Víðir


Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 20.03.1948, Blaðsíða 4
Grundvallarafilði íþróllaiðkana Þegar við höfum í huga að ná árangri í íþróttaiðkunum, verð- um við að vita, að undirstaðan til þess er fyrst og fremst hraust- ur líkami, einnig er það undir- staða frjálsrar og einarðlegrar framkomu. Gott og hreint loft ásamt reglusömu líferni eru nauðsyn- leg skilyrði, sem hver áhugasam- ur íþróttamaður á að hafa hug- fast. Hver og einn verður að gæta þess sjálfur að ofbjóða ekki líkama sínum með því að byrja of hratt; sjálfur verður íþrótta- maðurinn að vita hvað líkaminn þolir. Þegar við hugsum: ég skal og ég vil, getum við náð því marki sem keppt er að. Margt ungt fólk í heiminum, sem hefur haft nægan vilja og löngun til að kom ast nær því marki, sem hugurinn. hefur þráð, hefur náð þvf marki, jafnvel þó að aðrir hafi sagt: „Þú getur þetta ekki,“ þá hefur vilj- inn og sálarþrekið drifið það á- fram. Með gætni og þolinmæði getur hver sannur íþróttamaður náð því markmiði, sem hann hefur sett sér. — Sterkur vilji og áhugi á íþróttaiðkunum gefur sterkan og hraustan líkama, ekki aðeins í líkamlegum skilningi heldur einnig andlegum. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að skóla- menn og yfirmenn-á sviði skóla- málanna skilji tilgang íþrótt- anna. I>að sem að framan er sagt, tel ég nauðsynlegt atriði hverjum í- þróttamanni. Þetta verður í- þróttafólk að hafa hugfast þá er ekki hætta á að vegurinn liggi niður á við heldur upp og það ört. I. Þol II. Afl. III. Snerpa. Hver einasti maður eða kona, sem vill iðka íþróttir verður að gera sér ljóst, að það verður að fylgja settum reglum. Þá kemur árangurinn, ekki á stundinni, heldur með margra ára þjálfun. Oftast þarf 6—8 ár til þess að ná markinu. Hefja skal göngúr í lok janúar. Göngur koma blóðina á meiri hreyfingu og varna mæði. Fjall- göngur eru nauðsynlegar. Þær styrkja hjartað, styrkja æðarnar og auka starfsmátt rauðu blóð- kornanna og gefa þannig réttan andardrátt. Afl. — Með þolinu fáum við meiri mátt, ef viljinn er nógur og ekki hörfað til baka. Aukið iðir ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu mér vináttu og sendu mér minningarkort í sambandi við fráfall manns- ins míns, Ketils Ketilssonar. Sömuleiðis færi ég öllu starfsfólki í sjúkrahúsinu innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hjálp við manninn minn í veikind- um hans. Katrín Björnsdóttir Hásteinsvegi 10. MINNíSVARÐINN (■■ afl fær enginn nema með því að fórna sér á altari áreynzlunnar. Það verður að byrja rólega, og auka síðan magn og hraða æfing- anna eftir því sem hver þolir. Þeir, sem byrja of seint, verða móðir og komast ekki lengra. Það verður hver að vinna iaf heilum hug; ganga mikið á mjúk um vegi, en ekki steyptum göt- um, þá gl’ima, lyfta og grípa þunga knetti o. fl. Afl og þol er þó ekki nóg. Við verðum að beita réttum hreyfingum. Liðug og vel hreyfanleg liðamót er nauðsyn, sem hverjum einasta í- þróttamanni verður að vera ljós. Fjaðurmagnaðar hreyfingar verð ur hver íþróttamaður að tileinka sér. Léttar hreyfingar gefa bæði sneggju og mátt. Leikfimi er því nauðsynleg öllu íþróttafólki. Þá eru böð nauðsynleg, gufuböð og sund ásamt sólböðum, sem þó verða að vei'a í hófi. Það er höfuð skylda allra manna að halda lík- ama sínum