Víðir - 13.01.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 13.01.1946, Blaðsíða 2
2 V í Ð I R 4 ÁR Efnahagtir bæjarsjóðs stórbættor. Meiri verklegar framkvæmdir en á nokkru ö'ðru kjörtímabili. Fyrir kosningar sækja hinir flokkarnir alltaf eins og óðir séu að Sjálfstæðisfokknum,, sem ber fyrst og fremst ábyrgð á rekstri bæjarins vegna meirihluta-aðstöðu sinnar og bykjast ekkert gott sjá í gerðum meirihlutans. Allir sæmilega heilbrigt hugs- andi menn sjá þó, hversu mikil heilindi eru í slíkum málflutningi, þegar spiiin eru lögð á borðið og tölurnar í bæjarreikningunum og framkvæmdirnar látnar tala. En Sjálfstæðisflokknum dettur ekki f hug að þakka sér bættan hag bæjarsjóðs og þær fram- kvæmdir, sem gerðar hafa verið og allar voru nauðsynlegar. Og æskilegt hefði verið, að þær hefðu ,verið meiri. Framkværpdir og bættur hagur er fyrst og fremst bæjarbúum að þakka, sem með dugnaði hafa aflað tekna, sem notaðar hafa verið til uppbyggingar bænum og um leið tekjustofn fyrir mikil út- svör. Dómur sögunnar mun verða sá, að síðasta kjörtímabil sé mesta framfaratímabil í sögu Eyjanna hingað til, bæði hvað snertir framkvæmdir bæjarfélagsins og einstaklinga. í ofsahita kosninganna sjá menn ekki þetta, en þessi orð munu reynast sönn. Hér skulu nefndar nokkrar töl- ur úr bæjarreikningum og fram- kvæmdir hjá bænum. Háar tölur eru erfiðar fyrir allan almenning og verður því reynt að setja þær fram einfalt og ljóst. Brot úr 100 þúsund krónum er hækkað eða lækkað til þess að auðveldara sé að muna töluna. Bæjarsjóður skuldaði í ársbyrj- un 1942, eða þegar núverandi bæjarstjórn tók við, um 600 þús- und krónur, en nú þegar hún slcil- ar af sér 700 þúsund krónur. Hvað er þetta, hafa þá skuld- irnar hækkað um 100 þúsund krónur? Já. En af þessari upphæð hvílir á Dalabúinu 440 þúsund krónur. Aðrar skuldir bæjarsjóðs eru því nú aðeins 260 þúsund krónur í stað 600 þús. í þyrjun kjörtímabilsins. Bæjarsjóður átti útistandandi útsvcir nú um áramótin 800 þús- und krónur, svo að þegar þessi upphæð er innheimt, að mestu fyrri hluta næsta árs, gæti bæjar- sjóðu. hvort heldur vildi greitt upp sllar skuldir sínar eða átt þetta fé til að nota í þær fram- kvæmdir, sem samþykktar hafa verið á kjörtímabilinu og áætlað hefur verið fé til á fjárhagsáætl- un, en ekki byrjað á,, svo sem skólabyggingar og elliheimili, sem andstöðuflokkarnir hafa reynt áð gera að árásarefni á meinhlutann, og nemur þó aðeins 475 þúsund krónum, að því er þeir telja. En einhverjum, sem búinn er að greiða sín útsvör, mun hnykkja við, er hann heyrir, að óinnheimt- ar séu 800 þúsund krónur af útsvörum um áramót. Og það er rétt, þetta er há upphæð og of há. Við skulum athuga þetta svo- lítið nánar. Venjulega innheimtast útsvörin svo að segja alveg og er engin ástæða til að ætla, að upphæð þessi innheimtist ekki mest öll og má í því sambandi benda á, að þrjú undanfarin ár var aðeins af- skrifað sem óinnheimtanlegt: 1942, 15 þúsund krónur; 1943, 14 þúsund krónur og 1944, 20 þúsund krónur. Allir stærstu atvinnurekendur hér hafa greitt að fullu útsvör sín og er rétt að taka þetta fram. Utsvörin eiga helzt að vera öll innhejmt um áramót og er það hægt með því að innheimta þau fyrri hluta árs eins og Reykja- víkurbær gerir. I byrjun kjörtímabilsins skuld- aði bæjarsjóður rafstöðinni rúm- ar 100 þúsund krónur, en nú á báejarsjóður hjá henni vegna nýju byggingarinnar og vélakaupa um 200 þúsund krónur. A sama hátt hefur bæjarsjóður lánað hafnar- sjóði á kjörtímabilinu 150 þús- und krónur. Þannig er þá efnahagurinn, að bæjarsjóður getur greitt allar skuldir sínar fyrri hluta næsta árs, með innheimtu útsvara eða notað þetta í áður ákveðnar verklegar framkvæmdir pg á auk þess hjá rafstöðinni og hafnarsjóði, sam- tals 350 þúsun krónur. Hér skulu tilfærðar helztu töl- urnar úr reikningum bæjarsjóðs, er sýna hvernig aðaltekjum háns hefur verið varið síðastliðið kjör- tímabil: Vegir: Steinsteypin^ á Strand- vegi, ræktunarvegir, holræsi, nýj- ir vegir og viðhald eldri vega um 1. milljón krónur. Mennfamál: Skólarnir. Miklar endurbætur á barnaskólanum og ljóslækningatæki, hitaveita í sund- laug og aðrar endurbætur um 1 millj. kr. Síyrktarstarfsemi: Fátækra- styrkir, tryggingar, elli- og