Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Blaðsíða 5
Það er fyrst og fremst þakklæti sem mér
býr efst í huga þá er ég lít til baka
Segir SIGURÐUR EIRÍKSSON verkamaður
IDAG á Sigurður Eiríksson að Norðurgötu 30 á Akureyri sex-
tugsafniæli, einn af þessuni traustu, grandvöru og heiðarlegu
fulltrúum alþýðu íslands er hafa fyrst og fremst að öðrum ólöst-
uðmn lagt grunninn undir uppbyggingu velferðarríkis á fslandi.
Undirritaður Iiefur á lífsleið sinni fundið flesta aðalsmenn, ef svo
má að orði komast, innan alþýðustéttanna, bæði í sveit og við sjó,
og Sigurður er góður fulltrúi þess aðals. „f svari hins seintekna
bónda og sagnfáa verkamanns“ hefi ég fyrst og fremst öðlast trúna
á tilvist lýðveldisins á íslandi í gegn um ár og aldir, svo fremi að
helsprengjur frá sovét í austri eða villta vestrinu demba eigi
Kagnarrökum yfir mannkyn allt.
Fyrir stuttu síðan skaut kmm
ingi minn því að mér, að einn
traustasti félaginn í Alþýðu-
flokksfélagi Akureyrar yrði sex
tugur þann 16. nóv., hann Sig-
urður Eiríksson í Norðurgötu
30 — og mér þótti vænt um
þessar upplýsingar og annað
vissi ég áður, að Sigurður var
öflugur liðsmaður í vörn og
sókn gegn áhrifaveldi þess kon
ungs er Bakkus nefnist — og
þið munið vita lesendur að boð-
berar jafnaðarstefnunnar á fs-
landi eða vormenn hennar
sögðu einnig vínguðnum stríð
á hendur — og vissulega hlaut
það að fara saman. Leið til vel-
ferðarríkis hlaut einnig að þýða
stríð Við vínguðifln.
Ég falaði jafnaðarmanninn og
bindindismanninn Sigurð Eiríks
son til viðtals í tilefni af sex-
tugsafmæli hans — og lét hann
undan, þótt tregur væri, víst
sagði hann engar „hazarfréttir“,
en þó vil ég trúa lesendum AM
fyrir því að mér finnst akkur
í þessu viðtali við hinn „sagn-
fáa“ verkamann.
Hvar fæddur, Sigurður?
Ég er fæddur í Vopnafirði og
meðan ég átti þar heima var
lengst af heimili mitt í húsi er
nefnt var „gamla bakaríið“.
Foreldi'ar mínir voru Eiríkur
Jónsson og Sigríður Sigurðar-
dóttir og var faðir minn sjó-
maður.
Þú hefur fljótt kynnzt því að
vinna, grunar mig?
Já, ég held mér sé óhætt að
Segja það, ég var 10 ára er ég
byrjaði að stunda róðra með
föðúr mínum og bræðrum. Far-
kosturinn var auðvitað árabát-
rtr er hét Svanur. Síðar keypti
faðir minn vélbát frá Norðfirði
af Ingvari Vilhjálmssyni, hann
hét Hafaldan. Víst er margs að
minnast frá þessum árum, en
þó held ég ekkert, sem kallast
getur 'blaðamatur.
Hér gremst mér örlítið sagn-
fæð akureyrska verkamannsins
úr Vopnafirði.
Lá svo leið þín, Sigurður, frá
Vopnafirði hingað til Akureyr-
ar?
Já, árið 1929.
En þú ert samt ennþá Vopn-
firðingur, þótt Akureyri hafi
reynzt þér góð fóstra?
Sigurður brosir. Já, ég segi
alltaf heim þá er ég nefni
Vopnafjörð og þó vil ég taka
fram að Akureyri hefur verið
mér indæl fóstra.
En voru ekki kreppuárin inn
flytjenda í ríki höfuðstaðar
Norðurlands örðug í fangið?
