Víðir


Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 8. sept. 1951. 23. tölublað. Mófmæli gegn íslandsfiski. 47 fiskifélög í Norðvestur- Þýzkalandi mótmæltu, að sambandsstjórnin í Bonn og ísland semdu um innflutning á ísfiski fyrir sem svarar 9 milj. króna og frosnum fiski fyrir sem svarar 1 milj. króna, á meðan fiskur af þýzkum skipum verður að fara í fiski- mjölsverksmiðjur, vegna þess að ekki er hægt að selja hann. Fyrir næstu áramót verður komið nýrri skipan á fisk- markaðsmálin í Þýzkalandi, •og á hún að stuðla að stöð'- ugra verði á fiskmarkaðinum, þar sem sérstakur verðjöfnun- arsjóður á að koma í veg fyr- ir miklar verðsveifhir. Þýzk vél til að slógdraga síld. Liibeck-verkene í Liibeck hafa nýlega smíðað vél, sem slógdregur síld og hægt er að koma fyrir um borð' í veiði- skipunum. Þýzki eimtogarinn „Halt- enbank" fór nýlega í jómfrú- ferð sína í Norðursjóinn og var með þessa vél. Reyndist hún vel. Tveir af skipshöfn- inni voru 15 mínútur að magadraga 2 körfur af síld, á meðan vélin afkastaði 8 körf- um á sama tíma. Togarinn kora heim 6. ág. með 200 lestir af fiski og fyrstu tunnurnar af maga- dreginni og saltaðri síld af Fladengrunninu. Félagið, sem átti togarann, sannfærðist um ágæti vélar- innar og ætlar að setja hana í nokkra af togurum sínum núna á síldveiðitímanum. Breytt viðhorf í útgerð. Danir fara ekki í enskar kolanámur, en það hafði komið til greina, að' 10.000 Danir færu til Bret- lands til þess að vinna þar í kolanámum, sem ekki er full- skipað í. Astæðan til þess, að ekki verður af þessu, er sú, að Bretar vilja ekki skuld- binda sig til þess að láta Dön- um meiri kol í té, þó að þeir fengju þessa menn. 60 Italir koma nú vikulega lil Englands til þess að vinna í kolanámum, en þessi inn- flutningur mætir mikilli and- úð brezkra námumanna. Undanfarið hafa árlega veiðzt við Grænland milli 100.000 og 125.000 lestir af fiski. Þetta er ekki mikið, þegar það er borið saman við veiðina hér við land, þar sem aflamagn Islendinga einna er um þrisvar sinnum meira en þetta að síldinni meðtalinni, eða álíka magn og veiðist í einni verstöð Norðmanna, að vísu þeirri stærstu, Lofoten. Svo sem kunnugt er, hefur fiskur farið þverrandi við Is- land og á svæðinu þar fyrir austan, við Bjarnarey, í Hvítahafinu og í Barentshafi. En fiskgengdin hefur verið svo mikil við Grænland, að hún hefur jafnvel staðið fisk- inum fyrir þrifum. Það er á- litið, að þar sé fiskinum ekki hætta búin, þótt veiðarnar þar aukist til mikilla muna frá því, sem nú er, og það geti jafnvel verið erfitt fyrir þorskinn að ná sér í fæðu, ef ekki verður veitt meira af honum í framtíðinni en nú er gert. Margar þjóðir eru þegar fyrir nokkrum áruin farnar að sækja vestur á bóginn vegna þverrandi aflabragða austan til í Atlantshafinu. Þó að ekkí sé fengin mikil reynsla fyrir fiskveiðum ís- lendinga við Grænland, enn sem komið er, benda aflabrögð togaranna nú upp á síðkastið til þess, að þar geti verið um mok að ræða. Það er því næsta líklegt, að Islendingar leiti meira á Grænlandsmið en áður, og það geti farið' svo, að álitlegur hluti af flotan- um verði þar við veiðar, þeg- ar bezt eru skilyrðin, ekki að- eins botnvörpungarnir, held- ur og stærri vélbátar. Á nýsköpunartogurunum tekur siglingin til Grænlands rúma tvo daga, og er það út af fyrir sig ekki svo ýkja lang- ur tími, t. d. borið saman við veiðar í Hvítahafinu. En þeg- ar skipin sigla með aflann til Danmerkur, eins og sumir togararnir hafa gert, og þurfa að koma við' á íslandi til þess að taka olíu, fer þetta að verða langt á ekki stærri skip- um. Það sama er að segja, ef togararnir færu að sigla til Portúgal eða Spánar, tveggja helztu markaðslandanna fyrir saltfiski. Eðlilegast væri, að skipin gætu haft birgðastöðvar á Grænlandi, þar sem þau gætu fengið olíu og vistir og losn- að' við saltfiskinn. En sé því ekki að heilsa, væri athug- andi, hvort ekki væri hægt að hafa þar birgðaskip. Hær- ingur ætti t. d. að geta verið þar með olíu, svo mikla geyma hefur hann, svo að skipin þyrftu ekki að sigia til íslands til þess að fá olíu til þess að komast til mark- aðslandanna, ef áframhald yrði á, að skipin sigldu beint þangað. Annars gætu verið fleiri möguleikar fyrir Hær- ing við Grænland, t. d. að fiska í hann og láta hann vinna mjöl, einkum gæti það sjálfsagt átt við um vélbát- ana. Það er svo sem ekki meira en gert hefur