Víðir


Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Beykjavík, laugardaginn 6. október 1951. 27. tölublað. Síldarsölfun 29. sepf. Vestmannaeyjar 5695 tn.: Hraðfrystistöðin 1911 ísfél. Vestm.eyja h.f. 723 Vinnslustöðin 3061 Þorlákshöfn 1202 tn.: Meitiílinn h.f. 1202 rindavik 8^31 tn.: Hraðfrystihús Þórkötlustaða 2150 Hraðfrystihús Grindavíkur 2630 Júl. & Sigfús 1350 Karl K. Karlsson 803 Hafsíld 795 Kvikmyndun gamalla alvinnuhálla. Söltunarst. K. Þ. G. 703 Sandgerði 8766 tn.: Miðnes h.f. 2566 Oskar Halldórsson 3064 Garður h.f. 2369 Barðinn h.f. 353 Söltunarst. Víkings 414 Keflavik og nágr. 17515 tn.: Albert Bjarnason 363 Jóhs. Jónsson 110 Sveinbjöm Ámason 59 Margeir & Björn 2747 Félagssöltun F. E. B. 1981 Geir goði h.f. 2266 Steingr. Árnason 3256 Keflavík h.f. 1272 Samvinnufé]. ísf. 445 Karvel Ögmundsson 730 Félagssöltun J. H„ G. 1040 Egill Jónasson 686 Vogar h.f. 1224 Kári h.f. 314 Jón Hjaltalín 167 Hraðfrystistöð Keflavíkur 269 Valtýr & Eggert 258 Páll Friðfinnss. o. fl. 35 Gunnar Guðmundss. 295 Hafnarfjörður 6/+01 tn.: Bátafél. Hafnarfj. 732 Beint. Bjarnason 409 Fiskur hi. 1404 Jón Gíslason 3237 Isberg 444 Sviði hi. 102 Guðm. Þ. Magnússon 73 Reykjavík 1791 tn.: Björn Gottskálksson 336 ísbjörninn h.f. 384 Söltunarfél. Síldin 517 Aandey 246 Síf. 224 ísleifur Pálsson 54 ís h.f. 30 Akranes 5549 tn.: Har. Böðv. & Co. 2443 Fiskiver h.f. 1300 Heimaskagi 1806 Samtals 55.352 tn. Tæknin breytist á mörgum sviðum. x\ður fyrr þurftu menn að skrá í letur frásagn- ir af einu og öðru, sem þeir vildu varðveita frá glÖtun, mála það eða teikna eða rista það á hellubjörg. Nú geta menn Ijósmyndað' og kvik- myndað hluti og atburði, svo að það gefi betri og gleggri mynd af þeim en hægt er jafnvel að gefa með rituðu máli. Og annað er það við kvik- myndirnar, að það er svo fyr- irhafnarlítið að tileinka sér túlkun þeirra. Því er það', að þær verða almennari með ári hverju og ekki sízt í sam- bandi við sjónvarpið. Það er engu líkara en að hið ritaða mál þoki stöðugt til hliðar hjá almenningi fyrir þessari nýju tækni, nema þá helzt blöðin og það, sem skrifað er til dægrastyttingar og skemmtilesturs eins . saman. Það er eins og það' sé að verða of mikið erfiði að lesa. Að hlusta og> horfa er léttara, jafnframt því sem það er oft gleggra. Því er það, að út- varp, kvikmyndir og sjónvarp fer sigurför um löndin. Fyrr og síðar hafa ritfærir menn fært í letur frásagnir af atvinnuháttum lands- manna. Nú myndi fáum detta í hug að fara að lýsa þannig veiðum á togara eða vélbát eða vinnu í frystihúsi og sízt að' skrifa um það bók, í hæsta lagi að rita um það blaða- grein. Menn myndu fara um borð í skipin og á vinnustað- ina og kvikmynda vinnu- brogðin, eins og menn eru nú að gera einn á fætur öðrum. Og þetta vill fólkið sjá, og þetta hefur líka menningar- legt gildi, er fram líða stund- ir. Það má deila um, hvort gildi þess er jafnmikið og hins ritaða orðs, en bezt er þetta hvort með' öðru. Kvikmyndun er tiltölulega ódýr — 16 mm litfilma, sem er 30 metra löng og tekur 10 —15 mínútur að sýna, kostar 180 krónur — og verður áður en langt um líður kannske allt að því jafnalmenn og ljósmyndun er nú. Þá verður algengt að taka slíkar myndir af atvinnulífinu sem öðru. Með góðri geymslu varðveit- ast ljósmyndaplötur og film- ur betur en ljósmyndirnar. En eins og ljósmyndir lenda fyrr eða síðar á forngripa- söfnum, mun einnig fara svo um filmur, sem almenn- ingur tekur. Meiri háttar filmur, sem teknar eru sér- staklegaí með það' fyrir aug- um að vera sýndar almenn- ingi, verða svo eign skóla eða annarra stofnana eða einka- fyrirtækja, sem hafa áhuga á að eiga sögu fyrirtækisins á filmu. Það er því fullt útlit fyrir, að framvegis verði nokkuð vel séð fyrir að varðveita sem réttasta mynd af atvinnu- háttum samtíðarinnar hér eftir. En það' gegnir öðru máli með þá atvinnuhætti, sem nú eru lagðir niður. Þar þarf að vinda bráðan bug að því að kvikmynda ýmislegt, sem er í þann veginn að glatast í þeim efnum. Má t. d. nefna ýmislegt, sem lýtur að sjómennsku, svo sem fiskiróður á opnu skipi frá söndunum, hákarlalegur, flutning á fiski á reiðingi, fisk- burð á krókum úr sandi og fiski ekið á handvögnum. Enn fremur aðgerð' á fiski, eins og hún tíðkaðist fyrrum, og var m. a. framkvæmd af kven- fólki, lifrarbræðslu