Víðir


Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR ®Ve'i&tun oíj Ijártnáíl j WWVSW^VUVWWWWWSAj! J DiZir '1 kemur út á laugardögum 5 11 Fylgirit: ![ ' GAMALT OG NÝTT ![ 11 Ritstjóri: >[ !! EINAR SIGURÐSSON í |! Sími 2685 Ji J i Víkingsprent 5 Þjóðarnauðsyn. Þjóð, sem býr í köldu landi, er ekki annað nauðsynlegra en góð húsakynni. Það opin- bera hefur því á ýmsan hátt stuðlað að því, að menn gætu komið þaki yfir höfuð sér. Þannig hefur Söfnunarsjóður Islands, sem er stofnaður 1888, ávaxtað fé sitt með lári- um út á fasteignir og Veð- deild Landsbanka íslands, er stofnuð aldamótaárið bein- línis til að gegna því hlut- verki að lána fé út á fasteigm ir. Síðan hafa verið stofnaðir margir sjóðir til þess að lána fé gegn veði í fasteignum, og er kunnastur þeirra Bygging- arsjóður verkamanna, sem ríki og bæir greiða árlega í, til þess að lánskjör geti orðið sem hagkvæmust. Auk þess hafa svo bankarnir og spari- sjóðir jafnan átt bundið mik- ið fé í fasteignalánum. En þetta hefur ekki þótt nóg til þess að greiða fyrir húsbyggingum, heldur hefur Reykjavíkurbær lagt fram tugi miljóna króna til þess að koma upp íbúðarbyggingum, og þó að mikið hafi verið end- urselt af þessum byggingum, hefur bæjarsjóður tekið á sig vaxtamismun og lánveitingar í því sambandi. En því opinbera geta oft verið mislagðar hendur. Jafn- framt því sem þannig er við- urkennt svo greinilega sem verða má nauðsyn á bygg- ingu íbúðarhúsa, hefur það nokkur undanfarin ár lagt stein' í götu þessara mikil- vægu framkvæmda, sem er undirstaða undir lífshamingju fjölda manna. Með hömlun- um á byggingu íbúðarhúsa hefur verið haldið aftur af mörgum með að byggja, sem nú væri ella búinn að því og fyrir miklu minna fé en ef hann réðist í það nú. Það er mikill munur á að styðja á allan hátt að bygg- ingu íbúðarhúsnæðis eða hamla á móti því eins og unnt er. Nú þegar horfið hefur ver- ið frá banni við byggingu smáíbúða, sem vonandi er að- eins upphaf þess, að íhlutun þes.s opinbera af þessum mál- um verði með öllu hætt, væri æskilegt, að meira samræmis gætti í þessum efnum frá ein- um tíma til annars en verið hefur undanfarið. Það, sem hefur einkennt ís- lenzka íjármálalífið undan- farið, er hinn mikli fjárskort- ur og ört vaxandi dýrtíð. Hefur fjárskorturinn ekki verið jafnmikill og nú síðan fyrir stríð. Stefnan virðist hafa verið sú að láta útflutningsfram- leiðsluna ekki líða verulega af fjárskorti, þrátt fyrir sam- drátt í útlánum, heldur ganga fyrir um lánsfé. Um s.l. áramót voru t. d. þessi rekstr- arlán aukin verulega, þó að fiskverð og aukin dýrtíð síð- ar á árinu hafi gert meira en vega það upp. Stefnan í almennum lán- veitingum segir eitthvað til sín í auknum lánum einstak- linga. Þeir, sem eru í vand- ræðum, leita þá uppi, sem lík- Jegir eru til þess að eiga fé, og reyna að fá þá til þess að lána. Þessi viðskipti geta ver- ið heiðarleg í alla staði, menn taki sanngjarna vexti gegn góðum tryggingum. Allur fjöldinn kýs þó heldur að eiga fé sitt í lánsstofnunum, þar sem hann getur gengið að því, þegar hann vill. Verðfall peninganna er líka svo ört, að margir eru ófúsir á að festa þá þannig í útlánum, að þeir geti ekki gripið til þeirra, þegar þeim býður svo við að horfa. A hinn bóginn er svo svarti markaðurinn, þar sem menn gera sér að gróðavegi að lána fé gegn liáum vöxtum til stutts tíma og þá stundum gegn rýrum tryggingum og