Víðir


Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR -V&i&tvvn og tjázmát 1/vws/vwvw.An^A/VArjvw | Ifiðif i| j i kemur út á laugardögum jí Fylgirit: [' GAMALT OG NÝTT [| i j Ritstjóri: i[ EINAR SIGURÐSSON j[ j ! Sími GGÖl ;! i Víkingsprent [i i (**^>v%/'mjvwwws^wwwu Fordæmið. Fyrir alþingi hefur nú ver- ið lagt hæsta fjárlagafrum- varp, sem um getur í sögu þess. Nema áætluð útgjöld þess 1 miljón króna daglega árið um kring og hækka þann- ig um fimmtung frá því í fyrra. Þessi hækkun gefur bend- ingu um, hvernig það opin- bera ætlar að snúast við hinni vaxandi verðbólgu. Þar er ekki um neina stefnubreyt- ingu að ræða. Hún gefur einnig bæjarfélögunum for- dæmi með þessu, þegar þau fara að semja fjárhagsáætlan- ir sínar á næstunni. Þá mun þessi stefna ekki verða til þess að hvetja borg- arana til sparsemi eða skapa hjá þeim aukna, trú á gildi sparifjár og verðgildi pening- anna. Stefna þess opinbera í fjár- málum hefði þurft að hvetja til sparsemi og skapa hjá fólki aukna trú á gildi sparifjár- söfnunar og peninga, en ekki auka á tortryggnina í þeim efnum með því að fylgja verð'- bólgunni dyggilega eftir. Þá mun þessi stefna ekki verða til þess að hvetja borg- arana til þegnskapar í kröf- um sínum. Hvað segja t. d. sjó- og útgerðarmenn við slíku- á sama tíma og þeir verða á einu ári að taka á sig 30— 40% hækkun á útgerðarkostn- aði. Það dettur engum í hug að neita því, að flest þau út- gjöld, sem fjárlagafrumvarp- ið' gerir ráð fyrir, séu hin nauðsynlegustu, en hvað má ekki margur maðurinn neita sér um margt, sem eru hinar brýnustu nauðsynjar, hvort heldur í heimilishaldi sínu eða atvinnurekstri. Það opinbera hefur undan- farið hvatt mjög til þess að almenningur sýndi þegnskap í kröfum sínum, en það er þjóðfélaginu hin fyllsta nauð- syn í baráttunni við verð- bólguna. En hvers vegna sýn- ir það sjálft þá ekki einlægni sína í þessum efnum með' því að ganga á undan með að halda í skefjum kröfum sín- um og útgjöldum. Það verður erfitt, á meðan það opinbera þykist ekki þurfa að draga úr neinu, að fá almenning til þess Það hefur verið mikill úlfa- þytur í blöðunum út af skýrslu verðgæzlustjóra á dögunum um aukna álagningu á vör- um, sem leystar hafa verið undan verðlagseftirliti. Það er sjálfsagt rétt, að' einstakir kaupsýslumenn hafa gengið of langt í þessum efnum. Það er þó ekki af því, að fyrirkomu- lagið sjálft bjóði heim spill- ingu í verzlunarháttum, held- ur hitt, að skilyrði voru ekki fyrir hendi til þess, að það fengi að njóta sín. Það var ekki nægilegt framboð af þessum vörum öllum, til þess að eð'lileg samkeppni nji;i sín. Og þá er það, að nokkrir menn nota sér þetta, og er slíkur hugsunarháttur, að nota sér vöruskort til óhóf- legrar álagningar, leifar frá haftatimabilinu, þegar svarti markaðurinn var í algleym- ingi. Áður fyrr hefði kaup- sýslumanni ekki dottið í hug að hækka verð á vöru, þó að minna væri af henni í einn tíma en annan. Hann hefði lagt á hana sína venjulegu á- lagingarprósentu og verið glaður yfir að' geta selt hana fljótt. Hingað til liefur verið mik- ill skortur á hinum svonefnda bátagjaldeyri og það sem af að taka á sig birgðarnar mögl- unarlaust. Áframhaldandi verðbólga hlýtur að leiða til annars tveggja, stöð'vunar atvinnu- veganna eða nýrrar gengis- lækkunar. En hækkun fjár- laga um 20% á einu ári er að ausa olíu á verðbólgueldinn. er árinu hafa aðeins verið seldar af honum rúmar 30 miljónir króna. Það var hins vegar gert ráð fyrir, að hann yrði um 100 milj. króna allt