Víðir


Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Olían og freðfiskurinn Framhald af 1. síðu. stöðum. En það strandaði <alltaf á einu: Fjármagninu. Þetta var þó einu sinni komið það langt, að búið' var að fá samþykki Nýbyggingar- ráðs fyrir kaupum á 50 stór- um kæliskápum af amerískri gerð, sem voru þá falir í Sviss og ætlaðir til þess að hafa í verzlunum. Sennilega hefði þá orðið úr þessu í smá- um stíl, ef þá hefði ekki verið faríð1 að leita tilboða í slíka kæliskápa í Tékkóslóvakíu, og voru þeir þá boðnir par fyrir lægra verð, en úr því varð ekkert nema svik. í annað skipti var þetta einnig komið mjög langt. Is- lendingur búsettur erlendis hafði unnið mikið að því að fá tilboð í fullkomið dreifingar- kerfi í dvalarlandi sínu. Það átti allt að vera af fullkomn- ustu amerískri gerð, kæli- geymslur í hafnarborgunum og minni geymslur við verzl- anirnar í helztu borgunum og kælivagnar til þess að flytja fiskinn í írá hafnarborgunum nokkurn veginn jafnóðum og hann seldist. tslenzku frysti- húsin áttu þess kost að eiga helminginn af fyrirtækinu. En fjárhagslegt getuleysi stóð i vegi fyrir, að þetta væri hægt. Eins og nú er, eru litlar lílc- ur til þess, að nýir marlcaðir verði unnir á þennan hátt. Til þess er fjárhagslegur van- máttur framleiðendanna of mikiíl. Það er hart, að íslenzkum framleiðendum skuli vera all- ar bjargir bannaðár í því að ryðja framleiðslu sinni braut á erlendum markaði, hvort heldur er með byggingu dreif- ingarkerfa í smærri eða stærri stíl, auglýsingum á fram- leiðsluvörum sínum, því að slíkt er alveg óþekkt um ís- lenzka framleiðslu, og öðru sem mætti verða til þess að auka sölu hennar og stuðla að hærra verðlagi. Það vant- ar þó ekki, að löggjafinn hef- ur ætlazt til þess, að unnið væri að markaðsleit erlendis, þegar hann stofnaði Fiski- málasjóð, sem útflytjendur greiða í visst framlag af út- flutningsvörunum. Og það er ekki neitt smáræði. T. d. greiða frystihúsin ein árlega í þennan sjóð um V2 miljón króna. Framleið'endur hafa engin yfirráð yfir þessum sjóði, þó að þeir mættu með réttu telj- ast eiga að hafa það. Fyrir sjóðnum er stjórnskipuð nefnd, og þó að það séu menn, sem vildu taka tillit til slíkra þarfa sjávarútvegsins, sem hér hefur verið minnzt á, er annað hjá sjálfum sér að taka en sinn bróðir að' biðja í þeim efnum. Tlla myndu bændur sætta sig við að fá ekki að hafa full yfirráð yfir því fé, sem þeir greiða af sín- um afurðum í Búnaðarmála- sjóð. Alþingi ætti að afhendá hin- um einstöku greinum litflutn- ingsframleiðslunnar þetta fé til umráða gegn því, að það yrð'i notað til auglýsinga og í markaðsleit. Fyrr korhast þessi mál ekki í lag, svo að gagni sé. ur, töfrandi, uppstrokin og fyndin. Þau giftust eins og Jan og Lizzy höfðu gert, því að það var bersýnilega enginn frékari Þrándur í Götu fyrir giftingu þeirra Hinriks og Marjory en verið hafði fyrir hjónabandi milli þeirra Jans og Lizzyar. Það var einungis þetta, að þegar þær, systurn- ar, stóðn hlið við' hlið, varð úr því óleysanlegt vandræða- mál fyrir áhorfendurna sérstaklega, og ef til vill fyrir þær sjálfar. Því, ef Hinrik 0g Jan voru eins líkir og tveir vatns- dropar, þá voru þær, hin fagurhærða Lizzy og hin fagur- hærða Marjory, eins líkar og tvö daggartár. Það er svo sem engin þörf á að vera að tilgreina neinar ástæður, en ég lield, að Lizzy hafi haft kvef og Hinrik dottið af hjólhestinum sínum, eða einhver svipuð óhöpp. Nokkuð var það, að' hvorugt hafði verið viðstatt við brúð- kaup og giftingu hins. Þetta hafði verið merkileg tilviljun °g eyðilagt allmikla ánægju. Og svo þegar þau sáust öll aftur, voru þau öll harðgift og skipulögðu svo, öll fjögur, skyndiför til góðu, gömlu Evrópu. Eftir þeirra fyrsta