Víðir


Víðir - 05.02.1938, Blaðsíða 2

Víðir - 05.02.1938, Blaðsíða 2
2 VÍ9 1U kemur út vikulega. Ritetjóri: MAGNÚS JÓNSSON 3ínii S8. Póethólf 4 Afgreiðsluma&ur: MAGNÚS JÓNSSON Sólvangi. Frarasókn og laadbúnaðsiriM. Því hefir verið haldið fram af framsóknarmönDum bæði hér og annarsstaðar, að þeim bæri allar þakkir fyrir þann stuðn- ing, sem þing og stjórn hefir veitt landbúnaðinum. Að allar framfarir á því sviði væru ein- göngu Pramsókn að þakka. Er nú þetta rétt? Nei ekki aldeilis. Mikilvægasti stuðningur, sem landbúnaðurinn hefir fengið og hagnýtasti eru jarðræktarlögin frá 1923. Ekki voru þá Pram- sóknarmenn í meirihluta aðstöðu hvorki á Alþingi eða ríkisstjórn. Nei, það voru íhaldsmenn, að vísu með fullri samvinuu við framsóknarmenn, sem komu þeim ágætu lögum á. Þá er sagt að Tr. Þórhallsson hafi byrjað jarðræktarframkvæmdir hér 1926, með því að hlynna að ræktunarvegum o. fl. Þetta er rétt að því leyti að Tr. Þór- hallsson mun þar, eins og víðar, hafa haft fullan skilning á hög- um bænda og annara ræktuar- frömuða. Hinu verður þó eigi neitað að Sig. Sigurðsson fyrv. búnaðarmálaatjóri gjörði tillög- ur sínar um ræktunarvegina (kring um Pell o. fl.) 1926 og vegalagning kringum Pellið var hafin á öndverðu vori 1927 einmitt undir forustu hreinnar íhaldsstjórnar. önnur helsta hjálp tii land- búnaðarins var skuldaskil bænda í kreppulánasjóði, þar sem veittar voru 8 til 14 mill- jónir kr til l.indbúnaðarins. Að þessu stóðu allir flokkar, en þó sérstaklega Þ. Briem og þeir, sem með ho íum voru í stjórn frá 1932 til 1934. Ekki hafa nú framsóknarmenn altaf viljað helga sér Þorstein og gerðir hans. Svipað þessu má segja um raörg önnur landbúnaðarmál, að þau eru flest afgreidd af bæði Sjálfstæðismönnum og framsókn- armönnum, en vitanlega hefir framkvæmd laganna nú síðustu ár verið í höndum framsóknar- manna, þegar þeir hafa, farið með völdin 1 ríkisstjórn. Skoiið Fa,ta,“ o§ frakkaeínin í Verslun Bam fiurioiaygsion Það er enginn efi á því, að Sjálfstæðismenn eiga engu minni þakkir skyldar fyrir stuðning við landbúnaðinn en framsókn, og má það til marks hafa að enn þann dag í dag eru margir af gjörhyggnustu og bestu bænd- um þessa lands í flokki Sjálf- stæðismanna. Sveiíakarl. ----o+oo------ Þeu skal getið, sem gert er. Svo sem Eyjabúum er kunn- ugt hefir Kristinn sonur okkar verið algerlega máttvanavinstra- megin, frá 7—8 ára aldri. Þar sem hann hefir ekkert farar- tæki haft, hefir haDn lioppað stað úr stað um götur bæjarins. Mörgum hefir til rifja runnið að sjá eymd drengsins okkar, Haust- ið 1935 mun það hafa verið sem Þorsteinn Þ. Víglundsson, skóla- stróri Gagnfræðaskólans hér, hvatti nemendur sína til að taka höndum saman við sig, og beita sér fyrir því, að safna fé fyrir farartæki handa Kristni. Þetta varð unglingunum (jafnöldrum hans) hugsjón. Þeir söfnuðu þeg- ar um haustið og veturinn alt að kr. 370,00 Þeim varð gott til fjár því Eyjabúar hafa löngum verið fúsir til hjálpar þeim, sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir óhöppum í lífinu. Okkur er ekki kunnugt um það, að skólastjóri væri hvattur til þess af neinum, að beita sér fyrir þessu mann- úðar- og hugsjónaríka verki hans, eru upptökin honum og nem- endum hans mest að þakka, að farartækið er fengið. Þó hefir hann notið styrks og hjálpar ýmsra mætra manna sem hann leitaði aðstoðar hjá, svo sem Jóhanns Þ. Jósefssonar alþingism., Einars Guttormsson- ar laiknis, Jóhannesar Sigfús- sonar lyfsala o. fl., samanber 3. tölubl. „Bliku f. á. Við hjónin getum ekki látið hjá líða ab þakka öllum þeim góðu mönn- um, sem unnið hafa fyrir þetta drengilega mál, og öllum al- menningi, sem gefið hefir fé til þess og sýnt hér mannúðar og höfðingslund, t. d. gaf Gunnar Ólafsson & Co rúmar krónur 100,00 upp í