Víðir


Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 31.03.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja íylgjast vel meS, lesa V í D I. —..—------—--------------- L V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. Rekstrarlán bankanna til framleiðslunnar: Frosinn fiskur: Þorskflök og hrogn, 7X8 56 lbs. ks................ kr. 70.00 Þorskflök í smáöskjum, 50 lbs. og 25 kg. ks. . . — 100.00 Steinbíts- og ýsuflök, 50 lbs. og 25 kg. ks..... — 125.00 Flatfiskur, heill, 56 lbs. ks...................... — 70.00 Flatfiskur, flök, 56 lbs. ks....................... — 155.00 Lúðuflök, 56 lbs. ks............................... — 180.00 Lúða, heil, 1 kg................................... — 7.00 Saltfiskur: Fulistaðinn stórfiskur, 1 kg....................... — 2.10 Fullstaðinn smáfiskur og miilifiskur, 1 kg...... — 1.80 iVo—2 lestir af keilu og rusli Gæftir hafa verið ágætar síðan um páska, yfirleitt' hæg norðan átt og róið upp á hvern dag. Aflabrögð voru alveg sæmileg um og eftir páskana, en upp úr miðri vikunni tregaðist heldur, og gerir hann það stundum í blásmástrauminn. Iíæsti róðurinn hjá línu- bátum fram yfir miðja vik- una var hjá Degi á miðviku- da ginn, 11V2 lest. Meðalafli mun hafa verið um 8 lestir. Nokkrir trollbátar komu inn í vikunni, og voru þessir með einna beztan afla: Vilborg 11 lestir, Marz 17 lestir, Otur 19 iestir, Hvítá 16 lestir, þar af 6 lestir koii, Siglunesið 13 lestir eftir 2 daga, af því voru 9 lestir skarkoli, og Eldey með 35 lestir (þriðjudag). Svanur mun vera aflahæstur með rúmar 300 lestir. Þrír bátar eru nú á lúðu- veiðum, Skíði, Skeggi og Arn- arnesið, sem kom inn í vik- unni með iítinn lúðuafla, en um 20 lestir af þorski. Flatfiskurinn virðist nii vera að ganga. Þorskurinn hefur verið smærri upp á síð- kastið og öðruvísi fiskur en fyrr í vetur. Mikil loðnuveiði hefur ver- ið hjá sumum bátum. íslend- ingurinn, sem er 30 lesta bát- ur, hafði t. d. í fyrradag selt loðnu fyrir 80 þúsund krónur. Skipverjar eru 5. Togararnir. A veiðurn fyrir brezkan markað eru: Jón Þorláksson, Marz, Goðanes, Harðbakur, Jón forseti, Elliðaey og Svai- bakur. Karlsefni selur í dag. Á útleið eru: Elliði, Maí, Geir, Jörundur og Askur. ísólfur er á útleið með 150 lestir af saltfiski og um 2000 kít af ísfiski. Allir hinir t( crarnir eru á veiðum fyrir innlendan mark- að. Gæftir hafa verið góðar hjá togurunum, sem hafa helzt verið að veiðum á Selvogs- banka og Eldeyjarbanka, en fáir eða engir á Halanum. Afli hefur verið tregur. Það er búizt við, að mark- aðurinn falli i næstu vilcu, en það geti þó kannske orðið sæmilegt á mánudag og þriðjudag. 13—14 togarar stunda nú veiðar fyi*ir brezk- an markað, og er það mjög mikilvægt vegna brezka markaðsins, að togararnir bafa dreift ser a ymsar veið- ar og ekki siglir út nema rúm- ur þriðji hlutinn af þeim. Vestmannaeyjar. Mjög fiskilaust hefur verið í netin, mest 1000 fiskar eftir 2 nætur, og það niður í ekki neitt. Það er almennt álit manna, að óvenjuleg ördeyða sé. Aflinn hefur nú minnkað í botnvörpuna, mestan afla í vikunni kom Þráinn inn með í fvrradag, 29 lestir síðan á páskadagskvöld. Aflamenn hafa verið að koma inn með þetta 2—4 lestir. Reytingsafli hefur verið í dragnótina, 4 lestir mest. Flatfiskur er byrjaður að veiðast, og hafa bátar fengið mest iLo lest. Enginn bátur rær nú með línu, og er það fyrsta vertíð- in, sem svo er, í háa herrans tíð, ef það hefur nokkurn- tíma verið, síðán farið var að nota línu upp úr aldamótun- um. Þorlákshöfn. I vetur hafa verið