Víðir


Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 T ])ær verða að vígbúast, ef þær •eiga ekki að fara hallóka. Og nú vígbýst svo til allur heim- urinn. Mikill vígbúnaður 'hef- ur ávallt leitt til styrjaldar, hvað sem nú kann að verða. Áhriíin á eínahagslífiS. Kóreustyrjöldin er nú senn til lykta leidd, eða það vona menn. Strax og séð varð fyrir endann á Kóreustríðinu, hafði það róandi áhrif á heims- markaðinn og jafnvel í för með sér lítilsháttar verðlækk- anir, og kom það m. a. fram á íslenzka lýsinu. Viðskiptin ■eru næm fyrir gangi heims- málanna. En þótt Kóreustyrjöldin verði senn á enda kljáð og •ekki hljótist af henni annað verra, er aðdragandi að því að koma jafnvægi á jafnmikl- ar hernaðaraðgerðir og þar áttu sér stað, og hefur það’ sín áhrif á viðskiptalífið og vöruþörfina. En þessi mikli vígbúnaður þjóðanna hlýtur að hafa mikil áhrif á allt viðskiptalíf, jafn- mikið kapp og lagt er á hann. Stoðar hér lítið, þótt öflug við- leitni sé sýnd í þá átt að halda. verð’laginu í skefjum. Og það væri ekki óeðlilegt að láta sér detta í hug, að íslenzkar af- nrðir ættu eftir að hækka eitthvað í verði á erlendum markaði, þó að um þær gegni að vísu nokkuð öðru máli en um nauðsynjar til hergagna- framleiðslunnar. Við’ aukna atvinnu og kaupgetu hins vinnandi fólks í hergagnaiðn- aðinum og öðruin iðnaði, sem nú er allur rekinn með fyllstu afköstum, ætti eftirspurnin að aukast, og þá verður erfitt að halda verðinu niðri. Enda verður íslenzku þjóðinni það’ lífsnauðsyn, þegar erlendar vörur fara hækkandi, því að hún þarf, svo sem kunnugt er, á miklum innflutningi að halda borið saman við fólks- fjölda, hún er sjálfri sér svo ónóg á flestum sviðum. Áhrifin innanlands. Það er ómögulegt að sjá, að komizt verði hjá fiskhækk- un innanlands um næstu ára- mót, nema atvinnulífið lam- ist stórlega. Hvort sem þessi hækkun verð’ur fyrir utanað- komandi áhrif vegna verð- hækkana á erlendum markaði eða fyrir aðgerðir stjórnar- valdanna, hefur hún áhrif á kaupgetuna. Sama er að segja um fyrirhugaðar stór- framkvæmdir, svo sem bygg- ingu senientsverksmiðju, á- burðarverksmiðju, viðbótar- virkjun Sogsins og Laxár. Verði ekki um aðrar meiri- háttar framkvæmdir að ræða, — sem þó eru nokkrar líkur til að verði, — gerir það sjálf- sagt ekki betur en fullnægja verkafólki með atvinnu. Launþegarnir hafa sýnt þann þegnskap, síðan gengis- lögin voru sett, að hækka ekki grunnlaun. Hvort svo verður áfram, er erfitt að spá nokkru um, en þær línur skýrast væntanlega á alþýðu- sambandsþinginu, sem er að’ hefjast. En ekki virðist á- standið í landinu eins og er beinlínis hvetjandi til þess að leggja út í baráttu fyrir kaup- hækkunum. Með kapphlaupinu milli verðlags og kaupgjalds, eins og það hefur verið nefnt, verður verðhækkunarkeðja, sem getur reynzt atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar hættuleg, og er hættan eink- um fólgin í því, að hækkunin leiðir þá m. a. til ósamræmis milli framleiðslukostnaðar og afurðaverðs og samdráttar í óska þinna. Þá fyrst öðlast þú frið — frekar þarft þú ekki við. Uutela kom með vissum hætti aftur frá lækninum. Hin, einkum þó Hanna, höfðú lagt að hounm, vegna þess hve illa hann hafði kvefazt, að leita hjálpar. Hann hafði farið. Ekki þó vegna sín sjálfs, því að hann fann, að lífið hafði gert hann fullkomlega heilbrigðan, þar skorti lítið á. Og hann fann einnig, að engar lækningar skiptu nú máli. Vegna hinna hafði hann þó látið hella einhverju á glas handa sér í lyfjabúðinni. En handa hinum vildi hann ekki koma með lyf úr þess- ari för. Lyfið hafði hann nú í töskunni. Hann var viss um áhrif þeirra. Og er hann nú ók eftir einmanalegum skógarveginum, endurtók hann enn til minnis, úr hvaða efnum þau voru gerð. „Eg lýsi yfir sem mínum síðasta vilja, að óðalssetur