Víðir - 13.05.1939, Qupperneq 3
ÍHIR
ð
Útgerðarmenn
og aðrir, sem þurfa að mála báta sína eða húseignir, MUNIÐ
að Riðvarnarmálningin er sú lang endingarbesta, hvort sem
er á timbur eða járn. —
að Skipamálning öll er ódýrust í Urval.
að Þið getið fengið alla málningu lagaða eftir vild, án endurgjalds.
að Verðið er lægst og skilmálarnir bestir.
H.F. ÍJiaLVAJL.
Rýkur gráu drifi Dröfn.
Grnoð úr voða
brims og boða
fylgdu, Drottinn, heim í höfn.
Jórtrið.
Það er líklega einn af þess-
um nýju, fínu, fögru og smekk-
legu siðum, sem unga fólkið er
farið að temja sér nú á dögum,
að jórtra. Þegar maður fer í
bíó eða á sjónleik, sér maður
strax og fólk er komið i sæti
sín að flest ungt fólk er farið
að japla og þvogla á einhverju,
eins og það hefði ekki smakk-
að mat í langan tíma.
Mér hefir dottið í hug þegar
ar ég liefi verið í bíó eða á
sjónleik, hvort fólkið hafi svo
nauman tíma áður en það fer
að heiman, að það megi ekki
vera að því að éta kvöldmat
sinn, eða það sé svo soltið, að
það verði að taka bita með sér
í vasana til að japla á, meðan
á sýningu stendur.
Og þetta hlýtur að vera fög-
ur og tilkomumikil sjón fyrir
þá, sem vit hafa á, að sjá fjölda
munna japlandi og smjattandi,
miklu liðugri en nokkurn munn-
tóbakskarl. En mér sem ekki
hefi vit á öllum þessum nýju
kúnstum þykir sjónin ekkert
sérlega fögur. Og ég heíi kom-
ist að þeirri niðurstöðu, svona
í hug mínum, að hér væri ekki
neinn ósiður á ferð, heldur
mundu þetta vera praktiskar
sparnaðarráðstafanir. Eta lítið
eitt áður en farið er að heiman
og fara svo að jórtra, þegar
komið er í skemtisalinn. Ala
þannig upp egta sparnaðar og
jórturs-kynslóð, sem gæti spar-
að sér mikil matarkaup. Ég
hefi líka séð fínar frúr (en allar
stúlkur eru fínar frúr, þegar
þær eru búnar að ná sér í
karlmann og eignast barn) úti á
götu með barnavagninn sinn
japlandi og kjamsandi, Sem
hverri gamalkú hefði þótt sómi
að horfa á.
Já, gaman verður að lifa þá
þegar börnin fæðast með siga-
rettu í munninum og jórtra
fyrsta bitanum, sem stungið er
upp í þau. Nú svo má búast
við því að bráðum verði farið
að halda jórturs-námskeið og
jórturs kappmót, og þá kemur
auðvitað jórtursmet eins og í
öllum öðrum kúnstum.
Ja, hver skyldi verða fyrstur
til að fá íslenskt jórturímet?
H. S.
ÍÍTBREIÐIÐ VÍÐI
ijifir til
Mínnismerkíssjóðsins.
M.b. Erlingur skipstj. Sighvat-
ur Bjarnason 40 þorska. Eig-
endur m.b. Mars kr. 20,oo. Þor-
steinn Jónsson útgerðarm. kr.
10,oo.
Kærar þakkir.
Stjórnin.
Athyglisverð bðk.
í bókaverslun Þorst. Johnson
er nú kornin hin merkilega bók
„Hin mikla arfleifð íslands“
eftir Adam Rutherford. Verður
ekki betur séð en að hún sé
sérlega athyglisverð.
Bókin, sem var skrifuð á
ensku, er nú komin út í íslenskri
þýðingu, auk þess á tarnol og
malayalamál. Ennfremur er í
undirbúningi þýðing á fleiri
Austurlandamál.
Bókin koatar hér 1 krónu, er
því flestum fært að eignast
hana.
Hún er bók þessa tíraa, og
vegna þessa tíma nýjung og
nauðsyn, og þess verð að heuni
sé gaumur gefinn.
IV+I.
&
Á víðavangi.
Eíður Jónsson,
sem hér var skipstjóri í mörg
ár, lóst á Vífilstöðum 28. f. m.
Eið þektu margir sjómenn
hér, sem hinn mesta dugnaðar-
mann. Um hálft annað ár átti
hann í fangbrögðum við hvíta-
dauða, sem nú heflr lagt hann
að velli. Hann var á besta aldri.
