Víðir


Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 2
2 VIÐIR ocj •jviimát. Gömlu togararnir. lTtgerð' gömlu togaranna hefur verið ofarlega á dagskrá hjá alþingi, bæjarstjórn og al- menningi í sambandi við at- vinnumálin. Aflcoma togara- útgerðarinnar hefur verið slík, — þegar frá er skilinn góður kafli vegna góðs mark- aðs í Bretlandi, — að hún hefur ekki verið sérstaklega örvandi. Engum dylzt þó, að enn má mikið afla á gömlu togarana. Helzt er talað um, að þeir yrðu á veið'um fyrir heimamarkaðinn — verk- smiðjur og frystiliús, — en það er ógerlegt með núver- andi kolaverði, en olíukynd- ing í skipin kostar a. m. k. Vz miljón króna. Þau þyrftu líka sjálfsagt nokkurrar bún- ingsbótar að öðru leyti. Alþingi veitti ríkisstjórn- inni heimild til að ábyrgjast allt að 2 milj. króna lán til kaupa á gömlu togurunum og til að setja olíukyndingu í þá gegn 1. veðrétti í skipunum. I bæjarstjórn Reykjavíkur hafa farið fram umræðúr um kaup gömlu togaranna. Hins vegar hefur ekkert heyrzt frá eigendunum um, að þeir hefðu hug á að hagnýta sér þessa ábyrgð ríkissjóðs. Gömlu togararnir geta veitt mikla atvinnu, og þeir geta líka stuðlað að mikilli gjald- eyrisöflun, og það er vissu- lega hart að horfa upp á þessi stóru skip aðgerðarlaus, á meðan alls stað'ar vantar hrá- efni í verksmiðjurnar og frystihúsin í landi. En það getur svo verið annað mál, hvort bæjarsjóður á að leggja út í kaup þessara skipa og rekstur þeirra. Það hefur ein- hvern tíma verið sagt, að eig- irðu óvin, þá gefðu honum gamalt jámskip. Það er mjög hætt við, að' útgerð þessara skipa yrði dýr í höndum bæj- arsjóðs, eins og alltaf eru gerð- ar miklar kröfur, þar sem bær eða ríki eru annars vegar. Það er hins vegar miklu eðli- legra, að bæjarsjóður greiddi fyrir kaupum þessara skipa og fengin yrðu í þau olíukynd- ingartæki, ef slíkrar aðstoðar væri þörf, eitthvað í líkingu við það', sem alþingi gerði. Og eðlilegt er að skapa eig- endum þessara skipa heil- brigðan starfsgrundvöll fyrir þau. Þegar búið væri að skapa Hvað er framundan í verðlags- og efnahagsmálurium? Það fer ekki hjá því, að rás heimsmálanna hefur mikil áhrif á efnahagsmál íslenzku þjóðarinnar. f París sitja full- trúar stórveldanna fjögurra og eru enn ekki eftir þriggja vikna stanzlaus fundarhöld einu sinni búnir að koma sér saman um dagskrána. Er þessi erfiði undirbúningur að viðræðum stórþjóðanna lík- legur til þess að leiða til sam- komulags um minnkandi víg- búnað, sem að sjálfsögðu myndi draga úr verðþensl- unni? Eru yfir höfuð nokkrax líkur til þess, að viðræður og jafnvel samningar myndu hafa áhrif í þá átt, að stór- veldin drægju úr vígbúnað’ar- áformum sínum? Svo er ekki. Til þess er tortryggnin og ótt- með hagkvæmum lánum að- stöðu til þess að fá olíukynd- ingu í skipin og heilbrigðan starfsgrundvöl], væri ekkert líklegra en að' einstaklingar eða félög þeirra fengjust til þess að kaupa skipin og gera þau út, ef núverandi eigendur þeirra vildu það ekki. Fyrir þjóð'arbúskapinn er það mikil nauðsyn, að fram- leiðslutækin séu nýtt sem bezt, en í lengstu lög þarf að reyna að komast hjá því, að ríki og bær sé að blanda sér í áhættusaman rekstur, sem einstaklingamir eru færir um að leysa af hendi. inn óf mikill. Verði Kórfeustyrjöldimli lokið innan skamms, er ekki ólíklegt, að það myndi hafa nokkur áhrif á verðlagið í lækkunarátt. Þrátt fyrir