Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Síða 4
Engin ríkisstjórn kemst lengra í ráðstöfun- um sínum en almenningur eirir gerðum hennar, live skyilsamlegar og nauðsynlegar sem þær annars eru Ræða Braga Sigurjónssonar alþingismanns, er vantrauststillagan var til umræðu á Alþingi Herra forseti. Góðir hlustendur fjær og nær. Um það er ekki deilt, að til stór felldra og þungbærra aðgerða varð að grípa í efnahagsmálum okkar atvinnuvegunum til að- stoðar, til greiðslujafnaðar við útlönd og vegna verulegs halla ríkissjóðs. Um hitt er deilt, hvers vegna svo sé komið, sem komið er' Stjórnarandstæðingar staðhæfa, að hér sé fyrst og fremst vanstjóm og óstjórn um að kenna, stjórnarsinnar, að höfuðástæðan sé aflabrestur og markaðshrun, auk ýmissa þjóð- félagslegra aðstæðna, sem ekki hafi reynzt gerlegt að.ráða við. Fyrir því hafa verið færð rök, sem stjórnarandstaðan hefir ekki treyzt sér til að bera brigð ur á, að frá árinu 1966 og til árs- ins í ár hafi útflutningsverð- mæti okkar lækkað fast að 45%, og ætti þá engum að leynast, hve gífurlega aðstaða þjóðar- jnnar hefir breytzt til hins lak- ara. Að við höfum ekki fundið meir fyrir þessari tekjurýrnun þjóðarinnar í daglegu lífi okkar en raun ber vitni enn, stafar af því, að gjaldeyrisvarasjóði þeim, sem skapaðist á árunum 1961— 1966, hefir verið eytt til afböt- unar tekjurýrnuninni. Segir þó stjórnarandstaðan ýmist, að hann hafi aldrei verið til nema á pappírunum, eða að það hafi yerið óstjóm að eyða honum upp. Leynist víst engum, að tví- sagan bendir á veikan málflutn- ing, því að ekki getur hvort tveggja verið, að gjaldeyrissjóð- urinn hafi enginn verið, og þó ráðleysi að eyða upp á tveim árum því, sem ekki var. Auð- yitað var gjaldeyrissjóðurinn til, og nú liggur fyrir, að honum hef ir verið eytt til að halda uppi svipuðum lífskjörum almenn- ings árin 1967 og 1968 og þjóðin naut 1965 og 1966, þótt gjald- eyristekjur þjóðarinnar hefðu farið stórminnkandi. Það blasir nú við, að þetta var ofrausn. Það er auðvelt að vera vitur eft ir á, en vandasamara að sjá hluti fyrir. Hér er afsökunin sú, að ráðamenn hugðu aflabrest síldar og verðfall afurða stund- arfyrirbæri, sem hins vegar reyndist viðvarandi um lengra skeið. En sá stjómarandstaðan ibetur fyrir? Hvatti hún til var- ygðar? Mælti hún fyrir lækkun á fjárlögum í fyrra? Fylgdi hún aðgæzlustefnu í kaupkröfum, svo að rekstursgetu atvinnu- vega yrði ekki teflt í tvísýnu? Hverjir minnast þessa? Auðvitað hefðum við átt að herða mittisólina um nokkur göt strax í fyrra. Auðvitað hefð um við átt að taka upp 20% að- flutningsgjaldið strax á sl. vori, eins og þingflokkur Alþýðu- flokksins raunar lagði til, en yfir stjórn bankanna taldi þá ekki tímabært. En er hægt að segja, að það sé vanstjóm eða óstjórn að spá ekki alltaf rétt í fram- tíðina, sjá ekki alltaf 6 mánuði eða eitt ár fram í tímann? Onnur höfuðröksemd stjórnar andstöðu fyrir því, að óstjórn og vanstjórn sé meginorsök núver- andi vandræðaástands í efna- hagsmálum okkar, er sú, að fram leiðsluverðmæti þjóðarinnar nú séu ekki undir meðaltali áranna 1962—64, og hafi