hættu á að verða dregnir fyrir lög og rétt. Um slík lán ganga hinar æfintýralegustu sögur. Þessi markaður kvað ekki nærri geta fullnægt eft- irspurninni, svo hart er nú kreppt að mörgum. Veðdeildarbréf eru nú helzt óseljanleg, og það, sem boðið er af þeim til sölu, er með miklum afföllum, 20% eða meira, eða eins og á mestu þrengingartímunum eftir salt- fiskkreppuna upp úr 1930. Bréfin bera lága vexti, og lán- in eru til langs tíma. Vextir þeirra eru ekki lengur í neinu samræmi við hinn þrönga peningamarkað. En á meðan ekki er atvinnu- leysi og verðfall á eignum, verður þó ekki sagt, að kreppa sé ríkjandi, þrátt fyrir almennan fjárskort. En hvað skeður í efnahagsmálum þjóðarinnar næstu mánuðina? Dýrtíðin heldur áfram að vaxa jafnt og þétt og kaup- gjaldið að hækka. Stöðvar dýrtíðin höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, eða verða fund- in ný eða gömul úrræði til að fleyta honum yfir örðugleik- ana. Hráefni halda áfram að falla. Vísitala Moody’s í New York yfir hráefni féll um 21 stig í júlí og um 6 stig í ágúst og var í mánaðarlolcin um 450 stig. Þessi heimsfræga vísitala er mjög mikilvæg fyrir alla kaupsýslumenn og aðra, sem á hráefnum þurfa að halda eða hafa með höndum mikil- vægar framkvæmdir, fyrir þær bendingar, sem hún gef- ur um ástandið. Vísitalan, sem er birt daglega, sýnir breytingar á hráefnaverði og er mjög nákvæm yíir slíkar sveiflur. Þýzkaland í sterlingsblokkina. Þýzkaland mun sennilega í náinni framtíð verða þátttak- andi í gjaldeyrissamvinnu þeirri, sem kennd er við sterlingspundið. Þýzkaland mun m. a. hafa það gagn af þessari samvinnu, að það getur greitt til ann- arra landa á sterlingssvæðinu án þess að spyrja Englands- banka, en sterhngssvæðið nær til flestra landa heims, sem standa fyrir utan doll- arasvæðið. Þrjú lörid fyrir austan járntjald teljast enn til sterlingslandanna, þ. e. Rússland, Pólland og Tékkó- slóvakía. Minni framleiðsla var í U. S. A. í júlímánuði en í nokkrum öðrum s.l. 10 mánuðum, eftir því sem Federal Reserve tilkynnir. Aukning var hins vegar í s.l. mánuði. AlþjóSabankann vantar fé. Alþjóðabankinn er um þess- ar mundir í þann veginn að' bjóða út 100 milj. dollara skuldabréf til þess að fá fé til að lána Pakistan, Júgóslavíu, Belgíu, belgisku Kongo og nokkrum Suður-Ameríkuríkj- um. Vextir verða 4% og hafa hækkað um %2% frá því í vetur. Það fé, sem bankinn hefur nú til umráða, nemur 78 miljónum dollara. ÁstandiS í kola- málum Evrópu er nú áhyggjuefni margra, og það er ekki útlit fyrir, að' útflutningurinn aukist neitt á næsta ári. Vestur-Þýzka- land mun sjálfsagt nota sjálft það magn, sem það hefur ver- ið þvingað til af Ruhryfir- völdunum að flytja út gegn vilja sínum. Það er einnig ó- sennilegt, að Frakkland (með Saar), Belgía og Holland muni flytja út meira. Pólskí útflutningurinn virðist einnig taka litlum breytingum, og það er lítil von um nokkurn útflutning sem heitir frá Bret- landi i náinni framtíð. Það er stöðugt mikil eftir- sþurn eftir kolum til þess að byrgja sig upp fyrir veturinn, ekki sízt á Norðurlöndum. Það er talið, að mismunur- inn á framboði og eftirspurn á lcolum í Evrópu sé 10 milj. lesta. Eina leiðin virðist í bili vera áframhaldandi innflutn- ingur frá U. S. A., og hvort það verður svo í framtíðinni, veltur á, hvað gerist í brezku kolanámunum. Áframhald- andi kolainnflutningur frá Ameríku leiðir af sér, að stór skörð