Víðir


Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 17. nóvember 1951. 33. tölublað. Þrýsíingurinn sprengir málmhimnuna. Merkisprengjurnar, sem skip og flugvélar eru skuld- bundin til að hafa á Kyrra- hafssvæðinu, vega um 6 kg. 1 þeim eru um 2 kg. af hinu mjög sterka sperngiefni TNT. Sprengjunni má koma fyrir á mismunandi dýpi, áður en hún er látin springa, þó með meðfylgjendi tilbendingum, og þarf aðeins að rifa af eitt hylki. Þegar sprengjunni er sökkt niður í vatnið, stígur þrýstingurinn á þunna málm- himnu, sem lesnar um, þegar hylkið er rifið af. Á hinu á- kveðna dýpi sprengir þrýst- ingurinn málmhimnuna, það losnar um sprengiefnaútbún- aðinn og sprengjan springur. Undireins og þrjár mót- tökustöðvar hafa ákvarðað, hvað siirengingin boðar, eru upplýsingar sendar áfram með loftskeytatækjum til að- alstöðvar. Þar gerir siglinga- fræðingur þegar í stað áætlun um staðinn og hvernig ástatt sé, og gerir flugvél aðvart, sem er til taks.Síðan eru gerðar enn nákvæmari athuganir cftir gefnum upplýsingum, og flugvélin, sem þegar leggur af stað á slysstaðinn, fær með loftskeytasendingum gefna upp nákvæma staðsetningu, með einnar sjómílu ná- kvæmni. SÍLD. Nýlunda í þýzkri skipasmföi. Fyrir nokkru var smíðað ^^élskip í Hamborg, sem ber 500 lestir, en áhöfnin er aðeins sjö manns, þ. e. a. s. skipstjóri, stýrimaður og fimm hásetar. Engir vélamenn eða mat- reiðslumenn eru á skipinu. Vélarnar vinna svo til sjálf- krafa, svo að hin fyrrnefnda áhöfn er alveg fær um að hafa umsjón með þeim. Sérstakur útbúnaður er fyrir smurningu og annað því um líkt. Frá skipstjórnarklefanum er öllu stjórnað, og þar eru tæki til þess að tempra olíuþrýsting og fleira. Þar sem svo fámennt er á skipinu, hefur verið' hægt að hafa vistarverur mjög rúm- góðar og búnar ýmsum þæg- indum. Annars er skipið að byggingu líkt þeim venjulegu flutningaskipum, sem sigla um heimshöfin. „Konungur síld". Fyrr á tímum, meðan síld- veiðarnar voru einkum stund- aðar í Eystrasalti, voru Þjóð- verjar leiðtogarnir í þeim efn- um. Fólkið flykktist þá úr sveitunum í Þýzkalandi til síldarvinnunnar í Lúbeck og annarra borga við Eystrasalt, líkt og sveitastúlkurnar ís- lenzku íara nú til síldarvinnu á Siglufjörð á hverju sumri. Þá var það, að veldi Hansa- kaupmanna hófst, sem um eitt skeið var eitthvert vold- ugasta fyrirtæki, sem uppi hefur verið' í Evrópu, ekki að- eins í verzlun, heldur einnig í stjórnmálum og menningu. Englendingar telja, að ullin og síldin séu stoðirnar, sem brezka heimsveldið hvílir á. Ulhna hafa þeir í svo miklum metum, að eitthvert virðu- legasta sætið, sem nokkrum brezkum þegn hlotnast — for- setasæti efri málstofunnar, lá- varðadeildarinnar — er sem ullarpoki í laginu og venjulega kallað því nafni. Síldina nefna þeir „King Herring" — þ. e. konungur síld — og vilja með því gefa til kynria, að svo langt beri hún af öðrum framleiðsluvör- um Breta, að þar beri henni konungstitillinn einni og eng- um öð'rum. En þegar síldin hætti að hrygna í Eystrasalti á fimmt- ándu öldinni og flutti sig vest- ur á bóginn út í