Víðir


Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 3. marz 1951. 9. tölublað. Þorsknófin. Pétur Ottesen flytur eftir- farandi þingsályktunartillögu í Sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að stjórn Fiskimálasjóðs kaupi í Noregi herpinót til þorskveiða í tilraunaskyni, og verði þær tilraunir fram- kvæmdar annað hvort á veg- um sjóðsins eða af öðrum, sem sjóðsstjórnm felur að hafa þær með höndum". I greinargerð segir: „Einn þáttur hinnar nýju tækni á sviði fiskveiðanna er að nota herpinót til þorsk- veið'a. A síðastliðnu ári hófu Norðmenn þorskveiðar með herpinót. Hafa tilraunir þeirra á þessu sviði borið þann ár- angur, að á þessu ári færast þeir mjög í aukana um þess- ar veiðar. Það er einkum við Lófót, sem þessi veiðiaðferð hefur verið stunduð, en þar hagar að' sumu leyti svipað til, að kunnugra manna sögn, um fiskigöngur og fiskveiða- aðstöðu og hér á vetrarver- tíðarsvæðunum við suðvest- urscrönd landsins. Það er t. d. alkunnugt, að þegar fiskur er í göngu meðfram suður- ströndinni, er hann þar í mjög þéttum torfum. Sama máli gegnir um ýmis önnur veiði- svæði, einkum þegar mikil sílisgegnd er. Það benda því allar líkur til þess, að veiði- aðferð þessi geti orðið íslend- ingum að miklu gagni, eins og komið er á dagipn hjá frænd- um vorum, Norðmönnum. Það er þess vegna ekki áhorfs- mál fyrir fslendinga að gera tilraun með þessa veiðiaðferð og ganga úr skugga um not- hæfni hennar hér. Það liggja því rök að því, að vakin sé athygli 4 þessari merkilegu nýjung. Málinu er með tillög- unni beint inn á þá braut, að ríkisstjórnin eigi frumkvæði að því, að hér verði hafizt handa og að Fiskimálasjóður beri kostnað' af tilraunum þessum, en það er eitt af hlut- verkum hans að standa undir tilraunum með nýjar veiðiað- ferðir. Þá er ráð fyrir því gert, að stjórn Fiskimálasjóðs hafi með höndum framkvæmd þessa máls, annað hvort á eig- in spýtur eða feli hana öðr- um". Olían og freðfiskurinn. Fullkomnasta dreifingar- kerfi.á erlendri vöru hér er á olíunni. Á síðasta aldarfjórð- ungi hefur verið varið hér tugum miljóna króna til að byggja stórar olíustöðvar, skip og bifreiðir til innan- landsflutninga og benzín- og olíugeyma við verzlanir og íbúðarhús um allt land. Nýj- ustu og fullkomnustu af- greiðslutæki, sem völ er á í heiminum, hafa verið sett upp á Keflavíkurflugvellin- um. Og enn er verið að byggja nýjar geysistórar olíustöðvar á Örfirisey og Kletti. Sjálf- sagt kostar olíudreifingarkerf- ið í landinu ekki undir 200 milj. króna, og er upphæð þessi þó alveg nefnd út í blá- inn. Þegar Shellstöðin var byggð í Skerjafirðinum, þótti hún svo stór, að þar hlyti að leynast bak við. dulbúin birgðastöð fyrir her, og hefur þó Shellstöðin sennijega verið stækkuð nokkuð síðan. Sýnir þetta, hve þróun þessara mála hefur farið langt fram úr því, sem almenningur gat gert sér í hugarlund, og nú eru allir löngu hættir að brjóta heilann um, hvort framkvæmdir olíufélaganna svara til þarfa landsmanna eða ekki. En þegar jafnmikið fjármagn er lagt í dreifingu olíunnar í landi, sem telur að- éins um 140.000 íbúa, þó aldrei nema Islendingar séu mikil fiskveiðiþjóð, hversu mikið fé er þá ekki lagt í dreifingarkerfin í stóru lönd- unum, ef það nemur hér yfir 1000 krónum á hvern íbúa? Olían hefur lengi verið sú vörutegund í heiminum, sem framleiðendur og sölufélög hafa lagt sig mest fram um að' selja. Sagan um Breta, sem áttu að hafa gefið Kínverjum miljónir olíulampa, þegar þeir voru að ryðja sölunni braut í Kína, talar sínu máli. Ekk- ert hefur verið tilsparað, hvorki stjórnmálaleg áhrif né fé.- Afleiðingin hefur líka orð- ið sú, að engin vara er seld í heiminum, sem hefur jafn- sterka söluaðstöðu og olían. Geta Islendingar lært nokk- uð af söluaðferðum olíufram- leiðendanna við sölu á fram- leiðsluvörum sínum og þá einkum fiskinum? Það væri styrkur fyrir Islendinga í sam- keppni við aðrar þjóðir að geta fylgt fiskinum lengra eft- ir en nú er gert, sem oft er ekki lengra en um borð í skip í íslenzkri höfn, þar sem þeir geta kannske ekki einu sinni ráðið því, hvort varan er flutt með þeirra eigin skipum eð'a annarra þjóða, þegar hún er seld fob. Margir leggja lítið upp úr því að fylgja vörunni sem lengst eftir til neytendanna og benda á, að fyrstu pening- ar, séu beztu peningar, og það sé áhættuminnst að selja vöruna strax við landstein- ana, fob, eða í höfn neyzlu- landsins, cif. Þeir benda líka á, að það sé oft óvinsælt, að erlendir framleiðendur séu að fylgja vörunni eftir í neyzlu- landinu, og sé það' illa séð af þarlendum kaupsýslumönn- um. En hverjir væru þá kost- irnir og hvernig