mitt Hovi skal eftir dauða minn falla til eiginkonu minnar Möntu Kustaasdóttur Uutela og einkasonar okkar Kustaa Juhas- sonar, og jafnt til beggja að Iögum“. Þetta er sanngjarnt og eðlilegt — hugsaði hann — því að Kcskitalojörðin gekk upp í skuldirnar, sem á hvíldu, svo að ekkert tillit þarf að' taka til hennar hér. Þú, Kustaa Keski- talo, hugsaðir þér að erfa handa fjölskyldu þinni af annarra eignum. Nú hefur framandi erfingi óvænt komið fram, sem allt hrifsar til sín — svo að þér skiljist, hversu harður reynsluskóli lífið er. „En þar sem erfðahlutur sonar okkar gæti á æskuárum hans rýrnað eða glatazt, ef hann stæði í stóru óðalssetri, sem undir hælinn er lagt, hvernig tekst að reka, ákveð ég, atvinnu og oft langvarandi stöðvunar. Síðast var höggið á þann Gordonshnút með gengislækkuninni. Það er enginn vafi á, að ríkisstjórnin og bankarnir munu reyna að hamla á móti verðbólgu, eins og þessir að- ilar geta. En það er hægara sagt en gert. Það hefur verið stefna allra ríkisstjórna, síð- an í byrjun síðari lieimsstyrj- aldarinnar, og árarigurinn er, að verðgildi peninganna er nú ekki nema lítill hluti af því, sem það var fyrir stríð. Flest- um þjóðum hefur þó tekizt betur en Islendingum í þess- um efnum. Fari verðbólga í vöxt hjá viðskiptaþjóðum Is- lendinga, er viðbúið, að hér fari á sömu leið og ekki síður, ef dæma má af reynslunni. Verðhækkun á rafmagnsvörum. Hið fræga ameríska raf- magnsfyrirtæki Westing- house hefur hækkað' verðið á framleiðsluvörum sínum um 7—10%. Apex Electrical Mfg. Co., Cleveland, hefur hækkað þvottavélar sínar í verði. Ekta seðlar og falsaðir. Einn af viðskiptavinum banka nokkurs í Kaupmanna- höfn bauð um daginn finnn dollara seðil og vildi fá fyrir hann danska peninga. Hann er sjálfsagt ófalsaðúr, spyr gjaldkerinn viðskiptamann- inn í gamni, og án þess að bíða eftir svari, nýr hann ann- arri hlið seðilsins við hvítan pappír, og þegar í stað kemur grænn blettur á hvíta blaðið. Hinn undrandi viðskipta- vinur fékk nú skýringu á þessari einföldu tilraun, sem er sögð algeng í amerískum bönkum, þegar ákveða skal í skyndi, hvort peningaseðill er íalsaðúr eða ekki. Hvernig er þessu farið með íslenzka seðlar Verður pundið hækkað gagnvart dollar? Hinu danska fjármálablaði „Börsen“ farast nýlega orð á þessa leið í grein, sem það nefnir „Sterlingspundið og krónan“: Það er augljóst mál, að dollarinn hefur verið metinn of hátt, síðan gengislækkunin átti sér stað. Slík hækkun á gengi sterlingspundsins getur haft í för með sér ýmsa kosti fyrir pundið, og hefðú menn gott af að hugleiða afleiðing- arnar af því, ekki sízt hér á landi. Og þær hugleiðingar verða að fara fram sem skjót- ast, því að slíkt kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti, og þá verðúr að taka ákvörð- un samstundis. Með hinni vondu reynslu, sem við höfum af greið’sluörð- ugleikum gagnvart útlöndum, sem eru afleiðingar af síðustu gengisfellingu, geta þessar at- huganir, eftir skoðun okkar, ekki leitt til annars en að Danmörk fylgi, ef til kemur, sterlingspundinu og hækki þannig gengi krónunnar gagn- vart dollarnum. IMeð að halda óbreyttu gengi gagnvart genginu á dollarnum núna jafngilti það danskri gengis- lækkun út af fyrir sig gagn- vart sterlingspundinu. Það verður að ráða eindregið frá slíkri afstöðu, sem myndi leið'a af sér nýjar utanaðkom- andi verðhækkanir. Iíeynslan frá síðasta ári hefur allt of vel fært okkur heim sanninn um, að gengislækkun leysir ekki vandamálin, en eykur einungis erfiðleikana í dönsk- um fjármálum. faðir hans, að samstundis eftir dauða minn skuli óðalið selt og erfðahlutur barnsins lagður í banka, svo að vextirnir af innstæðunni nægi því til sómasamlegs framfæris“. Þetta kann þér að virðast hart aðgöngu, Iveskitalo, liug- leiddi hann áfram. En svona