mót höfðu þeir, Jan og Ilinrik, fölnað lítils háttar, og hinar há- tíðlegu ásjónur þeirra ljómað enn virðulegar og ráðsettar en nokkru sinni áð'ur, en tvíburasysturnar sátu saman i’liss- andi, eins og festar ujip á þráð, og virtust vera að dást að giftingarhringum hvorrar annarrar. „Hinrik , sagði Jan alvarlega við tvíburabróður sinn, sem hann elskaði mjög mikið. „Eg þarf að segja þér dá- lítið, sem veldur mér áhyggjum“. „Hvað er það, Jan? sagði Hinrik, hinn yngri, sem var einungis þumlungsbroti minni að líkamlegri stærð, en ekki að sálarstærð, það var alveg áreiðanlegt. „Hmrik, konan þín er sannarlega átakanlega lík konunni minni“. „Það er liún, Jan“, samsinnti Hinrik, „en þó er sarnt mismunur. Marjory er lítið eitt lægri en Lizzy. En það er bara ómögnlegt að sjá það, nema þær standi samsíða, Það er eins og með okkur“. Afvinnumálaráðherrann lil Spánar. Olafur Thors atvinnu- málaráðherra er nýfarinn til Spánar á vegum ríkisstjórn- arinnar til þess að ræða þar við stjórnarvöldin um aukin viðskipti milli íslands og Spánar. Fvrir stjórnárbyltinguna var Spánn stærsti kaupand- inn að íslenzkum saltfiski. Ár- legt útflutningsmagn þangað komst stundum upp í 60.000 lestir miðað við þurrfisk. Hversu geysimikil viðskipti þetta voru, sést bezt á því, að saltfiskframleiðsla lands- manna á árinu 1950 var um 50.000 lestir miðað við blaut- s.altaðan fisk, sem er um % þyngri en þurríiskurinn. S.l. ár nam saltfiskútflutningur- inn til Spánar rúmum 2000 lestuin. Þörfin hjá Spánverjum fyr- ir saltfisk nú er sjálfsagt eklci minni en hún var hér á árun- um, og hefðu Spánverjar vafalítið viljað kaupa alla framleiðslu tslendinga af salt- fiski s.l. ár, ef Islendingar hefðu getað keypt af þeim vörur í staðinn, en á því eru skiljánlega miklir annmarkar, því að útflutningur Spán- verja er sennilega ekki nógu alhliða til þess. Það er vel ráðið, að at- vinnumálaráðherrann skyldi fara slíka för, og vonandi leið- ir hún til aukinna skipta milli þessara fornu viðskiptalanda, S. V. R. Það var einkafyrirtæki, sem byrjaði fyrst á rekstri strætisvagnanna. Bæjarstjórn hafði þó íhlutunarrétt um far- gjöldin. Bæjarsjóður tók svo við rekstri vagnanna, en fátt af því, sem bærinn hefur feng- izt við', hefur sætt jafnmikilli gagnrýni og rekstur hans á strætisvögnunum. Ríkissjóður hefur nýlega selt. bifreiðastjórum þeim, sem höfðu á hendi aksturinn norður, þær bifreiðir, og ber ekki á öðru en almenningur uni því vel. Hví skyldi bæjarsjóður ekki fara sömu leið í þessum efnum og selja bifreiðastjór- unum vagnana og láta þá taka við rekstri S. V. R. t. d. um næstu áramót. Bæjarsjóður losnaði með því við' árlegan rekstrarhalla og bílstjórarnir væru ekki síður líklegir en bærinn til þess að koma þess- um rekstri i myndarhorf, svo að ahnenningur gæti vel við unað. í íisksöluerindum. Nýfamir eru til Ítalíu á vegum Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda þeir Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri og Finnbogi Guðmundsson ú tgerðarmað- ur. Sveinn Jónsson útgerðar- maður frá Sandgerði er ný- farinn til Bretlands á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Mælingar á fiski fara nú fram í flestum ver- stöðvum landsins á vegum rannsóknarstofu háskólans — íiskideildarinnar. Aldur fisks er, svo sem kunnugt er, ákveðinn með því að rann- saka kvarnir þeirra. Eru þær brotnar í sundur þvers- um, og eru þar hringir innan í, sem ákveða má eftir aldur þeirra. Margir halda, að ald- urinn ákveðist af körtunum á kvörnunum, en svo er ekki. 9 ára gamall í'iskur er 85—95 cm. langur og er hann algeng- astur í aflanum nú. Næst mest er af 12 ára fiski. 