Víðir


Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 1
 XXIII. Reykjavík, laugardaginn 26. maí 1951. 20. tölublað. r" VÍDIR kemur ekki út í nokkrar vikur veona sumarleyíis. s. „G. 0. Sars", norska hafrannsóknaskipið', leggur af stað frá Bergen 20. júní n.k. til Islands og Jan Mayen í sambandi við sum- arsíldveiðar Norðmanna. Norski síldveiðiflotinn mun hafa mjög náið samstarf við skipið, einkum í sambandi við veiðarnar við Jan Mayen, sém gáfu góðar vonir í fyrra. Það er nú verið að' ræða um í Nor- egi, hvernig ráða megi fram úr ýmsum vandamálum í sambandi við síldveiðar við Jan Mayen í stunar, svo sem að sjá skipunum fyrir matvæl- Um og. vatni, miðunarstöð; hafnarbætur á Jan Mayen, samband veiðiskipanna við G. 0. Sars o. fl. sama Þá er lokið eftir stutt verk- fall einhverri ískyggilegustu kaupdeilu, sem nokkurn tíma hefur verið háð hér á landi. Og eins og við allar kaupdeil- ur nær undantekningarlaust u ndanf arinn aldarf j órðung var kaupdeila þessi leyst með því að semja um hækkað kaupgjald. Það er ekkeri við því að segja, ef atvinnurek- endurnir treysta sér til þess, og þá ekki nema rétt og skylt. Hátt kaupgjald og góð lífsaf- koma ber vott um, að þjóð standi á háu efnahagslegu stigi. Margir atvinnurekend- ur geta velt af sér kauphækk- unum, en hráefnaframleiðend- urnir og þá einkum útgerðin getur það ekki. Þar er það söluverð á erlendum markaði, sem segir stopp. Útgerðarmenn! Utvegum með stuttum fyrir- vara frá Þýzka- landi hina heims- kunnu ATLAS sjálfritandi dýpt- armæla. ATLAS dýpt- armælirinn hef ur þessa kosti fram yfir þá mæ]a, er sjómenn hér hafa átt að venjast: Mælirinn er byggður með það sérstaklega fyrir augum að leita uppi fiski- torfur. Mælirinn er drifinn með mótorstraumbreyti, í stað battería eða víberators. / Botnstykkin eru mjög lítil fyrirferðar, svo að ekki þarf að skerð'a nein bönd í bátnum, og er þeim þannig fyrir komið, að mælirinn sýnír nákvæmlega í hvernig veðri sem er. Mælirinn er fyririíerðarlíti]l og notar þurran pappír til að rita á. Hægt er að fá ATLAS. fisksjá og te.ngja hana við við mælirinn, án nokkurra verulegra breytinga. Allar nánari upplýsingar gefum vér yður. IÓNSSON & JÚLÍUSSON Garðastræti 2, Reykjavik. Sími 5430. FREÐFISKURINN; Framleiðsla: Það er sjálfsagt ekki of sagt, að' innfluttar vörur hafi hækkað 2.5—50%. Síld og síldarafurðir og þorskalýsi hafa sjálfsagt fy]gt eftir hækkunum á erlendum vör- um. En þorskbolurinn, fryst- ur fiskur, ísfiskur og saltfisk- ur hefur sjálfsagt ekki hækk- að yfir 10% síðan í fyrravor, ef hækkunin hefur þá verið svo mikil. Við hverja kaup- hækkun, ef ekki kemur til haíkkun á eriendum markaði á útflutningsvörunum, vex bilið á milli tekna útgerðar- mannsins og sjómannsins ann- ars vegar og þeirra, sem í landi vinna hins vegar. Eftir öll stóru orðin, sem fallið hafa á opinberum vett- vangi um skaðræði þess að' láta vísitöluna ráða áfram að miklu leyti kaupgjaldinu, var hægt að halda, að ekki yrði farið inn á þá leið aftur. Rík- isstjórnin hafði sjálf gefið lín- una með gengislögunum, síð- an áréttað þá stefnu með' því að klippa halann af vísitölu- uppbótinni í haust, 6 mánuð- um áður en þetta fyrirkomu- lag átti að falla úr gildi, og loks á nýjan leik með því að afnema með sérstökum lög- um með ölíti greiðslu vísitölu- uppbótar fram yfir 23 stig, þegar þessi mál voru orðin frjáls, — af vangá þó. Það er lítill vafi á, að rík- isstjórnin hefur verið með í ráðum um lausn þessarar vinnudeilu. En þessir samn- ingar eru hreint frávik frá stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. IJndanfarið hefur — sjálfsagt 'eftir tillög- um dr. Benjamíns Eiríksson- ar — verið unnið að því að koma á jafnvægi milli hrá- efnisframleiðslunnar — og þá fyrst og fremst