verð tækisins. Jóhann alþm. Býndi sérstakan dugnað og lipurð við að útvega rikisstyrk til að greiða tækið. Við viljum eklci enda svo þessi þakkarorð, að við ekki alveg sérstaklega vekjum athygli á þeirri samúðarkend og þeirri mannúðartilfinningu sem skóla- stjóri gagnfræðaskólans hefir sýnt í þessu verki, fyrir utan þann dugnað, sem til þess þarf að safna svo mikilli fjárhæð i þessu skyni. Mér finst að góðs megi vænta í framtíðinni af þeirri stofnun, sem slíkur maður stendur fyrir, og beitir ríkum áhrifum á ung- ar og ómótaðar sálir. Enda mætti í ýmsu öðru benda á það, hvernig hann leitast við að beita góðum áhrifum, og starfa að menningarmálum Eyjanna. Mér kemur í hug hið góða og vinsæla skólablað „Blik“, sem gagnfræðaskólanemendur gefa út. Við vitum það Eyjabú- ar, að gagnfræðaskólinn hér er í framför, Sá tími mun koma, að Eyja- búar læra að meta störf Þ. V. að verðleikum og gagnfræða- skólann undir hans stjórn, þó að enn brenni við, að mismun- andi pólitísk sjónarmið, hamli réttu mati á störfum hans. Við óskum öllum þessum vel- gerðarmönnum drengsins okkar árs og friðar, gæfu og gengis, með kærum þökkum fyrir þetta kærleiksverk. Stefán Ingvarsson. -----C»+<X>---- Liírarssralai Vesf- ■aaeaeyja. Aðalfundur þess var haldinn þann 25. þ. m. Reikningar félagsins fyrir ár- ið 1937 voru lagðir fram og samþyktir athugasemdalaust A árinu hafði Samlagið unnið úr lifur félagsmanna, sem nam 1,177,348 kg. og auk þess vann það úr 185,523 kg. lifrar, sem Eggert Jónsson útgerðarm. átti og hafði keypt af Pæreyskum fiski8kipum. Úr lifur samlagsmanna vanst: Meðalalýsi nr. 1 642,013 kg. Pressulýsi 87,103 — Súrlýsi 1.351 — Lifrarmjöl 95,500 — Afurðír félagsrnanna seldustá árinu fyrir kr. 702,785,11. Þar af greiddi samlagið á árinu vinnulaun kr. 45,913,34. Út- flutningsgjald til ríkissjóðs kr. 13.710,00. Vörugjald til hafnar- og bæjarsjóðs 8,335,00, trygging- ar 13,647,00, vexti, afborganir og afföll á húsum og vélum 107,772,11. Fyrir hvert kg. lifrar var lifrareigendum greitt 361/, aurar, Bræðsluhúsið var lengt á ár- inu um 7,50 metra, 4 nýir lýs- isgeymar bygðir. Hefir Lifrar- samlagið nú geyma fyrir 175 tonn lýsis. Stjórnina skipa: Jóhann Þ. Jósefsson, Ástþór Matthíasson, Peter Andersen og til vara Jón- as Jónsson og Sigurður Á. Gunn- arsson. Eins og þetta stutta yfirlit sýnir, hefir afkoma Lifrarsam- lagsins á s. 1. ári verið furðan- lega góð, þar sem um aflatregðu ár er að ræða. Hefði meiri lifur fengist til vinslu þá hefði verð lifrarinnar orðið hærra, því úr mikið meira var hægt að vinna, án sérstaks tilkostnaðar. Þrátt fyrir of litla lifur, mun verð hennar þó hafa orðið hærrahér en annarsstaðar á landinu. ------o+o+o----- Nauðsyn á nýjun vits. Bæjarstjórinn hér, Jóh. Gunn- ar Ólafsson, vakti fyrBtur manna máls á því i Víði, að þörf væri á að viti yrði reistur á Þrí- dröngum, og að öllu meiri þörf væri á vita þar en á Paxaskeri, sem áður liafði komið til greina sem vitastæði. Þorsteinn Jónsson í Laufási tók brátt í sama strerg ogtaldi meiri þörf á vita á Þrídröngum þótt hann áður hefði haldið Paxaskeri fram, einkum vegna þess að möguleiki til vitabygg- ingar á Þrídröngum var ekki þektur, og er það ekki enn. Það er órannsakað. Þetta mál ættu fleiri skip- stjórar og sjómenn að láta til sín taka en Þ. J., því sjómönn- um og ekki síst skipstjórunum kemur það mest við. Um nauðsyn á vita á Þrí- dröngum verður ekki deilt. All- ir sem kynna sér sjóleiðir í kringum Vestmannaeyjar, vita að Þrídrangar eru á mjög fjöl- farinni siglingaleið, og að skamt vestur af þeim er hættusvæði, sem sérstaka gætni þarf til að varast þegar dimt er. Pjöldi fiski8kipa, héðan og annarsstað- ar frá, fara svo að segja dag- Gefíð smáfíiglunum í snýónam.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.