verið hér heima, þótt það sé ekki til neinnar fyrirmyndar að fara þannig með fiskistofninn. Það er einnig órannsakað, hvort síld er ekki við Grænland, og er það sannaiiega þess vert, að það væri gert. Það gæti líka komið til mála að hlaða stór flutninga- skip með saltfiski úr veiði- skipunum og láta þau sigla með. hann til markaðsland- anna.' Þó kann að vera, að allt þetta sé nokkuð erfitt, ef ekki fæst viðlega í höfn í Grænlandi. Það stafar af því, hve erfitt er að' eiga við allt slíkt fyrir opnu hafi. Þó er ekki ósennilegt að leysa mætti þá erfiðleika tæknilega. Þetta hafa aðrar þjóðir móðurskip hér við land. En næst því að geta um- hlaðið fiskinum í stór flutn- ingaskip við Grænland, væri það að sigla með hann hingað og ferma skipin hér. En sú er reynslan hér, að' allt verður svo óstjómlega dýrt, þegar komið er nálægt því, sem heitir landvinna. En eðlileg- ast væri, að fiskurinn væri verkaður hér, hvernig sem á það máler litið. Það myndi veita mikla atvinnu í land- inu, og útgerðarfélogin eiga nú orðið flest þurrkhús eða hafa greiðan aðgang að þeim. Við það fengist líka mestur gjaldeyrir. Það er hætt við, að mikil blautfisksala til markaðslandanna myndi eyðileggj a þurrf isksöluna. Þetta er að verða uppi á ten- ingnum í Ttalíu og Portúgal, og svo kynni einnig að fara á Spáni. En veiðar við Grænland og á öðrum jafnfjarlægum mið- um eru líklegar til þess að hafa í för með sér kröfur um stærri veið'iskip, t. d. 1000 lesta togara, þar sem hægt væri að vinna aflann til fulln- ustu, frysta, salta og vinna fiskimjöl og gera langa túra, ef ekki tekst að leysa vel flutningavandamálið. Slíkt getur riðið baggamuninn, þeg- ar afkoman er erfið hjá út- gerðinni, eins og oft vill verða. Nú eru í raun og veru vel- gengnistímar, þegar allt selst, og þó berst allt í bökkum, sem útgerð heitir. Hvernig væri af- koman á tímum eins og voru oftast á milli styrjaldanna? Síldarsölfun 1. sepl, Vestmannaeyjar 1^208 tn.: Hraðfrystistöðin 1248 ísfél. Vestm.eyja h.f. 556 Vinnslustöðin 2404 Þorlákshöfn 737 tn,: Meitillinn h.f. 737 Norsku veiðarnar við Veslur - Grænland. 62 norsk skip tóku þátt í veiðunum við Grænland í ár.' Auk þess voru mörg skip frá Færeyjum, auk Portúgala og Frakka. Eigin veiðar Grænlendinga jukust mikið. Norsku skipin höfðu Asgrikohavn sem bæki- stöð', sem er orðin góð ver- stöð. Alls hafa verið 1200— 1300 Norðmenn við Græn- land á vertíðinni. Aflinn var ágætur í júní, en lélegur í júlí, og hefur þetta endurtekið sig árlega. Það veiðist þó nokkuð af gömlum þorski 150 sm. löng- um. Slíkur fiskur getur verið 25—30 ára gamall. En það eru einnig stórir árgangar af ungum fiski, sem munu yfir- íínæfa aflann næstu árin. Dregsf færeysk fogara- útgerð saman! Færeyskt atvinnulíf hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða undanfarið. Til þess að ¦ráða fram úr erfiðleikunum hefur m. a. verið' send nefnd til Danmerkur til þess að ræða þar við ábyrga aðila. Síðan kom til tals, að nefnd færi til Færeyja. Ein af fyrstu tillögunum, sem fram komu, var að draga saman togara- floU Færeyinga, sem hefur borið sig illa. Grindamk 4332 tn.: Hraðfrystihús Þórkötlustaða 1272 Hraðfrystihús Grindavíkur 1295 Júl. & Sigfús 860 Karl K. Karlsson 513 Hafsíld 246 Söltunarst. K. Þ. G. 146 Sandgerði 4685 tn.: Mi'ðnes h.f. 1605 Óskar Halldórsson 1381 Garður h.f. 1544 Barðinn h.f. 9 Söltunarst. Víkings 146 Keflavík og nágr. 8845 tn.: Albert Bjarnason 188 Jóhs. Jónsson 26 Sveinbjörn Árnason 34 Margeir & Björn 1421 Félagssöltun F. E. B. 1242 Geir goði h.f. 1392 Steingr. Árnason 1941 Keflavíkh.f. - 548 Samvinnufél. ísf. 75 Karvel Ögmundsson 534 Félagssöltun J. H. G. 591 Egill Jónsson 409 Vogar h.f. 397 Kári h.f. 47 Tlafnarfjörðnr 3211 tn.: Bátafél. Hafnarfj. 410 Beint. Bjarnason 138 Fiskur h'.f. 773 Jón Gíslason 1751 ísberg 149 Reykjavík 275 tn,: Björn Gottskálksson 235 Isbjörninn h.f. 16 Söltunarfél. Síldin 24 Akranes 2879 tn.: Har. Böðv. & Co. 1204 Fiskiver h.f. 764 Heimaskagi 911 Samtals 29184 tn. 148 þýzkir togarar (höfðu fram að 7. ágúst komið með í land 281.259 kassa af Fladen-síld. Mestur afli hjá einu skipi var 5433 kassar á 12 dögum. ISFISKSOLUR: Dagar miUi Söludagur: Skipsnafn: sölu: Sölust.: Lestir: 5. sept. Skúli Magnússon, Rvk. Grimsby 138 6. — Geir, Reykjavík Grimsby 164 MeSalv. kg.: í 7175 kr. 2.36 £ 7008 — 1.94

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.