Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Blaðsíða 2
Ritstj.: VALGARÐUR HARALDSSON, niimsstj.
STARFSTÍMI SKÓLANNA
ARLEGUR stai'fstími bamaskólanna hér á landi er mjög mis-
munandi eftir skólahverfum. Hann getur verið.frá 3 mánuð-
um upp í 9 mánuði og ákvarðast einkum af íbúa- eða nemenda-
tölunni í skólalhverfinu. Hámarkstimi, 9 mánuðir, er. t. d. bundinn
við sveitarfélög, sem hafa um eða yfir 1000 íbúa.
f stórum dráttum er árlegum starfstíma skólanna á Norðurlandi
farið sem hér segir: í 3 skólahverfum er 9 mánp.ða skóli; í 16 skóla
hverfum er 8 eða 8V2 mánaða skóli; í 14 skólahverfum er 7 eða IVz
mánaða skóli; og 28 skólahverfi hafa 6 mánaða skóla eða færri
ikennslumánuði til umráða. Samkvæmt ofanskráðu yfirliti'mun
láta nærri, að meðal-kennslumánaðarfjöldi sé 6V2 mánuður yfir
skólaárið, (tölurnar eru frá árinu 1966—1967).
Ekkért tillit er þá tekið til þess, að í sumum skólahverfum hefst
skólaskyldan ekki fyrr en við 8 eða 9 ára aldur og ekki sækja alltaf
allir aldursárgangar, (skólaskyldra barna í skólahverfinu), skóla
samtímis eða daglega. Getur því kennsludagafjöldi á hvern nem-
enda yfir skólaárið verið annar og minni en starfsmánuðir skólans
segja til um.
Alls eru 28 skólahverfi fyrir neðan meðaltalið, 6V2 mánuð, og af
30 kennurum, sem starfa við þessa skóla, hafa 7 réttindi sem kenn_
arar eða tæpur fjórðungur. Bendir þetta m. a. til þess, að skóla-
hverfi með stuttan, árlegan starfstíma, eigi í erfiðleikum með að
ráða til sín kennaralært fólk.
Væri ekki fyllsta ástæða til að lengja þar starfstímann, og það
allverulega? ,Slíkt er þó vart framkvæmanlegt nema til komi sam-
eining smærri skólahverfa í stærri heildir.
Ég er þeirrar skoðunar, að árlegur skólatími, í öllum skóla-
hverfum landsins, eigi að vera hinn sami, helzt 9 mánuðir, og ná
til allra árganga skyldunámsins. Hvort þessi 9 mánaða viðmiðun
geti í öllum tilfellum gilt eða komizt á eða sé það lokatakmark,
sem staðnæmzt skal við, er þó álitamál?
Núverandi tilhögun á.starfstíma skólanna á m. a. rætur sínar að
rekja til bændaþjóðfélagsins, þegar oft var mikil þörf fyrir vinnu-
afl barna og unglinga yfir vor- og sumarmánuðina. 'En með auk-
inni taekni og breyttum atvinnuháttum, virðist svo, sem þörfin
fyrir þetta vinnuafl fari síþverrandi. Og sú spurning vaknar, hvort
skólaárið ætti ekki að vera lengur en 9 mánuði.
Hinn svarti galdur
Ritlingur eftir Jón R, Thorarensen
Til stuðnings vistheimilinu Sólborg
/\ M ®-EFUR borizt ritlingur
eftir Jón Thorarensen
sparisjóðsstjóra er nefnist Hinn
svarti galdur, og 'hefur höfund-
ur ákveðið að allur ágóðinn af
sölu ritsins renni til Sólborgar,
vistheimilis vangefinna*. sem nú
er í byggingu, og ritar Jóhannes
Óli Sæmundsson form. Styrktar
félags vangefinna, ávarpsorð og
þakkar hann Jóni þennan. virð-
ingarvei'ða stuðning. Ritið
prýðir mjög athyglisv.erð kápu-
teikning eftir Bjarna Thoraren
sen, son höfundar.
Jón er sem kunnugt er gædd-
ur dulrænum hæfileikum í rík-
ara mæli, en allur fjöldinn, og
segir hann hér frá atburði á
þessu sviði, er mörgum er lesa
frásögn hans mun þykja mjög
athyglisverður. Jón er iritfær
maður í bezta lagi og mál hans
kjarngott og hreint.
