Víðir - 14.07.1947, Síða 2

Víðir - 14.07.1947, Síða 2
2 VlÐIR 'V 3 js&úír* i kemur út vikulega. RiUtjórí: | EINAR SIGURÐSSON Sími 190 ; Auglýsingastjóri: | ÁGÚST MATTnÍASSON * Sími 103 j PrenUmiðjan Eyrún h.f. Útsvörin Útsvarsskrá Vestmannaeyja- bæjar fyrir árið 1947 hefur verið lögð fram. Skrá þessi er eitt af hinum merkilegri plöggum, sem enn hafa komið frá bæjarstjórn- armeirihluta vinstri manna og óbrotgjarn minnisvarði þeirra um þungar álögur á þegnana. Það sem sérstaklega einkennir skrána er, að þar finnast vart smærri tölur en fjögurra stafa. Ekki virðast verkamenn, sjó- menn og launamenn fara var- hluta af álögunum og mátti sjá marga reka upp stór augu, er þeir kynntu sér útsvarsskrána og greinagóðan verkamann heyrði ég vitna þar í gamla máls háttinn, er segir: „Ágjarn veld- ur sjálfur sinni eymd.“ Til frekari upplýsinga fyrir- bæjarbúa birtast hér heildarupp hæðir útsvara fyrir 3 síðastliðin ár. Árið 1945 voru út- svörin alls kr. 1.942.770,00 Árið 1946 .... kr. 2.426.345,00 Árið 1947 .... kr. 2.960.160,00 Frá stjórnartíð Sjálfstæðis- manna árið 1945 hafa útsvörin liækkað um rúmlega 52% og ættu því næstu 2 árin að nægja til þess að bæta við þessum 48% sem enn vanta til þess að álög- urnar verði tvöfaldaðar. Eigi sakar að geta þess, að út- svarsskráin var eigi lögð fram almenningi til sýnis fyrr en flest ir síldveiðibátar okkar voru lagð ir úr höfn, svo sjómenn okkar fengu ekki útsvörin í fararnesti sitt og verða því álögurnar fyrsti boðskapurinn, er þeir fá um íramtakssemi bæjarstjórnarmeiri hluta rauðliða. Kærufrestur verður útrunn- inn 23. júní kl. 24, og mun sá frestur vægast sagt í skemmsta lagi fyrir sjómenn á síldarmið- um. r A AflantshafSnu Framhald af 1. síðu vorum við ekki nær endamark- inu í beinni línu en þegar við lögðum af stað frá Reykjavík. Þetta voru tilbreytingalitlir dagar. Á daginn var legið uppi í reykskála og þegar bezt lét, spil- að, lesið og rabbað saman. Haft var sér til afþreyingar að segja og ráða drauma, því að menn dreymdi mikið og hefir það víst verið af því, hve illa fór um þá, því að svo segir í Heimskringlu Snorra Sturlusonar: „Hákon konung dreymdi aldri. Honum þótti það undarligt ok bar þat fyrir þann mann, er nefndr er Þorleifr inn spaki, ok leitaði ráða, hvat at því myndi mega gera. Þorleifr sagði, hvat hann gerði, ef hann forvitnaði að vita nokkurn hlut, at hann færi í svínabæli at sofa, og brást hon- um eigi draumr. Ok konungr gerði þat, og birtist honum draumr........“ ♦ Einn farþeganna dreymdi, að hann var staddur í mjólkurbúð heima í Reykjavík. Þar var margt fólk samankomið, eins og oft vill verða, og er konan hans meðal þess. Skyndilega finnst honum sem hún sé skelfingu lostin. Honum dettur helzt í hug, livort það muni vera vegna þess, að hana vanti peninga til að greiða með og ætlar að rétta henni íoo krónur, en hún gefur því engan gaum. Honum finnst þau svo ganga áleiðis heim, en þá mætir þeim Hallgrímur Sveinsson, sem líftryggir far- þega, og réttir henni forláta bók. Sumum þótti draumur þessi boða feigð, en sá sem dreymdi taldi hann vera fyrir því, að far- ið yrði að undrast um skipið og myndu kviksögur komast á kreik um að það v'æri farið, og myndi góður jarðvegur vera fyrir þær eftir Goðafoss-slysið. Annan dreymdi, að hann var kominn heim og varð gengið niður í kjallara í húsi því, sem hann er fæddur í. Er þar niða- myrkur og engan mann að sjá. Skyndilega kemur samt