þjóðin þá þó lifað sældar- og uppgangslífi í framleiðslu sinni og atvinnu- vegimir staðið með hinum mesta blóma. Hinu skýtur stjórn arandstaðan undan, að nú þurfa framleiðsluverðmætin að fæða fjölmennari þjóð en fyrr, standa undir fleiri og meiri afborgun- um fjárfestingaframkvæmda sem og vöxtum en fyrr, greiða drjúgum hærri kostnað við verð mætasköpunina en fyrr, og þannig mætti lengur telja. Nú sjáum við að vísu öll eftir á, fyrst mál hafa þróazt, svo sem þau hafa gert, að við hefðum þurft með einhverjum hag- stjórnaraðgerðum að halda eftir verulegum hluta af gróðakúf áranna 1965 og 1966, fjárfesta minna í óarðbærum fram- kvæmdum, hleypa síldargróðan um minna út í verðlag og kaup- gjald. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. En hugleiðið samt, hlustendur góðir, hvort nokk- urri stjóm hefði haldizt slíkt uppi þessi ár, eins og stórgróða- gállinn var þá á okkur. Man nokkur til þess, að stjórnarand- staða varaði þarna við? Minnast nokkrir þess t. d., að háttvirtur 4. þingmaður Austurlandskjör- dæmis og annar flutningsmaður vantrauststillögu þeirrar, sem hér er til umræðu, Lúðvík Jós- efsson, varaði við þjóðhættu- legri offjárfestingu í síldarverk smiðjum á Austfjörðum þessi árin? Man nokkur til þess, að stjórnarandstaðan varaði við ótímabærum kauphækkunum, sem eiddu til verðbólguaukning ar og lömunar á rekstursgetu atvinnuvega, ef harðnaði í ári? Var stjómarandstaðan hófsöm í kröfum sínum.á hendur ríkis- sjóði? Og hverjir vildu taka gjaldeyrisvarasjóðinn til fjár- festingaframkvæmda, í stað þess að hann væri kornforði feitra ára til magurra? Ég er ekki með þessum orðum að ásaka stjórnarandstöðuna fyr ir að hafa ekki séð hlutina 1965 —1966 fyrir, eins og þeir birtast í dag, en minnast skyldi hún þess, að það, sem hún kunni ekki að spá fyrir, getur hún ekki með góðri samvizku álasað öðrum fyrir að hafa ekki kunn- að að reikna rétt út. Ég vil ennfremur vekja at- hygli á, að jafnvel þótt ríkis- stjórn og stjórnarliðar hefðu verið svo miklu framsýnni 1965 og 1966 en stjórnarandstaðan að sjá þá fyrir núverandi aðstæður og þá jafnframt gert sér fulla grein fyrir, hvað gera þyrfti til að afstýra vandanum, mundi það hafa verið takmarkað, sem ríkisvaldið hefði komizt fram með að gera af þeim ráðstöfun- um. Þetta þykja kannske stór Bragi Sigurjónsson. orð, en það er engum til gagns að horfast ekki í augu við það, hvar við erum á vegi stödd með stjórnfestu. Við látum ekki létt að stjórn, íslendingar, og skiln- ingur okkar á heildarhag er tak markaður. í þjóðfélaginu ráða miklu öflugir hagsmunahópar, sem eiga það til að beita afli sínu miskunnarlaust sér til fram dráttar, þótt almannaheill bjóði annað. íslenzk ríkisstjórn hefir ekki að baki boðum sínum öfl- uga lögreglu, sem gefi fram- kvæmdavaldinu áherzluþunga, þaðan af síður her, sem betur fer. En af þessu leiðir, að engin ríkisstjórn kemst lengra í ráð- stöfunum sínum, en almenning- ur eirir gerðum hennar, hve skynsamlegar sem þær annars eru, og þarf enda ekki alltaf al- menning til. Takmarkaðir hags- munahópar geta komið hér á afdrifaríkan hátt við sögu. Hér