Bryngeír Torfason,
áður skipstjóri hér, andaðist
að Vífilstöðum 10. þ. m. ei'tir
marga ára baráttu við hvíta-
dauða. J
Bryngeir var knár maður og
dugandi sjómaður bar til he ls-
an bilaði. Hann læitur eftir sig
konu og 5 börn.
Björn Björnsson
teiknikennari lést snögglega í
byrjun þessa mánaðar í Reykja-
vík. Hann var bróðir Baldvins,
gullsmiðs, sem hér bjó í nokk-
ur ár. Björn var fæddur lista-
maður. Hann var óvenjulegui
snillingur í teikningu og þótti
afburða góður kennari. Teikni-
kenslu hafði hann á hendi í
Iðnskólanum, Kennaraskólanum
og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur.
Auk þess teiknaði hann í bæk-
ur, t. d. vísnakver Fornólfs,
í Pornritaútgáfuna upphafsstafi
o. fí. Þykir það alt hin mesta
snild.
Um nokkurt skeið æfinnar
stundaði Björn gullsmíði, og
þótti sama listahandbragð á því
starfi hans.
Björn var gáfaður maður og
lundin viðkvæm. öllum, sem
þektu Björn vel, ber saman um
að betri manni hafi þeir ekki
kynst.
Næturíæknar.
Nóttina 14—15 E. Guttormsson
— 15—16 Ó. Halldórsson
— 16—17 Ó. Lárusson.
— 17—18 Ó. Halldórsson
Helgid. 18. E. Guttormason
Nóttina 18—19 E. Guttormsson
— 19—20 Ó. Lárusson
— 20-21 Ó. Halldórss.
Ilelgid. 21. Ó. Lárusson.
Nóttina 21—22 Ó. Lárusson.
— 22—23 Ó. Halldórsson
— 23—24 E. Guttormsson
— 24—25 Ó. Lárusson
— 25—26 Ó. Ilalldórsson
— 26—27 E. Guttormsson
— 27—28 Ó. Halldórsson
Helgid. 28 Ó. Halldórsson
— 29. E. Guttormsson
Nóttina 28—29 Ó. Lárusson.
— 29—30 E. Guttorm8son.
— 30—31 Ó. Halldórsson.
Aflabrögð
á öllu landinu voru, eftir því
sem Útvarpið sagði ádögunum,
um fjögur þúsund smálestum
meiri en á sima tíma 1938. í
öllum veiðistöðvum öðrum en
Vestmannaeyjum og annari
smáveiðistöð, eru aflabrögð
nokkuð meiri en í fyrra. En
togaraútgerð er sögð sú aflarýr-
asta, sem orðið hefir síðan sú
útgerð hófst hér á landi. Sel-
vogsbankinn hefir að þessu
sinni alveg brugðist togurunum.
Hel8t hafa togarar fiskað á
Eldeyjargrunni og innan Faxa-
flóa en lítið í Jökuldjúpi. Nú
eru flestir þeirra hættir veiðum.
Sketntun
héldu skólabörn Barnaskólans
10. þ. m. í Samkomuhúsinu.
IIóf8t skemtunin með því að
skólastjóri ávarpaði gestina.
Sýndu börnin leikfimi undir
stjórn Friðriks Jessonar leikfim-
iskennara, og sungu undir stjórn
Helga Þorlákssonar kennara.
Eitt skemtiatriðið var það, að
þrjár telpur spiluðu á guitar og
sungu með. Tvær telpur Iúbu
kvæði. Framkoma barnanna var
prúð og skemtu þau fólkinu af
hjartans einlægni.
HÚBfylli var.
Sígfús Eínarsson
tónskáld andaðiat 9. þ. m.
Margan setti hljóðan þegar
Útvarpið flutti þá fregn að Sig-
fús Einarsson væri látinn. Við
fráfall hans hefir íslenska söng-
listin mikið mist.
Hann varð 62 ára að aldri.
Tennís.
íþróttafélögin hafa í hyggju
að hefja kenslu í Tennis nú á
næstunni.
Kennari frá Badmington- og
Tennisfélagi Reykjavíkur mun
koma hingað í mánuðinum og
veita kenslu í Tennis hér um
hálfan mánuð.
Þeir sem hefðu í hyggju að
læra þessa íþrót.t ættu að út-
vega sér tæki. Félögin Týr og
Þór hafa bæði pantað Tennis-
tæki. Félögin munu auglýsa
kensluna nánar.
Notið þetta einstaka tækifæri,
þegar það býðsR