Víðir


Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 ÚR YERIMU- Framh. af Jf. síðu. t. d. sögu sína eitthvað á þessa : leið: j „Ég fór fyrst til Boston til þess að læra. En svo dó faðir ) ininn, og þó þrutu peningarn- ir fljótt, og ég fór á skip til þess að afla mér fjár. Ég ætl- j aði svo að byrja aftur eftir árið, en þau urðu fleiri og fleiri, og nú eru þau orð'in ein 20. Fyrstu árin var eins og liver taug í mér orgaði: Is- land, ísland. Jafnvel fyrstu 10 árin þoldi ég helzt ekki við , fyrir heimþrá, en nú líða s\’o mánuðir, að mér dettur það ekki í hug“. Það er mjög sjaldgæft, að Islendingar hverfi heim. Þó hvarf einn þeiria, sem hafði verið áratugum saman skip- stjóri í Boston, heim núna í stríðslokin og gerðist mikill Uiyndarbóndi austur í Olfusi. Skipin eru, eins og áð'ur ■segir, af öllum stærðum, og í'er aflahluturinn eftir stærð- inni. Nokkuð mikið er af >,draggerum“, sem þeir kalla svo, eru það um 100 feta skip. Þar eru einnig stórir og miklir togarar, en togarar, sem eru 130 fet á lengd — nýsköpun- artogararnir eru 175 fet — þykja hagkvæmir, og segjast þeir ekki gera betur en fylla þá á þeim tíma, sem þeir tnega vera úti. Eru það diesel- skip, bera mikið, og er öllu haganlega fyrir komið. Þarna er það, sem flestir ís- lenzku sjómennirnir, sem Vestur fara, lifa og starfa, þangað ti! þeir falla í valirin eða eru orðnir lúnir og upp- gefnir og fara í land, eins og gengur og gerist í lífinu. 1,4 milj. íbúar í Kaup- mannahöfn 1965. „Kaupmannahöfn er í stöð- ugum vexti, og það þýðir ekki að hugsa um að takmarka vöxt hennar“. Þetta er niður- staða nefndar, sem s.l. 5 ár heíur haft með höndum að skipuleggja Kaupmannahöfn. Verkfræðingar og húsameist- arar hafa nú gert tillögur um skipulag borgarinnar fram í tímann, og er þar séð fyrir öllu því nauðsynlegasta, sem borgin þarfnast, þó að íbúa- tala hennar haldi áfram að aukast, en gert er ráð fyrir, að hún verði komin upp í 1.4 milj. eftir 15 ár. Mikilvægi fiskframleiðslunnar. í Bandaríkjunum hefur verið reiknað út, hve milvið hver bóndi fær árlega frá því opinbera, og eru það 90 doll- arar. Sjómaðurinn fær 21 dollar. Nýtízku togari þar aflar á ári sem svarar 32 lestuin af fiski á hvern sjómann, en bóndinn framleiðir 1/10 hluta þessa magns af uxakjöti. í Vestur-Evrópu er kjöt- framleiðslan verulega fyrir neðan það, sem hún var fyrir stríð, en þó er nú mörgum miljónum fleiri munna að fæð'a. Má nærri geta, hve eggjahvítúskorturinn er mik- ill. Fiskur er auðugur af eggjahvítu, svo sem kunnugt er. f Englandi ,er nú ltjöt- skammtur, sem er minni en nokkru sinni meðan stríðið stóð yfir. Ovenjulegir kafbáfar liafa verið smíð'aðir í Bret- landi. Geta þeir verið enda- laust niðri. Ameríkanar eru einnig að smíða mjög full- komna kafbáta, sem ganga 28 mílur í kafi og 30 mílur ofan- sjávar. Kafbátarnir framleiða sjálfir orkugjafa til að nota, á meðan þeir eru í kafi, og er þannig óendanlegt. Fljófandi fiskverksmiðja. Fyrirtæki í Bremerhaven, sem gerð'i út verksmiðjuskip- ið „Wezer‘ í Eystrasalti í síð- ustu heimsstyrjökl, hefur fengið teikningar að verk- smiðjuskipi, sem er búið tækj- um til þess að veiða, flaka og frysta fisk. Verið er nú að kynna sér þannig skip i Bandaríkjunum, þar sem þess er vænzt, að Marshallfé verði veitt til kaupa á skipinu. Kippers til USA. Áformað er nú í Bretlandi að hefja söluhérferð' í Banda- ríkjunum og Kanada með hina frægu skozku kippers, (reykt síld). Síldin