er það sem ábyrgð. og vandi stéttarsamtaka og hagsmuna- hópa er ekkert bamameðfæri. Svo sem festa og víðsýni er þar nauðsyn, svo er óbilgirni og þröngsýni þar bráður háski. Af þessum sökum mætti ætla, að það væri skynsamlegt og mjög til bóta, að ríkisvaldið veitti hin um ýmsu stéttarsamtökum víð- tækari og nákvæmari upplýsing ar í efnahagsmálum þjóðarinnar en verið hefir siður til þessa. Kynni það að eyða óþarfa tor- tryggni og væri forysta samtak- anna mjög til fróðleiks. Á sama hátt er skynsamlegt og enda sjálfsagt að veita stjórnarand- stöðunni slíkar upplýsingar, svo að gagnrýni hennar byggist meir á staðreyndum en ímynd- unum og blekkingum, svo sem stundum hefir viljað brenna við, vísast af fáfræði og skorti á upp lýsingum. Á þessu var einmitt byrjað á mjög ítarlegan hátt í haust, þar sem stjórnarandstöð- unni voru veittar allar tiltækar upplýsingar um efnahagsástand ið í sambandi við umræður um hugsanlega breikkun stjórnar- samstarfs, og er nú eftir að sjá, hve drengilega stjórnarandstað- an notar þessar upplýsingar og hvort henni tekst að reka gagn- samlegri gagnrýni en þótt hefir verið undanfarið, því að um það eru ekki skiptar skoðanir, að ákveðin og blekkingalaus stjórn argagnrýni er þjóðarnauðsyn. Engin stjórn er gallalaus og því síður algóð. Allir hafa sína galla og gera sínar skyssur. Þegar ég hins vegar sá van- trauststillögu háttvirtrar stjórn- arandstöðu sl. mánudag og nú er hér til umræðu, duttu mér í hug orð Jónasar frá Hriflu um Steingrím í Nesi, er hann hafði snúizt gegn Jónasi en með Birni á Brún í framboði til alþingis, en vetri fyrr hafði Steingrímur verið hætt korninn, legið týnd- ur, svo dægrum skipti, í hraun- gjótu og ritað síðar um hug- renningar sínar þar athyglis- verða grein af trúarlegum toga. Jónas mælti: „Ekki hefir Stein- grímur vitkast við að sjá guð í Aðaldalshrauni.“ Ekki hefir stjórnarandstaðan vitkast við efnahagsupplýsingarnar, datt mér í hug. Hér er semsé ná- kvæmlega sama tillagan á ferð og í fyrravetur um svipað leyti, sem þá var sungið og messað út af sem mest, vitandi þá, eins og nú, að efnahagsráðstafanir varð að gera, og báðir stjórnarand- stöðuaðilar þá, eins og nú, töldu gengislækkun hagfelldustu úr- lausnina, þótt þá skorti hrein- skilni til að viðurkenna það, heldur reyna nú eins og þá að þyrla. upp moldviðri kringum málið. Eða hví beið háttvirt stjórnarandstaða 5 vikur af þingi með það að koma með van traust á ráðlausa og dáðlausa ríkisstjóm, að sínum dómi? Hélt vonin um ráðherrastóla í þjóð- björgunarhemilinn á þeim svona lengi? Eða vildu þeir vera vissir um, að gengislækkunin kæmist örugglega á, þá fyrst væri óhætt að hefja messu? Og hví hefja þeir tvísönginn áður en vitað er um hliðarráðstafanir ríkisstjórn arflokkanna? Skipta þær af- stöðu þeirra engu? Allt eru þetta spurningar sem hljóta að leita á hugann. En þótt svör við þessum spurningum, kunni að þykja forvitnileg, varða þau engan þjóðarvanda. Þjóðarvand inn er, að hér hefir orðið enn ein gengislækkun, og af illri nauðsyn að dómi okkar, sem töldum okkur ekki geta skorast undan því að greiða henni at- kvæði