Víðir - 26.01.1946, Blaðsíða 3

Víðir - 26.01.1946, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 atriðið, höfuðgötu bæjarins, Vestmannabraut, sem tengir saman vesturhluta bæjarins og austur. Þetta getur verið einhver feg- ursta gata, þar sem Háin blasir við vesturenda hennar. raska sem minnst sérkennileg- um stöðum. Þó er nauðsynlegt að laga svæðið til og gera' það vistlegt og skemtilegt. Inni í bænum er búið að á- kveða að gera skevimtigarð í Brattagarðurinn, 170 m. langur og fyrir ofan hann stærsta uppfylling, sem hingað til hefur verið gerð í Vestmannaeyjum, þar sem verða byggðar reisulegar byggingar. En fyrir austan Samkomu- húsið er hlykkur á götunni, sem orsakar það, að nokkur hús loka þar götunni. Það á að halda þeim mögu- leika opnum, að Vestmanna- brautin geti orðið þráðbein gegnum bæinn innan frá Há og austur á Urðir, þó að engum detti í hug, að því verði komið í framkvæmd í náini framtíð. Uppdráttinn þarf að athuga mjög ítaríega af færustu mönn- um, áður en hann verður endan- lega samþykktur, því að þar veltur mikið á fyrir Eyjarnar, að vel takist. GRJÓTNÁM Eitt bezta byggingarefni á landinu er blágrýtið hér inni í Herjólfsdal. Það er ömurlegt að sjá menn vera að nota moldugt, brunnið hraungi’ýtið úr Hánni og Helgafelli og vita af þesu góða byggingarefni og geta ekki hagnýtt sér það vegna skorts á tækjum. Það þarf að kaupa nýtízku stórvirka grjótmulningsvél, svo að almenningur fái aðstöðu til að hagnýta sér þetta ágíeta byggingarefni. Stakkageröistúni. Skemmtilegt garðstæði væri líka i kvosinni á Nýjatúni. ari. Strandveginum, þó að gatan sé breið. Það er dýrt að steypa götur, en varanlegt. NÝTÍZKU TÆKNI Ekkert hefur valdið eins miklum umbótum á vinnutækni Islendinga og koma hins erlenda setuliðs, og hafa þeir nú hag- nýtt sér þetta eftir beztu getu. Við höfum orðið útúr hér, þangað til tekið var til við byggingu flugvallarins. Þá var flutt hingað mikið af nýtízku verkfærum. Vestmannaeyingar eiga eftir að læra mikla verklega tækni af framkvæmd þesa verks. Nauðsynlegt er, að bærinn afli sér hraðvirkra vinnutækja bæði við hafnargerð, gatnagerð, grjótnám og gerð íþróttasvæðis fyrir ofan kirkju o, fl. Þannig eru margir fleir'i stað- ir. En á þessi mál, fegurð og prýði bæjarins, kemst ekki lag, fyrr en garðyrkjumaður er ráð- inn til að hugsa eingöngu um þetta. Á meðan verðum við snauð af fögrum gróðri í bænum, nema sú vaxandi bæjarprýði, sem í- búarnir legja til við heimili sín. Garðyrkjumaðurinn gæti jafn- framt verið ráðunautur almenn- ings um garð-, trjá- og blóma- rækt. STEINSTEYPTAR GÖTUR Strandvegurinn er eina steypta gatan hér og er það langt komin, að hægt ætti að vera að ljúka við hann á næsta . Nýjar götur, sem hafa verið lagðar hér upp á síðkastið, hafa ekki verið „púkkaðar" með það fyrir augum, að í framtíöinni veröi allflestar götur stein- steyptar. Það er ekki nauðsynlegt að hafa steypuna eins breiða og á STÆRRI HÚSAKYNNI — MEIRI MENN Síðasta kjörtímabil var sú meginstefna ráðandi í bygging- arnefnd, að hvetja til bygginga myndarlegra húsa, helzt ekki minni en 9X10 m. að flatar- máli. Það eykur á