hreinum og þar verða íjrróttamenn auðvitað að standa í broddi fylkingar. Þolið, aflið og snerpan verða að vinna saman til þess að í- þróttamaðurinn geti á réttu augnabliki náð Jrví takmarki, sem hann hefur sett sér. Ilver og einn verður að setja sév íþróttagrein við sitt hæfi. En hver sem íþróttin er, verður und irstaðan ætíð lrin sama. En eng- inn ætti að vera of fljótur að á- kveða framtíðaríþróttagrein sína Það verður að gera með fyrir- hyggju, en það nær enginn sín- um bezta íþróttaárangri með Jdví að hlaupa milli íjrróttagreina allt sitt íþróttalíf. Við skuluin hafa hugfast að undirstaðan er þol, afl og snerpa. Þeir sem eru án þessa geta ekki leyst af hendi erfiða íjrróttaraun. E. Mixon. Hey til sólu SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Hofi Stúlka óskast. lagi. Kaup eftir samkomu- Prentsm. Eyrún h.f. Frámháld af 2. síðu. skrifuiii sín'ítm og stjórn á Dala- búinu, sem hann á s.l. ári skilar bæjarbúum með 5000,00 króna tapi á hvern grip, á meðan að önnur bú hér virðast standa und- ir sér, sannað betur en nokkur annar ómögulegleika bæjarrekst- urs á þessu sviði a. m. k. Jrar sem kommúnistar ráða. Þetta er reynsla út af fyrir sig þó að hún sé dýrkeypt. Fjárhagslegt tjón almennings vegna óhóíslegt tapreksturs Dala- búsins mun verða skráð í reikn- inga bæjarins, sem ævarandi minnisvarði um dáðleysi bústjór ans og óstjórn flokksbræðra hans á málefnum þess. Guðl. Gíslason. Stígvélaleistar. Kuldahúfur Vinnuvettlingar Gúmmíkápur karla. Verzlunin Þingvellir í/yrirspurn til Víðis Sem einn af hinurn mörgu atvinnurekendum í Jressu bæjarfé- lagi, hefi ég mikla löngun tii að vita, hverjar eru þær reglur, sem hér eru og hafa verið notaðar, við álagningu útsvara, og hvort út- gerð og vinnsla úr sjávarafurðum er ekki undanskilin veltuskatti. Þar sem þetta mál hefur rnikla þýðingu fyrir alla atvinnurek- endur og allan almenning hér í bæ, þá leyfi ég mér hér með að snúa mér til yðar, og biðja yður að upplýsa mig og aðra í blaði yðar, um allar þær reglur, sem farið er eftir við niðurjöfnun útsvara. Vestmannaeyjum 19. - 2. 1948. Virðingarfyllst Magnús Guðbjartsson Vegna þessarar fyrirspurnar sneri blaðið sér til bæjarstjórans og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar, sem eru útskrifst úr gjörðabók niðurjöfnunarnefndar frá 18. apríl 1947: 1. Nefndarmönnum hafði komið saman urn að hafa eftirfar- andi skala til hliðsjónar við álagningu útsvara. Af tekjum kr. 3.000,00 verður útsvar kr. 30,00 -f 4% af afg. — — — 7.000,00 — — — 190,00 — 8% — - — — — 10.000,00 — — — 430,00 — 15% - - — — — 15.000,00 — — — 1186,00 — 18% - - — — — 20.000,00 — — — 2080,00 — 22% — 25.000,00 — — — 3180,00 — 27% — — — 30.000,00 — — — 4530,00 - 32% — — — 40.000,00 — — — 7730,00 - 37% — — — 50.000,00 — — — 11430,00 — 42% Af eignum — 10.000,00 — — — 15.00- 3% — - — — — 20.000,00 — — — 45,00 - 4% — - — — — 30.000,00 — — — 85,00 — 5% ~ - — — — 40.000,00 — — — i35>°°- 6%- - — — — 50.000,00 — — 195,00- 6%- - — — —100.000,00 — — — 495,00 - 7% — — —150.000,00 — — — 845,00 - 8% - - — — —200.000,00 Veltuútsvar allt að 2 % - - 1245,00- Ómagafrádráttur kr. 10% - - 2000,00. Veltuútsvar hefur ekki verið iagt á útgerð og fiskframleiðsh1 hraðfrystihúsanna. Ól. Á. Kristjánsson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.