Víðir


Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Dollarinn og gulliS. f september 1949 var gull- forði Bandaríkjanna 24.7 miljarðar dollara. Um ára- mótin síðustu var hann 22.8 miljarðar, og síðan hefur hann haldið áfram að minnka. Það er þó ekkert óeðlilegt við þetta, því að Bandaríkin hafa undanfarið' keypt nauðsynleg hráefni til stríðsframleiðsl- una eins og unnt hefur verið að fá, og hefur ekki verið hægt að greiða öll þessi kaup með útfluttum vörum, ekki sízt, þegar allmikið af útflutn- ingi Bandaríkjanna hefur far- 5ð til Marshallhjálparinnar. Framleiðsjugeta Bandaríkj- anna er svo mikil, að útflutn- íngur þeirra er miklu meiri en innflutningurinn, þegar að vana lætur, og þess vegna hefur gullið safnazt til Banda- ríkjanna. Dollarinn er, svo sem kunnugt er, gullmynt, og geta þjóð'bankar annarra landa fengið keypt gull í Bandaríkjunum, ef þeir hafa dollara, og er verðið 35 doll- arar únsan, þ. e. 29 grömmin. Ef til vill finnst einhverjum ástæða til að varpa fram þeirri spurningu, hvort Bandaríkin muni ekki hverfa frá gullmyntfæti eins og flest önnur ríki hafa gert. Það er engin ástæða til þess að ætla, að svo verði. Einnig er mjög ósennilegt, að guliverðið verði hækkað, en það er sama og gengislækkun, eins og Roose- velt gerði á sínum tíma til þess að afstýra þá kreppu. Útbre iðið ,, Víðir ’ ’ Skatlar og op Framhald af 1. síðu. mjög hrakað frá því, sem áð- ur var. Einstaldingur, sem er ekki lengur vinnandi, á 150.000 krónur. Það er ekki mikið fé nú á tímum. Það er ekki stórt hús í Reykjavík, sem myndi seljast fyrir 150 þús. krónur. Ef hann hefði nú selt húsið sitt og lagt íeð í sparisjóðinn, eru hæstu vextir 4%, og fengi hann því alls í vexti kr. 6000 T opinbergjöld þyrfti hann að greiða af þessu .......... — 2586 og héldi því eftir 3414 krón- um. Tökum annað dæmi af hjónum, sem eiga 300.000 krónur og ávaxta þær í spari- sjóði. Það er svona eins og þau hefðu selt hæð í húsi. Sparisjóðsvextir eru kr. 12000 Af þessum tekjum þurfa þau að greiða .........— 5945 eða sem sagt nákvæmlega helminginn. Eignaskatturinn og eignaútsvarið er svona ó- sanngjarnt. Það er næstum eins og það reki sparifjáreig- endur út í brask, sem oft verð- ur til þess að stofna fjármun- um þeirra í voða, sem sízt mega við því. Þannig mætti halda lengi áfram að taka dæmi, er sýndu, hve opinberu gjöldin eru orð- in þungbær þjóðinni og hvernig verið er að lama vilja manna til þess að sjá sér og sínum farborða, sem er þó samkvæmt eðli mannsins bezt fallið til fjármagnsmyndunar. En það væri ekki sögð nema inber reksfur. hálf sagan, ef ekki væri minnzt á, að sé skattgreið- andi hlutafélag, hefur það % hlutann af tekjum sínum skattfrjálsan, ef það leggur þær í varasjóð, en hann er svo háður ýmsum fyrirmælum þess opinbera. Sé hlutafélag- ið útgerðarfyrirtæki, má það leggja V;> hlutann af tekjum sínum í varasjóð og nýbygg- ingarsjóð, sem þá er bundinn undir opinberu eftirliti, þar til byggt hefur verið fyrir íeð'. Við álagningu útsvara njóta hlutafélög engra hlunninda fram yfir einstaklinga. Ann- ars er það mál út af fyrir sig að ræða uin skattlagningu hlutafélaga. Svo að segja á hverju ári er verið að samþykkja nýjar álögur. Hvar endar þetta? Og hvernig verður ástatt, ef veru- leg kreppa skylli yfir og bær og ríki þyrftu að sjá stórum hóp atvinnuleysingja fyrir at- vinnu, sem þá oft er óarðbær atvinna. Eða ef ríki og bær þyrftu að fara að greið'a mikil töp af margháttuðum at- vinnurekstri, sem þessir aðilar hafa ráðizt í síðustu árin. Þá verður einhvers staðar kvein- að, og ekki bætir það úr skák, að með stóreignaskattinum hefur yerið lögð 20 ára byrði á herðar þeim, sem helzt mætti ætla, að væru aflögu- færir. Eða þegar farið verður að krefja inn til þess að borga af skuldum ríkissjóðs,- inn- lendum og erlendum, og bæj- arfélaganna, sem mörg eru mjög illa stæð. Þá