Víðir


Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 1
s li'jixxin. ífi .. Reykjavík, laugardaginn 81. marz 1951. 12. tölublað. s* ¦ Knut Hamsun heiðraður. Knut Hamsun hefur verið ^æmdur „Knight of Mark Twain" í „International Mark Twain Society". Hann er fyrsti Norðmaðurinn, sem nýtur þessa heiðurs. Fulltrúi Svía í félaginu var Selma Lagerlöf og Finnlands Jean Sibelius. Truman forseti er heiðursforseti félagsins. SíldveiSar úti í reginhafL Kvifunyndasýningavél fyrir úfveginn. Hinir miklu kostir kvik- myndanna til fræðslu og skemmtunar koma æ betur í ljós. I skólum landsins eru nú orðið nptaðar mikið kvik- myndir til kennslu, og þó nokkur félög hafa fengið' sýn- ingarvélar fyrir 16 mm. film- ur til þess að fræða og skemmta með á fundum sín- um og samkomum. Þykir þetta orðið mjög mikilvægt til þess að auka fundarsókn. Útvegurinn hefur ekki enn tekið þessa mikilvægu tækni til fræðslu og skemmtunar í þjónustu sína, en það virðist þó tímabært. Það er sameig- inlegt áhugamál útvegsmanna og sjómanna að fræðast um fiskveiðar og útgerð' og verk- un sjávarafurða. í Reykjavík gæti þó sjálfsagt ekki verið um samstarf þessara aðila um kvikmyndasýningarvél að ræða, til þess eru félögin of fjölmenn og lítið samstarf þeirra á milli. En í verstöðv- um úti um land og einkum þeim smærri ættu sameigin- leg not þessara aðila af kvik- rnyndasýningarvél að vera fyrir hendi, þar sem samstarf- ið er miklu nánara. Þessir að- ilar hafa þó í öllum hinum; stærri verstöðvum sinn s^r- staka félagsskap og gætu þá skipzt á vélinni á einkafund- um sínum. I Fiskifélagsdeildunum starfa þessir aðilar líka full- komlega saman, og væri sýn- ingarvélin þar hin ákjósan- legasta til þess að' efla þá starfsemi og auka á samstarf þessara aðila. Fiskifélagið væri eðlileg- asti aðilinn til þess að beita sér fyrir íítvegun sýningarvél- anna og kvikmyndanna, og væri eðlilegt, að Fiskimála- sjóður styrkti þá starfsemi. Eitthvert mesta vandamál sjávarútvegsins sem stendur er, hvernig snúist verður við síldarleysinu fyrir Norðiir- landi. Á þriðja hundrað skip eru með veiðitæki til þess að stunda þessar veiðar, ef mið- að er við' þátttökuna í síld- veiðunum í fyrra sumar. I skipum þessum, veiðarfærum og verksmiðjum, sem vinna úr síldinni, liggja hundruð milj- óna. Hvað á nú að verða um öll þessi tæki, ef engin síld veiðist » fyrir Norðurlandi næsta sumar. Skipin geta sjálfsagt velflest stundað aðr- ar veiðar, en hvað um veið'ar- færin og verksmiðjurnar? Enginn getur að vísu sagt fyr- flytja síldina á milli skipa úti í hafi án þess að valda tjóni á skipunum. Það er ókleift með venjulegum löndunartækjum, því að ógerningur er að hggja hlið við hhð, þó að miklar stillur séu oft í sjónum fyrir Norðurlandi og sjálfsagt líka, þó að' norðar dragi. Það hefur verið reynt að sumarlagi fyrir Norðurlandi að taka á móti síld í 500—600 lesta skip úr reknetabátum fyrir utan land- helgi, en það voru margir dagar, sem ekki var hægt að athafna sig við skipshliðina. Nú er farið að nota sterkar dælur til þess að losa síld úr skipuni í síldarverksmiðjur. Slík löndunartæki eru t. d. á Hjalteyri, og við Faxaverk- smiðjuna í Örfirisey eru tvær slíkar dælur til þess 'að losa með síld úr skipum. þó að þær hafi ekki enn verið reyndar. Olíuskip koma hingað með stóra fanna, og eru þá sverar slögnur lagðar í land og olí- unni dælt í geyma, og er það þó nokkur vegalengd. Hreyf- ing á skipinu ætti ekki að haf a áhrif á losunina. Væri nú tiltækilegt að losa síld með dæluútbúnaði yfir í stór móðurskip úr síldveiði- skipum, sem væru á síldar- svæðinu kannske upp í sólar- hrings siglingu