árið. Jafnframt þessu var svo verið að seðja margra ára vöruhungur. Það' er því eng- in furða, þar sem margar vör- ur falla undir þessar reglur, þó að skortur hafi verið á sumum þein’a. Það er alveg rangt af kaup- sýslumanni að leggja óhóflega á lítinn vöruslatta. Það er að- eins til þess að skíta sig út. Slíkt er líka áreiðanlega skammgóður vermir. Hann á fyrst og fremst að keppa að' því að hafa sanngjarnt verð á vöru sinni og selja mikið. Slíkt verður affarasælla, þegar til lengdar Iætur. Til þess að koma í veg fyr- ir, að' slíkt endurtaki sig, er leiðin ekki sú að koma aftur á verðlagseftirlitinu, heldur að skapa skilyrði fyrir því, að nægilegt sé jafnan til af gjald- eyri, til þess að einstaka menn fái ekki einokunaraðstöðu, sem þeir þá misnota. Það verður því heldur að taka nokkrar vörur af bátalistanum heldur en að áfram sé hægt að skáka í sama skjólinu, að' keppinauturinn geti eklci fengið gjaldeyri. Framleið- endum þykir að vísu gott, að gjaldeyrir þeirra seljist jafn- óðum, en það yrði þeim ekki til frambúðar. Því að það myndi koma slíku óorði á þetta fyrirkomulag, að það yrð'i afnumið, og þá er ekki víst að annað betra tæki við. Nýr orðrómur um sterlingspundið. Yfir Englandi vofir nú al- varleg kreppa, í iðnaðinum í vetur, vegna þess að það' skortir eldsneyti, rafmagn og gas og þar að auki stál. Það má búast við töluverðu falli á gull- og dollareignum Breta, sem þó hafa hækkað, síðan pundið var lækkað 1949. Eignir Stóra-Bretlands í gulli og dollurum munu minnka um 350 milj. dollara í minnsta lagi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, eftir því sem sögu- sagnir herma. Og þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að' draga úr innflutningi frá dollarasvæðinu. Því hefur heyrzt fleygt, að sterlings- pundið verði lækkað gagn- vart dollaranum frá 2.80 nið- ur í 2.40 dollara pundið. í blaðinu „Empire News“ seg- ir, að það sé almenn skoðun í öð'rum löndum, að eina leið Breta út úr fjárhagsörðugleik- unum sé lækkun pundsins að nýju. Orðrómurinn um, að ster- lignspundið verði lækkað að nýju, hefur þegar komið af stað nokkru gróðabralli. Verð á gulli hefur hækkað töluvert á frjálsa markaðinum. Enskir fjármálamenn halda því þó fram, að' orðrómur þessi hafi ekki við neitt að styðjast. Það er heldur ekki sennilegt, að lækkunin yrði fyrst um sinn. England stendur nú meira eitt með gjaldeyriserfiðleika sína en árið 1949, þegar flest lönd á meginlandi Evrópu voru neydd til að fylgja Bret- um í gengisfellingunni. Nú standa löndin á meginlandinu fastari fótum en England með tilliti til erlends gjaldeyris. Og komi til lækkunar á ster- lingspundinu að nýju, munu að líkindum fá af ríkjum meginlandsins fara að dæmi Englendinga, að minnsta kosti ekki að fullu. Stöðvast alheimsverSfallið? Verðið á þeim fimmtán mikilvægu hráefnum, sem skráð eru í skrá Moody’s, var í lok ágúst að meðaltali rúm- lega 15% lægra en hámarks- verðið í febrúar í ár. Af þessu sést, að verð á hrávörum hef- ur lækkað um næstum helm- ing af hækkuninni, síðan Kóreustríðið skall á. Skrá Moody’s er nú næstum eins og fyrir einu ári. En spurningin er, hvort verðlagið í heiminum fari aft- ur hækkandi. Það er því mið- ur ekki útilokað, jafnvel þó að styrjöldin í austri harðni ekki eða breiðist út. Fyrst og fremst hafa fjármálin í Ame- ríku mikil áhrif á verðlagið í heiminum. En það er augljóst, að á- standið í heiminum er nú mjög uggvænlegt í þesssum efnum. Fyrstu appelsínurnar koma brátt á markaðinn. I byrjun október má búast við fyrstu appelsínunum á Spáni. Útlit er fyrir, að verðið verði ekki hærra en við síð'asta út- flutning og jafnvel nokkru lægra. Verzlunarfloti Noregs er að mestu byggður er- lendis eða 90%, og þannig aðeins 10% í Noregi. 