ör- orkubætur um 1 millj. kr. Dalabúið: með áhöfn um 700 þús. kr. Heilbrigðismál: Sjúkrahúsið endurbætt, komið upp heilsu- verndarstöð, ráðinn dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi. Bæjarhreins unin um 700 þús. kr. Laun í bæjarskristofunum um 400 þús. kr. Lögregla um 200 þús kr. Tiilög í byggingasjóð verka- mannabústaða um 100 þús. kr. Brunamái: Keyptar nýjar dæl- ur, bíll og slöngur um 100 þús. kr. Ahöld: Loftbor, hrærivél o. fl. um 100 þús. kr. Vextir um 100 þús. kr. Dyggingamá!: Flutt hús úr veg- um o. þ. u. 1. um 100 þús. kr. Húreignir bæjarins: um 100 þús. kr. Hefur hér verið stiklað á því stærsta. Smáupphæðir tekju- og gjalda- megin er sleppt. Lætur þetta nærri að vera út- svarsupphæð þessara ára, þegar við er bætt óinnheimtum útsvör- um kr. 800.000,00, sem telja má reiðufé, samkvæmt því, sem að framan er sagt. Af þeirri upphæð hefur verið samþykkt á kjörtímabilinu að gangi til byggingu gagnfræði- skóla, húsmæðraskóla, sjómanna- skóla og elliheimilis samtals kr. 475.000,00 og hefur þannig þeessi bæjarstjórn lagt með því grundvöll að þessum stórmerku menningarmálum. Þess má geta að bæjarstjórn hefur samþykkt að láta reisa myndarlegt sjúkra- hús og látið gera tillögu upp- drætti að því, og fengið loforð fyrir 200 þús. króna fjárstyrk frá því opinbera til þeirra fram- kvæmda. Rétt er hér að lokum að minn- ast á, af því að það kemur ekki fram í þessu yfirliti, að bæjarsjóð- ur réðist í byggingu mjög mynd- arlegrar rafstöðvar, sem verður með vélum alls um 3000 hestöfl eða eins og í 20—30 meðal vél- bátum og að fyrir frumkvæði bæjarstjórnarinnar er nú hafin bygging fyrsta flugvallar lands- ins hér í Eyjum, sem bæjarsjóður leggur að einhverjá leyti fé til í bili, en fær síðar endurgreitt frá ríkissjóði. Vafasamt er, hvort nokkur sarnbærilegur bær er jafnvel stæður og Vestmannaeyjar, nema Hafnarfjörður, þar sem eru góð hafnarskilyrði til stórútgerð. ;. Á kjörtímabihnu hefur hafnar- sjóður látið vinna við endurbæt- •ir á höfninni, dýpkun hennar, steinsteypt þekju í Eásaskers- bryggju og falda inturinn. Jtíðir kemur út vikulega. Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 11 & 190. — Pósthólf 3 ísafoldarprentsmiðja h.f. gert við hafnargarðana, byggð stór og mikil bryggja, með 125 metra viðleguplássi, inni í Botni og skipakví þar, gerður 150 mtr steinsteyptur garður fyrir Bratta cg uppfylling fyrir ofan hann, steypt utan um sjóleiðsluna sam- tals fyrir um 2]/i milljón króna. Einstaklingar hafa heldur ekki setið hér alveg auðum höndum. Þessi 4 ár hafa verið byggð og fullgerð 35 íbúðarhús með 71 ibúð og nema verðmæti þeirra rúmum 5 millj. króna. Auk þess ■eru nú í smíðum 14 íbúðarhús með um 28 íbúðum. Mikið hefur verið byggt a£ verzlunar- og iðnaðarhúsum þessi ár, og skapa þær framkvæmdir einar hundruðum fjölskyldna at- vinnu og margra milljóna króna kaupgreiðslur árlega. Þróun í at- vinnulífi Eyjabúa hefur aldrei verið slík fyrr, en það fer nú kannske í taugarnar á þeim, sem mega aldrei vita neinn gera neitt nema bæinn og verður nefnt það helzta. Byggt hefur verið hér stærsta hraðfrystihús á Islandi. og annað myndarlegt hraðfrystihús, stór- myndarleg skipasmíðástöð og tré- smíðaverkstæði við hana, tré- smíðaverkstæði við dráttarbraut- ina, sem fyrir var, stórt og vand- að vélaverkstæði, 3 iðnaðarverk- stæði, eitt stórt vörpugerðarhús. Alls hafa þessi 4 ár verið byggð 22 verzlunar- og iðnaðarhús, sem eru líka að verðmæti um 5 millj. króna. Á þessum árum hafa verið full- smíðaðir hér 6 vélbátar, samtals um 230 smál., að verðmæti rúm- ar 2 millj. króna og í smíðum eru 4 vélbátar, samtals um 400 smál. Nokkuð hefur verið keypt af vél- bátum og stórum skipum og m. a. fyrsti togarinri, sem er skrá- settur hér og Vestmannaeygingar eiga. Menn verða að hafa það hug- fast, að hér er aðeins bær með 3500 íbúum og það eru takmörk fyrir, hvað hægt er að afkasta á ekki lengri tíma en 4 árurn, ’.'j.i' óhætt er að fullyrð,&?-1ið Vest j mannaeyjr/gár' þurfa ekki ? J skairunast síri fyrir neinum sam- li'ænlegum bæ með framkvæmdir, þó að sumar liðleskjur andstöðu- flokkanna sletti því framan í Eyjabúa og aðra landsmenn, að hér sé ekkert gert.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.