á alþingi. Hvers vegna? spyr þú sjálfsagt, hlustandi góð- ur. Ég get aðeins svarað fyrir mig persónulega. Ég hefði talið æskilegra, að um þær efnahags- aðgerðir, sem nú verða gerðar, hefði náðzt víðtækari samstaða á alþingi en raun ber vitni. Ég veit, að þær verða svo sársauka fullar og snerta svo hag hvers einasta einstaklings, að miklu hefði varðað, að um þær hefði náðzt samstöðufriður, svo að þær næðu sem víðkækustum árangri án átaka milli stétta, sem tefðu fyrir og drægju úr efnahagsbata. En fyrst þetta náðist ekki, tel ég núverandi stjórnarflokka eiga að standa eða falla með aðgerðum sínum til úrbóta vandanum. Vafalaust höfum við sums staðar teflt skakkt í leiknum leik, og skul- um þá ekki skorast undan af- leiðingum leikblindunnar, en í megindráttum tel ég rétt leikið, og því enga þörf að hvika. Af þeim gögnum, sem okkur þing- mönnum hefir verið lögð í hend ur, og af þeim athugunum, sem ég hefi sjálfur getað gert, tel ég engan vafa á, að stórfelldum efnahagsaðgerðum varð ekki frestað. Ég dreg enga dul á, að ég hafði mikla tilhneigingu til að fylgja svonefndri niðurfærslu leið, því að mér hrýs hugur við smækkun krónunnar, sérstak- lega með spariféð í huga, en ástæður fyrir því, að ég fylgdi gengislækkun sem úrlausn nú, voru þessar helztar: Að gengislækkun mundi fljót ast örva atvinnulífið og þar með glæða atvinnu manna, en at- vinnuleysi er flestu böli erfið- ara. Að gengislækkun yrði almenn ingi ekki eins snögglega kjara- skerðing og aðrar efnahagsað- gerðir og gæfi fólki meiri tíma til að aðlaða sig hlutunum, t. d. færa ýmiskonar neyzlu af er- lendri vöru á innlenda. Að gengislækkun kæmi nýj- um, og í fjölmörgum tilfellum fátækum, húsbyggjendum ekki eins erfiðlega og aðrar aðgerðir. Að launþegasamtökin mundu betur eira gengislækkun en öðrum efnahagsþrengingum. Að gengislækkun væri brota- minnst í framkvæmd. Að efnahagssérfræðingar rík- isstjórnarinnar, en á þeim mundi verulega mæða fram- kvæmd málsins, virtust helzt hallast að þessari efnahagsað- gerð. Ég skammast mín ekki fyrir, að sem leikmaður taldi ég mig ekki geta horft fram hjá skoðunum þeirra. Nú er mér Ijóst, að mikið velt ur á framkvæmd þessara mála, hvernig almenningur • og ýmis hagsmunasamtök taka þeim og hvað gert verður til að bera þyngstu blökin af þeim, sem sízt mega við auknum byrðum. Sam komulag er um að verja 150 millj. kr. til að forða bótaþegum almannatrygginga frá tekjurým un af gengislækkuninni. Fyrir- hugaðar eru ráðstafanir í skatta málum, sem miði til hagræðis barnmörgum fjölskyldum, sjúkrakostnaður verði frádrátt- arbær, afla á aukins fjár til íbúðabygginga og freistað verð- ur að stuðla að atvinnuaukn- ingu, þar sem þess er brýnust þörf. En allt er þetta enn á at- hugunarstigi, og sér hver, sem af góðvild vill hugsa málið, að hér þarf nokkurn tíma til. Skipt ir því afar miklu, að engir flasi að andstöðu við aðgerðirnar, meðan þær eru í mótun, heldur noti áhrifavald sitt til að stuðla að uppbyggingu þeirra sem bezt og hraðast. Þar geta laimþega- samtökin og ýmis önnur hags- (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.