Víðir


Víðir - 05.02.1938, Blaðsíða 4

Víðir - 05.02.1938, Blaðsíða 4
4 T I»1K Vermenn! 50 anr VERKAMANNAFÖT, SAMPESTINGAR, LEÐURBELTI, STRIGABLÚSSUR, VERKAMANN ASKYRTUR ULLARPEYSUR 3 teg. NÆREÖT. kostar pelinn af saftinni. Því ekki versla þar sem verðið er lægat. VÖRUHÚSIÐ V I S I R GOTT ÓDÝRT Tel flsk næstu daga í s. s. Eld- borg. Ární Böðvarsson. $ Með hverju ári sem líður eru gerðar hærri kröfur til heilsu- verndar almenningi en áður hafa verið tíðkaðar. Samhliða þjóðþroska gkeðist jafnan skiln- ingur á verndun dýrasta fjár- sjóðsins. sem menn eiga, heilsu einstaklinganna. Um þjóðarauð til frambúðar er hvergi að ræða nema lieilsa þegnanna sé bak- hjallinn. Ein skæðasta og dýrasta land- plágan er berklaveikin. Með verndun eldri og yngri frá þeirri veiki, eykst þjóðarauður og þjóðargeta, auk léttis margs böls. Pátt er meira til þjóðnytja en verndun manna frá slíkum vágesti. í sambandi við heilbrigðis- stjórnina, berklayfirlækni, á að hefjast næstu daga i héraðinu veigamikill þáttur í berklavörn- um héraðsins. Veikin hefir herj að hér grimmilega síðustu þrjá- tíu árin, flu ,t í héraðið með aðstreymi fólksins, því eftir þeirri þjóðbraut fer vekin, fólk- ið ber hana stað úr stað. Á síðustu árum, einkum 6 síðari árin, hefir máttsjá merki þess, að veikin væri á undan- haldi, en takmarkið verður að vera að útrýma henni, því óef- að er það klcift. Heilbrigðissljórnin befir sent hingað Óskar Einarsson sérfræð- ing í lungnasjúkdómum, sem hefir mikinu áhuga á berkla- vörnum og heilsuvernd. Næstu daga hefjast rannsóknir hans, og treysti ég því að héraðsbú- ar sýni skilning og þroska sambandi við þær, svo þær geti orðið berklavörnum héraðs- ins að sem mestu liði. Þeir, sem mæta með börnin á tilsettum tíma. styðja að framgangi máls- ins. Við læknarnir viljum fremur á| aldrinum^.2—-S^ára mæti í Samkomuhúsi Vestmannaeyja (Litla salnum) til læknisskoð< unar dagana 7. og 8. febrúar n. k. kl. 1—5 e. h. Börn, sem heima eiga í þeiin hluta bæjarins, sem er vestan Skólavegs og Bárustígs mæti fyrri daginn, en öll önnur börn síðari daginn. öllu öðtu stuðla að heilau ykk- ar, verndun dýraata fjársjóðsins, fasteiguar. ríkra og fátækra. Með liðsinni ykkar og réttum skilningi getið þið létt undir með okkur, svo við náum því takmarki, sem við höfum sett: að útrýma berklaveikinni úr héraðinu á næstu áratugura. Þegar eftir næsta áratug á hún aðeins að vera svipur hjá sjón, samanborið við áratugirm á und- an. Vestmannaeyjum 2. febr 1938 Ól. Ó. Lárusson. héraðslæknir. Berklaveikin er eitt af okkar allra mestu þjóðarmeinum. Hún ræðst á unga fólkið og leggur það oft að velli eftir áralanga sjúkdómsbaráttu og veldur þann- ig þjóðinni miljóna króna tapi með sjúkralegum og dauða. Þótt menn séu að vísu að upplagi mjög misjafnlega næmir fyrir sjúkdómi þessum, og þótt ytri aðbúnaður svo sein húsnæði og fæðuval geti liaft ákaflega mikil áhrif í baráttu einstaklingsins gegn veiki þessari, er það þó fyrst og fremst undir því kom- ið hvað smitunin er mikil og tíð hvort menn sýkjast af berkl- um, eða verða smituninni yfir- sterkari. Menn sýkjast af berklum á unga aldri, en