrir brot, sem að vísu mun ekki vera sví- virðilegt i almenningsáliti, en var þó mjög óviðurkvæmilegt, þegar litið er til þeirrar stöðu, sem af- bi otamaðurinn gegndi. — Hefði manni, með sæmilegri sómatil- flnningu aldrei komið til hugar að veiða dómsmálaráðhen a áður •n æðöti dómstóll hefði skorið úr sök hans, ef eins stóð á fyrir hon- um og Hermanni nú. Að nafninu til á það að heita svo að Hermann fari með nokk- urn hluta alvinnumálanna, en það er heldur ekkert annað, og aðeins gert til þess að láta það ekki að forminu fcjást, bændaflokksmenn- irnir hafi haft rétt fyrir sór, er þeir sögðu, að Framsoknaiflokkur- inn hefði ætlað sér í fyrra að fá socialistum öll atvinnumálin í hend- ur. Er öllum vitanlegt, að í raun og veru ráða socialistar yfir öll- um atvinnumálunum og að buið er með leynisamningum að skipa þeim málum, sem að nafninu til hníga undir Hermann. Frásögn bændaflokksmannanna hefir því reynst hér í alla staði Jétt. Um hverjar framkvæmdir þess- arar stjórnar verða, skal ekkeit spáð nú, en þótt loforðin séu mik- il og oiðagljáfrið, þá verða þó líklega þær einar efndirnar á því fyrst um sinn að 20 — 30 menn fá nýjar stöður og bitlinga — verða skipaðar í nefndir og ráð o. s. frv., en sauðsvartur almúginn — kjósendur þessara manna, og umbjóðendur, fá ekkert. Skal svo þessu ávarpi til hinn- ar nýju stjórnar lokið með því að fullytða, að þetta sé ekki aðeins

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.