manndóm og holl- ustu og útrýmir kotungs hugs- unarhætti, að búa í stórum, vistlegum herbergjum. Það er líka tiltölulega ódýrara að byggja hús, sem er stórt um sig og með stórum herbergjum. Því að ein er hurðin, glugginn, lampastæðið og ofninn. Rúmgott einnar hæðar hús með steyptu lofti er betra en tveggja hæða hús, sem er lítið um sig með litlum herbergjum, því að þá er hægt að byggja of- an á með lítilli fyrirhöfn, þeg- ar fjölskyldan stækkar, og hindra þannig, að hún tvístrist fyrr en þarf. Mannkyninu er sjálfsbjargar viðleytnin í blóð borin. öll löm 1111 á starfslöngun manna e] skaðleg. Sjálfstæðismenn vilja vinn: að sem almennastri velmegun Hver einstaklingur á að 'ver; ÚTI SKEMMTISTAÐIR Ýmsar borgir hafa friðað svæði hjá sér, oft stór land- flæmi, sem eru stundum eins og þau eru frá náttúrunnar hendi. Þar eru líka alls konar garðar, sem fólk dvelur í sér til ánægju og heilsubótar. Oft hefur verið talað um að gera Herjólfsdal að ,,þjóðgarði“ og yndislegum slcemmtistað fyr- ir bæjarbúa, sem hann og hef- ur öll skilyrði til. Friða þarf alt svæðið frá Fiskhellanefi allt vestur að sjó fyrir sunnan Kaplagjótu og Nýja rafstöðin verður með 3000 hestafla válakrafti. andlega og efnalega sjálfstæð- ur. Grundvöllur sjálfstæðisstefn- unnar er athafnafrelsi. Landnámsmenn flýðu að austan og vestur til ónumda og að mestu óþekkta landsins, ís- lands, heldur en að þola áþján. Konungar sendu flugumenn til íslands til að firra lands- menn frelsi sínu, en þeir ráku þá lengi vel af höndum sér. En svo kom þó að lokum, að þeir glötuðu efnalegu og menn- ingarlegu frelsi sínu fyrir það, að þeir voru ekki nógu vel á verði gagnvart þesum flugu- mönnum. Nú hafa íslendingar endur- heimt frelsi sitt. Og enn eru sendir flugumenn úr austri. Einar Sigurðsson. Verkamaður í bæjarstjórn I fimmta sæti D-listans er verkamaður, Herjólfur Guð- jónsson, sem Vestmannaeying- ar þekkja að góðu einu. Hann er prýðilega greindur maður og drengur góður. Herjólfur hefur haft á hendi verkstjórn við byggingu Dala- búsins, nýju rafstöðvarinnar og nýju bryggjunnar í Friðarhöfn. Honum hefur farizt sérstak- lega vel úr hendi verkstjórn þessara framkvæmda, og var orð á því gert, hve bygging Dalabúsins hafi verið unnin með mikilli hagsýni og orðið ódýr, borið saman við hve mikil mann- virki þetta eru. Bæjarstjórnin hefur þörf á að fá slíkan mann innan sinna vébanda, og ættu verkamenn sérstaklega að leggja áherzlu á kosningu hans í bæjarstjórn, og •mun hann ekki liafa síður skiln- ing á málstað þeirra heldur en skrifstofumennirnir á kommún- istalistanum. Verkamenn! Styðjið að kosn- ingu verkamannsins. Kjósið D-listann. — o — ÁRSHÁTÍÐ Fyrsta þorradag, föstudaginn 25. jan., verður árshátíð sjálf- stæðisfélaganna haldin. . Skemmtunin hefst með borð- haldi; síðan verður stutt kvik- myndasýning og að lokum dans. Aðgangseyrir er kr. 15,00 fyr- ir manninn. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega varaðir við að merkja við nafn fulltrúaefna flokksins á kjörseðlinum. Aðeins X fyrir framan bókstaf listans, þannig: x D

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.