viðleitni stjórn- arvaldanna til þess að hamla á móti verðbólgunni, eru Jitl- ar Hkur fyrir, að þau fái miklu umráðið. Við lifum á titnum kalda stríðsins, og slíkt ástand stuð'lar meir að verðbólgu en þótt um vopnað' stríð væri að ræða. Kaupbindingin í U. S. A. Amerísku verðalýðsfélögin hafa hætt samvinnu sinni við ríkisstjómina og fyrirskipað fuhtrúum sínum að draga sig í hlé í nefndum, sem fjalla um vígbúnaðaráform. Ástæð'- an til þess er kaupbindingin. Með þessú hefur hættan af verkföílum aukizt, m. a. inn- an bifreiðaiðnaðarins og raf- magnsiðnaðarins, þar sem verkamennirnir hafa farið fram á launahækkanir. Félögin, sem hafa fyrirskip- að þessi samvinnuslit um stefnu stjórilarinnar í efna- hagsmálum, eru talin hafa innan sinna vébanda 15 milj. verkamanna. Núverandi kaupbindingar- ákvæði binda öll laun, og mega þau ekki hækka nema um 10% frá því, sem þau voru 15. janúar 1950. ÖK árið 1950. Det Ostasiatiske Kompani A/S, er eitthvert stærsta, ef ekki stærsta, fyrirtækið í Danmörku og heíur útibú um allan heim, sem gera geysi- mikil viðskipti. Það á 23 mótorskip og 6 túrbínu- og gufuskip. Skip félagsins sigldu inn sem svarar 350 milj. ísl. króna á árinu 1950. Óbreytt fargjöld yfir Atlantshafiö. Öll skipafélög, sem hafa fastar ferðir yfir Atlantshafið, hafa nýlega komið sér saman um að’ hækka ekki fargjöld sín. Jafnframt hafa þau auk- ið það magn, sem farþegum er heimilt að hafa með sér frítt í fari sínu. Engir vextir af erlendu fé verða eftirleiðis greiddir í svissneskum bönkum. Er hér um að ræða samkomulag bankanna þar til þess að sporna við allt of miklu inn- streymi á erlendu fé inn í landið. Hækkun framfærslu- kostnaöar. Eftir því sem Fin. Times segir er gert ráð fytir, að framfærslukostnaður hækki í Bretlandi í ár um 15% eða meira. Bílaverð lækkar. I síðasta blaði var skýrt frá því, að verð á bílum hefði ný- lega liækkað' í Bretlandi, og eins hefur verð á bílum hækk- að í Bandaríkjunum. Nú hef- ur þýzka bifreiðaverksmiðj- an, sem býr til Opel-bílana, komið öllum á óvart með því að' lækka verðið á Opel-bílun- um um 350 mörk (um 1400 krónur). BANKARNIR: Seðlaveltan: Seðlar í umferð 15. marz 1951 ........... mi]j. kr. 170.4 Seðlar í umferð 15. marz 1950 ............. — — 169.7 Útlán: Heildarútlán 28. febrúar 1951 ........... milj. kr. 1.093 Heildarútlán 28. febrúar 1950 ............. — — 904 Innlán: Spariinnlán, hlaupar., reiknl. 28. febr. 1951 milj. kr. 779* Spariinnlán, hlaupar., reiknl. 28. febr. 1950 — — 605** * Mótvirðissjóður milj. kr. 138. ** Mótvirðissjóður milj. kr. 23. Gjaldeyririnn: Hagstæð afstaða gagnv. útl. 28. febr. 1951 . . milj. kr. 56 Hagstæð afstaða gagnv. útl. 28. febr. 1950 .. — — 23* * Annað gengi. PERLUVINIR. Smásaga eftir Luigi Pirandello. Framhald. „Yfir fertugt. Þá verður þú að hafa kjark til að snúa baki við þeim koppagötum, sem steypa þér fyrir ætternis- stapa, ef þú töltir þær. Arkaðu þær niður — jæja, það er allt í lagi, á meðan þú gengur mjög, mjög hægt og fyrir- mannlega og ekki er hætta á, að þú veltir um koll og steyp- ist kollhnís. Jæja þá, komdu hér upp með mér. Nú erum við komnir. Nú ætla ég að' sýna þér, hve skemmtilega ég hafi búið um mig“. „Mjög kyrrlátt og fyrirmannlegt . . . laglega af sér vikið . . . þetta litla heimili þitt“, tuldraði vinur Gigi Mears, þeg- ar hann kjagaði upp stigann á eftir honum. Luralegur, fyrir- ferðarmikill klunni eins og þú að vera með tilgerðarlegan tepruskap. Vesalings Gigi. Hvernig hafa þeir farið með þig? Sviðið á þér skottið? Þarftu nú endilega að koma mér til að skæla? „Jæja .. .