verður þungt fyrir hjá einhverjum, og atvinnurekendur verða þá sjálfsagt látnir borga útsvör, þó að þeir tapi, og skatta í einhverri mynd, þó að' það heiti ekki tekjuskattar, því að ekki má ríkissjóður missa spón úr sínum aski. Þau bæj- arfélög eru til hér á landi, þar sem allar eignir urðu svo til gjörsamlega verðlausar, vegna þess, að ekki var orðið neitt annað til að leggja á en eign- irnar, tekjur voru sem engar. Vonandi skapast slíkt ástand ekki oftar hér á landi, en það, sem einu sinni hefur skeð, get- ur skeð aftur. Það er sagt, að sagan endurtaki sig. Fjárfesting ríkisins og bæj- arfélaganna flestra hefur ver- ið mjög mikil undanfarið', og væri enn ekkert lát á henni, el‘ allir lánsfjármöguleikar væru ekki næstum því alveg þrotnir. Mikið af þessum framkvæmdum hafa verið hinar þörfustu og surnt braut- ryðjendastarf í atvinnumál- um, sem einstaklingunum var þá í svipinn ofvaxið. Lands- menn njóta nú góðs af þess- um framkvæmdum á marg- víslegan hátt. En það er svo margt, sem hugurinn girnist, að það er ekki unnt að veita sér það allt, geta þjóðarinn- ar skammtar þar af. Það sýnist nú ekki óráðlegt, að' það opinbera dragi í bili úr ýmsum framkvæmdum, a. m. k. þeim, sem eru viðráð- anlegar einstaklingum. Gæti það ekki komið til greina að fara að hugsa um að lækka skuldirnar, en leita ekki allt- af að nýjum og nýjum leið- um til þess að fá ný lán. Ein- hvern tíma kemur að skulda- þjófur — ætli ekki það? Ég — að ég sé þjófur? Sér er nú hver fjarstæðan. Hún öskraði í stjórnlausri eymd og kvöl. Ég sjálf þjófur, livað skyldi ættfólkið mitt segja um það? Þessu bjóst ég aldrei við, aldrei — alla mína ævidaga — ég hef aldrei verðskuldað svona með'ferð“. „En, Jóhanka“, vældi hann daufari í dálkinn, „reynið að vera ofurlítið skynsöm. Hvernig komust þessir hlutir inn í klæðaskápinn yðar. Eigið þér þá, eða á ég þá? Segið mér, góða kona, eru þessir munir yðar eign?“ „Ég vil ekki hlusta á neinn þvætting“, sagði Jóhanka snöktandi. „Guð almáttugur, þvílík forsmán. Rétt eins og ég væri — væri sígaunastelpa — að brjóta upp hirzlurnar mínar — og leita þar þjófaleit. En það er komið nóg af svo góðu — ég fer á stundinni“, æpti hún í hamslausum tryllings æsingi — „á stundinni. Ég skal ekki vera hér til morguns, nei, ekki ég, ekki stundinni lengur“. „En, lítið nú á“, maldaði hann í móinn — dauðskelk- aður. „Ég ætla ekki að reka yður burtu. Þér verðið hér kyrrar áfram, Jóhanka, þrátt fyrir þetta, sem fyrir hefur komið. Jæja, en himnarnir forði okkur frá öðru verra. Ég hef ekki enn minnzt einu orði á það við yður. Hættið nú að gráta“. »Þér skuluð bara fá yður einhverja aðra ráðskonu“, sagði Jóhanka og ætlaði að kafna í gráti. „Ég verð hér ekki einu sinni þangað til að farið verður að birta af næsta degi. Ó, eins og ég væri — væri — hundur, sem allt má bjóða — Hei, ég vil það ekki“, — æpti hún í örvæntingu — „nei, ekki þó að þér borguðuð mér þúsundir. Ég vildi heldur kggja hjá hundunum úti á götunni“. „En, hvers vegna látið þér svona, Jóhanka?“ hélt hann áfram málflutningi sínum, í mestu vandræðum. „Hef ég sært tilfinningar yður, eða hvað? En þér getið nú samt ekki neitað------“ »Nei, mikil ósköp, ekki sært tilfinningar mínar“, argaði Jóhanka í enn særðari málrómi. „Það er svo sem ekki að særa tilfinningar mínar, að gera þjófaleit í hirzlum mínum, eins og ég væri þjófakvendi. Það er svo sem ekkert, allt það sem ég verð að þola, enginn lifandi maður hefur nokkru sinni gert mér aðra eins himinhrópandi forsmán. Ég er ekki beinlínis umrenningur, sem auðvelt er að ganga á með' skit- ugmn skónum“, skrækti hún og skalf öll og titraði af grát- krampaflogum, steðjaði því næst út úr herberginu og skellti á eftir sér hurðinni. Hann var í standandi vandræðum. I staðinn fyrir iðrun og yfirbót allur þessi gauragangur og uppistand. Hvað þýð- ir þetta eiginlega? Hún stelur