maður í ljós og er það kirkjugarðsvörð- urinn. — Þessi draumur var sennilega fyrir daglátum, því að um kvöldið urðu miklar um- ræður um kirkjugarða og skipu- lag þeirra. I upphafi ferðarinnar sagði einn farþeganna, að áður en hann hefði lagt af stað í ferðina, hefði sig dreymt fyrir því, að sjó- ferðin myndi verða mjög erfið, en kafbátar ekki gera neinn ó- skunda. Honum fannst hann á stríðsárunum vera staddur heima hjá sér frammi á sjávarströndu. Hann var þar með fáu fólki úti á klettasnös eða skeri og gekk brim hátt upp og sleikti jafnvel um fæturna á fólkinu og kringum snösina, en gerði því ekki meint að öðru leyti. En utar í firðin- um drógu vélbátar kafbát á eft- ir sér í böndum. Draumar þessir eru látnir koma hér fram, þar sem þeir geta að einhverju leyti skýrt það hugarástand, er ríkjandi var. í skipalestunum siglir. ekkert skip með sinn þjóðfána og í þetta sinn var aðeins einu sinni dreginn upp fáni. Flugvél hafði hlekkzt á, er hún var að lenda á flugvélaskipi. Við sáum, þegar flugvélin valt í sjóinn, en ekki vissum við frekar um þetta. En seinna um daginn var skipum boðið að draga fána í hálfa stöng. En 1. desember var fáni dreg- inn að hún á skipinu okkar. Vakti hann hjá okkur hlýjar til- finningar þarna á miðju úthaf- inu. Annar atburður varð þarna líka, sem samstillti og sameinaði alla um borð. Það var útvarp minningarathafnarinnar um þá, sem fórust með Goðafossi. í reykingasalinn settust allir, sem inn komust, maður við mann. Höfuðin snertu hvert annað, þar sem menn lágu hljóðir fram yfir borðið. Margir þeir, sem fórust, voru nánir vinir og kunningjar þeirra, er þarna voru. Svo hefur og hugurinn leitað heim til ást- vinanna. Þetta hefðu eins vel getað verið þeir, eða að þeir yrðu næstir. Dauðinn er þó ekki ofarlega í hugum þeirra, sem sigla, en ekki getur þó hjá því farið, að á vissum stundum flýg- ur þeim í hug, að dauðinn /get- ur þá og þegar birzt í mynd tund urskeytis eða tundurdufls. Allir voru þarna vafalaust viðbúnir að deyja hvenær sem var og horfðu kaldir gegn slíku, annað var ekki hægt, svo mikil var hættan. Drengurinn litli var sennilega sá eini, sem ekki gerði sér neina grein fyrir, hvernig ástatt var um þetta íerðalag — og kann- ske þó. Hann söng að lokum há- stöfum með sinni skæru barns- rödd: „Ó, Jesú, bróðir bezti. .“ Þungir dynkir kveða nú við og furðar okkur farþegana á, hvað þetta muni vera. Skipið kastast meira að segja til. Nær- staddur skipverji segir: ,,Þar byrja þeir“. Vart hefur orðið við kafbáta Og er verið að kasta djúpsprengjum. Þetta heldur svona áfram góða stund, en svo hættir það, svartamyrkur skell- ur á. Atlantshafið er djúpt, víða 2500 faðmar (5 km.) og munar því ekki mikið um að taka á móti nokkrum skipsskrokkum. En í því eru líka margir felustaðir fyrir kafbátana, og þó að þeir séu á ferðinni, kæra þeir sig ekk- ert um slíka sendingu sem djúp- sprengjur. Einhvern hafði dreymt nótt- ina áður, að hann væri staddur undir mikilli þekju og sá hvergi upp úr. Á meðan hann er að virða fyrir sér þessa hvelfingu og brjóta heilann um, hvernig hann megi komast út, er skyndi- lega rofið gat á þekjuna, en þó ekki nema lítið. Allir þóttust nú fullvissir urn, að veðrið myndi eitthvað lægja, enda var það bú- ið að standa án nokkurra hléa í 10 daga. En dagurinn leið svo að ekki slotaði. Um kvöldið tók loftvogin að stíga og um nóttina vöknuðum við við, að skipið var farið að velta á hlið. Erfitt