Norðursjó- inn, fór veldi Hansakaup- manna smátt og smátt að dvína. Hollendingar tóku þcá við um forystuna í síldveið- unum og héldu henni um tveggja alda skeið eða vel það. Það var sérstaklega einym manni að þakka, fremur en öðrum, að þannig breyttist um til batnaðar fyrir Hollend- ingum. Þessi maður hét Beuckles. Hann fann upp nýja verkunaraðferð við síldina, sem var í því fólgin, að hún var söltuð í lagarheldar tunn- ur. Áður hafði það ekki þekkzt, heldur var hún áður söltuð í stafla líkt og fiskur. Með hinni nýju aðferð mátti geyma síldina óskemmda um langan tíma, án þess að hún eyðilegðist, sem áð'ur hafði verið altítt, og það í mjög stórum stíl. Sennilega veit almenningur ekki, hve voldug þjóð Hol- lendingar voru um eitt skeið. SALTFISKURINN: Framleiðslan: En sem dæmi má nefna það, að um miðja seytjándu öld, þegar hagur þeirra stóð með mestum blóma, réðu þeir yfir % hluta allra siglinga heims- ins. Af 20.000 verzlunarskip- um, sem talið er að' þá hafi siglt um heimshöfin, áttu Hol- lendingar 16.000 flutninga- skip. Svipað var um herskipa- flotann. Hann var sá lang- stærsti, sem til var í þ.á daga. Enda þurftu Hollendingar á öflugum verzlunar- og her- skipaflota að halda vegna hinna mörgu og víðáttumikhi nýlendna, sem þeir réðu þá yfir víðs vegar um heim og voru meiri en nokkur önnur þjóð hafði þá yfir að ráðá. Það er vel þess vert fyrir oss að muna eftir því, að upp af hollenzku síldveið'unum spratt verzlun þeirra og sigl- ingar, og þaðan aftur her- skipaflotinn og nýlendurnar, sem hin volduga þjóð, er Hol- lendingar þá voru átti úti um allan heim. Það var vitanlega ekki á- litlegt fyrir Englendinga að taka upp samkeppni við svo volduga þjóð, sem Hollend- ingar voru á 16. öld og 17. öld, allra sízt á því sviði, er þeir voru sterkastir, sem s& á haf- inu. Þetta varð þó raunin á. Þræta milli Cromwells og Hol- lendinga um síldveiðarnar og sighngarnar varð til þess, að siglingalög Breta frá 1651 voru sett. En þeim lögum er það m. a. að þakka, hvað siglingar Englendinga og fisk- veiðar jukust upp frá því, er leiddi til hins mikla verzlun- arflota, herskipaflota og ný- lendna, sem Bretar ráða nú yfir. A 19. öld voru það einkum Skotar, sem mestum framför- um tóku í síldveiðunum og síldarverzlun. Má óhikað þakka þær framfarir, fremur öðru, hinni afarmiklu ná- kvæmni í allri meðferð og vöndun vörunnar. í byrjun aldarinnar var framleiðsla þeirra um 100.000 tunnur, en í lok aldarinnar var hún korain upp í 2 miljón- ir tunna, og nær hámarki 1907, %V2 miljón. Eftir það fer ,síldveiðum Skota að hraka. Sjálfsagt veldur þar miklu um hin geysilega trufl- un, er heimsÖfriðurinn 1914— 1918 olli á öllum veiðiskap í Norðursjónum og víðar. Fullstaðinn saltfiskur (bátaf.) Fullstaðinu salfiskur (togaraf.) 