Víðir


Víðir - 10.02.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 10.02.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Útflutningsverðið Framliald af 1. síðu. rneð því að léggja mikið fé af mörkum, einkum í dreifing- arkerfi og auglýsingar. En Þýzkaland og Mið-Evrópa eru ekki síð'ur eðlileg mark- aðslönd fyrir frosinn fisk. All- ar þessar þjóðir eru mjög þurfandi fyrir eggjahvíturíka fæðu og hinn joðauðuga fisk. En það verður að gera sér Ijóst, að það ástand, sem nú er ríkjandi á milli Austurs og Vesturs, er ekki líklegt til að bjóða upþ á mikil við'skipti. Þá er Bretland ónefnt sem viðskiptavinur Islands með frosinn fisk. Á stríðsárunum keyptu Bretar allan frosna fiskinn af Islendingum og greiddu fyrir hann verð, sem nægði til þess að standíast framleiðslukostnaðinn. Is- lendingar og Bretar hafa allt- af skipt mikið, og við'skipti þeirra eru eðlileg. Bretar hættu samt strax í stríð'slok- in að kaupa frosna fiskinn af íslendingum. Þjóðin var orð- in leið á frosnu flökunum, sem voru seld í óheppilega stórum umbúðum og' oft mjög spillt í meðförunum. Af því að Bretar hættu að kaupa frosna fiskinn, hafa margir dregið þá ályktun, að þar sé ekki frambúðar mark- aður fyrir hann. Svo þarf þó ekki að'- vera. Á meðan Bret- ar fullnægja ekki neyzluþörf þjóðarinnar með eigin veið- um, á að vera hægt að selja þeiin frosinn fisk eins og nýj- an. En til þess að það sé liægt, þarf að vera frjáls inn- flutningur á frosnum fiski í Bretlandi. I öðru lagi þarf að selja fiskinn í umbúðum, sem og afurðsalan. eru hæfilega stórar fyrir heimilin og fiskurinn helzt í óskemmdur. Það vinnst aldrei framtíðarmarkaður í Bretlandi fyrir frosinn fisk með því að selja hann í stóru 7 punda blokkunum, slíkt get- ur aðeins gengið á stríðstím- um. í þriðja lagi verður að auglýsa fiskinn rækilega. Nú er slíkt ástand í Bret- landi vegna hervæðingarinn- ar, að þjóðina vantar fisk, og það er vafasamt, að Bretland fái nógan nýjan fisk nema 4 —6 mán., á meðan aflamagn- ið' er mest. En þá er það verð- ið. Vilja Bretar greiða Islend- ingum það verð, sem þeir þurfa að fá til þess að stand- ast framleiðslukostnaðinn. Bretum ætti að vera ljúft að stuðla að því, að þessi gamli, góði við'skiptavinur gæti rétt \'ið fjárhag sinn, sem er nú æði bágborinn, þar sem Bretar aftur á móti hafa verið fyrstir allra þjóða innan Efnahagssamvinnunnar til að koma á hjá sér jöfnuði í utanríkisviðskiptum gagn- vart dollarnum. Aleð því að kaupa verulegt magn af ls- lendingum af frosnum fiski og greiða fyrir hann það, sem þeir þurfa til þess að standast bein útgjöld \'ið framleiðsl- una, myndu þeir ekki aðeins stuðla að því að rétta við fjárhag landsins, heldur og aukinni framleiðslu, sem gæti komið sér vel fyrir Breta, þeg- ar þeir verða að snúa sér meira að öðrum viðfangsefn- um en matvælaframleiðsl- unni. Það má vel vera, að ein- hver hugsi sem svo við lestur þessara orða, að það sé 'held- ur tilgangslítið að skýrskota þannig til samúðar Breta með Islendingum og fjárhagsaf- komu þeirra og efnahagssam- vinnu þessara landa, en það er þó engan veginn víst, að svo sé. Það á að vera útgerðar- mönnum og sölufélögum þeirra metnaðarmál að geta sem fyrst afnumið þau bráða- birgðaúrræði, sem horfið var að til þess að leysa vandamál vélbátaútvegsins, með því að ná hærra verði fyrir útfluttu vörurnar, verði, sem svarar til framleiðslukostnaðar. Og það getur vel verið, að það takist, ef allir aðilar leggjast á eitt, til þess að svo megi verða. Sendisveinn tapaði 30.000 krónum. Sendisveinn nokkur var ný- lega á leið úr banka með verð- bréf að upphæð 30.000 krón- ur. Festi hann skjalatöskuna fyrir aftan sig á hjólinu, en taskan féll af án þess, að hann yrði þess var. Heiðar- legur götuhreinsari skilaði töskunni