gerðir út frá Þorlákshöfn 12 bátar, 4 bátar 20 lesta og 2 útilegu- bátar 100 lesta og 6 trillubát- ar. Meiri afli er nú kominn á land en í fyrra á sama tíma. IJöfnin reynist vel, en bryggj- an er alltof stutt.. Um flóð geta 4 bátar legið við hana í einu, en 2—3 um fjöru. Allur afiinn hefur verið saltaður, því að ekkert frystihús er á staðnum. Grindavík. Aflahæsti báturinn er Grindvíkingur, og var hann eftir miðvikudagsróðurinn með um 300 lestir. Mestur afli í net er um 150 lestir og það niður í 100 lestir. Um miðja vikuna var orðið hreint ekkert í netin, og voru bátar þá almennt að taka þau upp og byrja aftur með línuna, en á hana er reytingsafli. Bátar hafa beitt ýmist loðnu eða síld, og hefur aflinn verið al- veg upp og ofan. Hægt hefur verið að fá nóga loðnu. Gæft- ir hafa verið alla vertíðina, en aldreí neitt sem heitir á línuna og ruslarafiskur. Sandgerði. Afli hefur glæðzt síðan um páska, almennast hefur hann verið 6—8 iestir, nokkrir bát- ar með 10—12 lestir og ein- staka komizt upp í 15 lestir, Mummi í miðvikudagsróðr- inum og Dröfn daginn áður. Mummi er aflahæstur með um 325 lestir eftir miðviku- dagsróðurinn. Það virðist hafa komið töluvert skrið á Eldeyjar- bankann og djúpmiðin, en menn eru nú milli vonar og ótta út af því, hvort þetta muni nii nýtast vegna togara- hættunnar. Það hefur verið friður síðan um páska. Enn er ekki hægt að ráða fram úr því, hvort þessi ganga ætlar að verða eitthvað, sem lagar vertíðina eða ekki. Keflavík. Hæsti róðurinn í vikunni var hjá Björgvin á þriðjudag- inn, 15y2 lest. Anna fékk þá 14 lestir. Þessir bátar beittu eingöngu loðnu, en hjá hin- um, sem voru með síld, var afli tregari, mest 11 lestir. Aflahæstur er nú Björgvin með 308 lestir eftir miðviku- dagsróðurinn. Anna hafði þá 296 lestir og Keflvíkingur 293 lestir. Það er létt hljóðið í mönn- um eftir páskana. Það var ekkert róið frá því á skírdag og þangað til á þriðjudaginn, og gera menn sér nú betri vonir um afla. Fiskurinn, sem veiðist nú, er miklu smærri, smæsti línufiskur, sem fæst, og er það betri vottur. Slíkur fiskur hefur ekki sézt í aflan- um í vetur. Fiskurinn hefur yfirleitt verið svo stór, að engu líkara er, en að í hann hafi vantað eina tvo árganga, eftir því sem að vana lætur. Keflvíkingur kom inn í vik- unni með 340 lestir af fiski, og er það eftirtektarvert, hvemig aflinn skiptist, 90 lestir af honum voru þorskur og 36 lestir ýsa, hitt var ufsi. Fór hann í bræðslu, en hitt í frystihúsin. Akranes. Aflahæsti dagurinn fram yf- ir miðja viku var á þriðjudag- inn með 156 lestir, hjá 15 bát- um, og hæsti róðurinn hjá ein- stökum bát var hjá Ólafi Magnússyni með 15 lestir. Það er lítill afli á síldina, miklu betri á loðnuna. Aflahæstur er Sigurfari með 240 lestir eftir miðviku- dagsróðurinn, næstur er As- mundur með 235 lestir. Það virðist hafa komið ný fiskiganga af millifiski, en það er eins og það sé um leið tætt í burtu af hinni miklu örtröð togara á miðunum og báta- fjölda. \ Ólafsvík. Afli hefur verið með skásta móti í nokkra daga, og hefur skipt um, síðan hægt var að byrja að beita loðnu, en hún fór ekki að fást fyrr en um páska. Bátur úr Keflavík, GuIIþór, hefur veitt loðnu fyr- ir verstöðvarnar á Snæfells- nesi og útilegubáta, og hefur loðnan stundum verið hxtin yfir um til þeirra úti í sjó. Mestur afli í róðri hefur verið 12 lestir, algengast 8—9 lestir, og hefur oftast verið í aflanum. Hæstu bátarnir eru Hafaldan og Egill. ísafjörSur. Afli fram til 10. marz: Pól- stjarnan 145 lestir (í 41 róðri), Ásbjörn 