öllu steini léttara eins og skjór og er svo sármóðguð af því, að ég veit um það'. Skammast sín ekki baun fyrir að vera þjófur, en ógurlega sár og viðkvæm, þegar henni er bent á það og hún vöruð við því. Skyldi konukindin ekki vera með sjálfri sér. En smátt og smátt fór hann að kenna í brjósti um liana. Líttu nú á, sagði hann við sjálfan sig, sérhver maður hefur sínar veiku hliðar, en þú móðgar engan mann meira né særir en með því að benda honum á þetta. Hvað maður- inn getur búið yfir takmarkalausri viðkvæmni í öllum sín- um ávirðingum og yfirsjónum. Hvað hann er kveljandi og innilega næmur fyrir, jafnvel í ódæðisverkum sínum. Styddu bara fingrinum á leyndan löst, og þú færð ekkert annað’ svar en óp sársaukans og heilagrar vandlætingar. Skilurðu ekki, að þegar þú ert að dæma misgjörðamanninn, ertu að dæma þann, sem misgjörðinni er beittur? Undan yfirsænginni í eldhúsinu heyrðist niðurbælt, ekka- þrungið gráthljóð. Hann ætlaði að fara inn til hennar, en hurðin var lokuð. Hann stóð fyrir utan dyrnar og gerði sér far um að reyna að koma fyrir hana vitinu, hann átaldi hana og reyndi svo að sefa hana. En eina svarið, sem hann fékk, var enn átakanlegra og háværara snökt. Hann sneri aftur inn í herbergi sitt, þjakaður úrræðalausri meðaumk- un. Á borðinu þarna lágu stolnu munirnir: fínar, nýjar skyrtur, haugur af línvörum, minjagripir — og hver veit hvað. Hann strauk þetta allt ástúðlega og mjúklega með fingrunum, en það var eitthvað mæðúlegt og einmanalegt í snertingunni og atlotunum. Endir. dögunum, og það er ekki víst, að þá standi betur á með að greiða en það gerir nú. Sum bæjarfélög, eins og Reykjavík, gætu sér líka al- veg að skaðlausu losað sig við áhættusaman rekstur, sem lagðir hafa verið í tugir mil- jóna króna undanfarið og gæti orðið bænum erfiður, ef harð'naði í ári. Ríkið gæti líka sjálfsagt á sama hátt selt eitt- livað af fyrirtækjum sínum án þess að bíða við það nokk- urt tjón, nema þvert á móti. Báðir þessir aðilar gætu þá dregið úr starfsmannahaldinu og skrifstofubákninu. Hin mikla lánsfjárþörf þess opinbera, bæja og ríkis, lam- ar mjög getu bankanna til annarrar lánastarfsemi i land- inu, og kemur það hart niður, þegar atvinnuvegirnir líða við það. Geta þannig ýmsar fram- kvæmdir þess opinbera verið' tvíeggjaðar, þótt nauðsynleg- ar séu, þegar svo er komið, að þær sitja í vegi fyrir eðli- legi'i þróun atvinnuveganna. Erlander og norski skólapilturinn. Fyrir stuttu kom það fyrir, að nemendurnir í fylkisskóla í Romsdalnum í Noregi, fengu sem heimaverkefni í sögu að' skrifa um, hvort þingræði væri í Svíþjóð, og ef svo væri, þá síðan hvenær. Einn drengjanna gat ekki fundið neitt um þetta í bókum þeim, sem hann hafði aðgang að, svo að hann ákveð að biðja um samtal við einhvern, sem hann hélt, að gæti leyst úr málinu, og fyrir valinu varð Erlander, forsætisráð'herra. Svía. Það er hætt við, að Erland- er hafi í fyrstu orðið dálítið hissa, er liann kom í símann, en hann áttaði sig þó fljótt, og áttu svo forsætisráðherra Svía og norski skóladrengur- inn fróðlegt samtal um stjórn- málasögu Svíþjóðar. Daginn eftir gat svo dreng- urinn sagt kennara sínum og félögum, að þingræði hefði verið í Svíþjóð frá árinu 1917, og liann hefði það frá áreið- anlegum heimildum. Dýr fótur. Hið brezka vátryggingarfé- lag Lloyds greiddi 400.000 dollara (6.6 milj. króna) til leikarans Hugh Hamilton i Kansas City, sem í fyrra skaut sig í fótinn. Fóturinn var svo illa farinn, að það varð að' taka hann af. ITpphæð þessi er sú hæsta, sem vá- tryggingarfélag hefur nokkru sinni greitt manni vegna lík- amsáverka. Engan skatt þarf Hamilton að greiða af upp- hæðinni. ★ Margur faðirinn heldur, að sérhver ungur maður, sem býður dóttur hans út, vilji giftast henni. Mörg móðirin óttast, að faðirinn fari villur vegar.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.