27% er byggt í Svíþjóð, 22% í Eng- landi, 14% í Ameríku og 9% í Danmörku. Ferðin til Lourdes. Eftir ÖNNU CARREL Framh. „Hún hefur fengið lækningu, er læknuð“, sagði doktor J. mjög hrærður. „Ég get ekkert fundið“, sagði M. „Andardráttur hennar er eðlilegur. Hún er heilbrigð'. Hún getur farið á fætur“. „Það er engin skýring til á þessari lækningu“, sagði Dr. J. Lerrac vJr þögull. Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja. Hann vissi einu sinni ekki lengur, hvað hann átti að hugsa. Hann gat ekki boðið upp á neina skýringu. En öll leit að skýringum var gersamlega óþörf og lítils virði frammi fyrir hinu geislandi glaða og ánægða andliti stúlku þessarar. Ilenni hafði verið bjargað úr hennar kvalræðis- fyllstu hörmung, hún hafði verið reist á fætur og leidd inn í Ijósið, frelsið, elskuna, inn í lífið sjálft. Þetta var hið raunverulega, blessaða afreksverk. Þetta var sjjilft lcrafta- verkið. „Hvað ætlarðu nú að' gera?“ spurði Lerrac Maríu Ferr- and, „nú, þegar þú finnur sjálf, að þú ert orðin albata?“ „Ég ætlá að fara til systranna hjá heilögum Vincentiusi og Páli og hjúkra sjúkum“, svaraði stúlkan. Lerrac yfirgaf herbergið til að dylja geðshræringu sína. Eftir að hafa rannsakað nokkra fleiri sjúklinga, hélt Lerrac út á strætið. Það var komin nótt. Basilicuna bar við himinn við' endann á strætinu, — en óslitin Ijósakeðja Ijómaði alla leið að dyrunum. Pílagrímar, sem báru brenn- andi blys í skrúðgöngu, hlykkjuðust áfram eins og logandi höggormur legði leið sína fram með virkisflötinni. Úr öllum áttum heyrðust óma fullum hálsi ósamróma raddir ótölu- legs mannfjölda, sem söng Lourdes lofsöngva, með hinum síendurteknu Ave, Ave — Ave — ávörpum og ákalli. Lerrac gekk hröðum skrefum gegnum mannþyrpingarnar og nam staðar á fljótsbakkanum, þar sem hann leitaði næð'- is. Nú skildi hann, að ekki var framar ástæða til að brosa að hinni barnslegu, öfgafullu von pílagrimanna. Nú var búið að hafa endaskipti á öllu, sem hann hafði áð'ur trúað. Þetta ótamda og stjórnlausa, ósennilega vonarofstæki var nú orðið að einfaldri staðreynd. Deyjandi fólk var læknað á örfáum klukkustundum, eins og skot. Þessir pílagrímar áttu sína eigin orku og notuðu og unnu afrek. En fyrst og fremst og öllu öðru fremur hugsuðu þeir í lítillæti og auðmýkt. Loks var Lerrac orðinn aleinn við fljótið'. Hann sat þar langa stund og virti fyrir sér Hellinn með hinum þúsund kertaljósum, sem blöktu í myrkrinu og vörpuðu rauðum glóðarbjarma á umhverfið. Hann starði á Meyjarlikneskið og lengra inni í skugganum á raðir af koparkrönum, en þaðan streymdi töfravatnið, kraftaverkavatnið, sem gaus fram úr klettinum. Það var eiginlega máttarstólpinn, or- sökin að' öllum lækningunum, og því gat Lerrac enn ekki trúað. Það var komið miðnætti, og þegar tunglið kom upp á bak við hæðirnar, var Lerrac enn hjá Hellinum. Hann var ekkert annað' en einmana, áhyggjufull og átta- villt mannvera, sem var þarna í myrkrinu að brjóta heil- ann um vísindaleg vafaatriði og spurningar, sem hann var þó að reyna að niðurbæla og kæfa. Hvernig átti hann að' geta útskýrt lækningarnar í Lourdes? Ekki var hægt að neita því, að það var hlálega óþægi- legt að vera ánetjaður og flæktur í kraftaverkum. Flestir

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.