Víðir - 26.01.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 26.01.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmannaeyjum, 26. jan. 1946. 4. tbl. C^lnur S^iaurOí ta urðáóon: VERKEFNIN „Bjuggust menn nú við, að þar gæfi að líta eitthvað merkilegt og ' mikið af hugðarmálum „hugsjóna- og umbótamannsins" í Sjálfstæðisflokknum, Ein- ars Sigurðssonar. Menn töldu víst, að tillögusmið- urinn mikli hefði sitthvað á prjónunum, sem gera ætti á næsta kjörtímabili."' „Eyjablaðið" 10. jan. Svo er forsjóninni fyrir þakk- andi, að ég á hugsjónir og um- bótaþrá. En það er sitt hvað, að koma auga á það, sem gera þai'f og vera fylgjandi umbótum eða vera fær um að koma þeim í framkvæmd. í litlu bæjarfélagi, eins og Vestmannaeyjum, veltur lang- mest á fyrir bæjarbúa, að þeir menn veljist til að fara með mál þeirra, sem reka þetta samfélag þeirra með framsýni, dugnaði og ráðdeild og líta á málin frá sjónarmiði heildarinnar, svo að blómlegt atvinnulíf og menning geti þróazt. Sjálfstæðismönnum hefur tekizt vel um val manna á lista sinn. Þetta eru frjálslyndir um- bóta- og dugnaðarcnenn úr öll- um stéttunum. Það eru erfiðir tímar fram undan, það finnum við öll á okk- ur. Það ¦ verður höfuðverkefni væntanlegrar bæjarstjórnar að lyfta atvinnulífi Eyjanna á hærra stig, til þess að hér verði ekki kyrrstaða eða jafnvel aft- urför. Eitthvert andstöðublaðanna sagði, að sjálfstæðismenn lofuðu alltaf nógu miklu fyrir kosning- ar. Þette er rétt. Sjálfstæðis- mönnum er lítið gefið um loforð, sem þeir eru ekki vissir um að geta efnt. En hitt er svo annað mál, fyrst „Eyjablaðið" gaf mér til- efni til þess, þó að ég drepi hér á nokkuð af því, sem inni fyrir býr, en það eru engin kosninga- loforð. HÖFNIN Fyrsta og síðasta mál Eyj- anna hlýtur alltaf að verða höfnin, þar til hún er svo full- komin, að skip á stærð við tog- ara geta siglt inn og út, hverníg sem viðrar og hvernig sem á sjó stendur. Væri þetta hægt á næsta kjör- tímabili, eru Eyjarnar orðnar ein aðal miðstöð fiskveiða við Island. Og þetta er hægt og ekki af- skaplega erfitt, ef bæjarfulltrú- arnir fyrst og fremst og Eyja- búar eru samstilltir. Þó að hér þyrfti að einbeita öllu að þessu eina — f ullkominni höfn — næstu 4 ár, eins og stríðsþjóðirnar gerðu til að vinna sinn úrslitasigur, þá myndi sá sigur Eyjanna hafa svipaða þýðingu fyrir þær og þeirra sigur. Það er mjög vafasamt, að garðarnir fyrir austan standi til frambúðar. Þeir eru aðeins 25—30 ára gamlir, og nu hefur verið kostað til þeirra árlega stórfé, eða um 100 þús. krónum á ári s. 1. 3 ár, og dugir vart til. Eftir einn illviðrisdag getur hausinn á syðri garðinum, sem stór hellir er undir, haf a steypzt f ram yfir sig og inn í innsigling- una og framhlutinn af garðin- um haf a f lutzt meira eða minna út. Höfn verður aldrei góð, með- an hún er opin gegn austanátt- inni. Ég hef lagt til, að höfninni verði lokað að austan, garður gerður frá Eiðinu út í Eiðis- dranga, sem yrði sá haus, sem aldrei bilaði, opna Eiðið, sem er sandrif, og sigla síðan inn i höfnina fyrir inan Drangana, þar sem .er 18 feta dýpi um fjöru eða aðeins togarar rista. Sprengja þarf tvö smásker í burtu, sem er langt frá að vera erfitt frá tæknislegu sjónar- miði. Það má geta þess hér, að Pat- reksfjörður, þar sem er mikil afgreiðsla togara, hefur nú ný- lega fengið samþykkta hafnar- framkvæmd, sem er með svip- uðum hætti og hér er minnzt á. Hin fyrri höfn er lógð niður og innsiglingin tekin gegnum Eiði inn í lokaðan poll. Ég skrifaði í fyrravetur ítar- lega grein um þessar tillögur mínar um framkvæmdir og breytingar á höfninni í Vest- mannaeyjum í sjómannablaðíð Víking. Verkfi-æðingar, skipstjórar og margir málsmetandi menn hér og annars staðar eru hug- myndinni fylgjandi. Höf nin yrði þá öll nothæf, því að hún yrði brimlaus og ekki minni en Reykjavíkurhöfn, og þá myndi í Eyjum rísa blómlegt atvinnulíf, góðar samgöngur skapast og hvers konar menning dafna. ATVINNUMÁL Vinnuaflið er mesti fjársjóð- urinn. Jafnframt því sem Bandaríkin voru auðugt land, þá varð hið mikla vinnuafl, sem þau fengu frá ýmsum löndum, til þess að lyfta þeim hæst meðal þjóðanna atvinnulega séð. Og hér, þar sem verið er að tala um að margt sé ógert, og alltaf verður eitthvað ógert, er þessi fjársjóður, vinnuaflið, oft látið vera óarðbært, eða það sem við köllum atvinnuleysi. Athug- um þeta svolítið nánar frá s.jón- armiði heildarinnar. Hér að framan var minnzt á byggingu hafnar, sem þarfnast mjög lítils aðkeypts efnis, kann- ske ekki nema 1/10 hluta á móti vinnunni. Verkamennirnir búa í húsum, sem hefur kostað mikið fé að reisa, þeir klæðast og matast, allt án tillits til þess, hvort þeir FRAMH. Á 2, SÍÐU Fyrirhuguð innsigUng gegnum Eiðið. (Teikn. gerði Engilb. Gíslason.)

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.