Víðir


Víðir - 15.03.1952, Síða 3

Víðir - 15.03.1952, Síða 3
VÍÐIR 3 Útlendingar á norska kaupskipaflotanum. I lok síðasta árs voru 5110 útlendingar á norska kaup- skipallotanum.. I’ar af voru 255 brytar, 234 vélstjórar og 00 skipstjórar og stýrimenn. Alls voru 38.000 manns á verzlunarskipum Norðmanna, og voru því um 13% útlend- ingar. Gastúrbínan ryður sér til rúms. Franska útgerðarfélagið Worms & Cie hefur pantað tvö skip, 850 lestir dw. hvort, sem knúin verða með gas- túrbínu. Sala í smáum umbúð- um ryður sér til rúms. General Foods Corp. seldi árið 1951 % hluta af sínum kunna Birdseye freðfiski í smáum umbúðum á móti j/j árið 1950 og 'ý, árið 1949. Höfðakaupstaður. Vegna ótíðar í janúarm.'n- uði byrjuðu róðrar ekki fyn* en 20. janúar. Fyrir þann tíma fór m.b. Frigg HIJ 15 tvo róðra. Þrír bátar ganga héðan á vetrarvertíðinni, það eru m.b. Frigg HU 15, m.b. Asbjörg IHJ 5 og m.b. Auð- björg IIU (5. Það sem af er vertíðinni, eða til 1. marz, er róðrafjöldi og aflamagn á bát- unum sem hér segir: M.b. Frigg 21 róður, 82 lestir; m.b. Ásbjörg 19 róðrar, 60 lestir, og m.b. Auðbjörg 18 róðrar, 50 lestir, alls 192 lest.ir. Búið með fiskveiðar Dana í Uruguay. Danskir fiskibátar hafa undanfarin 3 ár stundað fisk- veiðar frá Montevideo í Uru- guay. Samningur yar gerður við ríkisstjórn landsins um sölu aflans, og hópur danskra fiskimanna var smátt og smátt kominn til þessa fjar- læga Suður-Ameríkuríkis. Nú hefur frétzt, að samningurinn verði ekki framlengdur. Og þar sem hinir dönsku sjómenn álíta, að þeir geti ekki stund- að þessar veiðar án samnings um sölu aflans, hafa fiskibát- arnir verið seldir stjórninni. Innfæddir sjómenn verða á þeim hér eftir. Er þessi fisknýlenda Dana þar með úr sögunni. Metframleiðsla af laxi. í British Columbía voru framleiddir árið 1951 2 milj, kassar af niðursoðnum laxi (þ. e. sem svarar % hluti af frosnu fiskflökunum ísl.) og meira en nokkru sinni áður fyrir sem svarar 650 milj. ísl. króna eða að verðmæti til eins og % hlutar af öllum út- flutningi Islendinga árlega. Norsk síld sem útflutn- ingsvara í Bretlandi. Norðmenn hafa flutt þó nokkuð af síld til Bretlands, þar sem hún hefur verið fram- leidd sem „klippers“ og flutt út, mest til dollarasvæðisins. Norskar veðurfregnir á íslandsmiðum. Frá 1. júlí í sumar munu norskar veðurfregnir verða sendar síldveiðiflota Norð- manna við íslandsstrendur tvisvar á sólarhring, um há- degi og miðnætti. Rafmagnsöngullinn. Þjóðverjarnir hafa nú reynt til fulls rafmagnsöngul þann, er þeir hafa smíðað fyrir tún fisk, og er nú farið að selja (hann almenningi í Þýzka landi. Hann er framleiddur tveimur stærðum og kostar sem svarar 5 þús. ísl. kr. Carlsen skipstjóri fær nýtt skip. Hið „nýja“ skip Carlsens verður flutningaskip, 10.660 lestir, og heitir það nú „Noon- day“. Utgerðarfélagið lceypti skip þetta nýlega. Það er smíðað 1944 í Wilmington. Tókst illa til. Þegar verið var að hleypa af stokkunum skipi í Neapel á Ítalíu, tókst svo illa til, að skipið tók að hallast, á með- an það var að renna fram. 90 menn, sem voru um borð í skipinu, hlupu fyrir borð, og skipið stakkst á kaf. Er það kom upp aftur, var kjölurinn upp. ★ Elzta gufuskip Evrópu. í Svíþjóð er gamalt gufuskip, sem enn er notað. Það er skemmtiferðaskipið „Málar- en“, sem í ár verður 103 ára, og er því elzta gufuskip Evr- ópu. Milli heims og helju. Það úir og grúir af frásögn- um af sýnmn og fyrirboðum sjómanna á hafi úti. Hér er ein slík: Seglskipið „Usk“ var á leið frá Cardiff til Huacho í Perú, þegar borgarastyrjöld- in geisaði í Ameríku. Uti á miðju Atlantshafinu sá skip- stjórinn, Richard Brown, vofulega