Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Page 8

Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Page 8
16 HEIMIR 1924 samstöfur, eftir því sem hentast þykir. 4. Ljóðasöngur. Hann er fram- hald af söngæfingum og Vokalisum. Verður nú enn að fara gætilega af stað, — byrja á einföldu, óbrotnu ljóði, og halda síðan áfram, þar til er menn hafa fengið fult vald á hinum ei’fiðustu við- fangsefnum eftir margra ára n á m. í öllu því námi er forsöngur kennarans og dómgreind nemandans það, sem mest veltur á. Hún þroskast smátt og smátt, ef alt er með feldu. En engar reglur, engar bóklegar leiðbein- ingar koma hjer að verulegum notum. Andardráttarskil. Menn verða að gæta þess vandlega, að anda á rjett- um stöðum. Á þrent er að líta: text- ann, lagið og praktiskar á s t æ ð u r. Orð, sem saman eiga, má með engu móti slíta í sundur. Andar- drátturinn fer þá eftir lestrarmerkj- um í textanum. En svo er að líta á lagið. þar má heldur eigi greina það í sund- ur, sem saman á. Stefliðir (motiv) verða að halda sjer. Og ekki má skilja að óm- stríða tóna og lausnartóna. Af praktisk- um ástæðum kemur það sjer betur, að anda á eftir löngum tóni en stuttum, af því að sá tími, sem til andardráttarins fer, dregst frá nótunni á undan. Sá tónn styttist. — Komið getur það fyrir, að hjer sje hvað á móti öðru (setningaskil í lagi og texta standist ekki á o. s. frv.). Verður þá að meta allar ástæður og dæma síðan. Menn verða að koma sjer niður á því í byrjun, hvar þeir ætla að anda, og fara síðan nákvæmlega eftir því. Stíltegundir. Af öllum við- fangsefnum söngvaranna eru K o 1 u r a- tur og Recitativ aðalandstæðurn- ar. K o 1 u r a t u r-s ö n g u r i n n er í ætt við hljóðfæralistina. Hlutverk mannsraddarinnar er það sama eins og hlutverk fiðlunnar eða annara hljóð- færa. Orðin eru venjulega aukaatriði. Alt er undir tónunum komið, söngleikn- inni. Takmarkalaus raddfimi er þá það, sem af söngvaranum er heimtað. Annað reynir sjaldnast á, þegar um lög í þess- um stíl er að ræða. — Recitativer sönglestur. pá er öll áherslan á flutn- ingi orðsins. Tónhæðin er að vísu fast- ákveðin, en hljóðfallið er frjálst, takt- inn óbundinn. Nóturnar halda tónhæð- inni í skorðum, en þær eru úr sögunni sem ósveigjanleg tónlengdartákn. Söng- meistarar eru jafnvígir á báðar þessar stíltegundir. En til þeirra þarf sjaldnar að taka, því að allur fjöldinn af sönglög- um fer mitt á milli þessara tveggja and- stæðna. Orð og tónar bráðna saman. Skáldskapur og tónlist fallast í faðma. Og markmið söngvarans þetta, að gera báðum jafnhátt undir höfði. J>ó er ekki þar með sagt, að svo skuli jafnan vera. I eitt skiftið getur riðið mest á radd- fegurð, sljettum og bundnum söng. 1 annað skiftið verður hugsun ljóðskálds- ins að sitja í fyrirrúmi. Fullþroska listamaður veit hvað við á. En viðvan- ingar eiga að hugsa um það mest, að fara r j e 11 með það, sem þeir eru að fást við, — rödd, orð og lög. Listfengi öðlast menn ekki alt í einu. Hún kemur smátt og smátt með vaxandi kunnáttu og andlegum þroska. Er þá mikið und- ir eðlisgáfum komið og fyrirmyndum (forsöng kennara og söng og hljóðfæra- slætti ágætra listamanna annara). J>ær fyrirmyndir eru máttugri þroskatæki heldur en kenningar og fræðsla.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.