Víðir - 17.07.1943, Blaðsíða 3

Víðir - 17.07.1943, Blaðsíða 3
MILLA fráaaga eftir Selmu LagerJöf í þýðingu Ein- ars Guðinunds8onar. Víkingsútgáfan 1942. Það má vissulega telja það mikils virði, þegar ut kemur hér á landi barnabók, sem tal- ist getur góð barnabók. I því feikna flóði, sem út hefir kom- ið af barnabókum á síðustu ár- um, hefir mikill hluti verið allt frá því að vera vægast sagt lé- legar og í það að vera .blátt áfram skaðlegar. A þetta eink- um við um þýddar barna- og unglingabækur. Sagan um Millu eftir bina víðkunnu skáldkonu Selmu Lagerlöf rís hvergi hátt sem skiildverk. En hún er líka laus við allan Holywood spenning (Temple, Durbin) og það örlar hvergi fyrir gelgjuskeiðsástar- órum hiuna endalausu Sunnefa og Sýslumannsdætra (o. s. frv.) Margit Ravn, sem ausið er yfir ísleDsk stúlkubörn sem iiverri annari stórframleiðalu. Nei, Milla litla er skemmtileg undantekning fra flestum öðr- um bókum, sem gefnar hafa verið út handa ungum stúlkum upp á síftkastið. — 1 Milla er heilsulítil, lv«' luð stúlka, sem virðist ætla nð bug- ast fyrir beiskju lífsins. Allt misbeppnast og hún virðist til einskis fær. Ilún hefur ekki þrek til þess að taka þátt í í leikjum annara barna — og varla löngun heldur, því að hún þjáist af minnimáttarkend vegna líkamslíta. En fyrir tilviljun berst henni verkefni í hendur, sem gofur lífi hennar tilgang og innihald. Vængbrotinn grátittlingur verð- ur á vegi hennar. Hún tekur hann að sér hjúsrar honum og græðir mein hans — Það er yndislegur blær yfir frá- sögninni um smádýra-„sjúkra- hús“ Millu og hún er holl sál- arfæða fyrir hrifnæm börn og unglinga. Og boðskapurinn, sem bókin flytur, er aldrei of boð- aður: sjálfsafneitunin, hjúkrun og líkuBemd til handa þeim, sem bágt. eiga og lítilsigldir eru, veitir sönnustu og fegurstu gleð- ina. — Bókin er prýdd fal- legum myndum eftir sænskan listamann Þýðandinn, Einar Guðmunds- son skrifar hreint og lýtalaust mál og hefir góða frásagnar- hæfilæka, eins og raunar var áður búið að sýna sig í þjóð- sögum hans. — Á hann þakk læti skilið fyrir íslenska bun- inginn á þessari fallegu sögu. V.lÐíhR Aðeins er illt til þess að vita, að af forlagsins húlfu skuli ekk- ert 8jónarmið annað vera sýni- legt en hagnaðarvonin. Bókin er prentuð á þykkan pappír, blaðsíður ekki tölusettar (í þeirri trú, að menn nenni ekki að telja þær?) og bókin dýr. — En þrátt fyrir það er hún þess virði að vera keyþt. — Á — Hau útsvorin. Anna Gunnlaugsson, kaupk. kr. 15160,00: — Ármann Friðriksson, skipstjóri kr. 7200,OO' — Ársæll Sveinsson útgm. kr. 39600,oo — Ás mundúr Friðriksson skipstj. kr. 4485,oo — Ástþór Matthíasson for- stjóri kr. 4870,1oo — Benóný Frið- riksson skipstj. kr. 7560,1oo — Bjarni Jónsson útgm. kr. 4195,oo — Björn Bjarnason, útgm. kr. 4545,'0O — Björn Guðmundsson, kaupm. kr. 3240,oo — Brynjólfur Brynjólfsson, skipstjóri