Víðir


Víðir - 14.04.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 14.04.1951, Blaðsíða 4
1 Þeir, sem vilja íylgjast vel með, lesa V í ÐI. V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. Gæftir hafa verið stirðar þessa viku og lítið róið, austan og norðaustan átt og oft hvass- viðri. Aflabrögð hafa verið heldur góð. Það virðist hafa komið ný fiski- ganga, einkum á Eldeyjar- banka. Fiskur sá, er nú veið- ist, er allt öð'ru vísi en fiskur sá, sem mest hefur veiðzt í vetur, miklu smærri og jafn- ari, á að gizka 8 ára, göngu- fiskur. Algengasti afli hjá línubátum hefnr verið 7—11 lestir, Hagbarður 10J4 lest, Steinnnn garnla 9 lestir, Ás- geir og Dagur 8 lestir hvor. Tveir línubátar frá Isafirði stunda héðan róðra. Þeir hafa fiskað vel. Freydís kom inn í vikunni með 21 lest. Víðir, Reykjavílcurbátur, er einnig í útilegu og kom einnig í vik- unni með 21 lest. Aflinn er ísaður. Guðmundur Þorlákur, sem verið hefur í útilegu, er ný- farinn til Englands með' um 50 lestir af saltfiski. Hjá togbátunum hefur ver- ið jafn og góður afli þessa viku, annars hefur ótíðín hamlað nokkuð veiðiun hjá þeim. Eftirfarandi bátar hafa t. d. komið inn í vikunni: Siglu- nesið með 30% lest, Helga 28% , Faxaborg 23%, Bragi 23, Marz 20, Hvítá 14, Egg- ert Olafsson 12 og Eldey og Otur hvror með 11 lestir. Bátar hafa verið að fá fisk á handfæri í Garðsjónum, og fór einn bátur suður eftir, en heppnaðist ekki. Að öð'ru leyti hefur ekki verið reynt með handfæri. Bátar voru að fá loðnu al- veg fram að norðanstormin- um. Rauðmagaveiðin gengur vel hjá bátum af Álftanesi og Skerjafirði, en úr Reykjavík hafa bátar lítið getað vitjað um vegna storms, enda elcki allir búnir að leggja. Bátar eru með 5—20 net og ýmist einn eða tveir menn á, víðast þó einn. Það er einhver ósköp al' bátum, sem ætla að stunda ratiðmagayeiðar. Margir hafa þetta fyrir aukaatvinnu, eink- um iðnaðarmenn. Rauðmag- inn er nú seldur á 5 krónur stykkið. Togararnir. Togararnir hafa verið á veiðum ]>essa viku á Selvogs- banka og Eldeyjarbanka, en ekki komið á Halann. Þar hef- ur værið norðan og norðaust- an rok og vitlaust veður. Afli hefur verið dágóður, mest þorskur, svolítið af ýsu með, minna ufsi, hann er nú að hverfa. Fiskur á þessum miðum er nú ekkert sambæri- legur við það, sem hann var hér áður, og það er hann hvergi. Áður fyrr var það al- gengt, að togararnir fylltu sig á 4, 5 og 6 dögum, en nú tek- ur það 10—14 daga að ná nokkurn veginn góðum túr. Að vísu eru þetta stærri farm- ar, en skipin eru lílca afkasta- meiri, draga hrað'ar og hafa stærri vörpur og meiri tækni. Markaðurinn féll f.yrri hluta vikunnar, en það kann að hafa verið af því, að fisk- urinn var ekki rétt vel góður. Útlitið er heldur gott með markaðinn. Að sjálfsögðu fer með markaðinn eftir því, hve mikið berst að' þann og þann daginn. Á ísfiskveiðum: A veiðum: Karlsefni, Elliði, Röðull, Geir, Maí, Askur, Eg- ill Skallagrímsson, Jón forseti, Marz og Jörundur. A útleið: Elliðaey, sem sel- ur á mánudaginn, og Svalbak- ur, sem selur á þriðjudaginn. A heimleið: Jón Þorláksson, Goðanes og Harðbakur. Hinir togararnir eru allir á veiðum fyrir innlendan mark- að'. Hvalfell og Helgafell komu inn í vikunni til Reykjavíkur með ágætan afla, saltfisk og ísaðan fisk og einnig nokkuð af flöttum fiski ósöltuðum. V estmannaeyjar. Aflabrögð hafa verið góð í netin þessa viku, en rnjög misjöfn. Hafa sumir orðið fyr- ir miklu netatjóni, einkum á Selvogsbanka og Þjórsár- hrauni. Hæsti róðurinn í vik- unni var hjá Guðrúnu, sem er með net, 37% lest miðað við