“ sagði Mear, þegar þeir biðu á loft- skörinni eftir því, að' matseljan opnaði dymar, „fram að þessu hefur þú verið í nánum kynnum við þessa andstyggi- legu tilveru okkar. Láttu vel að henni, smjaðraðu fyrir henni með tepruskap, að öðrum kosti gerir hún þig að úr- hraki. Eg kæri mig alls ekki ennþá um að hola mér hiður í fjögi-a feta gröf — ekki ég“. „Jæja, svo þú heldur, að maðurinn sé tvífætla“, skauzt upp úr gestinum, þegar hér var komið. „Talaðú ckki svona, Gigi minn. Eg veit sjálfur bezt, hve erfitt mér reynist stund- um að standa stöðugur á tveim fótum. Trúðu mér, vinur, ef við létum náttúruna halda sitt strik, yrðum við allir ferfætlur. Um fram allt það bezta. Ekkert er þægilegra en jafnaðargeðið, aHtaf í jafnvægi. Ó, þvílík dásemd, ef þeir tímar kæmu, að ég gæti varpað sjálfum mér kylliflötum og skriðið þannig á jörðinni á höndunum. Þessi bölvaða sið- menning er að hlunnfara okkur. Ef við værum ferfætling- ar, skyldi ég verða snoturt villidýr. Ég skyldi rétta þér nokkra vel úti látna löðrunga fyrir öll þessi viðbjóðslegu orð, sem þú hefur látið út úr þér. Ég skyldi enga konu hafa, engar skuldir og engar áhyggjur. Ætlarðu að koma mér til að gráta? Ég er að verða frávita“. Gigi stóð sem þrumu lostinn yfir þessu ankannalega, kát- broslega rausi þessa vinar síns, sem hafði dottið niður úr skýjunum, eins og fjandinn sjálfur úr héiðskírum himni. Hann starblíndi á náungann og margbraut heilann um, hvað hann héti og hvar og hvenær hann hefði þekkt hann, hvort heldur sem smástrák í Padua eða á stúdentsárunum i há- skólanum. Hann virti fyrir sér í huganum og grannskoð- aði, aftur og aftur, alla þá beztu vini sína, sem hann hafði átt á þessum árum, en það var með öllu árangurslaust. Enginn þeirra var minnstu vitund líkur þessum manni. Samt sem áður þorði hann ekld að' biðja um upplýsingar í máli þessu, því þessi innilega vinátta og kunnugleiki, sem náungi þessi sýndi honum, var svo brennandi og þess eðlis, að hann var hræddur um að móðga liann. Hann afréð því að komast að sannleikanum með kænskubrögðum. Það leið löng stund áður en ráð'skonan opnaði dyrnar. Hún hafði ekki búizt svo fljótt við húsbóndanum heim aftur. Gigi Mear hringdi því annað sinn. Þá kom hún loks og dró fæturna eftir gólfinu. „Ég er kominn hér aftur, kelli mín, og með félaga“, mælti Mear. „Framreiddu handa tveim og hafðu góða gát á öllu. Vandaðu þig nú vel, það þýðir ekki að bjóða þessum vini mínum hér, með' skrítna nafnið, neinn hégóma“. „Geitarskeggur, Kokkáls-Klaufi, Mannæta“, mælti mað- urinn svo glannalega glaðlega, að gamla konan var í vafa VIÐIR Opel sendir nú í fyrsta sinn síðan 1938 á markaðinn tveggja manna vagna, aðra tegundina á 9250 mörk og hina á 6150 mörk. England og hrá- efnaskorturinn. „Sunday Dispatch“ skýrir frá því, að Attlee forsætisráð- herra hafi tilkynnt Truman forseta, að í Englandi verði 2 milj. manna atvinnulausir, nema Bandaríkin láti meira hráefni í té. —W! Finnsku þjóðartekjurnar stigu um 6—7% á árinu 1950. Allir skilja og viður- kenna, að hið smám saman hækkandi kaupgjald og verð er mesta hindrunin í barátt- unni við hina eyðileggjandi verðbólgu, sagði Kekkonen forsætisráðherra í