Víðir


Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR Það munar ekki um einn bióð- mörskepp... Fjárþörf bæjanna, hinna ungu og ört vaxandi bæja, fer ínjög vaxandi, þar sem full- nægja þarf kröfum um vegi, skóla- og sjúkrahús, hafnar- gerðir og margháttaðar nauð'- synlegar framkvæmdir, og svo fleiri og fleiri bæjarrekin atvinnufyrirtæki. En tekjustofnar bæjannatil þess að mæta slíkum útgjöld- um hafa verið svo til eingöngu útsvörin. Ríkissjóður hefur hins veg- ar með alþingi og löggjafar- valdið á bak við sig getað far- ið nýjar og nýjar leiðir til tekjuöflunar til þess að mæta sívaxandi útgjöldum sínum. Hefur þar ekki verið látið staðar numið, fyrr en lengra hefur ekki þótt fært hverju sinni. Þannig er það um tekju- skattinn og fylgiskatta hans, tollana, álagið á einkasölu- vörurnar og nú loks hinn nýj- asta allra skatta og um ieið óvinsælasta, söluskattinn. Og það er næsta ótrúlegt, að mælirinn sé þar með full- ur og nú verði látið staðar numið. Fyrir um 10 árum, svo að ekki sé farið lengra aft- ur í tímann, voru þessar á- Jögur sjáJfsagt ekki nema það hálfa á við það, sem þær eru nú, þótt ekki sé miðað við verðbólgukrónur, heldur toll- og skatteiningar og hundraðs- hluta álagningar. Og þá var ekkert til, sem söluskattur hét, sem nemur nú orðið jafn miklu og tekju- og eignaskatt- urinn. Og allt er þetta ómiss- andi að dómi þeirra, er með völdin fara. Ríkissjóður komst af fyrir 10 árum, svona álíka og hann kemst af í dag. Og þótt álög- urnar yrðu enn tvöfaldaðar á næstu 10 árum, myndu þær vera jafnómissandi fyrir rík- issjóð þá, öllu er eytt, það þykir sjálfsagt, hve mikið, sem aflað er. ,En nú þykir ekki lengur fært að skella skollaeyrunum við kröfum bæjanna um ann- an tekjustofn en útsvörin, og er nú kastað blóðmörsið'rum, með því að komið er fram á alþingi frumvarp um, að bæ- irnir fái fasteignaskattinn. Jafnframt er svo gefið óspart undir fótinn með, að þarna sé tekjustofn á ferðinni, sem í séu fólgin gullin tækifæri fyr- ir bæjarfélögin til tekjuöflun- ar, m. a. með því að hækka megi fasteignamatið til sam- ræmis við verðbólguna. Þá þarf ekki að efast um, að þar verður ekki látið staðar num- ið, heldur sjálfur skatturinn hækkaður. Ríkissjóð munar sjálfsagt ekki mikið um þennan blóð- mörskepp í sláturtíðinni, hon- um hefur líka sézt yfir hann liingað til meðal hinna stærri og bústnari iðra. En er það imllt frá almennu sjónanuiði að ota bæjarfélögunum á fast- eignir manna til freklegrar skattlagningar. Hvað er heil- brigðara en menn verji fé sínu til að koma upp varaniegum verðmætum. Er ekki nóg komið að því að verðlauna eyðslusemina, en refsa mönn- um fyrir viðleitni til sparnað- ar. Er heilbrigt að skattleggja. það sem munað að eiga hús- eign. Hversu getur ekki farið um efnahagsstarfsemina í iandinu, þegar menn verða fegnir að losna með einhverj- um ráðum við eignir sínar vegna þunga skattlagningar- innar. Slíks eru dæmi til áð- ur í kaupstöðum hér á landi, þegar ekkert var orðið til að leggja á nema eignirnar. Er heilbrigt að ýta stöðugt undir útþenslu þess opinbera á kosnað borgaranna. Þar að auki er hár fasteignaskattur óréttlátur að því leyti, að hann íþyngir mönnum án þess að taka tillit til efnahags þeirra. Þannig þarf atvinnu- fyrirtæki, sem berst í bökk- um, jafnt að greiða hann sem hitt, er góða afkomu hefur, og einstaklingur, sem hefur þunga ómegð og skuldar mik- ið í húseign