Víðir


Víðir - 19.10.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 19.10.1934, Blaðsíða 3
V 1 Ð X R segir, en þvi miður verður mað- ar að trúa þvi, að ýmsa þeirra skorti vandvirkni eða þekkingu t l þess að hafa matið í lagi. Það mun sanni næst, að fyrir nokkrum árum gátu íalendingar verið stoltir af fiski sínum sem verslunarvöiu, en nú eru keppi- nautarnir að draga pálmann úr hendi þeirra. Hvalurinn. f*egar olíuskipið Skeljungur kom hingað frá Reykjavík, fyrir rúmri viku síðan, hitti það á leið sinni hval einn mikinn, nokkrar mílur Dorðvestur frá Dröngum. Hugsaði skipstjóri sór að nú skyldi hann færa Eyjabúum ódýrt kjöt í soðið- Lét hann því menn sína setja sterka festi um sporð skepnunnar og vildi draga hana til Eyja. En það fór nú ver en vildi, þvf eftÍr.lVs W. t- ögurlegt erfiði hafði Skeijungur gengið fram aðeins um fáa metra. Gafst hann þá upp og sendi skeyti til Vest- mannaeyja, um sínar farir eigi slóttar. Póru þá tveír bátar á vettvang ^.ð leita hvalsing, en hann faldi sig fyrir þeim. Hefir honum lík- » lega fundist skömm til koma, að tvö bátkríli vildu reyna að fást við hann, þar sem stórskipið var frá gengið. Næsla dag fór einn bátur, og átti nú heldur en ekki að gera hinum skömm til og færa Eyja- mönnum vel í soðið. En alt fór á sömu leið, hvalurinn lót ekki sjá sig. Vestmannaeyingar eíga vist ekki að fá ódýrt kjöt í ár. Annam er það vissara fyrir kjöt- verðlagsnefnd að setja lágmarks- verð á hvalkjöt, svo að ugglaust só að enginn fái ,of ödýrt kjöt. þrjú þúsund fet undir y firborði sjávar Dr. William Beebe, amerískur haf- rannsóknamaður og Otis Barton, sá er fann upp köfunar- kúluna (bathysphere), settu nýt.t met við Bermudaeyjar um miðjan ágúst s. 1., er þeir komust niður á 3.028 feta dýpi kúlunni. Hún er smiðuð úr þykkum stál- plötum og er 6 fet i þvermál og á henni eru tveir gluggar úr kvartz. Á 3000 feta dýpi var þrýsting sjávar orðin 500 kiló á hvern ferþumlung hennar og 19 tonu var þrýsting á gluggunum einum. Kúian var ]átin"síga frá skipi því, sem flutti vísindamenn- ina og áhöld þeirra og gátu þeir staðið i símasambandi við það, allan þann tíma, sem þeir voru inn í kúlunni. Dr. Beebe er forstöðumaður hins svo nefnda „Amwican Depaitment of Tropical Research" (rannsóknir í hitabeltinu) og hefur í mörg ár rannsakað líf sjávardýra við Ber- muda. „The bathysphere", kúlan var smiðuð til þess hann gæti rannsakað sjódýralif, sem öllum er ókunnugt, þegar djúpt fer að vejða. Hann sá í gegnum gluggana þúsundir dýra, sem lifa í afar- miklu dýpi og eftir því sem hann sjálfur heldur, þá má likja þeim hafrannsóknarmönnum, sem nú eru við stöif, við náttúrufræðing í Afríku, sem giunaði, en hefði ekki sannað, að þar væru filar, antilópar og ljön. Þegar kulan vav komin niður fyrir 600 fet, þá urðu hin sterku kastljós, sem í kúl- unni voru, áhrifalítil. F*ar ersjórinn enn dimmblár, en verður æ dekkri eftir því sem neðar dregur. Á 1200 feta dýpi sá dr. Beebe óþektan fisk, sem kastaði frá sér afavsterkri, grænleitii biitu. Lögun hinna óteljandi fiska, sem á vegi hans urðu, verður að eins greind af ljósi því, sem kringum þá er og frá þeim stieimir. Fyrir tveim árum sá dr. Beebe sjóinn sem heíðskýr himinn væri, uppljómaðan af miljónum stjai na en allt á iði. Það var á 1900 feta dýpi. Á hinni síðustu ferð sinni niður í djúpin, sáu þeir félagar óþekta stórfiska ekkilangt frá yfirborði sjávar, en að öllu jöfnu eru þeir fiskrr fremur litlir, sem lifa á rniklu dýpi og sköpulag þeirra oft furðulegt. Lifa risavaxin dýr í