Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Blaðsíða 8
Vanfi yður húsgögn þá veljið það bezta Valbjörk h.f. Akureyri Emangmn Sig Strákagöng opnilð til umfcíðar sl. föstlldag væntir þess að vest rlnn um Stráka verði sú lífæð er stnðla FÖSTUDAG voru Stráka göng vígð og opnuð til umferðar, og fögnuðu Siglfirð- ingar þeim nterka atburði með því að fjölmenna til vígsluhátíð arinar og munu um 500 manns hafa verið samankomnir við op jarðgangnanna Siglufjarðar- meginn, þá er Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra lýsti því yfir að Strákagöng væru opnuð til umferðar. Með opnun jarðgangnanna um Stráka hefur langþráð ósk Siglfirðinga rætzt, og vonandi hefur einangrun Siglufjarðar verið rofin með þessu rnikla mannvirki. AM sendir liér með Siglfirð- ingum sínar beztu heillaóskir í muni að vaxandi gengi staðar- tilefni þess merka atburðar og ins í framtíðinni. =OCSN= Sigurður Eiríksson sextugur SIGURÐUR EIRÍKSSON verkamaður, Norðurgötu 30 hér í bæ er sextugur í dag, þann 16. nóvember, en Sigurð- ur er heiðursdrengur til orðs og æðis og traustur jafnaðarmaður frá fyrstu tíð. AM þótti kjörið að ná stuttu spjalli við afmælisbamið og ntá líta það á 5. síðu blaðsins í dag. AM sendir hér með Sig- urði, konu hans og bömum beztu heillaóskir í tilefni dags- ins. Myndin er af opi jarðgangnanna um Stráka, Siglufjarðarmegin. Ljósmynd: Jónas Ragnarsson. alþYðumaðurinn XXXVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 16. nóv. 1967 — 32. tbl. STUTTAR AM-FRÉTTIR Strandferðaskip SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hlýtur að fá það verkefni að smlða næsta strandferðaskip er siglir við íslandsstrendur. Slippstöðin skilaði lægsta til- boði í smíði skipanna af íslenzk um aðilum. Öll þjóðin mun mót mæla ef ráðamenn taka erlend- um tilboðum. Tvö hundruð krónur VERKAMAÐUR á Akureyri færði AM að gjöf sl. þriðju- dag TVÖ HUNDRUÐ KRÓN- UR. Það var svar hans við þeim bersöglu staðreyndum um að aldurtili AM væri á næsta leiti ef blaðinu bærist ei öflugur ■s\\y Jóhaiin Konráðsson fimmtugur T DAG, þann 16. nóvember, á hinn vinsæli söngvari Jó- hann Konráðsson fimmtugsaf- ræli og vill AM hér með nota tækifærið og flytja lionum beztu heilla og hamingjuóskir fyrir hönd lesenda sinna, því að undirritaður er þess fullviss, að þeir munu allir fylla hinn fjöl- menna aðdáendaflokk þessa norðlenzka listamanns. Jóhann hefur sungið sig inn í huga og lijörtu íslendinga, bæði sem einn af félögúnum góðu í Smárakvartettinum á Akur- eyri, og liver mun bera á móti því að okkar gamli og góði Smárakvartett hafi náð inn til hjartaróta þeirra, er á liann liafa hlustað, hvort sem er á %\\v' LÆKNISLAUST A ÞORSHOFN Þórsliöfn 14. nóv. Þ. í. TTÉÐAN má segja að aðeins slæmar fréttir sé að heyra. Við erum orðnir læknislausir, Kristján Ragnarsson er gengdi hér stönfum, fór í september. Raufarhafnarhérað er sem kunn ugt er læknislaust og fréttir hei-ma að læknirinn á Vopna- firði sé á förum, má því segja að 'hér sé að skapast allalvar- legt ástand í heilbrigðismálum í þessum landshluta. Dauft er yfir öllu atvinnulífi, ógæftir hafa verið miklar og afli sáralítill þá er á sjó hefur gefið. Þessi litli afli sem á land hefur borizt hefur verið saltað- ur, því að eigi lítur svo glæsi- lega út með freðfiskinn. Hér má snjólaust kalla enn sem komið er, aðeins lítilshátt- ar föl. Dauft er yfir öllu félags- lífi ennþá, en það mun standa til bóta, þá er líður meir á vet- urinn, alvarlegri tel ég hinar skuggalegu horfur í atvinnulífi þorpsbúa. hljómleikum eða hljómplötum. Hér verður eigi ævi- né lista- mannsferill Jóhanns rakinn, og óvíst þó svo væri gert, að Jó- hanni væri nokkur akkur að. Undirritaður vill aðeins þakka honum öll árin frá því er liann heyrði fyrst söng hans, en þá var ég nemandi í góða og gamla „Gaggó“ liér á Akureyri, ög stalst inn á skemmtisamkomu í Verkálýðshúsinu viS Sfrand- götu. Gg hverjum var það að kenna? Emmitt Jóhanni. Rödd lians hljómaði yfir Strandgötu og dró mig til sín — mig lag- (Framhald á blaðsíðu 7). Jóhaim Konráðsson. stuðningur. AM þakkar honum fyrir drengilegt liðsinni af smá_ um efnum. — Og AM vill játa það, að einmitt frá alþýðustétt- unum væntir hann þess stuðn- ings að lífdagar verði lengri en til næstu áramóta. Nonnasafn 10 ára 1' DAG á NONNASAFN 10 ára starfsafmæli. AM þakkar Zontakonum ' fyrir framtak þeirra. AM mun geta þessa merka framtaks þeirra í næsta blaði. Sex Bókaforlagsbækur MBARST í GÆR 6 bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. AM mun geta þeirra nánar I næsta blaði, en vill þakka hér með 'hinu þróttmikla norðlenzka bókaforlagi fyrir bækurnar. =000« “S HRAÐKEPPNII BRIDGE Á HÚSAVÍK NÝLOKIÐ er sveitahrað- keppni í bridge á Húsavík með þátttöku 11 sveita. Sex efstu sveitirnar Urðu þessar: stig 1. Sveit Óla Kristinssonar 910 2. Sveit Karls Hannessonar 895 3. Sveit Guðjóns Jónssonar 866 4. Sveit Jóns Árnasonar 864 5. Sveit Sigtr. Brynjólfss. 828 6. Sveit Snorra Jónssonar 800 A\v Atvmnuleysi glottir við Ölafsfirðingum í vetur Ólafsfirði 14. nóv. J. S. jlTJÖG dauft er yfir öllu at- vinnulífi í kaupstaðnum og horfa margir kvíðnir fram á vet urinn af þeim sökum. Bátamir Guðbjörg og Þorleifur stunda veiðar héðan að heiman, en afli hefur verið mjög rýr og gæftir einnig stirðar. Engin síld hefur borizt hingað um mánaðartíma, en söltun á hinum þrem sölt- unarstöðvum er sem hér segir: Auðbjörg 813 tunnur Jökull, rúmar 2000 tunnur Stígandi 1100 tunnur Það er von okkar að enn ber- ist slld til Ólafsfjarðar og eigi mun standa á áhöfn Sigurbjarg ar að færa okkur síld, ef gæftir skána og veiði glæðist á ný. Múlavegur er fær.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.