geta gengið með veikina og dreyft henni út frá sér alla æfl, stundum án þess að kenna sér neins meins sjálfir. Það eru þessir menn eða kon- ur, smitberarnir, sem viðhalda veikinni og skapa sí og æ ný tilfelli, Það cru smitberarnir, sum við verðum að finna til þess að stemma á að ósi. Til þess að finna þá verðum segir að verðið sé lang- samlega lægst í Ekki einungis fáar vörur held- ur allar eru seldar fyrir verð sem er lægra en hér hefir þekst áður. Vörtihús Vestmannaeyja h. f. I Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum 3. febrúar 19383 Jók Gunnar Olafsson. vér að leita uppi spor þeirra og rekja þau. Mörg undanfarin ár hafa til- tölulega margir sýkst af berkl- um hérýí Vestmannaeyjum, af þeirri ástæðu hefir heilbrigðis- stjórnin ráðið mig til að fara hingað og kynna mér útbreiðslu veikinnar, ef verða mætti til að kynna mér útbreiðslu veik- innar, ef verða mætti til þess, að hægt yrði að finna eitthvað af uppsprettum hennar. Af hin- um nákvæmu skólaransóknum héraðslæknisins undanfarin ár vitum við, að helmingur skóla- barna, sem eru 12 ára gömul, eru smituð, og ennþá fleiri eft- ir því sem árunum fjölgar og er 8Ú útkoma óglæsileg og hvet- ur til aðgerða. Næstkomandi mánudag og þriðjudag er ætlunin að gera r berklapróf á öllum börnum 2—8 ára gömlura íil þess að vita hvað af Jjeim sé smitað og ef liœgt v’œri hvaðan Jiau hafi smitast. Berkla- prófið er gert á þann hátt, að bera örlítið af smyrsli .Afarlega á brjóst barnanna og líma svo heftiplástur yfir smyrslið; hefti- plásturinn á að rífa af daginn eftir, en hvorki þvo eða nudda blettinn, sem smyrslið var bor- ið á, þangað til lesið verður af því eftir 3—4 sólahringa. Börn- unum verður ekkert meint við rannsókn þessa, aðeins myndast örlitlir rauðleitir þrimlar, ef börnin hafa tekið í sig smitun. Gegnlýsing og jafnvel nánari skoðun verður svo væntanlega gerö á öllum, er smit hafa tek- ið í sig og aðstandendum þeirra. Það er af ýmsum fyrirhugað, að rannsókn sú, er hér stendur til, verði fyrsti liðurinn í sams- konar rannsókn um land alt á þessu og næstu árum. Það er því nokkur ábyrgð, sem hvílir á oss, að rannsókn þossi takist vel, og er þao fyrst og fremst undir ykkur Vest- mannaeyingum sjálfum komið, hvort þessi tilrau'n verði ykkur og öðrum til gagns eða ekki. Ég treysti því að þið öll verð- ið samtaka í að sýna þessu máli skilning og áhuga og kom- ið með börnin til athugunar á tilsettum tíma. Óskar Einarsson. Kæru Vestmannaeyingar! Hingað er kominn Óskar Einarsson, læknir, til að gjöra hér ýmsar merkilegar rannsókn- ir. Við vitum öll að það er betra að fyrirbyggja heldur en að lækna sjúkdómana þegar þeir eru komnir, en margar læknisfræðilegar rannsóknir, og þar á meðal þessar, sem lækn- irinn retlar að gjöra hér, bein- ast í þá átt að gjöra mönnum auðveldara að fyrirbyggja sjúk- dómana. Ég vil því eindregið mælast til þess af yður, að þér takið honum vel og greiðið fyrir honum og leyfið að gjöra rannsóknir þær, er hann kann &ð óska eftir. Vestmannaeyjum 3. febr. 1938. E. Guttormsson læknir. Eyjaprentsm. h.f.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.