verður vafin í sehó- fan, tvær síldar saman í blaði, síðan verður hún hraðfryst og send þannig vestur um haf. Fyrst um sinn er fyrirhugað að senda 80.000 Jcassa. Blöð, útvarp og ef til vill sjónvarp verða notuð til þess að aug- lýsa síldina og auðvelda söl- una. Danir í Cosfa Rica. Ríkisstjórnin í Costa Rica, sem er næsta ríkið fyrir sunn- an Panama í Mið-Ameríku, bauð í haust. nokkrum dönsk- um fiskimönnum að koma til Costa Rica. Þessir Danir hafa áhuga á að fara þangað með' fiskiskipi og sétja þar á fót verksmiðjur með það fyrir augum að veiða og sjóða nið- ur túnfisk og aðrar fiskteg- undir og framleiða fiskimjöl og lýsi. Engin endanleg áætl- un hefur þó verið gerð ennþá. Flökunarvélin í Grænlandi, sem keypt var frá Þýzka- landi á s.l. ári og sett niður í þorpinu Sykurtoppurinn, flakaði 115 lestir af þorskflök- um. Flökin voru fryst og pökkuð í 5 punda öskjur og flutt til Bandaríkjanna. í U. S. A. eru stprar stofn- anir, þar sem fólk, sem þjáist af taugaveiklun og áhyggjum, getur fengið' huggun og ráð. Sé hætta á ferðum, er við- komandi vísað til sérfræð- inga, en oft geta viðkomandi starfsmenn veitt nauðsvnlega hjálp. Geislahitun ryður sér nú mjög til rúms í stórum verk- smiðjum í Svíþjóð'. Hitinn þykir jafnari og þægilegri og sparnaðurinn er 25—30%. ★ Þeir, sem aldrei hætta neinu, eru venjulega óörugg- astir. Munið eftir aÖ innleysa póstkröftma, svo ekJzi verði stööviui á sejidinpu blaösijis o> „Ég“, öskraði hann, „stritað'i þrjú ár, en þú, þorparinn þinn . . .“ Á nóttum sat ég á árbakkanum og braut heilann: „Hvað var um að vera? Og hvers vegna?“ Ofan við árbakkann var einmana staður, lítill höfði með trjálundi. Ég settist, þar og liorfði á fljótið. Mér fannst eins og grómtekið vatnið, eftir að hafa runnið gegnum þorp- ið, rynni um sál mína og skildi þar eftir beiskju og kvöl. Ég þekkti unga stúlku, saumastúlku. Ég leitað'i heiðar- lega ásta hennar, og méf virtist henni líka geðjast að mér. En hún fór að' verða stúrin við mig og spurði: „Er það satt, að þú skrifir í blöðin um okkur, um þorpið?“ „Hver heíúr sagt þér það?“ Eftir noklcra vafninga sagði hún mér: „Malachine hefur rit þitt í höndum. Hann les það upp fyrir hvern sem vill. Það er dregið dár að þér og jafnvel í ráði að refsa þér, vegna þess að þú ert genginn í Hð með Polstoi greifa. Ilvers vegna hefurðu látið Malachine fá rit þitt?“ Jörðin nötraði undir fótum mér. í riti mínu hafði ég miskunnarlaust húðflett landshöfðingjann, meðhjálparann, alla. Auð'vitað hafði ég elcki látið Malachine fá rit mitt. Hann hafði tekið það á pósthúsinu. Astmey mín jós enn yfir mig beiskju sinni: „Vinir mínir draga dár að mér, sölcum þess að ég er með þér. Ég veit ekki lengur, hvað ég á að gera“. ,,/E, æ“, sagði ég við sjálfan mig. Ég fór til Malachine. ,/Láttu mig samstundið fá handrit mitt“. „ITvað Iiefur þú við það er gera“, svaraði hann, „þar sem því hefur verið hafnað?“ Hann hélt því. Mér féll vel við þennan mann. Ég hef veitt því eftir- tekt, að jafnvel hinir ónytsamari hlutir eru þægilegri en þeir nytsömu og manni getur á stunduð líkað við náunga, sem er skaðlegur. Iíér er annað dæmi þess: Það er eklci til vagnhestur, sem er eins dýr og veðhlaupahestur, og þó lifa menn á vinnu, en ekki veð'hlaupum. Jólin lcomu. Malachine bauðst til þess að grímulclæða mig og útvegaði mér djöfulsgervi. Eg klæddist feldi, með hárin á ytra borði, ég liafði hafursliorn á höfði og grímu fyrir andlitinu. Ég dansaði