Víðir - 08.12.1951, Blaðsíða 2
VÍÐIR
2>ið£r
kemur iit á laugardögum
Fylgirit:
GAMALT OG NÝTT
Ritstjóri:
EINAR SIGURÐSSON
Sími 66G1
Víkingsprent
Ríkið
krefur — deilir.
Þessa dagana vekur mikla
athygli hinn geysimikli tekju-
afgangur ríkissjóðs í ár, en
hann á einkum rót sína að
rekja til söluskattsins og mik-
illa tolltekna vegna aukins
innflutnings. 100 miljónir
króna eða meira er talað um.
Það lastar enginn, að afkoma
ríkissjóðs sé sæmileg, en fyrr
má nú gagn gera.
Það hefur verið skorin upp
herör til að ná eins miklu fé
úr umferð og hægt er, og all-
ar stofnanir, sem gátu haft þar
á nokkur áhrif, hafa gert allt,
sem í þeirra valdi hefur stað-
ið, til þess að draga úr kaup-
getunni, sem átti að' vera rót
alls ills. Víst gerði hin mikla
kaupgeta þjóðinni mjög erfitt
fyrir með að hafa nægan
gjaldeyri til þess að fullnægja
eftirspurninni. En það er svo
oft hér á landi of eða van.
Er skemmst að minnast, þeg-
ar fjárhagsráð var sett á lagg-
irnar, hve víðtæk skömmtun-
in var, innflutningshöftin og
fjárfestingarbannið. Nú er
ekki aðeins búið að létta mik-
ið á þessu, heldur er beinlínis
íarið að hvetja til hins gagn-
stæða, eins og með auknum
lánveitingum til íbúðarhúsa-
bygginga.
Þá er ríkið’ ekki siður stór-
tækt í skattheimtu sinni,
þegar það snýr sér að því.
Það hefur kannske alltaf ver-
ið það. Er nú samt skemmst
stórra högga á milli í þeim
efnum, eignakönnunin, sölu-
skatturinn og stóreignaskatt-
urinn. Nemur þessi nýja
skattheimta ein hundruðum
miljóna króna, Ofan á þetta
bætist svo, að bankarnir
kippa að' sér hendinni með
lánveitingar, draga inn eldri
lán, eins og hægt er, og veita
lítið ný nema rekstrarlán fyrir
útflutningsframleiðsluna.
Þessi skattheimtu- og lána-
stefna hlýtur að segja til sín í
þverrandi getu einstakling-
anna til þess að halda uppi
atvinnu og ráðast í nýjar
framkvæmdir. Þegar fiskileysi
bætist svo ofan á, er ekki
undarlegt, þótt ýmis sveita-
og bæjarfélög, einkum á
Norður- og Vesturlandi, séu
illa sett í atvinnulegu tilliti.
En það er annað, sem ekki
er síður athyglisvert í þessu
sambandi. Og það er þróunin
yíir í bæjar- og ríkisrekstur.
Einstaklingnum eru allai
bjargir bannaðar, en ríkið er
með fullar hirzlur fjár og st.yð-
ur bæina óspart til atvinnu-
rekstrar eð'a ræðst sjálft í
framkvæmdir. Ástandið er
þannig, að forráðamenn bæj-
ar- og sveitafélaga telja sig
ekki lengur geta bygg’t á hinu
lamaða einkaframtaki, þegar
um forsjá fólksins er að ræða,
og því vilja þeir heldur fá það
opinbera sein atvinnurek-
anda, bæinn eða ríkið, því að
þeir vita, að engin stöðvun
verður á atvinnurekstrinum,
þegar þeir að'ilar eru einu sinni
byrjaðir. Þeir geta veitt nýju
fjármagni inn í hann til þess
að mæta töpunum, þó að það
sé með skatt- eða útsvarsá-
lagningu og þannig tekið úr
öðrum vasanum og látið í
hinn. En heilbrigður er slík-
ur atvinnurekstur ekki í sam-
keppni við einkarekstur.
Það er ekkert athugavert
við þessa þróun frá sjónar-
miði þeirra, sem aðhyllast ein-
göngu ríkis- eða bæjarrekst-
ur, en það má merkilegt heita,
að hinum skuli ekki vera ljóst,
hvert stefnir í þessum efnum
með sama áframhakli: Eftir
því sem atvinnurekendurnir
falla hver af öðrum fyrir hinni
lamandi skattaáþjan óg fjár-
málastefnu, færist feigðin nær
annarri efnahagsstarfsemi ein-
staklinganna í landinu.
vlVv^l’iin og
Ijázfnát
Rœðið við kunningja
yklcar og vini um blað-
ið. Sendið þvi nöjn
þeirra, sem liaja sömu
áhugamál og blaðið
rœðir.
Framboð á íbúðarhúsum
er heldur lítið eins og stendur.