Jú, ekki ber að neita því, en
þó brosti hamingjan einnig. Ég
kvæntist 4. október árið 1930,
konu minni Klöru Nilsen — og
víst var til einhvers að vinna
með því að bjóða vofu atvinnu-
leysisins byrgin. Jú,.kreppuárin
voru mjög erfið, þó dökkt sé
núna í álinn er það ekkert sam
anberandi. Við vorum á polla-
fiskeríi, fórum 6—7 að kveldi og
lönduðum um 7 leytið um morg
uninn, og þá tók þreytandi torg
sala við, að henni lokinni höfð
um við kannski 20 kr. í vasan-
um. Já, svo stundaði ég líka upp
skipunarvinnu, atvinnubóta-
vinnu á vegum bæjarins, grjót-
mulning í klöppunum. Lífsbar-
áttan var tvísýn og erfið, en
það tókst að sigra erfiðleik-
ana, svo var ég á síldarskipum
er Guðmundur Pétursson átti,
það er svo sem margs að minn-
ast, en saga mín er sviplík svo
margra samferðamanna minna,
að lítt er til frásagnar. Þetta
gekk svo sem þrátt fyrir tví-
sýnu á stundum — og maður
var hamingjusamur og fann að
til einhvers var að lifa.
Þú réðzt til Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. þá er það var
stofnað?
Já, ég hefi starfað við fyrir-
tækið frá stofnun þess nær
óslitið, hefi verið starfsmaður
við togaraafgreiðsluna.
Hvernig hefur þér líkað að
starfa hjá Ú. A.?
Alveg prýðilega, bæði for-
stjórar, verkstjórar og sam-
starfsmenn hafa verið góðir
drengir, sem gott er að minn-
ast, bæði þeirra sem gengnir
eru og einnig hinna sem eru
yfirmenn og samstarfsmenn í
dag. Ég tel að Ú. A. hafi verið
ómetanleg lyftistöng fyrir at-
vinnulíf bæjarins, og það fyrir-
tæki megi ekki missast. En
brýn nauðsyn er á að endur-
nýja skipastólinn hið fyrsta og
finnst mér það vera mál mál-
anna í dag. En mætti ég biðja
blaðið að fiytja öllum vinnu-
félögum hjá Ú. A. mínar beztu
þakkir fyrir liðin ár.
að segja frá því að þetta star-f
hefur verið mér á margan hátt
ómetanlegt og án efa orðið mér
til gæfu. Frá stúkustarfinu er
margs að minnast er yljar.
En er þú lítur nú sextugnr til
baka. Hver myndu einkunnar-
orð þín verða?
Það er fyrst og fremst þakk-
læti, sem býr mér efst í huga,
og þá fyrst og fremst til eigin-
konu minnar, já og barna, og
mér finnst ég eiga öllum sam-
ferðamönnum mínum á lífsleið
inni gott að gjalda. Það var
oft erfitt hér áður fyrr,
en það var til einhvers að
berjast og af þeim sökum datt
manni aldrei í hug að leggja
upp árar. I
Og víst er handtak Sigurðar
þétt og hlýtt, er hann kveður
mig eftir rabb okkar og gott var
að una þessari stuttu stund með
jafnaðarmanninum og bindindis
manninum Sigurði Eiríkssyni,
er fyrst og fremst vill þakka, þá
er hann sextugur lítur yfir
genginn veg.
Þau hjónin Klara og Sigurð-
ur eignuðust 5 böm og eru 4
þeirra á lífi öll uppkomin og
gift, einnig ól Sigurður upp
stjúpdóttir og dótturdóttir.
AM sendir svo sínar beztu
heillaóskir til Sigurðar og ást-
vina hans, og síðast en ekki sízt
vill undirritaður þakka Sigurði
fyrir dygga og trausta liðveizlu
við jafnaðarstefnuna frá fyrstu
tíð; s. j.
Sigurður Eiríksson.
Ég veit að Sigurður hefur
ásamt konu sinni tekið virkan
þátt í starfi innan goodtemplara
reglúnnar og gengt þar' ábyrgð-
arstöðum.
í hvaða stúku hefur þú starf-
að, Sigurður?
ísafold og Fjallkonunni, og ég
gekk í hana 11. nóv. 1931, en
konan mín var þá búin að starfa
innan reglunnar. Mér er ljúft
ww
N
- Dimmir skuggar yfir atvinnulífi
(Framhald af blaðsíðu 1).
