Víðir


Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Hugleiðingar um Septembersýningu 1951. í nokkur ár hafa ýmsir, að- allega ungir, myndlistamenn haft samsýningar í Lista- mannaskálanum, sem vakið hafa mikla athygli. Ný list hefur á öllum tím- um verið mjög umdeild. Þorri þeirra borgara, sem á hverj- um tíma skipar valda- og virðingarsæti þjóðfélagsins hefur mikið samneyti við list og Hstamenn; lcynnist verkum listamanna, metur þau og fær notið. En valdamiklir menn og auðugir eru oft furðulega ósjálfbjarga og óttast mjög um sig. Forgengileiki auðs og valds elur á minnimáttar- kennd gagnvart hinu furðu- lífseiga fyrirbæri, sem menn kalla list. Því eru viðbrögð þeirra oft. fyrirvaralaus og hörð, er listin fer inn á nýjar brautir með þeim hugsanlegu afleiðingum, að hún valdi verulegu umróti í þjóðfélag- inu. Listin er áleitin og óbil- gjörn, nær oft sterkum tökum á áhrifa- og athafnamönnum, sem finna sterk, leyjid ættar- mót með. sér og listamönnun- um, sem brjóta nýjar leiðir og leyfa sér meira tillitsleysi gagnvart þjóðfélaginu en fjöldinn. Orsakanna til þess, hve ný list fær oft kaldar viðtökur, er þó ekki einungis að leita í andstöðu hins valdamikla borgara. Almenning, sem hef- ur fengið í eldri list ráðningu svo margra fagurra æsku- drauma og svalað þyrstum og þreyttum taugum sínum við lindir hennar, skortir oft það úthald og einbeitingu innri sjónar, sem nauðsynlegt er til þess að tileinka sér kjarna nýrrar listar. Á þetta sérstak- lega við hér, þar sem almenn listasöfn vantar algerlega og opinber listþjónusta skammt á veg lcomin í mörgum grein- um. Þótt aðalástæðurnar til andstöðu og áhugaleysis fólks í skiptum þess við nýja list hafi verið nefndar, má vitan- lega ekki gleyma því, að í list, sem annars staðar, eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Þó góð list sé oft óaðgengileg, er ekki víst, að hægt sé að kalla það list, sem ekki á neitt brýnt erindi við sína samtíð. Hleypi- dómalaus mvndskoðari gerir enga ákveðna kröfu til mynda, ekki þá, að þær líkist einhverju ákveðnu, túlki á- kveðna hugsun eða lýsi ein- hverju sérstöku. Erindi hans á sýningu er að leita svölunar andlegum þorsta sínum, draga að sér andlega næringu, og langflest fólk leitar í list að fegurð, einhverju, sem gleður auga og hjarta eða „huggar augað lits við lind og leikur gleði í sorgartjöldum“. Þó með því sé vitanlega ekki sagt, að allt fólk unni fegurð öðru fremur eða henni einni eða að fegurðin sé aðeins fólg- in í því að sleikja sólskin eða baða í rósum, þar sem vitað er, að meginhluti mannkyns- ins á sínar sælustundir jöfn- um höndum að þakka eitur- nautnum og fullnægingu mjög rangsnúinna hvata, verður þó sjálfsagt seint frá því horfið að meta fegurðina í lífi og list öðrum þræði út frá hinni barnslegu hrifningu hins frumstæða manns, sem hefur hjarta sitt eitt til leiðsögu. Þeim, sem lesa þennan for- mála, verður það vafalaust ljóst, sem raunar er vitað í margar aldir, að listgagnrýni er hinn heimskulegasti þvætt- ingur, og gildir það jafnvel um listdóma. hinna merkustu manna, því um listsköpun sýnist sitt hverjum og líklega engum rétt. En umræður um list vekja áhuga, og áhuginn er undanfari þess skilnings, sem hægt er að eignast á list með því einu að umgangast listaverkin, skoða þau með sömu ást og afdráttarlausu hlutleysi og menn skoða sjálfa náttúruna. Listsköpun er þyngsta átakið, sem á mann- inn er lagt. Hún er ávöxtur mikilla þjáninga, átaka, sem kalla á alla krafta, sem unnt er að' beita, hverja taug verð- ur að þenja að hámarki. Hver sá, sem leynir einum dropa af blóði, fær engu áorkað. Sá, sem er fær um að bera. sár- ustu þjáningarnar, er mestur listamaður, og sá einn fær notið list.ar til fulls, sem fylg- ir listamanninum eftir um hans þungu stigu. Enginn