útvarps- ræðu nýlega. Jafnvægi verður að komast á á milli verðlags og kaupgjalds, og þessu jafn- vægi verður að halda, ef hið margumtalaða öryggi á að nást. Þetta krefst aðgerða bæði á verð- og kaupgjalds- sviðinu. ¥• KLM. Hið konunglega hollenzka flugfélag hefur 11.000 manns í þjónustu sinni og þar af 3350 manns erlendis. Fljúga flug- vélar félagsins daglega vega- lengd, sem svarar til að' vera 2Uj sinnum umhverfis mið- baug jarðar. Er það til 73 bæja í 56 löndum. Pólsk-sænsk verödeila? Talið' er, að Svíar hafi í hyggju að svara hinu stór- hækkaða kolaverði Pólverja með því að hækka til muna verðið á járnmálmi, sem Sví- ar selja til Póllands. Svíar eru bundnir með samningum um fast verð á málminum til miðs þessa árs, en innan þess tíma munu verða teknir upp samningar að nýju. r : ~ ? liœðið við kunningja i/kkar og rini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem liafa sömu áhugamál rœðir. og blaðið — 'J - ~ Noregsfararnir, sem 'fóru á vegum Fiskifé- lags Islands til þess að kynna sér fiskveiðar og nýjungar Norðmanna í framleiðsluhátt- um sjávarafurða, eru ný- komnir heim eftir rúma mán- aðardvöl í Noregi. Láta þeir mjög vel af ferðinni og róma móttökur Norðmanna. I út- varpinu og öllum dagblöðun- um hefur verið skýrt ítarlega frá för þessari, og er því ekki ástæða til að endurtaka það' hér. Þessir menn tóku þátt í för- inni: Amór Guðmundsson skrifstofustjóri. sem var far- arstjóri; Árni Vilhjálmsson erindreki, Seyðisfirði; Einar Guðfinnsson útgerðarmaður, Bolungavík; Gísli Magnússon útgerðarmaður, Vestmanna- eyjum; Helgi Pálsson útgerð- armaður, Akureyri; Karvel Ögmundsson útgerðannaður, Ytri-Njarð'víkum, og Ólafur Elísson, Hafnarfirði. Reykf síld. Nemandi, er álítur, að Is- lendingúr eigi að leita fyrir sér á ftein mörkuðum, skrifar blaðinu: „Er elcki liægt að selja reykta síld (síldarflök, sams konar og seld eru hér í búð- um í Reykjavík) til U. S. A. Ef vilji og framtak er fyrir hendi, held ég, að þarna séu góðir sölumöguleikar, en vissulega verður ekkert fram- kvæmt án vinnu. S.l. sumar var ég staddur í New York við nám. Kvöld nokkurt sofnaði ég klukkan 6 og’ vaknaði ekki fyrr en kl. 11%> þá um kvöldið. Var þá búið að' loka mötuneyti heimavistar þeirrar, sem ég dvaldi í. Mér fannst ég þurfa að fá mér matarbita og hélt út á Broadway, sem er fast við skólalóðina, og leitaði þar uppi nýlenduvöruverzlun, er enn hafði opið. Keypti ég þar ýmislegt góðgæti, er ég hafði með mér upp á herbergi mitt og gæddi mér á. En það var reykta sildin, sem ég rakst þarna á, sem mig langaði til að minnast aðeins á. Hún var í heilu lagi, á stærð' við norð- anlands síld, og held ég, að hún hafi verið frá Kanada. Utsöluverð einnar síldar var 20 cent (kr. 3.30), og þó var hún án sérstakra umbúða. Það eru þessi 20 cent ínarg- földuð með miljónum sílda, sem alltaf hafa verið að velt- ast í kollinum á mér síðan í sumar, og gaman og gagnlegt væri, ef einhver skyldi ein- hvemtínia fá áhuga á' þessu frekar“. Saensk leitarskip, ^ sem láta sænsku sildveiði- mönnunum í té fréttir um, hvar síldin heldur sig og á hvaða dýpi, hafa náð góðum árangri, og eru sjómennimir mjög ánægðir yfir samvinn- unni, sem hefur auðveldað þeim veiðarnar og leitt hjá þeim til betri veiðiárangurs. Danir og veður- þjónustan. Danir frá endurgreiddan frá alþjóðá loftsiglingasamband- inu (ICAO) 90% af kostn- aði