Verð á steinhúsum á hita-
veitusvæðinu er frá 2400
krónum til 3000 króna fer-
meterinn og er heldur hækk-
andi.
V firleitt hvíla ekki mikil
lán á íbúðarhúsum, þar seip
veðdeildin hefur lánað mjög
lítið og erfitt hefur verið að
selja bréfin upp á síðkastið
nema með mjög miklum af-
föllum, 20—25%, og bank-
arnir hafa ekki lánað út. á
íbúðarhús nokkur síðustu ár-
in. ITelz't hafa það þá verið
nokkrar stofnanir, sem lánað
hafa út á fasteignir, og eitt-
hvað lítilsháttar einstaklina-
ö
ar, sem nú mun vera orðið
mjög lítið um, nema þá til
mjög stutts tíma, aðallega til
að fullgera hús.
Menn, sem kynnu að vilja
selja, eiga því yfirleitt mikið
í húseignum sínum, og þurfa
að fá mikla útborgun, ef þeir
ætla að byggja eða kaupa
annars staðar. Algengast hef-
ur verið að krefjast 80% út-
borgunar, en síðan fór að
kreppa að með peninga, era
fáir, sem geta greitt meira en
60%, Yfirleitt er þungur róð-
ur, hvað sölu á húsum snertir.
Nokkuð er jafnan um hús-
hyggingar, en þær ganga nú
orðið mjög hægt. Ekki mun
þó svo mikið um að kenna
efnisskorti, heldur miklu frek-
ar peningalevsinu, því nú er
mjög dýrt að byggja.
Verð á algengustu tegund-
um byggingarefnis er nú:
Sement kr. 114.00 tn.
Steypujárn kr. 4.00 kg.
Timbur l”x6” kr. 1.80 fet.
Fyrir stríð var þetta:
Sement kr. 12.00 tn.
Steypujárn kr. 0.40 kg.
Timbur l”x6” kr. 0.16 fet.
Byggingarkostnaður húsa er
nú talinn 700 krónur tenings-
meterinn, og er þá átt við
venjuleg tveggja hæða hús.
Annars er þetta misjafnt, eins
og gengur og gerist.
Alhnikið er um byggingar
smáíbúðarhúsa, þar sem bær-
inn úthlutaði lóðum fyrir inn-
an Bústaði. Menn vinna mik-
ið að þessum byggingum
sjálfir, og margur byrjar þar
án þess að hafa mikið fé
handa á milli. Sumir hafa t.
d. byrjað, þótt þeir hafi ekki
átt nema fyrir sementinu í
plötuna. Akureyrarbær hefur
lánað efnalitlum mönnum
15.000 krónur til slíkra bvgg-
inga. Þó að það sé ekki mikið,
getur það verið nokkur hjálp
með öðru og jafnvel eitthvað
til að fara af stað með, þar
sem herkja er á bak við, því
að mikill sannleikur er í gamla
máltækinu: Tóftin aflar
trjánna. Eða: Hálfnað er verk,
þá hafið er.
Það er venja að telja, að
hús þyrfti að gefa 10—12%
af verði sínu í leigu, ef það
var leigt út. Miðað við sölu-
verð húsa nú væri 10% leiga
tvisvar og þrisvar sinnum
hærri en ákvæðin um liúsa-
leigu gera ráð fyrir, en það
er 7 kr. ferm. á mán. í húsum
byggðum fyrir 1942, 9 krón-
ur í húsum byggðum eftir
1942 og fram að 1947 og 11
krónur í húsum byggðum eft-
ir það. Miðað við utanmál.
Þó er þetta dálítið breytilegt
eftir því, hvort maðurinn býr
í húsinu sjálfur. Og eins ef
húsin eru byggð fyrir 1940,
þá er það grunnleiga og vísi-
tala. Það er því dýrt að búa
í húsum keyptum í dag eða
byggðum.
Nú er það svo, að það er
eins með húsaleigulögin og
önnur lög eða ákvæði, sem
eru ekki í samræmi við hið
gamla lögmál um framboð og
eftirspurn, að það er farið í
kring um þau, og menn telja
sér ekki skylt að fara eftir
þeim. Því er það opinbert
leyndarmál þégar um nýja
leigu er að ræða, að almennt
er farið eftirxþví, sem gerist
í þeim efnum, sem er þó ekk-
ert í samræmi við söluverð
húsa eða byggingarkostnað.
Þannig mun algeng leiga. á
íbúðum nú á hitaveitusvæð-
inu vera sem svarar 300—400
krónum herbergið á hæð og
um hundrað krónum minna,
þar sem súð er. Þannig er eklíi
óalgengt að leiga á tveggja
herbergja íbúð með eldhúsi
sé 900—1200 krónur. Leiga er
þó að sjálfsögðu alltaf mjög
háð legu og ásigkomulagi
hússins og breytileg eftir því.