14 ára fiskur er sjaldgæfur. Hann er um 1,25 m. á lengd. Þegar mikið er af 7 og 8 ára gömlum fiski í aflanum, þykir þaðl góðs viti. Hehningurinn af starfandi mönnum er ekki ánægður með þá vinnu, sem þeir hafa, segir skoðanakönnuðurinn Elmer Roper. Þetta á þó ekki við' um bændur og forstjóra. 80% af bændunum eru á- nægðir með sitt hlutskipti, og 90% af þeim, sem eru í „leið- andi“ stöðum, myndu lcjósa sér sama starfa, ef þeir ættu að velja aftur. * Að vísa á bug frjálsu gull- verði (og frjálsri gengisskrán- ingu), vegna þess að mörg ríki hafa enn gjaldeyrishöml- ur, er það sama og að vísa á bug frjálsu verðlagi á neyzluvörum, vegna þess að menn búi enn við skömmtun. I raun og sannleika er það hið' frjálsa verðlag, sem brýt- ur afnámi haftanna braut. * Minnizt þess, að mannsæv- in er ekki mæld í klukku- stundum og dögum, heldur í því, sem hefur verið afrekað fyrir land og þjóð. Ævi, sem hefur verið' kastað á glæ, er stutt, þó að hún hafi náð yfir 100 ár. Það er hægt að afreka miklu á fáum árum, on það er líka liægt að lifa langa ævi án þess að gera nokkuð. * Sá sem stöðugt er að benda á, að hann sé nú alls ekki svo grænn, gefur til kynna, að hann er ekki laus við vissar grunsemdir. Hæverskur? Picasso var lcallaður fyrir rétt í París sem vitni vegna málarekstrar út af nokkrum fölsuðum myndum. Ilann var spurður að því, hvern hann áliti vera mesta málara, sem nú væri uppi, og svaraði hann án þess að lnigsa sig um: Eg sjálfur. Daginn eftir datt einum af vinum hans í hug að stríða honum og sagði: Var þetta nú ekki skortur á hæversku? Skortur á hæversku? Hvað átti ég að segja. Ég átti að vera reiðubúinn til þess að staðfesta framburð minn með' eiði. Ræðið við kunningja yklcar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. „Já, satt er það, frændi sæll“, sagði Jan gremjulega, „en það kemur lit á eitt, þessi algera líking þeirra veldur því, að mér gæti komið til hugar. . . . En, hvað sem því líður, kæri bróðir, nú þegar við höfum augnablik handa sjálfum okkur, áður en við förum til Englands og snúum heim aftur til Ameríku, skulum við lofa hvor öðrum því að vera . . . ákaflega og einstaldega varkárir“. Jan, sem var bæði góð'lyndur, lféiðvirður og mesta göfugmenni, komst í smá- vegis geðshræringu og rétti Ilinrik bróður sínum höndina, Hinn síðarnefndi, sem var hirðulausari og áhyggjuminni i skapgerð, hló hjartanlega, og rétti bróður sínum einnig hönd, þar sem fingurnir sýndu, eða öllu réttara ekki sýndu, tugabrotamismun á fingrum Jans. Til þess að segja allan sannleikann og vera viss, þá var Hinrik, sem var nokkru minni en Jan, einnig naglsrótarögn hirðulausari í háttum og dagfari en Jan. En hann var samt undursamlega ráðsettur og gætinn piltur. Þannig höfðú þeir ætíð verið. Þeir liöfðu aldrei, meira að segja ekki, þegar þeir voru í barnaskólanum, tekið' upp á neinum raunveru- legum glettum — sem hefði þó verið svo auðvelt — til þess að koma manneskjum, sem voru í standandi vand- ræðum þeirra vegna, i enn meiri bobba. Þegar einhver fræ'ndinn eða frænkan villtist á þeim og sagði við Jan: „Góðan dáginn, Hinrik“, þá var svarað ætíð rétt og í fullri einlægni: „Þú ferð bræðravilt, frændi eða frænka, ég er Jan“ — og sama máli var að gegna með Ilinrik. En aftur á rnóti held ég, að þessu hafi ekki verið eins farið með Leliekamp-stúlkurnar. Þessir augasteinar gátu endalaust haft gaman af því að skipta um einkahárbönd sín og aðra borða, og látast, hvor fyrir sig, vera liin. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru amerískar tvíburasystur gáskafyllri en ráðsettir hollenzkir tvíburabræður. Og þannig tóku þessar tvær nauðaliku samstæður með óendanlega litlum mismun á líkama og sál sér farmiða í fyrsta 1‘lokks viðhafnar- skrautsölum í Oceanio. Framhald.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.