var að halda sér í rúminu, er hliðar- aldan skall á skipinu, svo að glumdi í, eins og við djúpsprengj urnar um kvöldið. Daginn eftir var komið gott veður. Margir fóru í bað og drengurinn litli fór út á þilfarið og var það í eina sinnið á seinni hluta ferðarinn- ar. Um kvöldið varð aftur vart við kafbáta og djúpsprengjum varpað og forustuskipið brýndi fyrir hinum skipunum að gæta þess vel að láta hvergi sjást ljós. Jafníramt tók að hvessa á vestan á ný og veðurofsinn var nú næst- um sá sami aftur. Framh. iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii ísland 1946 „Iceland 1946“ hin gagn- merka og fróðlega handbók um ísland og íslenzk málefni, sem Landsbanki íslands gefur út, er nýkomin í 4. útgáfu, „aukinni og endurbættri." Bók þessi hefur að geyma margvíslegan og merkan fróð- leik um land og þjóð, stjórnar- háttu, iðnað og framleiðslu, bók- menntir, listir, tæknilegar fram- farir og fleira. Allar eru greinar þessar ritaðar af færustu mönn- um á liverju sviði, en Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, hef- ur annast ritstjórn og útgáfu og ritað margar greinarnar, einkum þær, er lúta að hagfræðilegum efnum. Handbók þessi er rituð a ensku með það fyrir augum a<5 veita útlendingum greinargóðan og áréiðanlegan fróðleik um land og þjóð. VÍÖIR 3 TILKYNNING Skorað er ó þó gjaldendur er enn eiga þinggjöld sín ógreidd og almannatryggingargjöld, að gjöra það hið fyrsta, til að komast hjó Quknum dróttarvöxtum og lögtakskostnaði. Ennfremur skal vakin athyglj atvinnurekenda, á óbyrgð þeirri er þeir hafa um greiðslu Þ'^ggjalda, þeirra gjaldenda er hjó þeim vinna, sem og greiðslu t'ryggingargjalda. Vestmannaeyjum, 10. júlí 1947 BÆJ ARFÓGETIN N SKR A Flugf élag íslands TILKYNNIR: Fastar ferðir til Eyja verða þegar veður leyfir þriðjudaga, fimmtu- daga'og laugardaga. Upplýsingar gefur KARL KRISTMANNS Símar 71 & 75 luiiniiHuunniiii um niðurjöfnun útsvara í Vestmannaeyjakaup- stað, liggur frammi almenningi til sýnis á skrif- stofum bæjarsjóðS/ frá 9. til 23. júlí 1947 að báð- um dögum meðtöldum. Kærufrestur ákveðst til kl. 24 hinn 23. þ. m. og ber að senda kærur til niðurjöfnunarnefndar fyrir þann tíma. Vestmannaeyjum/ 9. júlí 1947 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Aðvörun lil rafmagnsnolenda i Rafmagnsnotendur eru hér með aðvaraðir um, eftir 31. júlí n.k. verður rofinn straumur hjá hvepjum einasta manni, sem þá skuldar rafmagn. “Oumurinn verður rofinn fyrirvaralaust án sér- stakrar viðvörunar til hvers einstaks viðskipta- •Hanns. Jafnframt er hér með skorað á alla viðskipta- menn rafstöðvarinnar að greiða framvegis gjöld Vlð aílesfur til að fyrirbyggja skuldasöfnun og fráklippingu. bæjargjaldkerinn. Afskorin blóm og kransar. Ávalf fáanlegt. Blómabúðin Happó TÓMATAR mjög góðir Verzlunin Þingvellir Tómafar egg ostur Neytendafélagið Hangikjöt Bjúgu Neytendafélagið """1111111111111111111111111111111,1,1,lmmil Sel aftur Hannyrðavörur og teikna á. — Opið á þriðjudög- um, miðvikudögum og föstudög- um frá kl. 5—6. Ilfe Guðnason Fífilgötu 5. Ný sfór lúða fæst daglega. I S H 0 S I Ð Hraðfryst dilkakjöt — Lifur — Hjörtu ÍSHUSIÐ Nýr LUNDI verður seldur í I S H Ú S I N U RÚSÍNUR fást í fSHÚSINU Hvít handklæði Verzlunin Þingvellir Laukur Kartöflur nýkomið. Verszlunin Þingvellir .................. Rjúpur eru alltaf hátíðamatur. KJÖT& FISKUR bihbhhhhhihihhh

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.