slægðan fisk með haus. Óslægður vóg fiskurinn 49.700 kg. Voru þetta 3800 þorskar. Baldur fékk þá einnig góðan afla, 3500 þorska. En aflinn komst h'ka niður í 350 fiska. Hjá togbátum hefur verið tregur afli þessa viku, 2—10 lestir. Hjá dragnótabátum hefur einnig verið tregfiski. Aflahæsti báturinn er Guð- rún, sem hefur stundað línu og neta veiðar í vetur, og hafði hún eftir miðvikudags- róðurinn 440 lestir miðað við slægðan fisk með haus. Hæst- ur af togbátunum er Vonin með 330 lestir. Vestmannaeyingar hafa aldrei orðið fyrir öðru eins netatjóni og í vikunni. Er tal- ið, að það nemi mörg hundr- uð þúsund krónum. Bátar misstu upp í 40 nct, ,þ. c. 2% trossu eða helminginn af veið- arfærunum, algengast er, að stærri bátar séu úti með 5 trossur. Einn bátur náði að- eins hömsunum af 4 trossum. Kenna Vestmannaeyingar togurum um þetta veiðar- færatjón og segja, að íslenzku togararnir séu verri í netun- um en útlendingar hafi nokk- urn tíma verið. Sé engu lík- ara en þeir séu að reyna að flæma bátana af þessum mið- um. Er búizt við, að úr þessu verði kærumál. Einn bátur- inn telur sig t. d. hafa komið að einum togaranum, þar sem hann var með 2 trossur á síð- unni og var að skera þær af sér. Einn daginn var einn tog- arinn að toga á netasvæðinu i bindbyl og 10 vindstigum og hafði 2 menn fram á, „út- kíkk“, til þess að sigla ekki beint á baujurnar. Ægir ræð- ur lítið við þetta, netin eru dreifð og skipin mörg, þó ver hann netin eins og hann get- ur, en sjómenn telja, að hann þurfi að hafa meira vald á miðunum til að verja netin, ef þessum veiðiskap á ekki að vera stefnt í bráðan voða í framtíðinni. Annars er urmull af allra þjóða skipum, þar sem nolck- ur fiskvon er. Þannig er mjög mikið af erlendum dragnóta- bátum, skozkum, færeyskum og dönskum, og kvarta þeir, sem eru með dragnótina — en þeir eru margir — mikið und- an ágangi þessara skipa og að varla sé hægt að koma niður veiðarfærunum. Þorlákshöfn. Afli hefur verið ágætur í net, og er vertíðin orðin mjög góð. Aflahæstu bátarnir eru með á fimmta hundrað lestir. Afli hefur verið 10—15 lestir í róðri og þaðan af meira. Grindavík. Góður afli hefur verið í net- in, þegar hægt hefur verið að vitja um, 10—20 lestir í róðri. Á línuna hefur liins vegar eng- inn afli verið, mest 5 lestir. Aflahæstur af öllum bátum á þessari vertíð er Grindvík- ingur, og hafði hann fengið með miðvikudagsróðrinum 445 lestir af slægðum fiski með haus. Grindvíkingur er 67 iestir að stærð, formaður er Björn Þórðarson, ættaður úr Vest- mannaeyjum. Báturinn hefur stundað bæði línu og neta- veiðar. Við bátinn vinna 12 menn. Á netunum róa 11, en einn er í landi, netamaður. Bátar eru lengi í róðri. Sækja þeir 3% tíma út, mest á Selvogsbankahraunið. Allur fiskurinn er slægður á sjón- um jafnóðum. Þegar mikill afli er, lcoma bátarnir ekki að landi fyr'r en um mið'nætti og eru þá venjulega búnir að losa klukkan 2—3 um nóttina og fara þá strax í róður á ný. Eini tíminn, sem skipverjarn- ir hafa þá til að hvíla sig, er á leiðinni út í róðurinn og heim að kvöldi. Grindavík er mjög ákjós- anleg verstöð til þess að stunda þaðan netaveiðar, þar sem tiltölulega stutt er út á hin ágætu netamið við og á Selvogsbankahrauninu. Nokk- uð margir aðkomunetabátar stunda það'an nú róðra. Sandgeröi. Slæmt íhlaup gerði í vik- unni, sem virðist ætla að standa nokkuð, hvöss norðan átt og stundum bylur. Það virtist svo sem sæmilega myndi hafa aflazt djúpt á Eldeyjarbanka, en þar var reytingsafli, þegar hægt var að komast þangað fyrir tog- urunum, þetta 5—10 lestir í