skyldi láta blekkjast af auð- skilinni list, og umfram allt má æskan ekki alast upp við þá trú, að lífið sé saklaus skemmtun. A Septembersýningunni í ár koma fram 7 málarar og 3 myndhöggvarar. Gunnlaug- ur Scheving ber höfuð og herð- ar yfir alla á sýningunni. Lengi vel fannst mörgum Scheving dálítið einstreng- ingslegur, og hinir nýju litir hans á hafi og jöklum orkuðu framandi og kaldranalega á áhorfendur. Nú vaxa vinsæld- ir Schevings með hverri sýn- ingu. Hugsun hans er djúp og römm, en tær og sönn. Hann er ósveigjanlegur í sínum stór- brotnu línum, en sæll eins og sveitabarn í náttúrudýrkun sinni. Þróun hans er örugg og á þjóðlegri rót. Þorvaldur Skúlason er rnjög ólíkur Scheving, fjölgáfaður ög fjöllyndur listamaður, næmur fyrir nýjum áhrifum, sívakandi o g ótrauður að kanna nýjar leiðir og vílar ekki fyrir sér að brjóta að baki sér allar brýr. Myndir hans eru lifandi og litauðug- ar, en sitt trúnaðarmál hefur hann líklega ennþá engum sagt. Allir virðast á einu máli um það, áð hinar augljósu gáfur Þorvaldar Skúlasonar ættu skilið að hafa notið sín betur. Valtýr Pétursson vinnur ör- ugglega og markvisst, hann kemur alltaf á óvart og er aldrei leiðinlegur. En myndir hans eru mjög sjaldan falleg- ar. I bezta lagi leggur frá þeim notalegan yl, en oftast eru þær kaldar, og í þetta sinn mjög óþægilegá hryssingsleg- ar. Kjartan Guðjónsson virð- ist í þetta sinn vera á leið til baka til ákveðnari fyrir- mynda, en myndir hans á þessari sýningu eru áberandi líkar verkum annarra málara, og dregur það úr álirifum þeirra. Kjartan hefur áður sýnt mjög fallegar myndir. Jóhannes Jóhannesson er góður listamaður, alvarleg- ur og heiðarlegur, en þroski hans er einkennilega liægur, engin sýnileg framför frá fyrri sýningum, og alveg það sama er uppi á teningnum með Kristján Davíðsson, þann bráðsnjalla málara. .. Hann hjakkar enn í sama farinu með sínar furðúlega ljótu fígúrur dregnar fi’amúr hell- um foi’naldarinnar, óþægilega skyldar hver annarri og jafn- vel húmorlausari en áður. Þó dylst ekki, að hann hefur gætt þær varanlegu lífsmarki. Nína Tryggvadóttir er ekki með núna, og eru það aðdá- endunx hennar mikil von- brigði. Þar sem Nína er, ger- ist alltaf eitthvað nýtt og heillandi. Ivarl Kvaran sýnir enn sína. stóru plakata, sem erfitt er að ráða neitt veru- legt af um efnivið höfundar- ins. Asmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson vöktu einna almennasta hrifningu á Osló- sýningunni. Þeir eru báðir af- burða kunnáttumenn að dómi þeirra, sem óhætt er að hafa slíkt eftir. Eftir þá báða ligg- ur fjöldi stórverka, sem nægja munu þeim til varanlegrar frægðar. Þeir sækja nú báðir hraðara fram í nýja tímann en áköfustu aðdáendur þeirra hafa getað fylgt þeim, og sitja þeir nú eftir með sárt ennið og vita ekki, hvort þeir eiga að biðja guð að hjálpa sér eða þeim. Asmundur Sveinsson er nú nær sextugu, lotinn í herðum og æðaber, en lijartað er heitt sem fyrr og' vinnugleðin hin sama og æ áður. Því mun enginn trúa, að hann leggi nokkurntíma hönd að verki í öðru skyni en að leita þess sannleika, sem hann veit æðstan á hverjum tíma. Asmundur á nokki-ar myndir á sýningunni, hinn rammeflda járnsmið, sem ekki leynir kröftum sínurn, og tvær skemmtilegar mvndir, sem líklega mega fx-ekast kall- ast gamanmyndir, þó vel geti gránað gamanið þeirra beggja. Ekki ex-u þessi vex-k á borð við það bezta, sem liann hef- ur gert, en ótvírætt er hann eitt rnesta geni, sem ísland hefur alið. Sigurjón á þarna 3 myndir, sem vel mega vera ágætar, þó enginn korni auga á það í svipinn. Sigurjón 'stendur á gömlum merg, en verk hans hin síðari ár eru ósannfæi'- andi, önnur en þau, sem styðj- ast við ákveðnar fyrirmyndir. Tove Ólafsson sýnir tvær myndir, tvö börn, yndislega fallega mynd, og konu