eftir eldri aðferðum, verkun aflans og þá einkum herzlu hans í fisk- byrgjum, skipasmíðar með gömlum hætti og skinnklæða- saum. Og er þá nokkuð nefnt, er varðar sjávarútveginn. Sjón er sögu ríkari, og myndi það hafa mikið gildi fyrir seinni tímann, ef því yrði komið í verk að kvik- mynda hina fornu atvinnu- hætti, áður en þeir menn, sem voru hér að verki, líða undir lok og enn meira fyrnist yfir hina fornti atvinnuhætti en nú er. Verður í Skagerak nýtfr auðugt síldveiditímabil milli 1956 og 1996! . Arne Takle jr. hefur'gert nákvæmar rannsóknir á síld- argöngunni í Skagerak, og rannsóknir hans leiða í ljós margt, sem athyglisvert er. Meðal annars getur hann þess, að mikill sænskur fiski- fræð'ingur álíti, að auðugt síldveiðitímabil verði í Skage- rak á árunum 1956 til 1996. Ameríkuflugið hjá SAS 5 ára. Kunnasta flugfélag á Norð- urlöndum, S. A.S., hafði hinn 17. sept. s. 1. haldið uppi reglulegu flugi til Ameríku í 5 ár. Á þessum árum hafa verið farnar á vegum félags- ins 3.357 flugferðir með 86.- 740 farþega. Ferðir eru nú daglega vestur, og um hásum- arið eru farnar 11 ferðir á viku. Notaðar eru vélar DC-6, sem taka 48 farþega. Næsta ár verða teknar í notkun DC- 6 B, sem eru stærri og taka 58 farþega. Met. Norskur bátur frá Tromsö, sem veiddi með nót, fékk í vetur 390 lestir af fiski við Lofoten. Fyrra metið var 370 lestir. Aflametið á vetrarver- tíðinni hér sunnanlands var um 660 lestir, var það á línu og í net. Slærsti togari í heimi er eign franska útgerðarfé- lagsins Joseph Huret & Cie í Bordeaux, smíðaður í skipa- smíðastöð' í Frederikshavn í Danmörku. Togarinn m.s. „Jutland" er 70 m á lengd milli stafna, 1600 brúttó lest- ir og ber 1800 lestir. Hann er knúinn af fjórgengis dieselvél, sem er 1400 IHK. Áhöfnin er 60 manns. Togarinn, sem einnig má nota sem verk- smið'juskip, er nú við rosk- veiðarnar við New Found- land og Grænlsmd. Svíakonungi gefin funna með íslandssíld. Tundurslæðarinn Bredskár kom til Gautaborgar frá* ís- landsmiðum fyrir um það bil hálfum mánuði, en þar hafði hann verið sænska síldarflot- anum til aðstoðar. Áhöfnin var ekki vel haldin eftir all- erfiða heimferð í stormi og rigningu í þrjá sólarhringa. I tundurslæð'aranum var m. a. tunna með Ijómandi góðri, spikfeitri Islandssíld, sem flutt var til Stokkhólms og færð konunginum að gjöf með kveðju frá sænskum sjómönn- um, sem stunduðu síldveiðar við Island í sumar. Sænski síldarflotinn við Is- land var í ár 35 bátar, einnig voru um 180 norskir bátar, og auk þess voru hér Finnar og Færeyingar. Færeyingar veiddu þó mest þorsk. Alls munu um 2.000 manns hafa verið á fiskveiðum við aust- urströnd Islands í sumar. Síldarflotinn, sem áðhr var einkum á miðunum við norð- urströndina og leitaði þá til Siglufjarðar, varð í sumar að yfirgefa þau mið og fylgja síldinni eftir austur og suður á bóginn, og voru veiðarnar stundaðar þar alllangt til hafs. Seyðisfjörður var því næsta höfn fyrir flotann í sumar. Fiskveiðarnar hafa gengið allvel í ár hjá Svíum. 7—8 köfunarferðir voru farnar, og framkvæmdar hafa verið 50 viðgerðir á vélum og ýmsu of- anþilja af mönnum um borð í tundurduflaslæðaranum. Snyrpunótina var að minnsta kosti farið að nota við Noreg árið 1900, og kom hún þá frá Svíþjóð. 1905 og ef til vill fyrr voru Norðmenn farnir að nota hana við ísland. Einn af sjó- mönnum þeim, er þá voru með, er enn á lífi í Noregi 80 ára gamall. Mikil veiði, en lítil laun. í Noregi hefur ársfram- leiðslan af fiski aukizt úr 900.- 000 lestum frá því fyrir stríð upp í næstum 1% milj. lestir í ár, þó með færri mönnum. Árið 1950 var fiskmagnið' samanlagt 1.240.000 lestir og var að verðmæti sem svarar 736 milj. íslenzkra króna. Meðaltekjur sjómannanna voru 1950 sem svarar 8.000 ísl. kr., en meðallaun vinnandi manna í Noregi eru talin sem svarar 13.000 ísl. kr. ÍSFISKSÖLUR: Söludagur. Skipsnafn: Sölust.: Lestir: MeSalv. kg.: 27. sept. Hvalfell, Reykjavík Grimsby 159 £ 8854 kr. 2.55 29. _ Geir, Keykjavik Grimsby 187 £10019 — 2.45 1. okt. Karlsefni, Reykjavík Bremerhaven 237 £ 10127 — 1.95 2. — Skúli Magnússon, Rvík Cuxliaven 221 £ 8870 — 1.80 2. — Jón forseti, Rvík Bremerhaven 250 £ 10550 — Í90 3. — Röðull, Hafnarfirði Cuxhaveu 277 £11166 — 1.85

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.