kvenveru koma upp úr hafinu eins og í þoku. Vof- an skipaði skipstjóranum að koma nær og ráðlagði honum síðan að snúa við. Skipstjór- inn hlýddi og lét breyta stefn- unni þrátt fyrir mótmæli liðs- foringja sinna. Þegar „Usk“ hafði verið fjarverandi í fjóra mánuði, sneri það heim til Cardiff, og tók útgerðarmað- urinn undrandi á móti því. Það kostaði mikið fé, að „Usk“ var snúið við án þess að skila af sér farminum í Perú, og fyrir sjórétti var því lýst yfir, að Brown væri ó- hæfur til skipstjórnar. „Usk“ fékk nýjan skipstjóra, en erf- itt reyndist að fá nýja áhöfn, því að mennirnir, sem höfðu verið í síðustu ferðinni, trúðu á sögu Browns skipstjóra, og sama gerðu margir sjómenn í landi. Loks hóf „Usk“ sigl- ingar að nýju, og útgerðar- maðurinn var ánægður. En fjórum mánuðum seinna fékk hann fréttir um það frá Chile, að „Usk“ hefði evðilagzt úti á opnu hafi af eldi, sem kom- ið liefði upp um borð. væri vísindalega í Ef unnið Evrópu, mundi vera auðvelt að sjá henni fyrir nægu stáR. mannaflokksins um, að hann tali tveim tungum, getur ekki liaft við nein réttmæt rölc að styðjast. En það er vitað mál, að Churchill er í miklum vanda, þegar um er að ræða stefnuna í málum Kína. Það verður ekki hjá því komizt, að Bretar verða að endur- skoða ýmis gömul sjónarmið; stjórnmálin eru falinn eldur, og breyttu ástandi í Mið- Austurlöndum og Evrópu kynnu að fylgja mikil eftir- köst í Austur-Asíu. Úr því að þannig er háttað, er það stjórninni mikilvægt, að Eden er utanríkisráðherra, vinsældir hans og áhrif ná langt út yfir takmörk flokks- isn. Reikningsskilin tóku reynd- ar óvænta stefnu, þegar Bevan-armunnn snerist gegn Worrison, sem að dæmi Churchills hafði snúizt á þá sveifina að laga sig meir að óskum Bandaríkjamanna. Nú má vænta stórra reiknings- skila innan Verkamanna- flokksins; Bevan hefur í raun- inni mjög sterka aðstöðu. Sennilegt er, að margir, sem áður hafa fylgt Bevin-Morri- son-línunni (sem aftur var skilyrði fyrir einingunni um utanríkisstefnuna), muni nú freistast til að skipta um og halla sér að róttæka arminum. Meðal annars vegna þess að hann einn getur lagt griind- völl að virlcri andstöðustefnu. Og fái Bevan stuðning nú, er hann kominn vel á veg með að verða næsti forsætis- ráðherra hjá Verkamanna- flokknum í Stóra-Bretlandi. Indo-Kína. Heldur lítur illa út fyrir Frökkum eins og er. Við Ilanoi er liafið undanhald af herkænskulegum ástæðum til þess að stytta víglínuna. Yfir- leitt er ekkert, sem bendir á, að samkomulag náist, sem eitthvað stoðar. Frakkar, sem kynnt hafa sér málin í Saigon, halda því frani, að Viet-Minh sveitirnar séu herskárri en nokkru sinni fyrr. Svo virðist sem þær hafi ótæmandi liðs- afla. En þar sem rauðu her- irnir hafa kínversku landa- mærin að baki sér, eru það margir, sem hugsa hver sitt um þennan liðssafnað. Nú í seinni tíð hafa farið fram um- ræður í Saigon milli ráðherra Bandaríkjanna, herforingja- ráðs Frakka og stjórnar Bao Dais, sem er fús til að koina á fót fjórum nýjum herdeild- um, svo framarlega sem hún getur fengið skjóta hjálp með vopn. Fvrir nokkru var sagt, að Frakkar væru fúsir til að búa út tvær herdeildir, ef Bandaríkjamegin vildu taka að sér aðrar tvær; nú er sagt, að þess sé farið á leit við Bandaríkin, að þau taki að sér að búa út allar fjórar her- deildirnar. Sennilega næst samkomulag mjög fljótlega, úr því að svo vel gekk með samningana á Lissabon-fund- inum. ÖngþveitiS í Kóreu. Hvað verður um Kóreu? Samningaumleitanir hafa staðið yfir á fjórða mánuð. Flestum hlýtur nú að vera ljóst, að allt eru þetta láta- læti — af hálfu Norður- Kóreu. Enn varir þolinmæði nefndar