ÁSKORUN TIL SKIPAÚT-
GERÐAR RÍKISINS
í þriðja lagi samþykkti bæjar
stjórn að skora á Skipaútgerð
ríkisins að fjölga skipaferðum
að vetrarlagi frá Akureyri til
Austfjarða og Vestfjarða, þar*
sem þær eru mjög strjálar sam-
kvæmt liaustáætlun útgerðar-
innar og samgöngur á landi úti
lokaðar á þessum árstíma, en
fyrrgreindir landshlutar eru
mjög mikilvæg markaðssvæði
fyrir iðnað og verzlun á Akur-
eyri.“
ALVARLEGUR SAMDRÁTT-
UR í BYGGINGARIÐNAÐ-
INUM
Ennfremur vill AM benda á
að geigvænlegur samdráttur er
í byggingariðnaðinum, og flótti
smiða úr bænum þegar hafinn.
Af þeim ástæðum hefur AM
sannfrétt að 10 akureyrskir
smiðir séu þegar famir suður
og 3 austur á firði, og fleiri
muni yfirgefa bæinn á næst-
unni. Þetta eru alvarleg tíðindi,
og sýnir glögglega hve þröngt
er búið að byggingariðnaðinum
í höfuðstað Norðurlands.
ww
s
- Viðræðurnar án samkomulags
(Framhald af blaðsíðu 1).
vörum, sem unnt væri að fram-
leiða með jafngóðum árangri í
landinu.
6. Að lokum lét nefndin í Ijós
að hún teldi síður en svo háska
legt, miðað við núverandi sam-
dráttarhorfur, þótt einhver
halli yrði á fjárlögum næsta
árs.
Þessi svör 12 manna nefndar
innar voru rædd á fundinum,
en síðan óskuðu fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar frests til að at-
huga þau.
Tillögur ríkisstjórnarinnar
Þriðji fundur 12 manna nefnd
ar og fulltrúa ríkisstjórnarmnar
var svo kl. 1.30 á fimmtudag
og gerði forsætisráðherra þá
grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar
innar.
Vill ríkisstjórnin leggja til þá
breytingu á frumvarpinu, að í
stað þess að engin hækkun verði
á hinni nýju kaupgreiðsluvísi-
tölu vegna lækkunar niður-
greiðslna og annarra aðgerða,
■hækki þessi vísitala um 3%.
Komi hækkunin til fram-
■kvæmda í þremur jöfnum áföng
um, hinn 1. júní n. k., í lok
næsta árs og loks hálfu ári síð-
ar. Ennfremur vildi ríkisstjórn-
in ákveða, að elli- og örorku-
lífeyrir og fjölskyldubætur með
tveimur eða fleiri börnum væru
hækkaðar um 5%.
Að því er snerti önnur atriði
í greinargerð nefndarinnar,
taldi ríkisstjórnin að ýnisar ráð
stafanir á grundvelli þeirra
kæmu mjög til athugunar. Á
hinn bóginn gæti samkvæmt
eðli málsins ekki verið að
vænta mikils eða skjóts árang-
urs af þessum ráðstöfunum.
Ríkisstjórnin legði því til, að
frekari viðræður færu fram um
ráðstafanir til að bæta inn-
heimtu söluskatts og skatteftir-
lit yfirleitt og um ráðstafanir til
að draga úr útgjöldum ríkisins.
Þá væri ríkisstjórnin ehmig fús
til að láta fara fram nánari at-
hugun á því, hvort endurskoð-
un álagningarreglna kæmi til
greina. Á hinn bóginn teldi rík-
isstjórnin það ekki verjandi að
afgreiða fjárlög næsta árs með
tekjuhalla, sökum þess, hversu
mjög væi'i nú gengið á gjald-
eyrisforða landsmanna og þung
ar horfur framundan varðandi
þróun útflutnings.
Að lokinni greinargerð for-
sætisráðherra vai' gert fundar-
hlé.
Síðan hafnaði 12 manna
nefndin tillögum ríkisstjórnar-
innar. Var því yfirlýst fyrir
hönd nefndarmanna, annarra
en Guðmundai' H. Garðarsson-
ar, að hún taldi sig á engan hátt
tryggja vinnufrið í landinu með
því sð samþykkja tillögur ríkis
stjórnarinnar. En hún vildi fall
ast á, að nýja vísitalan óskert
yrði tengd gömlu vísitölunni,
eins og hún var seinast birt.
Þar með er viðræðum þess-
um lokið, en þó varð að ráði að
ræðast Skyldi við um þau atriði,
sem til umræðu hafa verið, eða
önnur atriði eftir því sem efni
stæðu til.“