sinni, að greiða jafnt og sá, sem létt liefur og íjázmát V er zlunar j öf nuður inn. Þó að innflutningurinn hafi verið gefinn frjáls, sennilega að % hlutum, er það eftir- tektarvert, að verzlunarjöfn- uðurinn er ekki ýkja miklu óhagstæðari nú en á sama tíma í fyrra, eða um 186 milj. króna á móti 146 milj. króna í fyrra. Ef tillit er tekið til þess, hve skip hafa verið flutt inn meira í ár en í fyrra, er mismunurinn á óhagstæða verzlunarjöfnuðinum nú og þá ekki nema um 5 miljónir króna. Þetta dregur þó ekki úr þeirri staðreynd, að' verzl- unarjöfnuðurinn er ískyggi- lega óhagstæður. Verzlunin hefur verið ör, síðan rýmk- að var um innflutninginn, eins og bezt sést á því, að inn- flutningurinn hefur nærri tvö- fáldazt frá því sem hann var á sama tíma í fyrra. Nokkuð af þessum innflutningi hefur safnazt fyrir í birgðum, bæði hjá heild- og smásöluverzlun- um, og einkum þó hjá þeim síðartöldu, en ekki er það neitt í námunda við þennan mikla mismun á innflutningn- um nú og í fyrra. Kaupsýslumenn láta líka yfirleitt vel yfir sölunni, en kvarta yfir að hafa ekki nægi- legt rekstrarfé og telja sig geta með því aukið söluna heimili og á eign sína skuld- lausa. Fasteignaskatturinn sem bjargráð bæjarfélaganna í fjárhagsörðugleikum þeirra getur orðið fjötur um fót mörgii atvinnufyrirtæki í landinu og til niðurdreps heil- brigðri efnahagsstarfsemi ein- staklinganna. stórlega. í því sambandi er þó það að athuga, að hin al- menna kaupgeta í landinu skammtar þar af, og myndi það ekki auka söluna nema að litlu leyti, þó að meira rekstrarfé væri í verzluninni. Það myndi aðeins verða um aukin viðskipti að ræða hjá þeim, sem ekki þyrftu vegna rúmra tekna að horfa neitt að ráði í eyðslu sína, eða þeim sem eiga eitthvert sparifé, og þá því aðeins, að fluttar væru inn vörur fyrir hið aukna fé, sem ekki væri nóg af fyrir. Það eru þessi viðskipti, sem einkum hafa aukið á söluna undanfarið. Allurþorri manna getur aðeins látið eftir sér að kaupa brýnustu daglegar nauðsynjar. ( Bátagjaldeyririnn. Veitt hafa verið bátagjald- evrisleyfi fyrir 47 miljónir króna. Það er gert ráð fyrir, að bát.agjaldeyririnn í ár nemi 80 miljónir króna. Alþjóða- gjaldeyrisbankinn veitti leyfi til þess, að sett yrði undir hinn svonefnda bátagjaldeyri 10% af innflutningnum, en það er ekki útlit fyrir, að þessi innflutningur nemi nema rúmum 7% í ár. Það sem af er, hefur gjald- eyrir þessi selst vel, sérstak- lega gjaldeyrir á sterling- löndin, minna á dollaralönd- in og illá á vöruskiptalöndin, og þó var álagið á þann gjald- eyri meira en helmingi minna, 25% á móti 60%. Það er mjög sennilegt, að úr því kemur fram í miðjan næsta mánuð verði lítil sala í bátagjaldeyri og þnð út janúar og jafnvel febrúarmán- uð. Tnnflytjendur munu reyna að klífa þrítugan ham- arinn með að ná í vörur fyrir hátíðarnar. Abyrgðar banka er nú kraf- izt fyrir greiðslu flestra vara, sem sendar eru til landsins. Hafa innflytjendur greitt þetta frá 25—50% inn í við- skiptabanka sinn til trygging- ar ábyrgðinni. Hefur sumum gengið illa að leysa inn eftir- stöðvarnar, þegar varan var komin, og hafa ábyrgðir því safnazt nokkuð fyrir í bönk- unum af þessum sökum. Mun það því hafa komið fyrir, að bankinn hafi stundum orðið að hlaupa undir bagga og lána nokkuð eða allt af því, sem á hefur vantað. Iíátíðasalan mun nú fara noklcuð til greiðslu á þessum og öðrum lánum. Mun þetta líka