AM þakkar höfundi þetta
framtak við gott og göfugt mál-
efni, og hvetur hér með lesend-
ur $ína til að kaupa og lesa
Hinn svarta galdur, en ritling-
urinn er til sölu' í öllum bóka-
búðum bæjarins.
Jón Thorarensen.
Seinheppinn ritstjóri
■piAGSRITSTJÓRINN er sein-
heppinn ,eins og oft áður,
í síðasta tölublaði. Á baksíðu
getur hann um ritling, sem gef-
inn er út til að afla fjár fyrir
Styrktarfélag vangefinna, og
hefur að geyma dulræna frá-
sögn ritaða af Jóni R. Thoraren
sen.
Umsögn ritstjórans er ákaf-
lega klaufaleg. Fyrirsögnin er:
„Skrýtinn pési“, tvívegis er get-
ið um verð og bæði skiptin gef-
ið í skvn, að það sé of hátt. Þá
er nafns höfundar tvisvar getið,
þannig að lesanda skilst, að
hans þáttur sé einskis 'virði,
hins vegar eru menn hvattir til
að kaupa ritlinginn af vorkunn
arástæðum éinum.
Jón R. Thorai-ensen á heiður
Glæsilegur sigur Dísu
P. og Mikaels í tví-
menningskeppniimi
OÍÐASTA umferðin í fimm
^ kvölda Tvímenningskeppni
B. A. lauk 7. nóvember sl.
Keppnin var skemmtileg og
spennandi allan tímann. Röð
efstu manna er þessi. stig
Dísa P. — Mikael J. 928
Hörður S. — Sveinn S. 892
Ármann H. — Jóhann H. 883
Bjarni S. — Sæmundur 854
Baldvin — Baldur Þ. 839
Guðmundur — Haraldur 834
Soffía — Angantýr 816
Guðmundur Þ. — Alfreð 812
Sigurbjörn — Baldur Á. 804
Stefán — Jóhann 799
Árni I. — Gísli J. 799
Óðinn — Adam 792
Sveinn Tr. — Jóhannes S. 787
Pétur — Júlíus 781
Meðaltal út úr Tvímennings-
keppninni er 780 stig. Mikael
og Dísa héldu forustu allan tím
ann, en flest stig eftir eina um-
ferð fengu Hörður S. og Sveinn
S. 242 stig.
Sveitakeppnin.
Sveitakeppni félagsins hófst
þriðjudaginn 14. nóv. kl. 8 í
Landsbankasalnum. í meistara-
flokki eru 8 sveitir, en í fyrsta
flokki eru 10 sveitir, svo þátt-
taka er mjög góð. Úrslit í fyrstu
umferð eru þessi:
Meistaraflokkur.
Halldór H. — Magni F. 8—0
Bjarni S. — Soffía G. 8—0
Baldvin — Knútur O. 6—2
Mikael J. — Guðmundur 5—3
Fyrsti flokkur.
Stefán G. — Arnald R. 8—0
Jóhann J. — Páll P. 8—0
Pétur J. — Óli Þ. 8—0
Hörður S. — Viðar V. 8—0
Bjarni J.—Valdimar H. 7—1
skilinn fyrir aðstoð sína við gott
málefni og frásögn hans er á
góðu máli, langtum betra en
menn eiga að venjast í blöðum,
tímaritum og fjölda bóka, sem
út er gefinn hér á landi.
Vikublaðið Dagur er yfirleitt
8 síður eins og umræddur rit-
lingur, „Hinn svarti galdur".
Hvert eintak af Degi er selt á
verði, sem að krónutölu er tí-
falt lægra en verðið á Hinum
svarta galdri og hver síða í
Degi er sjálfsagt 10 sinnum
(Framhald á blaðsíðu 7).
r, ..?
AÐALFUNDUR
F.U.J.
VILL vekja athygli á
aðalfundi FUJ, sem
haldinn verður í Litla sal
Sjálfstæðishússins næstkom
andi sunnudag og hefst kl.
2 e. h. AM hvetur allt æsku-
fólk er hyllir jafnaðarstefn-
una, en hefur ekki enn gerzt
félagar í FUJ að fjölsækja
á fundinn og gerast með því
virkir félagar í unghreyfingu
jafnaðarmanna á Akureyri.
INNISKÓR
1 S.
Falb LEÐURVÖRUR H.F egt úrval Sírandgöíu 5, sími 12794