og’ fékk greiddar 200 krónur í þóknun. Úr skýrslu Landsbanka íslands fyrir árið 1949: Að meðaltali voru 457 (409) skip að veiðum í mán- uði hverjum. Flest urðu þau í júní 589 (maí, 5G2). Tæpur hehningur 269 (182) voru opnir vélbátar og árabátar. Meðaltal skipverja yfir ár- ið var 4840, en 4075 árið áð- ur. Gæti maður sjálfur valið þá, sem maður umgengst, væri maður mjög einmana. Lúðuveiðar. í Bandaríkjunum er ágætt verð á heilfrystri lúðu. Á s.l. ári voru frystar og sendar þangað um 235 lestir af lúðu. í vor sóttu bátar, eink- um frá Akranesi, á ný lúðu- mið út af Reykjanesi. Á þess- um lúð'uveiðum hefur ekki verið byrjað fyrr en eftir vetrarvertíð, sem lýkur hér í Faxaflóa ekki fyrr en um 20. maí. Þegar kenmr fram í apr- íl, er fiskur oft orðinn mettur af loðnu og öðru æti, sem hef- ur gengið á miðin og tekur þá illa beitu. Það væri mjög at- hugandi fyrir þá, sem ætla sér að stunda lúðuveiðar í vor og- sumar, hvort elcki væri í'étti tíminn að hefja þær þá þegar í byrjun apríl. Það er mjög trúlegt, að lúðan sé þá um það vil að ganga á miðin. íbúafala U.S.A. er nú 153.000.000, og skiptast íbúarnir þannig eftir starfa — fyrir utan sjúklinga, hús- mæður börn og nemendur: Iðnaðarverkafólk 53,7% Landbúnaðarverkaf. 7,6% í herþjónustu 2,5% Án starfa 2,2% Alls 66,0% Ódýr epli. í sumar var verð á eplum í Svíþjóð 5 aurar sænskir (15 aurar ísl.) kg. Skemmdist þar mikið af eplum, þar sem ekki var hægt að koma þeim í peninga. Á sama tíma voru Svíar að flytja inn suðræna ávexti, appelsínur, vínþrúgur og banana. hafði ekki eitt augnalblik grunað hana minnstu vitund eða vantreyst henni. En nú fann hann til ónotalegrar aðkenn- ingar yfir því, að' hún hefði verið að plokka af honum fjaðr- imar allan tímann. Hann leit rannsóknar augum kring um sig. Hann gat ekki beinlínis sagt, hvað hann hefði misst, en leiftursnöggt varð honum Ijóst, að herbergið var gal- tómt og eyðilegt, og hann reyndi að muna, hvort ekki hefði verið fleiri munir umihverfis liann, hvort umhverfið hefði ekki verið alúðlegra og hlýlégra — og reyndar meira af öll- um hlutum. . . . Hann fylltist skelfingu og óyndi og opnaði kistu, sem í áttu að' vera minjagriþir um konu hans, kjól- ar og línfatnaður. Fáeinir útslitnir garmar voru þar, en all- ur ilmur hins liðna var af þeim rokinn. Ó, hvílíkt ástand. Onnur eins ósköp af öllu mögulegu og konan hans hafði lát- ið eftir sig. Ilvað gat hafa orðið af því öllu! Hann lokaði kistunni og kvaldi sjálfan sig til að hugsa um aðra hluti. Til dæmis hófið í kvöld. En þessi liðnu ár voru áleitin og komu aftur með ómótstæðilegu afli. Og nú virtust honum þau enn eyðilegri, sárbeiskari og eymdarlegri en á meðan þau voru að líða. Nú fannst honum þau öll gersamlega eyðilögð, eins og þeim hefði öllum verið rænt frá honum, og frá þeim andaði þjáningu, dapurleik og kvöl einveru og einstæðingsskapar. Reyndar hafði hann stund- um verið' ánægður og’ eins og vag'gað í svefn. En nú varð hann óttasleginn við' _að horfa á einstæðings gamalmenni, og ókunnir, vandalausir menn komu og stálu, meira að segja svæflinum undan höfðinu á honum. Og honum fannst hann aumkunarverður, lostinn þungri kvöl og sórri þján- mg, sárari og þyngri en hann liafði fundið til daginn þann — daginn, sem hann sneri heim fró jarðarförinni. Ilann fann, að hann var sjálfur orðinn gamall, gamall og þreytt- ur eins og maður, sem lífið hefur leikið of miskunnarlaust og grimmdarlega. Eitt var það samt, sem hann gat ekkert botnað í: Hvers vegna var hún að stela þessum reitum hans? Hvað' ætlaði hún að gera við þær? 0, nú skil ég. Ilann minntist þess skyndilega með illgirnislegri ánægju. Því er einmitt þann- ig farið. Hún á einhvers staðar frænda, sem hún elskar með þessari bjánalegu ást vitstola frænku. Hef ég ekki