sjónum þar sem hann er dýpstur? Það er ein af spurningum þeim, sem haf- rannsóknanrenn, sem langt komast niður í sjóinn, reyna að leysa og hafa þeir þegar sóð 20 fet-a langan fisk á 2500 feta dýpi. Á 3028 feta dýpi var knlan stöðvuð eftir fyrirskipun skipstjór- ans á skipinu, með þvi hann óttaðist., að vírarnir myndu slitna, væri dýpra farið, en á því dýpi var hún kyr í 5 mínútur áður en byrjað var að draga hana upp. Flest höfurn við heyit í útvarpi og lesið um loftfarir, þar sem reynt. er að seta met, hver hæst komist upp f loftið og hefur mönnum tekist að ná um 16 kilómetra hæð. Að dýpi í hafinu verður vel að leita til þess að ná þeirri tölu, því enn mun vait þekkjast meira en 11 kílómetrar frá yfiiborði sjávar til botns. Hve- nær sú köfunarkúla verði srníðuð, sem þolir þrýsting hafsins á því dýpi, er óráðin gáta, sömuleiðis hvort mönnum væri lfft inn í þröngri kúlu á sliku dýpi, að við pleppum nákvæmum rannsóknum. Sumir halda að skip, sem sökkva á miklu dýpi leggist saman af þunga sjávar. Aðrir halda því fram, að svo sé ekki og flestir eru á sama máli að „Titanic" hvíli á mararbotni á 5—6 þúsund Eftir kröfu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum úrskurðast lögtak á ógreiddum útsvörum og fasteignagjöldum frá þessu ári, og fara lög- tökin fram þegar átta dagar eru liðnir frá birt~ ing þessa úrskurðar fvrir gjöldunum og kostm aði við lögtökin og uppboð ef til kemur. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 19. okt, 1934. Kr. Linneh LíHð hus til sölu, semjið sem fyrst við M. Bergsson. Kemur með „Goðafoss" 20. þ. m. í llz tunn- um og x/t tunnum. Ólafur H. Jensson. metra dýpi, án þess lag skip- 4» sins hafi raskast og haldi áfram að vera eins, þar til tæring hefuv unnið svo á böndum og bitum, að öll byggingin hrynui og eftir verður huíga, sem aldaraðir vinna á að lokum, þar til ekkert er eftir af hinu mikla skipi. Hegar þiýstipg hafsins er Vs tonn á hvern ferþumlung likama, sem staddur er á 3000 feta dýpi, hvílík mun hún þá vera þegar komið er niður á 10 þúsund metra? „Ægir“. Vestmanna- eyingamói Nokkrir ungir menn, sem hér eru fædciir og uppaldir, hafa komið sér saman um að halda skemtun fyrir innfædda Vestmannaeyinga á aldrinum 16—30 ára. Á nokkrum undanförnum árum hafa verið haldin hér mót fyrir menn fædda hér Ennfremur hafa Skaftfellingar hér o. fl. haldið sllk mót. Hinir ungu Vestmannaeyingar ætla nú að þessu sinni að koma saman fyrsta vetrardag og sam- eiginlega að fagna vetrinum', um leið og þeir kveðja sumarið. Það fer f alla staði vel á því að slíkt mót sem þetta, sé haldið. f að má að vísu ganga út frá því, rð það verði margir sem koma þarna eingöngu af því, að þarna er sórstaklega góð skemtun í boði. Et\ ef að með þessum mótum mætti sameina þetta unga fólk til átaka er vari til blessunar þessu byggðarlági og skerpa ást unga fólksins á Eyjunum okkar þá mætti blátt áfrarn segja, að slík möt sem þetta, væru sérstaklega gagnleg. Og það væri ekki úr vegi að innfæddir Vestmannaeyingar tækju það mál rækilega til athugunar, sem nú er allstaðar efst á baugi: Að búa að sbiu. Innfæddir Vestmannaeyingar hafa metnað til að bera. Ef sá metnaður er heilbrigður, þá ætti hann eigi að þola það lengur, að fr: m hjá þeim sé gengið, én að- komumönnum einhverjum og ein- hverjum sé tranað upp og gerðir að drottnurum hinna, sem tóku staðinna í aif er þeir byggja og á veltur framtíð þeirra og líf. Að þessu skal þö ekki vikið nánar hér, en annan laugardag

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.