verður það að vera: hjarta manns verður að beina frá því, sem hann hefur ranglega rétt hendi eftir. Og ég veit, að þið' vilduð öll gjarnan hverfa aftur til Tavastalands, gegn vilja ykkar eruð þið hingað komin. Nú getið þið farið, og enginn getur neitt við því sagt, því að í skjalinu stendur sem síðasta orð deyjandi manns, að hann sé sonur minn. „I þriðja lagi skal allt lausafé og reiðúfé að lögum falla til eiginkonu minnar og sonar míns, að undanteknum þeim sjö þúsund krónum, sem ég hef lagt inn í sparisjóðinn í Tavastahúsi á nafn Hetu, dóttur Karólínu, systur minnar, og skal þeim skipt. á þennan hátt eftir dauða minn: Kustaa Keskitalo, tengdafaðir minn og eiginkona hans, fái hvort þúsund krónur, og börn þeirra Vihtori, Kalle, Hanna og Helka þúsund krónur hvert, ennfremur Heta, dóttir Karólínu fvrrnefndar systur minnar, þúsund krónur. Sparisjóðsbókin er í veggskápnum mínum“. Jæja, Keskitalo, nú getur þú séð, að ég ber ekki í brjósti neina gremju til þín, lieldur hef viljað koma öllu fyrir á sem beztan hátt. — Ég hefði gjaran viljað gefa Hönnu tvö- faldan hlut. En sökum þess að ég átti þarna einmitt sjö þúsund krónur, verð ég að skilja það sem bending frá guði, að brjóstgæði beri ekki að launa með fé. Hann ók lengi þögull, horfði á sumarbjarta náttúruna í kringum sig og eins og hann spyrði, hvað hún hugsaði um þessar ráðstafanir hans. „Ég vildi, að þær væru bæði réttlátar gagnvart guði og mönnum“, hugsaði hann að lokum. Vígbúnaöur Breta og áhrif hans. Það er gert ráð fyrir, að vígbúnað'arútgjöld Breta nemi næstu 3 árin 2600 milj. sterlingspunda, eð'a sem svar- ar 1000 krónum íslenzkum ár- lega á hvern íbúa Bretlands- eyja- Ymsar þjóðir óttast nú, að ekki verði hægt að standa að fullu við vörupantanir þeirra í Bretlandi vegna hervæðing- arinnar. Meðal þeirra landa eru Svíþjóð og Sviss. Egypt- um liefur nýlega verið til- kynnt, að ekki verið hægt að standa við' afgreiðslu flugvéla á tilsettum tíma, sem pant- aðar höfðu verið í Bretlandi fyrir löngu. Islendingar eiga 10 togara í smíðum í Bretlandi, og ekki hefur heyrzt annað en staðið' verði við' afgreiðslu þeirra eins og lofað hafði verið. Togarar þessir hlytu að vera miklu dýrari, ef semja ætti um bygg- ingu þeirra nú, eins og verð- lagi er nú háttað, einkum á málmum. Glæpur borgar sig ekki. 8. sept. 1889 fékk forstjóri „Fargó“ verksmiðjanna í Kansas mjög óvenjulegt sím- skeyti. Skeytið var svohljóð- andi: „Ég hef stolið gullsend- ingu yðar að upphæð 50.000 dollarar. Bíð eftir að verða handtekinn. J. D. Hanunond, Caddo, Indian Territory“. Þegar löggæzlumennirriir settu hann í varhald, játaði hann óðara að liafa stolið fénu. Ilann átti mjög liægt með þetta, þar eð hann var umboðsm. verksmiðjunnar. Samkvæmt lögum um- rædds tíma var meðalhegn- ing fyrir þjófnað eins og þenn- an 20 ára betrunarhússvist. Allar tilraunir til að hafa upp á fénu fóru út um þúfur. Lögregla og dómstólar reyndu árangurslaust og jafnvel fangelsisfélagar hans. Leitað var í trjárunnum og öllum hugsanlegum felustöðum á margra mílna svæði í grennd- inni, en allt kom fyrir ekki. Ilins vegar gortaði Ilammond af því við fangelsisfélaga sína, að 50.000 dollararnir biðu sín, þegar hann kæmi xit, eða eins og hann sagði sjálf- ur: „Ég hef 2.500 dollara ári hér fyrir það eitt að láta tímann líða í stað 600 doll- ara árslauna sem umboðs- maður hjá „Fargó“. Og hann undi vel við. En gamla sagan endurtól sig, glæpur borgar sig ekki. 1907 var járnbrautin í Kans- as mikið endurbætt. Þá va- grafið djúpt niður í miðr’ borginni og undir miðri járn- brautarstöðinni fundust pen ingarnir. Ilver einasti eyrir I:’ þarna vel geymdur. Tveim árum síðar losnað Hammond úr fangelsinu full viss þess, að árslaun sem þessi voru mjög ótrygg.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.