Sameinuðu þjóðanna, en hún hlýtur oft að hafa ver- ið að þrotmn komin. Brýnasta viðfangsefni fundar Samein- uðu þjóðanna í París var að flýta friðarsamningunum, og Tryggve Lie hefur gert ötul- ar tilraunir til að finna lausn, en án árangurs. Og árangurs- laust hlýtur það að vera, þeg- ar annar aðilinn leggur sig fram um að eyðileggja það, sem hinn byggir upp. Ameríku- menn halda því fram, að allt hafi verið ráðgert í hverju smáatriði (eftir vel þekktri fyrirmynd: Berlínardeilan átti sér líkan aðdraganda), og að markmiðið hafi verið að marka víglínuna þannig', að tækifæri gæfist til nýrra að- gerða í Manchuriu og Norð- ur-Kóreu. Ivönnunarferðir fyrir norðan Jalu virðast stað1- festa þessa kenningu. Og þá er hægt að búast við, að samningunum verði slitið að fullu, þegar vorið er í nánd og allt er aftur auðvelt yfir- ferðar. Það getur hver maður séð, að þetta ástand, sem ríkt hef- ur í marga mánuði, er alveg eftir hugmyndum Moskvu. Moskva hefur heldur ekkert á móti því, að stríðið í Indo- Kína dragist á langinn. Á báð- um stöðunum er bundinn fjöldi óbætanlegra liðssveita. Hin mikla óbeit Bandaríkj- anna á herferðunum til Kóreu er einnig vatn á myllu Moskvu. I Moskva láta menn sér vel líka, þegar repu- blikanar í Bandaríkjunum, sem fangnir eru af einangrun- arliyggju, veitast að stefnu Trumans í landvarnamálum, og eftir mörgum krókaleiðum er blásið að glæðunum. Svo fjarstæðukennd geta stjórn- málin verið. KORN. Flöshupóstur. Árið 1784 kastaði japanskur sjómaður að nafni Matsuyama flösku í sjóinn, sem í voru fregnir af óförum skips hans. Skipið hafði lent í ofviðri úti fyrir strönd Japans. Öll áhöfnin, sem var 45 manns, drukknaði. En það var ekki fyrr en árið 1935, að vissa fékkst fyrir því, hver orðið höfðu afdrif skips- ins. Því að á því ári fann fiski- maður nokkur flöskupóst Matsuyamas úti fyrir jap- anska bænum Hiratutemura. Hafði þá flaskan verið á reki í 149 ár. ★ Nokkrar tölur frá sjóorust- unni. í síðustu heimsstyrjöld var sökkt 2775 verzlunarskip- um bandamanna, og voru þau alls 14.5 milj. brúttó lest- ir. 64% af tjóninu varð í or- ustunni um Atlantshafið. I ágúst 1943 var í fyrsta sinn sökkt fleiri þýzkum kafbát- um en skipum bandamanna, en þrátt fyrir þau umskipti var alltaf mikil hætta búin af þýzkum kafbátum. Síðasta daginn fyrir uppgjöfina sökktu þýzkir kafbátar tveim verzlunarskipum Bandaríkj- anna. ★ Ótrúlegt, en satt. Allir þekkja söguna um Jónas og hvalinn. Nokkuð svipað henni átti sér stað fyrir að- eins 50 árum. Það var einu sinni á hvalyeiðaferð, að sjó- maður nokkur að nafni Bart- ley hvarf allt í einu, og rétt í því fór hvalur fram hjá. Þessi sami hvalur var skönnnu síðar veiddur, og er hann litlu seinna var ristur á kviðinn, fannst hinn horfni Bartlev í maga hans. Hann var með- vitundarlaus, en að öðru leyti alveg óskaddaður. Skip Sameinaða í gler og ramma. Áhuginn fyrir sögu sjó- ferðanna vex stöðugt. Þannig er nú verið að framkalla myndir af öllum þeim skip- um, sem á liðnum árum hafa siglt undir félagsfána D. F. D. S. Það er ætlun útgerðarfé- lagsins að hengja allar þessar myndir upp í skrifstofu stjórnarinnar. * María kunni að nota mat- arleifarnar. Ekkert fór til ó- nýtis í húsinu. Miðdegismat- urinn var oft afgangur frá tveim—þrem síðustu dögum. Einn dag, er hún hafði fram- reitt slíkan miðdegisverð úr afgöngum, horfði Pétur á fat- ið og fór svo að borða. „Hvað er þetta“, sagði María, „ætl- ar þú ekki að lesa bænina fyr- ir rnatinn?" — „Eftir því sem ég bezt sé, þá er ekkert í þess- um mat, sem ég hef ekki lesið fyrir áður" sagði Pétur.

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.