sínum við veðurþjónust- una í Grænlandi og 95% af kostnaðinum í Færeyjum. Hefur þetta fært þeim hingað til sem svarar um 30 miljón- um krónur í gjaldeyri. Gialdeyrisréttindin. Utgerðarmenn og sölufélög fiskframleiðenda hafa til- nefnt eftirtalda menn í nefnd til þess að annast sölu á gjald- eyrisréttindum vélbátaút- vegsins: Sverrir Júlíusson for- maður Landssambands ísl- útvegsmanna frá L. í. Ú„ Elías Þorsteinsson formaður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna frá S. H. og Helgi Þórarinsson framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda frá S. í. F. Peningarnir í sjónum. Fyrir nokkru fann danskur sjómaður tíeyring í maganum á nýveiddum þorski, og bar peningurinn ártalið 1905. Sjó- maðurinn furðaði sig á, hversu slíkt mætti ske. En ef til vill er það þannig til kom- ið, að gamall skipstjóri hefur kastað myntinni fyrir borð til þess að fá hagstæðan byr, því að áður fyrr var það alsiða að kasta pening í hafið til þess að blíðka vindguðinn. Gömlu skipin. Sænski flotinn átti árum saman seglskipið „Jarramas’*, sem var notað fyrir skólaskip. Þegar flotinn fékk fyrir nokkrum árum tvö ný segl- skip sem skólaskip, var gamla „Jarramas“ sett á hólana. Tvær borgir fóru þá i kapp um að fá það til minja um seglskipatímabilið. Karls- króna bar sigur úr bítum, og liggur nú „Jarramas“ gamla þar í höfninni sem þjóðminjar og aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Hvenær skyldu Islendingar koma því í verk að byggja, þótt ekki væri nema óvand- aðan skúr, yfir eitt af gömlu opnu skipunum. Það vill nú svo ve] til, að ríkið á eitt slíkt austur í Mýrdal. Hvers vegna eru bað kölluð „tonn"? Á ríkisstjórnarárum Hans konungs voru mörg skip bvggð sérstaklega með það fvrir augum að flvtja i þeim vín frá Frakklandi. Vínin voru flutt í tunnum (á ensku „tuns“'l, og mældu menn burðarmagn skipanna eftir tunnufjölda þeim, er þau gátn rúmað. í dag er burðarmagn skips talið eftir rúmmáli þess, og orðið „tons“ er sennileg; leitt af „tuns“. Hin stóru höf. Kyrrahafið er stætsta haf heimsins. Það er 186 miljónir ferkílómetra. Næst eru At- lantshafið og Tndlandshafið. 82 miljónir og 73 miljónir fer- kílómetra. Til samanburðar má geta þess, að Eystrasaltið ásamt Kattegat er 0.4 miljón- ir ferkílómetra. Gamcclt og nýtt 1. ór fæst hjá bóksölum. Útf lutningurinn: Utflutt í janúar 1951 ................... milj. kr. 64.4 Utflutt í febrúar 1951 .................■. — — 50.2 Heildarútflutningur í februarlok 1951 milj. kr. 114.6 Heildarútflutningur í febrúarlok 1950 milj. kr. 42.9* * Annað gengi. Innflutningurinn: Innflutt í janúar 1951 ...................... milj. kr. 41.4 Innflutt í febrúar 1951 ..................... — — 45.6 Heildarinnflutningur í febrúarlok 1951 milj. kr. 87.0 Heildarinnflutningur í febrúariok 1950 milj. kr. 43.6* ------- - * Annað gengi. um, hvort hún ætti heldur að brosa eða signa sig. „Og aldrei að eilífu þarf nokkur maður að vita neitt nánar eða frelcar um þetta dásamlega nafn mitt, gamla kona. Það kemur bankastjórum til að gretta sig og skæla sig og okurkörlum til að skjögra. Konan mín er eina undantekningin. Ég lét liana einungis fá nafnið, en ekki sjálfan mig, nei, það var nú síð'ur en svo. Ég er of góður náungi fvrir alla þessa djöfla og þeirra sálir. Ilaltu áfram, Gigi, fyrst þú ert svona fram- lágur og sýndu mér þetta skran þitt. Og hvað þig