Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Side 13

Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Side 13
1924 HEIMIR 21 hverju verki hæfir og- hverjum ein- stakling er eiginlegur, — þá getur öll vinna orðið að leik. Eitt af því, sem hinn alkunni tón- snillingur, Rób. Schumann í ritum sín- um ráðleggur þeim, er tónlist iðka, er það, að æfa sig daglega í takt og sam- ræmilegu hljómfalli yfirleitt. Er enginn efi á því, að slíkt hefir miki'l mentandi og mótandi áhrif á sálarlífið. þau áhrif, sem sjálfir tónarnir hafa, eru alment viðurkend. En hitt verður aldrei um of brýnt fyrir söngkennurum, að vanrækja ekki að vekja skynbragð nemenda sinna á rjettum takti og fögru hljóm- falli. Um söngínn í fornkirkj- unni. Á öllum öldum hefir tónlistin verið iðkuð í einhverri mynd. það er varla sá þjóðflokkur til, sem ekki iðkar söng eða hljóðfæraslátt. þeir þjóðflokkar, sem standa á mjög lágu menningarstigi, t. d. negrar, stíga dans eftir bumbuslætti, og sennilega er hljóðfallið byrjun tónlistar- innar. Eins og nærri má geta, þá hefir hljóðfallið út af fyrir sig ekkert músík- gildi, og varla mun hljóðfærasláttur frumþjóðanna hafa nokkurt listagildi. En hann er engu að síður merkilegur fyrir það, að hann gefur okkur hug- mynd um, hvernig músíkin er í hinni ófullkomnu byrjun sinni. Hjá menningarþjóðunum fornu, svo sem Grikkjum og Hebreum, er sönglífið búið að ná miklum blóma. Söngurinn er orðinn mjög mikilvægt atriði við guðs- þjónustugerðina hjá Hebreum, og eru þeir frægir fyrir kóra sína (sbr. Sálm. 137). En þó nær söngurinn enn meiri þroska hjá Gi'ikkjum. Hann er ekki lengur þerna, sem stendur í þjónustu trúarinnar, eins og hj á Hebreum, heldur er hann orðinn sjálfstæð list, afkvæmi mannsandans, orðinn til vegna sjálfs sín og hefir tilgang sinn í sjálfum sjer. Svo kemur kirkjan og kristnin til sögunnar. Kristindómurinn var ekki ný trú, að skoðun hinna fyrstu kristinna manna, heldur var hann uppfylling á spádómum og fyrirheitum spámann- anna. það var því eðlilegt, að hið gamla guðsþjónustuform hjeldist í aðalatrið- um hjá þeim, en auðvitað var Jesús Kristur þungamiðjan í guðsþjónustu- gerðinni. það var því engin ástæða til að hætta að syngja gömlu musteris- söngvana, og fyrir því tók kirkjan upp gamla gyðinglega sálmasönginn svo að segja í óbreyttri mynd. það er því eng- inn vafi, að söngur fornkirkjunnar hef- ir mótast af sálmasöng Gyðinga. En hann verður einnig fyrir áhrifum úr annari átt. þá er kristni tók að breiðast út meðal heiðinna þjóða, þá voru ýmsir heiðnir siðir, sem þóttu fallegir, teknir upp í guðsþjónustugerð kristinna manna, en um leið fengu þeir nýja merkingu og nýtt innihald. Eins tóku menn nú lofsöngva og önnur lög heið- ingjanna og settu við þau kristilegan texta. þannig hefir söngur heiðingjanna, aðallega Grikkja, einnig mótað sönginn í fornkirkjunni. I kirkjunni var einkar góður jarðveg- ur fyrir músíkgróðurinn. Jesús hafði opinberað hið eilífa gildi mannssálar- innar, og öll andastefna kristindómsins beindist inn á við, sálarlífið varð dýpra

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.