Víðir


Víðir - 22.09.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 22.09.1934, Blaðsíða 3
V f B I S Eins og áður er sagt, hepnaö- ist mér vel hákarlaveiði, en við horskfiskirí mun ég hafa verið talinn meðaimaður, eða kannske vel það. Sjóferðir allar lánuðust mér einstaklega vel. Aldrei raisti ég mann og enginn meiddist um borð í mínu skipi. Gladdi það mig mjög, eftir að hafa verið for- maður í yflr þrjátíu ár. Oftast var maður að þessu gutli alt. ár- ið, þegar veður ieyfði, að undan- teknum fuglatímanum. Það kann að þykja ekki trulegt, en satt er það samt, að eg minnist ekki þess að ég fengi verulega vont á sjó í öll þessi ár og aldrei þurfti ég að fleygja út fiski, var mér þó stund- um bríxlað urn það að ég væri ókærinn að hlaða, ef flskur bauðst. Þess get. ég til sönnunar því, hve lánsamur ég var j sjóferðum mín- um. Um fiskiferðir mínar er svo eiginlega ekki meira að segja, en með fáum orðum vildi ég minn- ast á fuglaveiðina. í mínu ungdæmi var lundinn tekinn í holum þar sem hann lá á ungum sínum, kræktur út, en svartfuglinn veiddur á flekum. Hvortveggja var ómannúðlegt mjög, eða öHú he'ldur giirndarlegt, en þó faun maður ekki til þess, önnur aðíerð þektist ekkí. Oft var mikið af fugli drepið á þennan hátt og mun ég ekki hafa verið eftirbátur í því að íáðast á fuglinn á þenn- an hátt þó að aðfeiðin væri ljót. Seinna var þessi veiðiaðferð strang- lega bönnuð. Siðan ég fór að eldast flnn ég sárt til með fugl- inum sem fyr varð að kveljast á flekanum. Eftir að veiðiaðfeiðin breyttist 0g farið Var að nota háfiuir fanst mér ég ekki vera næiri eins dug- legur við veiðina, og var það ekki. Mun það- hafa. stafað einkum af þvi, að ég var þá orðinn of full- orðinn til að verða leikinu í því að nota háflnn, en fjallamaður -þótti ég göður. Marga glæfra- ferðina mun ég líka hafa farið, en aldrei hrapaði ég álnarhæð. — Svona var ég lánsamur, einnig í þeim veiðiferðum. Ósiðlæti. Herra ritstjóri! Mig langar til að biðja yður fyrir rúm 1 yðar heiðraða blaði fyrir eftirfarandi linur. Ég hefi orðið var við það, að börn hér hafa á alfaravegi hróp- að upp nafn þeirra, er þau mæta, kastað að þeim háðsyrðum og Ijót- um orðum, uppnefnt þá þar á meðal nefnt þá nafni einhvers annars manns og viðhaft allskon- ar skrípalæti í návist manusins honum t.il svívirðu. Þetta er Ijótur siður sem getur gjört — og gjörir sjálfsagt — mörgum Barnaskólinn verdur settur mánudaginn i. okt. kl. 2. Foreldrar eru vinsamlega bednir ad láta skrá- setja, hjá skólastjóra, þau skólaskyld börn, sem ekki voru í skólanum í fyrra, eigi sid- ar en 26. þ. m. Tilkynning um hvenær börn eiga ad koma til skodunar er fest upp í forstofu skölans. Umsóknir um undanþágu frá skólagöngu, fyrir skólaskyld börn, komi til skólanefndar fyrir 26. þ. m. — Barnaskólanum, 18. sept. 1934 Páll Bjarnason. Glæpsamlegt athæfi. gramt í geði, og særir tilfinning- arnar. Hver er sá, sem ekki leið- ist það að veia lítilsvirtur á al- mannatæri af börnum og ungling- um, þeim flokki manna, sem menn yfirleitt, gjora minst á móti ? Það eru flestir sem viija vera óáieittir' og óuppnefndir og þá ekki hvað síst á götum úti. Flestir viija heita sínu eigin nafni og kæra sig lítíð um það, að verir sé klina á þá annara riöfrium. Og svo er eitt, sem ekki er hvað þýðingar- minst., en það er ógeð það, sem slík framkoma barna vekui á heimilum þeirra. Osiðlæti barna á götum úti, minnir á uppeldi bainsins heima fyrir. Talsháttur og framkoma barnsins að heiman, er mjðg liklegt að sé bergmál af heimilislífinu. Get.ur ekki pkeð, að svona sé talað um þennan manri heima hjá barninu og hon- um llkt við þennan og þetta og hann uppnefndur þetta og þetta. Það væri því