orðið að hlusta á óteljandi bullræður um þetta mannblóm. Látum okkur sjá. Það er ekki langt síðan hún sýndi mér reyndar ljósmynd af honum. Ilrokkið liár, flatt nef og verulega ó- svífið yfirskegg, þótt hún sjálf, fyrir sitt leyti, þerraði af sér tárin af stolti og lirifningu. Svo að það er þarna, sem allar mínar reitur hafa rekið á fjörurnar. Hann fékk hræði- legt reiðikast við þessa tilhugsun og hljóp fram eldhúsið og öskraði til Jóhönku eitthvað á þessa leið: „Níðinglega, gamla galdranornin þín“, og rauk svo aftur burt eins og elding og' skildi hana eftir óttaslegna og hágrenjandi, þar sem hún ranghvolfdi skimandi sauðaraugum. Hann yrti ekki á liana orði, það sem eftir var af degin- um. Hún andvarpaði og stundi, eins og' hún hefði orðið' fyr- ir smánarlegu ranglæti, og glamraði og skrölti með alla hluti, sem hún gat hönd á fest, og hafði ekki snefil af 'hug- mynd um, af hverju allur þessi gauragangur stafaði. Síð- degis réðst hann í fullkomna og algera rannsókn á skáp- um sínum og skúffum. Það var liræðilegt. Hann minntist fyrst eins hlutar og svo annars, sem hann hafði einhvern tíma átt, og ýmissa erfðafjármuna ættarinnar, sem honum fundust nú sérstaklega dýrmætir. Og nú var þarna ekkert eftirskilið, ekkert — ekki einn einasti hlutur af því öllu saman. Það' var engu líkara en þarna hefði geysað ógur- legur eldsvoði. Hann hefði alveg getað sleppt sér og hógrát- ið af reiði og einstæðingsskap. Hann sat nú hjá opnum skúffunum, sprengmóður og kaf- rykugur, og hélt á eina helgigripnum, sem eftir var skiliml — gömlu peningapyngjunni hans föður síns, perluskreyttri skjóðu, sem nú var orðin götótt og galopin í báða enda. Þar sem haftastefnan er í algleymingi, er fátt, sem það opinbera lætur ekki til sín taka í daglegu lífi borgarans, s\'0 sem hvað hann á að hafa. til matar, hvað' hann á að drekka, hvernig hann á að klæða sig, hvað stórt hann á að bvggja (ef honum er þá leyft það). Það er reynt að stevpa smekk og skoðanir allra í sama mót, og' er úr- slitavaldið í höndum örfárva ráðamanna. ★ Verðlagseftirlit — þ. e. a. s. að láta hlutina sýnast ódýr- ari en þeir eru og meira af þeim en raunverulega er — ýtir undir sóun og óþarflega mikla notkun vara, sem skortur er á, svo að ekki sé talað um hina miklu sóun á starfskröftum, sem sjálft verð'lagseftirlitið krefst. ★ Það verður alltaf skortur á vöru, ef verðlagið er þving- að á einn eða annan liátt nið- ur fyrir það, sem kaupandinn er reiðubúinn til þess að greiða fyrir liana á frjálsum markaði. Það' er þess vegna auðvelt að skýra dollara- skortinn frá þeirri einföldu staðreynd, að almenningi eru skammtaðir dollarar á mun lægra gengi en hann væiá reiðubúinn til þess að greiða fyrir þá á frjálsum markaði. ★ íbúar Evrópu eru í viðjum ríkisvaldsins líkt og börn, sem áður fyrr voru látin vaxa í krukkum, til þess að vöxtur þeirra skyldi takmarkast og þau verða vanskapaðir dverg- ar, sem gátu orðið fífl við konungahirðir. ★ Mikilvægasta ástæðan til þess, að' duglegir menn kom- ast ekki áfram, er að þolin- mæðina þrýtur. ★ Það er auðveldara að trúa því, sem maðurinn heyrir, en leggja á sig að hugsa sjálfur. ★ Það eru engir ólæknandi sjúkdómar til, heldur aðeins sjúkdómar, sem menn hafa ekki fundið lyf við. ★ Það voru aðeins tvær ver- ur í heiminum, sem hann elskaði. Onnur þeirra var sú, er smjaðraði mest fyrir hon- um, og hin var hann sjálfur. ★ Láttu elcki öðrum eftir að framkvæma hin góðu áform þín. ★ Það er tilgangslaust að færa fram rök gegn tilfinn- ingum. ★ Það er ótrúlegt, livað mað- ur getur dottið ofan á, þegar maður er að leita að cinhverju. ★ Kornunga stúlkan í bank- anum: „Hvaða gildi hefur á- vísanabók, þegar leggja verð- ur peningana inn fyrst.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.