verða höggvin í doll- araforða Evrópu og mun krefjast mikils skipastóls frá venjulegum flutningum og hagnýtari. Hagkvæmasta lausnin er að auka kolafram- leiðsluna í Evrópu. Ferðin til Lourdes. Eftir ÖNNU CARREL Framh. Aðrir lágu alklæddir á rúmunum. Þeir biðu eftir því að verða fluttir í laugarnar. Lerrac og A. B. gengu þögulir fram hjá þeim og komust að rúmi Maríu Ferrand. Yfir- hjúkrunarkonan, abbadísin, var þar og Mlle. d’O, sjálf- boðahjúkrunarkonan. „Doktor“, mælti hún, „við höfum beðið þín mjög kvíðafullar. Hún getur varla talað. Ég er hrædd um, að hún sé mjög langt leidd“. Lerrac laut fram yfir rúmið og virti Maríu Ferrand fyrir sér. Höfuð hennar með skjannahvíta, grindhoraða andlit- inu reigðist aftur á bak á svæflinum. Handleggirnir, eins og fuglapípur, lágu máttlausir með síðunum. Andardrátturinn var bæði hraður og veikur. „Hvernig líður yður?“ spurði Lerrac hana blíðlega. Hún leit við honum myrkum augum í umgjörð blá- svartra hringa. Gráar varirnar hreyfðu óheyranlegu svari. Lerrac tók mjúklega hönd hennar og studdi fingurgómi á úlnliðinn. Æðaslátturinn var geysilega hraður og óreglu- legur, Hjartað var að gefast upp. „Réttið mér sprautuna, við skulum gefa henni caffeine-innspýtingu“. Hjúkrunarkonan lyfti upp vöðvunum og fjarlægði rammastólinn, sem hélt uppi rúmfötunum og ísmulnings- skjóðunni, sem hékk yfir kvið sjúklingsins. Grindhoraður líkami Maríu Ferrand lá aftur nakinn fyrir augum allra og kviðurinn útþaninn eins og áður. Bólguhellan var þar enn, og undir naflanum mátti enn finna fyrir graftarsullinum. Þegar caffeine-upplausnin rann inn í holdvisnað lærið, herptist andlitið á Maríu Ferrand skyndilega saman. Lerrac sneri sér til A. B. „Þetta er einmitt eins og ég sagði þér, lífhimnubólgu-berklar á hæsta stigi. Hún kann að hjara nokkra daga. En hún er dæmd. Dauðinn stendur við rúmstokkinn“. Þegar Lerrac sneri sér við til að fara, stöðvaði hjúkrun- arkonan hann. „Doktor, er það réttlætanlegt að fara með Maríu Ferrand í lindina?“ Lerrac leit á hana. fullur undrunar. „Hvað, ef hún skyldi nú deyja á leiðinni?“, mælti hann. „Hún er fastákveðin í því að láta lauga sig. Hún kom alla þessa leið til þess eins“. I þessu augnabliki gekk dr. J. inn í sjúkrastofuna. Hann stundaði lækningar í úthverfi Bordeaux-borgar og hafði fylgt sínum eigin sjúklingum til Lourdes. Lerrac leitaði á- lits hans um, hvort flytja skyldi Maríu Ferrand í lindina. Einu sinni enn voru ábreiðurnar teknar ofan af henni, og dr. J. rannsakaði Maríu Ferrand mjög samvizkusám- lega. „Hún er að gefa upp öndina“, mælti hann að lokum, lágri röddu. „Hún gæti vel dáið á leiðinni út í Hellinn“. „Þér sjáið, ungfrú“, mælti Len-ac, „hvílík óvarkárni það værí að fara með þennan sjúkling í laugina. En, samt. sem áður. Ég hef ekkert alræðisvald hér. Ég get hvorki leyft það eða bannað það“. „Þessi stúlka hefur engu að tapa“, mælti abbadísin. „Það væri grimmdarlegt að svpita. hana þessari æðstu ósk henn- ar og fögnuði yfir að vera borin í Hellinn, — þótt ég sé hrædd um, að hún lifi það ekki af að komast þangað. Við skulum fara með hana þangað eins og skot, á fimm mínút- um“. „Ég verð undir öllum kringumstæðum staddur hjá lind- inni“, sagði Lerrac. „Sendið eftir mér, ef hún verður með öllu meðvitundarlaus“. „Hún deyr áreiðanlega“, tautaði dr. J„ um leið og hann yfirgaf sjúkrastofuna.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.