róðri. Hæsti afli í einum róðri var hjá Brimnesinu, 12 lestir einn daginn. Fiskurinn er heldur smár, lítur út fyrir að vera mest 7—9 ára árgangar. Áflahæstur er Mummi með' 400 lestir eftir miðvikudags- róðurinn, og hafði hann feng- ið þennan afla í 60 róðrum. Pétur Jónsson var annar með 390 lestir í 64 róðrum, næst- ir eru Muninn II. og Víking- ur, hvor með um 385 lestir. Fyrir páska lögðu noldcrir aðkomureknetabátar upp afla sinn í Sandgerði, en nú eru þeir allir farnir suður fyrir land. Enginn bátur er gerður út með net frá Sandgerði. Keflavík. Afli hefur verið frekar treg- ur þessa viku, þó var sæmi- legt fyrst í henni. Á mánu- daginn fengu t. d. 18 bátar 126 lestir samtals. Hæsti róð- urinn í vikunni var hjá Heimir, 12 lestir. Aflahæstur er nú Björgvin með 391% lest eftir miðviku- dagsróðurinn. Annar er Anna með 362 lestir og' þriðji Kefl- víkingur með 361% lest. Á miðvikudaginn lögðu 3 bátar á grunnið og fengu góð- an afla, um 8 lestir, en þeir, sem vþru á djúpmiðum, fengu lítið. Togarinn Keflvíkingur los- aði í vikunni um 180 lestir af saltfiski og 8 les'tir af ýsu, sem var ísuð. Var þetta úr 8 daga veiðiferð. Hafnarfjörður. Afli hefur verið tregur, enda tíð slæm þessa viku, algeng- ast 4—5 lestir í róðri. Hæsti róðurinn í vikunni var hjá Voninni, 7% lest. 3 togarar konm inn í vik- unni, Fylkir með' 228 lestir, Júní 176 lestir og Surprise. Súmt af þessu var saltfiskur og surnt nýr, sem fór í frysti- hús og eins til herzlu, en lítið í verksmiðjuna. Akranes. Norðanbál hefur verið og mjög tregur afli. Bátar reru með loðnu í vikunni, en það var ekkert betra. Einn dag- inn fengu bátar reytingsafla djúpt í Miðnessjó, 6—8 lestir á bát, og var það bezti dag- urinn. Fengu 14 bátar 84 lest- ir. Síðar í vikunni komst. afl- inn einn daginn niður í 23 lestir hjá 10 bátum. Bjarni Ólafsson kom i vik- unni með 293% lest, og fór allur aflinn í frystihús. Var hahn næstum eingöngu karfi, aðeins 10 lestir af þorski og 14% lest af ufsa. Aflann fékk Bjarni Ólafsson á aðalkarfa- miðunum djúpt af Látra- bjargi. Var hann 7% sólar- hrinþ úti. Gmndarfjörður. Afli hefur verið sæmilegur síðan um miðjan marz, hefur mest verið beitt loðnu. Afla- hæstur í marz var Páll Þor- leifsson með 106 lestir, en mestan afla í róðri hafði hann 18. marz, 15 lestir. En mest- an afla, það sem af er vertíð- inni, hefur Grundfirðingur, 245 lestir um síðustu mán- aðamót. ísafjörður. Afli hefur verið 3—4 lestir í róðri, um helmingurinn steinbítur og hinn helmingur- inn þorskur, og þó oft heldur ineira af steinbít. I fyrri viku fengu bátar sæmilegan afla langt vestur frá, 5—6 lestir, og Súgfirðingarnir upp í 10 lestir enn vestar, mest allt steinbít. Reytingsafli hefur verið í trollið, helzt steinbítur, en tíð- in hefur verið svo vond, að togbátar hafa lítið getað ver- ið' að. 3 bátar róa nú frá Isafirði með línu, 2 frá Hnífsdal, 5 frá Bolungarvík og 3 úr Álfta- firði. Isborg kom inn með um 300 lestir af karfa í vikunni, og' fór hann mest allur til hraðfrystingar. í þessum túr slasaðist maður, cr sjór reið yfir skipið, og skall hann sennilega á vinduna og beið bana af. íslendingur, lítill dieseltog- ari, sem stóð til, að keyptur yrði til ísafjarðar og var gerð- ur þaðan út um hríð, liefur nú verið fluttur suður. Mikill snjór er ennþá. Hæg- ur bloti var í nokkra daga, en þess sá lítinn stað, og nú er norðaustan átt og ösku j þreifandi bylur. Ef snjórinn verður ekki farinn svo umj miðjan maí, að' fénaður nái; til jarðar, má búast við al-l mennu heyleysi.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.