það réttasta, að sá, sem fyrir bavði þessara ósiðuðu barna verður og ef hann veit um heimili þeirra, að bann gerði upp- skátt um þetta framfetði bain- anna. Það er ekki víst að það góða fólk, aðstandendur barnanna, kæri sig um það, að vera aug- lýst á þann hátt, þótt það líði börnunum þessa framkomu gagn- vart öðrum. Þetta er alvarlegt umhugsunar- efni fyrir húsfeður eða forráða- menn barnanna og þá ekki hvað síst fyrir barnaskólana.. Gestur. t Afhs. Ofamituð grein á fullan rótt á sér og vafalaust í góðvi meitiingu rituð, Brýt ég því þá reglu, sem ég hefi sett mór, það er að birta enga grein, sein dulnefni er und- ir, riema hölundurinn setji nafn sitt á handritið, eða á annan hátt láti mig vita nafn sitt, I þeirri góðu trú að hann, við tækifæri, láti mig vita hver hami er, birti ég greinina. Ritstj. Utflufningur- Innflutningur. Samkvæmt skýrslu gengis nefnd- ar hefir útflutningunnn í ár numið 24,9 miij. kr. fyistu 8 mánuði ársins, en innflutningurinn 7 milj. kr. meira. Dálítið er það eftirt.ekt- arvert að nú er innflutninnurinn 2,6 milj. kr. meiri en á sama tima í fyrra. Fað er eins og hin rándýra inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd hafi lítil áhiif, ef mönnum aðeins dettur í hng að flyt.ja inn vöru. Bessi nefnd hefir lengi gagns- laus og óþörf verið. AUGLtSIÐ í VIÐI Á miðvikudagsmorgun um það leyti er vinna byi jaði i Fiskimjöls- veiksmiðjunni og Slipnum, sáu menn reyk rnikinn ur einum bátn- um, sem stendur í Slipnum. At- huguðu nienn þegar hvernig á þessu stæði, og kom brátt í ljós að gerð hafði verið tilraun til að kveikja í einum bátnum, á þann hátt að kveikt hafði verið undir fötu, sem fylt hafði verið með olíu. Af einhvorjum ástæðum hafði eldurinn kafnað áður en tjón varð að, eða olían sauð upp úrfötunni. Hefði kviknað í bátnum, er vafa- laust að stórtjón hefði af hlotist. Rok var af norði, og lagði vind- inn eftir bátaröðinni, svo að kvikn- að gat í mörgum bátum í senn, hefði eldurinn náð að magnast. Þetta er mjög glæpsamlegt at- hæfl, þarna var mjög mikið í húfl. Óskandi er að ódrengur sá, er þarna var að verki, finnist, svo að saklausir verði eigi hafðir fyrir rangrisök. Þess má geta, að bátur sá er kveikja átti í, var ekki trygður, sem . þó er venjulegt. Sýnist því óþarft að gera eigand- anum getsakir, miður góðar, sem annars' kynni að hafa verið gert.' Rétt. þykir að benda á, að um það leyti sem íkveikjutilraunin heflr verið geið, að álíti þeirra, sem þar komu að, var nætur- vörður farinn af vakt, og þvi eng- inn á verði. Hér er engin á verði frá kl, 4 — 8 á morgnana. Bó að segja megi að einn mað- ur geti lítið við slíkt ráðið, þá er þó víst að jafnvel glæpsinnaðir menn mundu hafa ótta af honum. Taflfélag. Nú er svo komið að lítil at- vinna er hér eins og altaf er á haustin. Veðrið er einnig farið að versna svo ekki er hægt að eyða fíí- stundum sínum, — kvöldunum, — úti. En hvað á þá að gera til þess að láta tímann líða? Það getur reyndar verið álita- mál hvað helst á að geia, en ég er viss *um að hverjum einasta manni, sem kann að tefla, þykir tíminn líða fljótast og skemtir sér best við að sitja og tefla við félaga sína og skáka, máta —. og tapa. En- nú vill svo illa til, að hér er ekki til neitt taflfélag núna, sem má þó þykja skömm, þvi að í næstum hverju einasta kaup- túni, hvað þá kauptstöðum á landinu, er til taflfólag og í þeim stytta menn sér hinar ömurlegu kveldstundir að haustinu til. Til þess að reyna að bæta úr þessu hafa nokkrir taflmenn hór tekið sig saman um að reyna að koma upp taflfélagi, en ef þetta á ða takast veiða allir þeir, sem hafa skemtun af umræddu, að vera

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.