litgerðarinn- ar — og launastéttanna í landinu: Fyrst með gengis- lækkuninni, hömlum á fjár- festingunni, síðan takmörkun- um á útlánum bankanna, stórminnkuðum niðurgreiðsl- um á neyzluvörum og loks af- námi vísitölufyrirkomulags ins. Hvað er nú orðið eftir af öllum fullyrðingunum um, að viðurkenning á áframhaldandi vísitölufyrirkomulagi væri 1 5. maí 1951: 15.maíl950: , Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 556.038 ks. 454.587 ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga 78.207 ks. 42.529 ks. Fiskiðjmrer ríkisins 23.746 ks. 16.649 ks. Samtals 657.991 ks. 513.765 ks.. Aískipanir Sölumiðstöð hraðfrystilu'isanna 279.059 ks. Samband íslenzkra Sam\'irmufélaga 47.043 ks. Fiskiðjuver ríkisins 2.980 ks. Samtals 329.082 ks. Þyngd kassanna er 50—56 lbs. dauðadómur fyrir efnahagslíf þjóðarinnar. Var þetta sagt út í bláinn, eða eru þessar stað- hæfingar í sínu fulla gildi? Það er í sjálfu sér ekkert at- riði, hvaða fyrirkomulag er á launahækkunum, nema hvað eitt getur verið öðru hættu- legra til að skrúfa upp dýr- tíðina í landinu, eins og vísi- tölufyrirkomulagið er. Aðal- atriðið er, að kaupgjald til lengdar getur aldrei verið hærra en verð útflutnings- afurðanna segir til um. Það er hægt að fara ótal króka- leiðir í kring um þetta í bili, en niðurstað'an verður alltaf sú sama. Með tilliti til þess sem áð- ur er sagt um verð útflutn- ingsafurðanna, er því mjög hætt við, að loforð um nýja kauphækkun, sé loforð upp í ermina. Verður nú kúvent og aftur tekið að greiða niður verð' á neyzluvömm í enn stærri stíl en áður, eða verður dýrtíð- inni leyft að leika lausum hala, þar til útgerðin er kom- in á ný í strand, sem verður þá í haust. Eða á kannske að leika þann skollaleik jafnóð- um og kaupið' hækkar við framleiðsluna að hækka álag útgerðarinnar á bátagjaldeyr- inn. Það yrði lagleg seðla- prentun áður en lyjá. Það virðist ekki vera neinn hljómgrunnur hjá ráðamönn- um þjóðarinnar fyrir að lækka skatta og tolla. Þvert á móti er gripið dauðahaldi í ahar álögur á almenning og nýjum sköttum ekki létt af, þótt forsendurnar fyrir þeim séu fallnar niður eins og sölu- skattinum. Það virðist heldur ekki vera neinn vilji í þá átt, a, m. k. kemur hann þá eldd fram í að fækka starfsfólki hjá því opinbera. Þvert á móti eru nýjar nefndir ahtaf við og við að skjóta upp kollinum. Þó að klifað sé á því sýknt og heilagt að auka þurfi fram- leiðsJuna, er látið við það sitja, að einir 5000 sjómenn að' meðaltali afli þess fisks, sem þjóðin fær fyrir 90—95% af gjaldeyristekjum sínum. Væri það ekki heldur heil- brigðara að leyfa efnahagslífi þjóðarinnar að falla í þann farveg, sem því er sjálfrátt, stilla í hóf opinberum álög- um, svo að nægi fyrir beinum þörfum, heldur en leggja á tugi miljóna króna í sköttum og tollum og útdeila svo vem- legum hluta af því aftur í uppbótum, styrkjum og svo- kölluðum niðurgreiðslum. Meðalveíði í nóf 130 lesfir. Við Lófóten gáfust bezt í vetur nætur, sem voru 175— 200 faðma langar og 33—35 faðma djúpar. Veiðin alla ver- tíðina var frá 100 lestum og það upp undir 400 lestir, með- altalið hefur verið' um 130 lestir. Hluturinn var 8.000— 10.000 norskar krónur, 18.000 —22.000 ísl. krónur. Meðal- hlutur var sem svarar 7.000 ísl. krónur. Kærur yfir veiðarfæra- spjöllum eru færri en búast hefði mátt við. Af 30.000— 40.000 köstum voru aðeins 6 —8 nótafélög kærð fyrir að hafa valdið tjóni á veiðarfær- um. Næsta ár stendur til að gera tilraunir með flotvörpu og reknet við þorskveiðarnar. ÍSFISKSÖLUR: Dagar m illi t. Söi udagur: Skipsnajn sölu. Sölwt.: Lestir: Meðalv. kg--: 23. mai Maí, Hafnarfirði 26 Grimsby 142 £3680 kr 1.2» 24. — Jón forseti, Rvík 23 Grimsby 246 £9118 — 1.70

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.