Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Blaðsíða 10
18
HEIMIR
1924
Ef eitthvað er að raddfærunum, má
ekki syng-ja. Smávægilegur þroti í hálsi
hverfur oft, ef hálsinn er skolaður iðu-
lega úr volgu saltvatni eða einhverjum
þeim meðulum, sem venjulega eru til
þess höfð. Ef meira er að, þá verða
læknar að leggja á ráðin.
Vökur eru skaðvænar. Söngmenn
mega ekki án þeirrar endurnæringar
vera, sem svefninn veitir. Taugakerfið
þarf að vera í góðu lagi.
Hlíórnfall
Eftir Halldór Jónasson.
Langt fram á síðustu öld ríkti mið-
aldasöngurinn hjer á landi, og úrkynj-
aður að mörgu leyti vegna skorts á
góðri kenslu. Eitt af því, sem einkendi
gamla sálmasönginn, var það, að hann
vantaði hljómfall. Sungið var í belg og
byðu með jöfnum, langdregnum nótum.
Gættu margir forsöngvarar þess, að
láta kliðinn ekki falla niður, og byrjuðu
því á næsta versi áður en samsöngvar-
arnir höfðu lokið því fyrra. það leiðir af
sjálfu sjer, að slík söngaðferð var mjög
þunglamaleg og laus við þá lyftingu,
sem taktfesta og hrynjandi hljómfall
gefur. Flest sálmalög draga enn dám af
gamla söngnum að þessu leyti, sem þó
reyndar ekki þarf að skemma, því að
bundinn söngur hefir líka sína fegurð.
En nútíminn afneitar þó algerlega
gömlu skoðuninni, að söngur með skýr-
um takti og hljómfalli þurfi að lýsa
Ijettúð og guðleysi. það er einmitt hvað
helst hljómfallið, sem hefir blásið lífs-
neistanum í tónlist nýrri tíma.
En þetta er tæpast ennþá orðið lýð-
um Ijóst hjer á landi. Einnig veraldleg-
ur söngur er hj er enn ákaflega taktlaus,
formlaus og þunglamalegur, nema þar
sem söngfróðir menn hafa þaulæft
hann. Lyfting hrynjandans í sönglist-
inni er ekki enn runnin þjóðinni í blóð
og merg, og þar á mentaður söngur eft-
ir að vinna mikið menningarverk.
Tónlistinni er skift í þrjú höfuðat-
riði: sönglag (melodia), samhljóm
(harmonia) og hljómfall (rhytmus).
Fyrsta atriðið, sönglagið, er aðalatriði
hinnar eiginlegu tónlistar, enda hefir
langmest verið sungið og spilað einradd-
að frá fyrstu tíð að sögur hefjast. Sam-
hljómarnir eru síðari tíma tákn, jafnvel
þótt langt sje síðan menn þektu frum-
atriði þeirra.
Hljómfallið hafa menn lengi þekt. En
það er í raun og veru alveg sjálfstætt
atriði út af fyrir sig, þótt það hafi geng-
ið í nánast samband við tónlistina. pað
þekkist einnig í dansi og Ijóðagerð, og
er eins konar eðlilegur tengiliður milli
þessara þriggja listgreina. pær hafa
líka oftsinnis verið iðkaðar samtímis
allar þrjár, sbr. vikivakana íslensku og
færeyska þjóðdansinn, þar sem sungin
eru Ijóð fyrir dansi.
Hljómfallinu má skifta í óreglulegt
hljómfall og taktbundið hljómfall.
Óreglulegt hljómfall heyrist úti í nátt-
úrunni, t. d. í þrumuhljóðinu og þegar
skriður falla. Sömuleiðis hefir tungu-
málið sitt ótaktbundna hljómfall í
óbundinni ræðu, og fylgir það þó vissum
reglum, svo að málið getur verið mis-
munandi áferðarfagurt eftir því, hvem-
ig hljómfallið er.' Söngur eða tón
óbundins máls fær hið sama ótakt-
bundna hljómfall, og var það lengi svo
með allan raddsöng, jafnvel meðal