108 lestir (28), Gunn- björn 91 lest (22), Sæbjörn 78 lestir (251. Meðalafli er um 3% lest í sjóferð. Botnvörpubátar eru að byrja veiðar, og hefur afli hjá þeim verið sæmilegur. Ásólf- ur fékk 31 lest eftir 5 sólar- hringa. Afli hefur verið svipaður hjá bátum í’ Bolungavík og á Isafirði, en þeir hafa eitthvað fleiri róðra. í Tálknafirði og Dýrafirði hefur afli hins veg- ar verið eitthvað betri. Gæftir hafa lagazt síðan um páska. Isborg er búin að’ fara 3 túra, og hefur aflinn verið lagður á land á Tsafirði, og er hann alls 398 lestir. Mjölvinnsla og fryst- ing í togurunum. I fyrradag kom togarinn Júní inn til Hafnarfjarðar með 160 lestir af saltfiski eftir 8 daga útivist. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins, og hafði það jafnframt 240 poka (12 lestir) af fiskinijöli, sem framleitt var í mjölvinnslu- vélum skipsins. Með núverandi markaðs- verði á fiskimjöli ætti mjöl. þetta að’ nema að verðmæti um 25 þúsund krónum. Ef aflabrögð og mjölvinnsla væri svipað allt árið, næmi verð- mæti mjölsins sjálfsagt %— % miljónum króna. Á mjöl- vinnslunni er vitaskuld nokk- ur aukakostnaður, manna- hald, orka og umbúðir, svo að þetta er ekki hreinn ágóði. Engu að síður er þetta mjög mikilvægt fyrir rekstraraf- komu þessara skipa. Það verður fróðlegt að sjá, hvaða raun fi-ystingin í Pat- reksfjarðartogaranum Ólafi Jóhannessyni gefur, en það stefnir nú allt að því að geta gjörnýtt sem bezt aflann um borð. Er þá viðbúið, að enn þurfi að stækka skipin, svo að þau verði eins konar fljót- andi verksmiðjur líkt og frönsku togararnir hér áð’ur fundnalands, þegar veiðunum lauk við Ísland. Þeir veiddu í salt og komu ekki heim fyrr en á haustin og gátu verið eina 6—8 mánuði að heiman. Slík skip myndu kosta mik- ið nú með hraðfrystingu og beinam jölsverksmiðju, þegar nýju togararnir eru komnir upp í a. m. k. 10 miljónir króna. Grænlandsveiðar. Það er þó nokkur áhugi hjá útgerðarmömnun á útgerð frá íslándi við Grænland í sumar, livað svo sem úr því verður. A. m. k. eitt félag, sem á marga fiskibáta, er nii að kynna sér allar aðstæður til útgerðar við Grænland í sum- ar. I fyrra var verðið þar á fullstöðnum fiski upp úr skipi ein króna dönsk (kr. 2.35 ísl.) kg. Stundum var tekin 10% vfirvigt, ef, fiskurinn var mjög lirár. Danir keyptu þannig mikið af fiski, og mun þetta verð hafa að nokkru byggzt á því, hve liagstætt gengi danskir og færevskir fiski- menn l’engu á ítölsku lírunni. ítalir kevptu þar oinnig eitt- hvað af fiski beint eða óbeint, og urðu þeir fyrir mikilli rýrn- un á fiskinum, var talað um 15—25%. En fiskurinn við Grænland er, svo sem kunn- ugt er, mjög vatnsmikill. Þeir, sem hafa verið að at- huga þettá, hafa kynnt sér, hvort gjaldeyrisfríðindi þau, sem vélbátaútveginum eru veitt, nái einnig til veiða við Grænland, og liafa fengið upplýst, að'svo sé. Getur það ýtt undir veiðar við Græn- land í'sumar. Trúlegt er, að sh'kur leiðangur, ef úr yrði, myndi liggja við í Færeyinga- höfn, fara með beitu með sér og fá hana geymda þar, ef það er hægt, annars kaupa hana þar á staðnum og selja aflann upp úr skipi jafnóðum og fiskurinn væri fullstaðinn, en hafa ekki móðurskip- Það er sennilegt, að nægir kaup- endur verði á saltfiski við Grænland í sumar. Fyrstu dönsku skipin lögðu af stað til Grænlands 3. marz, og ætla þau að stunda línu- veiðar og hafa bækistöð í Torkussak. Síðar í mánuðin- um lögðu fleiri skip af stað fyrr, sem voru eins konar paklchús og héldu til Ný- til Grænlands.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.