krónur 3000,oo — Brynjólfur Kr. Friðriksson útgm. kr. 4860,Oo — Brynjúlfur Sigfússon kaupm. kr. 3195,oo — Einar S Jóhannsson skipstj. kr. 4140,00 — Einar Sig- urðsson, kaupm. kr. 37640,oo — Eiríkur Ásbjörnsson útgm. kr. 4500,oo — Gísli M. Gíslason heild- sali kr. 9000,oo — Gísli Magnús son útgm. kr. 9720,oo — Guðjón Vigfússon, stýriin. kr. 4160,oo — Guðlaugur Vigfússon útgm. kr. 8065,oo — Guðmundur Vigfússon skipstj. kr. 4295,ooi —G uðni Gríms son útgm. kr. 6600,oo — Gunnar M. Jónsson útgm. kr. 13740;oo — Gunnar Ólafsson & Co'. kr. 57420,oo — Gunnlaugur Loftsson & Co. kr. 3600,oo — Hannes Hans son útgm. kr. 6030,oo — Haraldur Eiríksson kaupm. kr. 9650,oo — Helgi Benediktsson, kaupm. kr. 68220,oo — Helgi G. þorsteinsson vélstj. kr. 3510,oo — Isfélag Vest- mannaeyja kr. 6735,oo — ísfisk- samlagið kr. 8820,oo — Jóharixi Sigfússon útgm. kr. 3945,oo — Jóhannes Sigfússon lyfsali kr. 9000,OO' — Jón Guðmundsspn út gm. kr. 3055,00,— Jón Ólafsson út gm. kr. 8235,oo — Jón Vigfússon vélstj. kr. 3565,00' — Karl M. S. Guðmundsson form. kr. 4230,oo — Karl ó Guðmundsson skipstj. kr. 3495,00 — Kaupfélag verka- manna kr. 7185,oo — Kjartan Guð- : muridssön, útgm. kr. 5985,oo — Knud K. Andersen, skipstj. kr. 3555,oo — Lárus Á. Ársælsson verslin. kr. 9580,oo — Lifrarsamlag Vestmannaeyja kr. 45000,OO' — Magnús Guðbjartsson kr. 3820,oo — Martin B. Tómasson vershn. — 8370,oo — Netagerð Vestmanna eyja kr. 6520,oo — Neytendafélag Vestmannaeyja kr. 6300,oo — Olíusamlag Vestmannaeyja kr. 59S0,oo — Olíuverslun íslands h.f. kr. 4095,oo — Ottó Hamiesson sjóm. kr. 3465,oo — Ólafur Á Kristjánsson útgm. kr. 5545,oo — Óskar Gíslason skipstj. kr. 9580,oo — Óskar Jónsson, útgm. kr. 4285, — Páll Oddgeirsson h.f. krónur 5040,oo — Sigfús M. Johnsen bæj- arfógeti kr. 6300,oo — Sigurður G. Bjarnason, skipstj. 7455,oo — Sigurgeir Jónsson, sjóm. kr. 5040,oo — Stefán Björnsson, út- gm. kr. 5050,oo' — Stéfán Guð- laugsson útgm. kr. 3010,oo — Steingrímur Björnsson, skipstj. kr. 33S5,oo — Sæmundur Jónsson út- gm. kr. 8265,oo — Samband ísl- Samvinnufélaga kr. 4500,oo — Sæfell h.f. kr. 55280,oo — Tanga,- bátarnir h.f. kr. 55390,oo — Tó- mas M. Guðjónsson, kaupm. kr. 32150,oo — þorsteinn Johnson h.f. kr. 5850,00 — þorvaldur Guðjóns son skipstj. kr. 14115,oo — Fell h.f. kr. 4360,oo — Pétur Egger9 Stefánsson, forstj. kr. 10080,oo — Vestmannaeyja Bíó kr. 7560,oo — Vöruhús Vestmannaeyja h.f. kr. 14305,oo — Fiskur & ís h.f. kr. 6805,oo — Fram h.f. kr. 50385,oo. ÁRÁS Á FÆREY- EYSKA SKÚTU. þann 7. þ. m. réðist þýsk flug- vél á færeyska fiskiskipið, Will- iam Martin, út af austurströnd Is- lands. Flaug flugvélin í lítilli hæð yfir skipið og skaut á það úr vélbyss- um og fallbyssu. Einn maður, Jo- an Peter Petersen, særðist af kúlu, sem fór í gegnum káetuvegg inn. Skipið fór til Seyðisfjarðar og fær þar viðgerð. D'aginn eftir (8. þ.m.) réðist þýsk flugvél aftur á færeyska skútu, Misteltoe, út af Austfjörðum, með sprengjukasti og skothríð. það skip átti ekki að komast undan, því sagt er að árásin hafi staðið eina og hálfa klukkustund. þar virðist mikið lagt í kostnað til að sökkva litlu skipi og lélegu, en það tókst að lokum. Tveir af skipshöfninni biðu bana Martin Theodór Jönsen, sem var stýrimaður á skipinlu, nokkuð aldr aður 13 barna faðir, og Magnus Egholm, ungur háseti. Á skipinu voru 8 menn að með- töldum einum farþega. Komust þeir í björgunarbátinn áður en skipið sökk. Bar þá að aðra fær- eyska skútu, sem flutti þá til hafn ar á Austfjörðum — einnig þá sem dánir wru. Sjálfsagt hafa Færeyingar biðið meira tjón á mönnum og skipum, af ófriðarvöldum, síðan stríðið hófst, en stríðsaðilar sjálfir, sam- anborið við fólksfjölda. 3 ÞURKUR hefir verið hér næstum óslitið síðan um hvítasunnu. Að vísu hafa komið hér drjúgar skúrir öðru hverju, en meira hefir borið á þurviðri. Heyskapur. gengur ágætlega, mikið körnst •í hlöður þessa viku enda ágætur þutkur. Tún eru yfir- leitt vel sprottin og sum: ágætlcga. Sláttur byrjaði hér I sefnna Sagi, eða ekki fyr en í byrjun þessa mánaðar. —o— SEXTUGUR varð í gær Jóhann Gísíasion á Hóli hér (Jói á ’HóI, eins og hann í daglegu tali er oftast nefndur). Varla hefir nokkur maður kynst Iífsglaðara manni en Jóa á Hól. Fáir munu sjá hann á gangi, eða við vinnu, öðruvjsi en brosandi eða hlæjandi. Fyrri hluta mann- dómsára sinna stundaði hann sjó- nrennsku, en síðan alllengi Iand- vinnu. Dugnaðarmaður hefir hann reynst, að hverju sem hann hefir gengið. Afburðaþoíinn ræðari var hann sagður og línudráttur virtist Ieik- ur í höndum hans, þótt aðrir kiknuðu undir. Lifðu Iengi og vel, Jóí á Hól, og hlæðu meðan þú lifir. BISKUPSVÍGSLA. Tílkynning frá utanríkisráðuneyt inu: .., Jóhannes Gunnarssön valri í gær- morgun vígður Hólabiskup i Was- hington af Henri, sendiherra páfa, þair í borg. Að lckinni biskupsvígsl unni hafði sendiherra páfa hádcgis verðarboð á Hótel Mayflower og bauð þangað fjölda íslendinga, bú- settum í Washington og New York. Síðar um daginn hafði send- herra Islands móttökri á heimili sínu til heiðurs hinum nývígða Hólabiskupi og voru þangað boðn ir sendiherra páfa, fulltrúar ka þólsku kirkjunnar Og ýmsir íslend- ingar. Reykjavík hinn 8. júlí 1943. VESTMANNA- EYJA-BÍÓ (Bíó Samkomuhússins) hefir nú fengið nýjar sýningarvélar af nýj- ustu og fullkömnustu gerð. Vélar þessar eru framleiddar í Chigago og nefndar De Vry. Hefir Friðrik A Jónsson útvarps- virki útvegað vélarnar og er nú að enda við að setja þær niður og stilla þær. Er herra Friðrik A Jónsson talinn flestum eða öllum færari í þeirri iðngrein. Má því telja víst, þar sem tækin eru 1. fl. og stillt af honum, að bíógestum verði betur skemmt en áður.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.