draga úr sölunni á bátagjaldeyri auk þess, sem janúar og febr- úar eru alltaf daufir verzlun- armánuðir. Þetta á sinn þátt í því, að bankarnir hafa orð'- ið kröfuharðari með trygging- ar fyrir ábvrgðum sínum, og krefjast þeir nú stundum 100%, innborgunar, þegar þeir takast slíka ábyrgð á hendur. Viðskiptin færast nú mjög í það horf, sem var áður en vöruskorturinn varð mestur, að smásöluverzlunum er veitt- ur gjaldfrestur. Margar þeirra B ANKARNIR Sqðlar í umferð Heildarútlán Ileildarinnlán Gjaldeyrisafstaða gagnvart útlöndum * IMótvirðissjóður milj. kr. 233. 1. nóv.1051: 1. iióv. 1950: milj. kr. 197 189 — — 1307 1084 _ _ 924* 692** — — + 24 -4- 14 ** Mótvirðissjóður milj. kr. 71. MiS-Austurlöndin. Hinir ískyggilegu atburðir varðandi Egypta hafa komið enn meiri skrið á sýslunina við að skipuleggja Mið-Aust- urlöndin hernaðarlega (í aðal- bækistöðvum Eisenhowers í París). ITin þrjú öflugu Vest- urveldi ásamt Tyrklandi halda, þrátt fyrir neitun Egypta, stefnunni, sem varð uppi á teningnum. Það hefur nú verið ákveðið að halla sér að hinum öðrum arabisku ríkjunum til að fá þau með í hið væntanlega samkomulag með einhverju móti. Það er augljóst, að boð um vernd yrði ákaflega freist- andi fyrir lönd eins og Jordan, Saudi-Arabiu og ef til vill Libanon, en Irak mun þó heldur kjósa að bíða átelcta, og Sýriand á óuppgerðar sak- ir við Tyrkland. Irak liggur næst hinum umdeildu olíu- svæðum í Iran. Aðalvand- kvæðin viðvíkjandi ráðagerð- unum eru þau, hvort Israel skuli einnig boðið að vera með, en það mun mæta ein- dreginni andstöðu af hálfu margra Arabaríkja. Israe! er í sjálfu sér ákaflega velviljað slíkri samvinnu, og útilokun þess, vegna þess að Araba- ríkin óska þess, mun í Tel- Aviv vera skoðuð semaugljós lítilsvirðing, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Urn aðsetur aðal- bækistöðvanna hefur elckert verið ákveðið. Kairo var upp- haflega áformuð. Eyjan Kýprus liggur vel við frá hemaðarlegu sjónarmiði, en ekki er loku fyrir það skotið, að reynt verði eitthvert annað Arabaríkjanna. Ekkert þess- a*a landa kemur til með að standa hinum fjóruin (Yestur- veldunum þremur og Tyrk- landi) jafnt að vígi að völdum eða í hernaðarlegu tilliti; þau verða fyrst og fremst hern- aðarsvæði.* London. Ivosningarnar eru nú um garð gengnar. Thaldsmenn beindu kosningabaráttunni í stórum dráttum að utanríkis- stjórnmálum, og Churchill er á því sviði mjög góður áróð- ursmaður. Hann liefur til að bera það, sem skáldin kalla oft hið torráðna, — örðug- leikarnir virðast vera skapað- ir fyrir hann einmitt til þess að yfirstíga þá. Honum láta bezt stormasöm veður, og flestir munu fallast á það með Ilailsliam lávarði, að ef ekki sé stormur, þá að minnsta kosti allsnarpur strekkingur. Daglega berast erlendis frá fréttir, sem benda til, að erfiðleikarnir séu blátt áfram orðnir króniskir. Hugsandi fóllc fellst á þetta. En meiri hluti kjósenda er aldrei nógu athugull til að hafa gát á alvarlegum fyrir- boðum um kreppu, og það hefur áður sýnt sig, að Chur- c-hill er ekki bezta kosninga- numerið, svo framarlega sem landið á ekki í ófriði. Hér var hið mikla vandamál á ferð- inni, og það er svo að sjá, að íhaldsmenn hafi háð barátt- una mjög skynsamlega, en einnig gætilega, í þeim’ skiln- ingi, að harðar árásir á sósí- alistiska stefnu stjórnarinnar og mörg fjárhagsleg vanda-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.