eða meira frá næstu höfn. Það ætti að vera hægt að hafa það langt í slöngunum, að engin hætta -'/ Dœlt á milli skipa. irfram um, hvort síld veiðist eða ekki, en menn eru orðnir langþreyttir á síldarleysinu, og því miður benda siðustu rannsóknir til þess, að kaldur straumur hafi lagzt upp að landinu og standi þar eins og veggur fyrir, að síldin geti gegnið á sínar fornu slóð'ir. En eru þá nokkur,, tök á að hagnýta síldina, ef hún kynni að verða fyrir utan þennan straumál, sem líkur benda til. Sjómenn hafa fyrr sótt síld langt út í haf, og má t. d. minnast sumarsins 1939. Þá var heldur lítil síld, og lauk veiðinni um 70 mílur norðaustur af Langanesi, og var þar þá mikil síld, en not- aðist illa, vegna þess hve langt A7arð að sækja hana. Það er lítill vafi á, að skip- in geta að sumarlagi veitt síldina, þótt úti í hafi sé eða t. d. við' Jan Mayen. Það hafa rannsóknir Norðmanna á veð- urfarinu leitt í ljós, þó að bú- ast mætti við, að veiðidag- arnir yrðu eitthvað færri. Nú er enn ekki með fullu vitað, hvar síldin heldur sig, en éf gert er ráð fyrir vegalengd eins og til Jan Mayen, sem er álíka langt frá norðvestur- odda landsins, til dæmis frá Raufarhöfn, og styðzta leið' frá suðausturlandinu til Fær- eyja, eða um eins og hálfs sól- arhrings sigling. Mönnum myndi þykja mikið að eyða tveimur til þremur sólarhringum í að sigla með farminn og komast á miðin aituri og væri það ekki gerlegt ncma stærstu skipunum. Oll smærri skip væru með' öllu útilokuð frá þátttöku í slíkum veiðum. En væru þá nokkur tök á því að væri á, að skipin lentu sam- an. og hvað ætti þá að geta verið til fyrirstöðu að losa þannig sildina á milli skipa, þótt úti í reginhafi væri. Það' er annað, sem einnig gæti komið til greina. Og það er að láta Hæring liggja und- ir Jan Mayen í vari af eynni. Það væru samt engin tök á að losa síld yfir í hann nema með dæluútbúnaði. Þar er yfir- leitt ekki svq stillt, þótt í vari sé. Eyjan er ílöng frá suð- vestri til norðausturs og mjótt eyði á henni miðri. Hæringur getur ekki unnið síld nema í næstum því sléttum sjó. Ef gert væri ráð fyrir síld- veiði fyrir utan kalda álinn, eins og hún var hér á góðum veiðisumrum áður fyrr, segði lítið, þótt hægt væri að taka á móti síld í Hæring. En það verður varla farið út í til- raunir með móðurskipi í stór- um stíl, áður en nokkur reynsla er fengin fyrir, hvort síldin er þarna og hægt að dæla henni á milli skipa. En það væri mikilvægt að gera slíka tilraun í sumar t. d. með' einu eða tvehnur móðurskip- um og þá Hæringi við Jan Mayen. Hér er um svo mikil- vægan atvinnuveg að ræða, þar sem síldveiði í snyrpunót er, að vyert er að gera það, sem hægt er, til þess að þar verði ekki að gefast upp við svo búið. FRAMLEIÐSLAN. Fiskaflinn: Slægður fiskur með haus 31. jan. 1951. 11.908 lestir FreðfiskframleiSslan: 1.5. marz 1951. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 209.946 ks. Samband ísl. samvinnufélaga 28.860 — Fiskiðjuver ríkisins 8.204 — 31. jan. 1950. 7.598 lestir 15. marz 1950. 198.276 ks. 14.538 — 6.979 — Heildarfrysting 247.010 ks. 219.793 ks. SaltfiskframleiSslan: Fullstaðinn saltfiskur 15. marz 1951. 4.119 lestir 20. marz 1950. 10.114 lestir ISFISKSOLUR. Dagar milli Söludagar: 17. marz, 20. — 21. — 22,__ 99 __ Skipsnatn: Mai'z, Reykjavík Elliðaey, Vestm. HnrÖbakur, Akureyri Jón forseti, Rvik Goðanes, Neskaupst. sölu: Sölust.: 0R Grimsby Grimsby Grimsby Grimsby Grimsby so 27 32 23 26 Lestir: 248 202 215 201 188 Meðalv.kg.: £ 15393 kr. 2.80 £11277 £ 14003 £11037 £ 10294 — 2 55 — 2.95 — 2.45 — 2,50

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.