snertir, gamla kona, reyndu að komast úr sporunum til að fóðra villidýrin. Mear, sem var yfirbugaður af því, að herbragð hans hafði mishéppnazt, gekk með honum gegn um fimm her- bergin í þessari litlu íbúð, sem öll voru búin húsgögnum með elskulegri Umhyggjusemi þess manns, sem ekkert vant- ar, er hann óskar sér, og hefur engar þarfir aðrar en þær, sem hann getur fullnægt í sínu eigin húsi, þegar hann, í eitt, skipti fyrir öll, er búinn að ákveða að gera það að traföskjum sínum eða snígilskel. Þarna var lítil dagstofa, svefnherbergi, agnarlítið baðherbergi, borðstofa og lesstofa. Undrun lians og kvöl elnaði mjög í litlu dagstoíunni, þegar hann heyrði, að vinur hans tók að masa um hina kærustu og hjartfólgnustu einkamuni fjölskyídunnar, þegar hann fór að skoða ljósmyndirnar, sem látnar höfðu verið til sýnis á arinhilluna. „Ég vildi, að hann mágur minn væri líkur þínum mági. Bara, að þú vissir hvílíkur fantur minn mágur er“. „Er hann þá vondur við systir þína?“ „Nei, hann fer illa með mig. Það hefði verið svo auðvelt fyrir hann að hjálpa í þessum kröggum. En, það er nú eitt- hvað annað, nei, ekki hann“. „Fyrirgefðu mér“, sagði Mear, „ég get ekki í augnablik- inu munað, hvað' mágur þinn heitir“. „Það skiptir engu máli, þú getur. ekki munað það, þú þekkir hann ekki. Hann hefur verið tæp tvö ár í Padua. Veiztu, hvað hann hefur gert mér? Bróðir þinn, sem hefur alla tíð verið mér svo góður, hafði lofað að hjálpa mér, ef þessi níðingur vildi vera á víxli með' mér, en geturðu trúað því? Þrællinn neitaði að skrifa upp á víxilinn. En þá varð bróðir þinn, svo allt sé sagt í fullri vinsemd, eins og það er, ókunnugur öllum málavöxtum, svo sárreiður, að hann tók það allt í sínar hendur. Fyrirtæki okkar er nú reyndar al- gerlega öruggt. . . . En á ég að segja þér ástæðuna fyrir synjun mágs míns? Ég er enn allra snotrasti hvolpur, þú getur ekki neitað því, og viðfeklinn félagi er ég, ég geri engan að bitbeini, þótt ég segi það. í stuttu máli sagt, systir mágs míns féklc þá óheilla flugu í höfuðlð að fella ást til mín, vesalings stúlkan. Skemmtilega góður smekkur, en ekki sérlega mikil háttvísi. Þú getur rétt ímyndað þér, livort ég vildi. . . . í fáum orðum, hún byrlaði sér sjálf eitur“. „Dó hún?“ spurði Mear hikandi. „Nei. Ilún ældi dálítið, og það læknaði liana. En þú getur skilið, að mér var lífsins ómögulegt að' stíga fæti inn fyrir húsdyr hjá mági minum eftir þetta hallæri. Guð í himninum, eigum við að fá nokkuð að éta, eða ekki. Eg er að verða steindauður úr hungri. Ég er eins soltinn og úlfur“. Yfir máltíðinni tók Mear loks að leiðast þessi ástúð’legu innilegheit vinar hans, sem auk þess lét rigna yfir hann óþvegnu orðbragði, sem, þótt undarlégt væri, hafði samt engin áhrif á hann. ILann fór því að spyrja hann frétta af hinum og þessum kunningjum sínum í Padua, í þeirri von, að honum yrði það á að láta nafns síns getið, af tilviljun, eð'a að minnsta kosti að losna við æsinginn, sem fékk meira og meira vald yfir honum, og fá tækifæri til þess með því að tala um önnur efni. „Komdu nú og segðu mér einliverjav smáfréttir. Hvað geturðu t,. d. sagt mér af Valverde kumpáni, bankaStjóra Ítalíu bankans, með fallegu konima og stóru hlussuna hána systur sína, sem blimskakkaði augunum — ef mig minnir rétt. Eru þau enn í Padua?“ Niðurlág nœst.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.