mikil- úðlega og trausta, sem áx-eið- anlega á eftir að vinna hug margra. Tove er mjög vax- andi listamaður. Septembersýningin var í heild, er frátaldar eru myndir Schevings, Ásmundar og frii Tove, fremur rislág í þetta sinn. Þorvaldur brást venju fremur, og sama er að segja um Sigurjón. Kjartan, Jó- hannes og Kristján áttu í raun og veru ekki myndir til að sýna, og Nína er ekki með. Næstu Septembersýningar er beðið með mikilli eftii'vænt- ingu. J. R. E. KORN. Látu þér ekki nægja að gera skyldu þína. Gerðu meira en skyldu þína. Sá, sem fyrst stígur fæti inn fyrir markið, hann vinnur. * Við getum að einu leyti skynjað hraða Ijóssins. Það nær okkur of snemma á morgnana. ★ Svo sem menn sá, svo munu þeir og uppskera, þó auðvit- að að undanteknum áhuga- manninum í garðyrkju. * Verið ávallt á ferð, þá rek- izt þér einnig á eitthvað. Aldi'ei hefur heyrzt talað um, að nokkur, seixi situr kyrr, rekist á nokkuð. ★ Max-gir, sem ásakaðir eru um, að þeir drekki eins og fiskar, vita ekki einu sinni hvernig vatn er á bragðið. ★ Svo var það maðurinn, sem átti gullbrúðkaup, hann stakk upp á því við konuna sína að halda daginn liátíðlegan með tveggja míniitna þögn. ★ Hagnaðurinn við háskóla- menntun er sá, að hún kennir þér að meta þau auðæfi, sem luin hindrar þig í að öðlast. ★ Gott, gamalt ráð. — Gerðu þér það að reglu að skrifa nið'- ur. Safnaðu hugmyndum af eins miklurn áhuga og fólk safnar frímerkjum. Hugmynd getur þú fundið næstum hvar sem er og livenær sem er. Treystu ekki á minnið. Skrif- aðu hjá þér, og hugsaðu um það seinna. ★ Bi-ezki kappsiglingamaður- inn Donald Campbell reyndi nýlega bátinn sinn Bluebird. Sjórinn þevttist hvítfyssandi í loft upp í kjölfar bátsins. Hann var að reyna að slá ameríska metið. Hraðinn var yfir 120 mílur á klst., og hann skýrði frá því, að allt hafi gengið þannig, að hann mætti vera ánægður með árangur- inn. ★ Beinasta afleiðingin af að gefa konu loðkápu er sú, að hún verður svolítið hlýrri. stund sat hann þar hreyfingarlaus, fól andlitið í höndurn sér og hlustaði á sálmasönginn. Loks tók hann eftir því, að liann var farinn að biðjast fyrir. ... „Ég trúi á þig. Þú svaraðir bcenum mínum, með blossandi, geislandi krafta- verki. Enn er ég steinblindur í því efni. Enn efast ég. En heitasta þra lífs míns er að trúa, trúa skilyrðislaust og ástríðufullt — og aldrei frainar gagnrýna og efast. ... í undirdjúpinu, undir hinum harðneskjulega vamarvopna- burði skilningsdrambsemi minnar lifir áfrarn niðurbœldur draumur. Jœja, það er ennþá einungis draumur, en það er ununarríkasti draumurinn af þeim öllum. Það er sá töfr- andi draumur að trúa á þig og elska þig með hinum skín- andi bjarta anda Guðs vina". Lerrac gekk í hægðum sínum niður trjágöngin þessa frið- sælu nótt, niðursokkinn í bænir sínar. Hann tók varla eftir fersku næturloftinu. Þegar hann var kominn aftur inn í herbergið sitt á gistihúsinu, fannst honum, að vikur hefðu liðið frá því, að hann yfirgaf það seinast. Hann tók grænu stóru vasabókina sína upp úr tösku sinni og settist niður til að skrifa athugasemdir sínar við hina endanlegu við'- burði dagsins. Nú var klukkan að verða 3. Föl birta var farin að brjót- ast gegnum djúpið í næturhimninum. Nýr svali streymdi inn um gluggann. Hann fann heiðríkju náttúrunnar streyma ian í sál sína með' mildri ró. ÖII forréttindi daglegs lífs, til- gátur, lærdómsáætlanir og viturlegar efasemdir höfðu horf- ið. Honum virtist hann liafa eignazt öryggi. Og hann fann Hinn undursamlega, sefandi og fróandi frið þess. Hann fann svo innilega til þess og áþreifanlega, að nú hafði liann engar áhyggjur framar. I hinni óumræðilegu fegurð dagrenningarinnar, hinu un- ! aðslega morgunsári hins nýja dags, sofnaði Lerrac. ENDIR.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.