eins og allir aðrir. Ég svitnaði og þá féklc ég óþolandi sviða í allt andlitið. Ég sneri heim, en á leiðinni komu þrír grímumenn fram hjá mér, og æptu: „IIó, djöfullinn, berjnm hann duglega“. Ég reyndi að kom- ast undan,, en þeir náðu í mig. Ég var lúbarinn. Mig sveið svo í andlitið, að ég hefði getað grátið. Ilvernig stóð á því? Daginn eftir drógst ég að speglinum. Andlitið var hárautt, nefið þrútið og augun bólgin og tárvot. „Nú, jæja“, sagði ég við sjálfan mig, „ég er allur af- myndað'ur“. Gríman hafði verið smurð innan með ein- hverjum tærandi vökva, og þegar ég svitnaði, hafði þessi áburður sviðið húðina af. í fimm vikur var ég að lækna sár mín. Ég liélt, að augun í mér ætluðu að springa, en það lagaðist allt. Eftir allar þessar aðfarir sá ég, að mér var eldci lengur vært í þorpinu. Ég fór burtu án þess að’ lcveðja nokkurn mann. Síðan hef ég víða farið. Það eru þrjátíu ár síðan. Hann deplaði augunum með þreytulegum svip. Hann virtist vera um fimmtugt. „Á hverju lifið þér?“ spurði ég. „Eg er hestamaður á veðhlaupabrautinni. Ég gef blaðamanni nokkrum upplýs- ingar um hestana“. Og hann sagði með rólegu og hæglátu brosi: „Hve hestarnir eru göfug dýr. Hestarnir eru frá- bærir. En einn þeirra fótbraut mig“. Hann andvarpaði og bætti hljóðlátlega við, eins og hann færi með Ijóðlínu: „Það var einmitt sá, sem ég elskaði mest“. (Notes et souvenirs). Dæmisaga. Einhverju sinni var ungur efnafræð'ingur fenginn til þess að vinna í skotfæraverk- smiðju. Hann vann í litlu timburhúsi, langt frá öðrum byggingum. Þar framleiddi hann óg hjálparmaður hans mjög sterkt sprengiefni, sem þurfti lítið til að springa. Dag nokkurn fékk efna- fræðingurinn nýjan aðstoðar- mann. Þegar efnafræðingur- inn hafði skýrt fyrir nýja að- stoðarmanninum hinar fáu og fábrotnu skyldur, hvaða tækja hann ætti að' gæta, hvaða lolca hann.ætti að opna og loka og sýnt honum ör- yggisútganginn, tók hann sér- staklega fram, að hitjnn í á- lcveðnum katli mætti eklci fara fram yíir visst mark. Ef svo færi, myndi húsið rjúka í loft upp. Þegar hann hafði gefið fyr- irskipanir sínar, fór hann frá til að borða. í dyrunum sneri hann sér við til vonar og vara og bætti við'. Hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur, þá gættu þess að minnsta kosti vel, að þessi mælir fari .ekki yfir 400 gráður. Þegar liann kom aftur frá hádegisverðinum að klukku- stund Hðinni, stóð aðstoðar- maður hans hálfboginn yfir vatnskrananum í horninu á herberginu og skolaði þar án afláts lítinn hlut. Pilturinn sneri sér við hreykinn og sagði: „Mælirinn var á góðum vegi með að fara upp fyrir 400 gráður, svo að' ég tók hann af til að kæla hann dálítið“. Eins og örskot skaut efna- fræðingurinn piltinum á und- an sér út um öryggisútgang- inn, og voru þeir elcki fyrr komnir út og í slcjól en jörð- in skalf af ógurlegri spreng- ingu. Sú líking, sem er með þess- ari sögu og því að ætla verð- lagseftirlitinu að lcæla verð- bólgumælirinn, er hrein til- viljun, segir „Economic In- telligence“. ★ Það er ekki öruggt, að mað- ur hafi rétt fyrir sér, þó að hann hrópi hátt. * í stríðinu milli kynjanna berst lconan á orustuskipi, en maðurinn úr opnum báti. ★ Radiomerlci var sent um- hverfis knött-inn frá 350 k\y. sendi flotans í Maryland í II. S. A. og tekið á móti því 0.1 sekúndu seinna af móttakara þar rétt hjá. tr.------------------ —^ Rœðið við kunningja ■yklcar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.