Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Side 15
1924
H E I M I R
23
hljóðfallsbreytingar, óvænt tóntegunda-
skifti, troðfylta hljóma o. s. frv.), að grípa
livað ofan í annað til einhverra örþrifaráða,
— sú venja veldur því, að verk hans eru
sVo nauðalík hvert öðru, og að áhrifin á þá,
sem lieyra þau, dofna smásaman. En undra-
verð er kunnátta hans, dásamleg leikni hans
t því, að spinna og vefa raddir. I þ v í á hann
fáa jafningja, þó að leitað sje um allar ald-
ir. Kjarninn sjálfur er oítast minni en ætla
mætti eftir umbúðunum. Er fróðlegt að bera
þá saman Bach og Reger að þe.ssu leyti.
Muri.urinn er auðsær og afskaplega mikill.
Hvað er t. d. sjálft e f n i ð í Passacaglíu Reg-
ers annað en afbakað stef eftir Bach? —
Páll fór með Rhapsodie (A-moll) eftir
C. Saint.Saén s. Hún er eins og berglind-
in — tær og blíðfara. Tónelfur Regers velta
fram cins og jökulár í leysingum. — Sá
organleikari, sem fer jafn vel með öll þessi
viðfangsefni, eins og Páll gerði, hann er
áreiðanlcga fær í flestan Sjó. —
Úr leitum.
Forleikurinn að Don Giovanni
(„Don Juan“). Sagan um sköpun þessa for-
leiks lýsir skáldskaparþrótti Mozarts vel.
Verkið varð til i huga hans að öllu leyti, áð-
ur en hann færði það i letur. Hann sóaði
meira að segja tímanum í aðgerðarleysi,
þangað til það fæddist fullburða.
Hinn 3. nóv. 1787 átti að sýna „Don Gio-
vanni" á leiksviði i Prag. jfað var Guarda-
sonis-flokkurinn, sem að því stóð. Mozart var
með 3 forleiki í höfðinu: einn i C-moll, ann-
an í Es-dúr, en þann þriðja í D-dúr, með
hægu upphafi í D-moll. þennan þriðja töldu
vinir hans snjallastan; en ekki skrifaði Moz-
art þann forleikinn upp fremur en hina. Æf-
ingum var nú lokið þá og þegar, en á for-
leiknum var ekki byrjað. Guardasoni fór að
ókyrrast, en Mozart hughreysti hann: „það
kemur bráðum“. Loksins hjet hann því, að
taka til starfa eftinniðdaginn síðastan á
undan aðalæfingu. En enga verulega hvöt
fann hann hjá sjer til þess þann daginn
heldur.
Guardasoni sendi heim til hans, en Mozart
fanst hvergi. Hann hafði ekið með konunni
sinni eitthvað út í buskann sjer til skemt-
unar. þá þótti forstjóranum sem öll von væri
úti, og sá hann nú engin önnur ráð en að
flytja Óperuna með „Idomeneo“-forleiknum
á undan.
Loksins kom Mozart heim, síðla mjög. Vin-
ir hans, með Guardasoni i broddi fylking-
ar, umkringdu vagninn sem óðir væru. En
Mozart vildi engum ákúrum taka: „Lofið
mjer nú að fara! — það kemur bráðum!"
Hann fer inn, sest við skrifborðið. En ennþá
er hann deigur við að færa hljómdrauma
sína í letur. Eftir fáeinar mínútur hættir
hann við það. „það kemur ekki ennþá“, seg-
ir hann við konuna sína, „jeg ætla að leggja
mig stundarkorn; vektu mig svo og hitaðu
mjer púns!“ Síðan legst hann á rúmið í öll-
um fötitrn ög sofnar. Að stundu liðinni ætl-
ar Konstanze að vekja hann; en þegar hún
kemur að rúminu, sefur hann svo vært, að
hún getur ekki fengið það af sjer. Hún bíð-
ur þá enn stundarkorn; en nú var ekkert
undanfæri. Mozart nuggar stírurnar úr aug-
unum, teygir úr sjer og tekur til starfa. Kon-
stanze sest hjá honum, hellir púnsi í glas, og
segir honum allskonar gamlar skrítlur og
SÖgur af undralampanum hans Aladdíns,
Magdalenu fögru, og hann hlær að þessu á
meðan hann er að skrifa. Kl. 4 um morgun-
inn var „barnið fætt“; handritið lá tilbúið
á borðinu. Meistai-inn stóð upp. Hann gat
varla staðið á fótunum. Hann lagði sig fyr-
ir aftur og fór að sofa. Nálægt kl. 7 um morg-
uninn kom afritarinn að vitja um handritið.
Kl. 71/2 um kvöldið var búið að afskrifa
raddimar. A raddirnar var stráð sandi, og
hálfblautar voru þær, þegar þeim var rað-
að á bríkurnar fyrir frariian hljóðfæraleik-
arana.
' V