stendur á, að þeir aðilar, sem eru komnir lengst í að skipuleggja sölu framléiðsluvara sinna, nota þetta fyrirkomulag. Við það að fylgja vörunni sem lengst eftir til neytend- anna vinnst einkum tvennt. Framleiðandinn hefur meira vald yfir markaðinum, hann hefur öruggari sölu, þegar hann hefur marga viðskipta- menn til þess að byggja á, þar sem hann hefur náð til neyt- endanna, heldur en þegar hann er háður fáum innflytj- endum, sem ganga þá stund- um allir í einn félagsskap til þess að styrkja að'stöðu sína. Þeir geta þá haft það til að kippa að sér hendinni og beina viðskiptunum annað, ef þeim býður svo við að horfa. í öðru lagi er framleiðandinn minna háður verðsveiflum, þegar^hann á aðeins við' neyt- endurna. Og ef það er slík vara, sem þarf mikið dreifing- arkerfi við söluna á, eins og t. d. olían, verður honum ekki bolað af markaðinum af nýj- um keppinautum nema með miklu fjármagni. Það er hverju orði sannara, að það er illa séð, þegar er- lendir framleiðendur geragt kaupsýslumenp í neyzluland- inu. Því er það', að erlendir framleiðendur stofna oft fé- lög, sem eru meira eða minna innlend, en þeir hafa svo ná- ið samstarf við. Neytandinn gerir yfirleitt ekki neinn greinarmun á, hvernig sölunni er fyrirkomið, hvað þetta snertir. Sú framleiðsluvara Islend- inga, sem næst lægi við að fylgja eftir á erlendum mark- aði, er frosni fiskurinn. Það er líkt farið með hann og olí- una, að hánn verð'ur ekki seldur nema með dýru dreif- ingarkerfi. Hann verður t. d. ekki fluttur nema í sérstökum skipum. í hafnarborgunum verður að geyma hann í dýr- um frystihúsum, sem haldið geta miklu frosti. Þá verður að flytja hann í kælivögnum nema rétt á milli húsa, og loks verður að geyma hann í frystiklefum í verzhmunum og á heimilunum í ísskápum, sé hans ekki neytt strax. Ollu er þessu svipað háttað og með olíuna. Því er það, að' útilokað er að selja frosinn fisk, þar sem þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi, og það er mjög víða. Þar sem þannig háttar til, er bygging dreif- ingarkerfis mjög mikilvæg til þess að afla markaðar. Það er langt síðán frysti- húsaeigendum hér á landi varð ljós sá ávinningur, sem gat verið' fólginn í því að byggja eigið dreifingarkerfi, annað hvort á eigin spýtur eða í félagi við fyrirtæki eða menn í markaðslöndunum, og þá fyrst og fremst þar, sem ekkert dreifingarkei'fi var fyrir hendi, en sala líkleg, en það var og er nóg af slíkum Framh. á 3. síðu. Athyglisverð þingsálykfun. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um jöfnunarverð á olíu og ben- zíni á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram ýtarlega athugun á verð- laginu á olíu og benzíni, sem flutt er til landsins, með það fyrir augum að lækka álagn- inguna og ákveða jöfnunar- verð á þeim vörum um land allt". Um salffisframleiðsluna. Á milli heimsófriðanna (1920—1939) nam fram- leiðsla saltfisks 259.000 lest- um að meðaltali á ári miðað við þurrfisk. Fjögur lönd, Frakkland, Is- land, Nýfundnaland og Nor- egur, framleiddu mestan hluta saltfisksins. Helztu neytendurnir voru í latnesku löndunum og Suð- ur-Ameríku. Mikil truflun komst á salt- fiskframleiðsluna á síðari styrjaldarárunum, svo að að'- eins um Ms hluti af fyrra frairdeiðslumagni var t. d. framleiddur á árunum 1943 og 1944. . Árið 1947 var þó saltfisk- framleiðslan komin upp í 253.000 lestir, sem var held- ur meira en árið 1938. Hæringur. Það er ýmislegt í deiglunni í sambandi við Hæring, og er lítill vafi á, að hann verður vel þeginn, ef skipin fara al- mennt að snúa sér að veiðum fyrir innlendan markað og eins, ef almennt verður gert út á síld í sumar. ÍSFISKSÖLUR. Dagar milli SnluHagur Skipsnafn: sölu : Sölustaður: T^stir : Meðalv. kg. 62. febr. Kaldbakur, Akureyri 22 Pleetwood 198 £4840 kr. 1.10 22. — Maí, Hafnarfirði 22 Aberdeen 115 £3007 — 1.20 23. — Hallveig Fróðad., Rv. 22 Grimsby 226 £0600 — 1.35 23. — Hvalfell, Reykjavík 24 Grimsby 207 £ 6666 ¦— 1.45 23. — Neptúnus, Rv* 22 Grimsby 200 £ 6546 — 1.50 93.__ Bjai-narey, Ve.** 25 Hull 18t £5775 — 1.45 24. __ Skúli Maírnússon, Rv. 22 Grimsby 227 £6300 — 1.25 24. — Goðanes, Neskaupst. Grimsby 214 £ 6681 — 1.40 27. — Keflvíkingur, Kv.*** 24 Grimsby 123 £4173 — 1.54 27. — Jón forseti, Rv.**** 29 Grimsby 205 £6676 — 1.50 28. •— Júlí, Hafnarfirði Vélbátnr: Hull 202 £5917 — 1.35 22. — Súlan, Akureyri Pleetwood 111 £ 2056 — 1.20 26'. — Víkingur, Neskaupst. Aberdeen 23 £ 654 — 1.30 Neptúnus: 73 lestir óseldar *** Keflvikingur: 145 lestir óseldar. Bjaruarey: 58 lesfir óseldar. **** Jón forseti: 70 lestir óseldar.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.