1, nóv. 1951: 18.141 lestir 11.885 — l.nóv.1950: 31.047 lestir 17.805 — Samtals 30.020 lestir 48.852 lestir Aískipanir: Þurrfiskur 8.950.6 lestir OSO1^ lest Hlautfiskur 20.013.7 — 20.235.4 leslir Finnmerkurbúar og heimavarnirnar. Fiskimenn í Finnmörku í Noregi hafa kvartað undan því að vera kallaðir frá fisk- veiðurium, hvernig sem á stendur, í varnarliðið, og standi þá bátarnir uppi mann- lausir. Sama er að segja af fiskiðjuverunum. Þau hafa stundum staðið uppi mann- laus á miðri vertíð. Þessir að- ilar hafa farið fram á það við fylkisstjórann, að hann hafi samráð við sjómannafélögin uni kvaðningu í varnarliðið með sem lengstum fyíirvara, svo að það valdi sem minnst- um truflunum á atvinnu- rekstri héraðsins sem frekast er kostur. Árið 1913, síðasta árið fyr- ir heimsófriðinn, var enginn afturkippur sjáanlegur í síld- veiðum Breta. Þá gengu 1006 reknetaskip til síldveiða frá helztu síldveiðastöðinni í Englandi, Yarmouth, og öfl- uðu þau samtals lYí miljón tunnur. 1929 var framleiðsla Breta 1% miljón tunnur af saltsíld. Var þá mesta síldaraflaár, sem komið hefur síð'an stríð- inu lauk (fram að 1934). 1929 var heildarframleiðslan í Vestur-Evrópu S]^ milj. tunn- ur. Veiðiaðferðirnar fyrr og nú. Eins og kunnugt er voru það Norðmenn frá Mandal og öðrum bæjum á suður- og vesturströnd Noregs, sem fyrstir hófu síldveiðar til út- flutnings hér við land. Veið- arnar stunduðu þeir í fyrstu á fjörðum inni með lagnetum og kastnótum, og síðan með 0! eða van. I Esbjerg fengu sjómenn- irnir fyrir nokkru borgað fyr- ir að kasta 2000 tunnum af síld í sjóinn aftur. Orsökin var sú, að svo mikið hafði bor- izt í land af síld undanfarið, að allt var við það að drukkna í síld í verksmiðjunum. Síld- arverksmiðjan í Esbjerg er eign þeiri'a, sem veiða síldina, og lagði stjórnin fyrir nokkra af þeirn, sem biðu, að fara út aftur með síldiná í sjóinn, og myndu þeir fá hana borgaða eins og hinir, sem kæmust að að losa. Nýjungar í báfaútgerð í Noregi. Fiskimálaráðuneyti Noregs hefur samþykkt að láta smíða bát til að veiða með snyrpu- nót af amerískri gerð (sjálf- sagt sama og Fanney), með vél, hásetaklefa og stýrishúsi fram á skipinu. Menn álíta í Noregi, að þessi bátagerð muni henta vel snyrpunóta- veiðum á þorski og ufsa við Lofóten. reknetum á hafinu, eftir að síldin hætti að ganga inn í firðina, eða mönnum fór að leiðast að biða eftir henni þar. Á síðari árum hafa aðrar veiðiaðferðir komið iram á sjónarsviðið, og má þar helzt til nefna herpinótina, sem er fundin upp í Ameríku og var í fyrstu notuð til makrell- veiða, fluttist til Evrópu laust eftir aldamótin síðustu og var fyrst reynd við Island árið 1903. Kaflar úr útvarpserind- um Jóns E. Bergsveins- sonar erindreka fluttum 1934. ÍSFISKSÖLUR: Dagar milli Söludagur Skipsnafn: sölu : Sölust.: Lestir: Meðaív. kg.: 9. nóv. Pétur HalWórsson, Rvk Giimsby 189.5 £ 8793 kr. 2.10 10. — Fylkir, Eeykjavík 22 Grimsby 205.5 £ 10641 — 2.35 13. — Bjarni riddari, Hf. 26 Grimsby 228 £ 10809 — 2.15 14. — Egillrauði.Nesk.st. . 27 Grimsby 242 £ 9446 — 1.80 14. — Akurey, Reykjavík 28 Hull 225 £ 10811 — 2.20 14. — Helgafell, Reykjavík 27 Bremerh. 221 £11451 — 2.35 15. — Hvalfell, Reykjavík Hull 211 £10065 — 2.25 8. — Björg, Eskifirði Aberdeen 29.3 £ 1370 — 2.15 10. — Snæfugl, Eskifirði Aberdeen 30.3 £ 1379 ' — 2.05

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.