Þá er það ekki óalgengt að
krefjast nokkurrar fyrirfram-
greiðslu, 10—20 þús. króna.
Með síhækkandi cldsneyt-
iskostnaði og hækkun á
. 7
stræ11svagnagj ö 1 dum er orð-
inn gerður mjög mikill grein-
armunur á húsnæði á hita-
veitusvæðinu og fyrir utan
FARMAND:
-f
AlþjóSastjórn eða
Evrópustjórn.
I danska blaðinu „Inform-
ation“ var fjármálaráðherra
landsins nýlega boðinn vel-
kominn heim af einni af hin-
um mörgu ráðstefnum. Hin
glettna kaldhæðni, sem þar
kemur fram, gæti eins vel átt
við víðar.
Sjaldséður gestur er þessa
dagana í heimsókn i landi
voru. Það er danski jjármála-
ráðherrann, Thorkil Kristen-
sen. Hann kom til Kastrup-
jlugvallar jrá París, en þar
hejur hann dvalið nokkrar
vikur að lokinni heimsókn til
höjuðborgar Kanada, Ottawa.
Danski jjármálaráðherrann
sagði blaðamönnum, þegar
hann kom, að hann væri glað-
ur yjir að sjá Danmörku ajt-
ur, sem hann hejði komið til
áiður, en liann harmaði, að
dvöl lians gœ.ti heldur ekki
orðið löng að þessu sinni, þar
sem aðkallandi verkejni biðu
hans í París þegar í nœstu
viku, og þegar þau hejðu ver-
ið leyst, hejði hann í hyggju
að jara til Rómar. Um jram-
tíðarájorm sín að því búnu
gat ráðherrann ekki, en hann
vonaði, að þetta væri eklci
síðasta sinn, sem hann kœmi
til Danmerkur, þar sem hann
ætti vini og starjsjélaga og
þaðan sem hann ætti svo á-
nægjulegar endurminningar . .
En greinin var síður en svo
árás á förusveininn í ríkis-
ráðinu, heldur staðfesti aðeins
þá tvímælalausu staðreynd,
að ákvarðanir, sem hafa
mjög víðtæka þýðingu nú á
dögum, eru ekki teknar í rík-
isráðum einstakra landa,
heldur á alþjóðaráðstefnum,
sem eru ekki ábyrgar gagn-
vart þjóðþingi neins þátt-
tökuríkjanna.
Það er vel þess vert að
veita þessu ástandi nána at-
hygli. Það kemur stöðugt
greinilegar í Ijós, að Stórþing-
ið og starf norsku stjórnar-
innar takmarkast meir og
meir við Noreg sjálfan. Á-
kvarðanir varðandi utanríkis-
stjórnmál, hmdvarnir og
verzlun eru nú á dögum tekn-
ar á fundum utan landamæra
landsins sjálfs, á ráðstefnum,
þar sem fulltrúar okkar koma
frarp, en hafa þó eklci neinn
ákvörðunarrétt.
Hið fullvalda norska Stór-
þing þarf svo bara að leggja
blessun sína á þessar ákvarð-
anir.
Því fer fjarri að harma beri
þróun þessa. Hin nána sam-
vinna, sem stöðugt eykst, er
eina vonin til að Evrópuríkin
vinni bug á vandamálunum.
Hin skammsýna þjóðernis-
stefna er úrelt í heiminum
eins og hann er með allri
sinni nútímatækni. En vinna
verður bug á mörgu, sem
snertir viðkvæma strengi
þjóðernistilfinningarinnar,
áður en landamærin eru úr
sögunni.
Allir þessir fundir og ráð-
stefnur hafa ekki svo mikla
þýðingu hvert um sig. Oftast
er árangurinn lítill í hlutfalli
við málþóf og tímaeyðslu og
formlegar dagskrár. Blaða-
fulltrúinn í utanríkisráðu-
neytinu getur verið uppgefinn
og kærulaus, þegar um það
er að ræða að gefa skýrslu
um árangur og niðurst.öður.
En það er aðeins svo, þegar
litið er á málin hvert í sínu
lagi, eitt og eitt. Sem hlekkur
í þróunarkeðjunni eru þau
skapandi og hafa miklu meiri
þýðingu en vandamálin í
austri og aðrir enri raunalegri
atburðir.
England og Evrópa.
Nú í dag eru Englending-
um settir kostir. Vegna ítaka
sinna í öðrum heimsálfum
hafa þeir ekki litið á sjálfa
sig sem evrópiskt veldi. Einu
sinni var heimsveldið þeim
mikilvægara en Evrópa, þ. e.
a. s. samveldislöndin. Hefur
það leitt til stjórnmálaað-
gerða, sem oft hafa verið
Evrópuríkjunum í óhag, og
stafa vissulega af hinni at-
hafnasömu stefnu Englend-
inga í verzlunarmálum.