Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.03.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.03.1969, Blaðsíða 2
IÞROTTIH IÞBOTTIR IÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKSMÓT ÍSLANDS - L DEILD Qpjg skákmó, m páskana Þór vann Iþróttafélag stúdenta myndarleg verðlaun veitt SL. ÞRIÐJUDAGSKVOLD léku í íþróttaskemmunni á Ak- ureyri Þór og íþróttafélag stúd- enta í 1. deild og var þetta síð- asti leikur Þórs á heimavelli í vetur. Fyrri hálfleikur var frekar þófkenndur og bar lítið á skemmtilegum leikköflum hjá BRIDGEFRÉTTIR ÖNNUR umferð af fjórum í sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð síðastliðið þriðjudagskvöld. — Röð efstu sveita er þessi. stig 1. Mikaels Jónssonar 498 2. Harðar Steinbergssonai' 497 3. Soffíu Guðmundsdóttur 457 4. Halldórs Helgasonar 457 5. Páls Pálssonar 442 6. Jóhanns Jóhannssonar 441 7. Guðmundar Guðlaugss. 421 8. Péturs Jósefssonar 420 9. Valdimars Halldórss. 416 10. Oðins Ámasonar 413 11. Gunnars Frímannss. 395 12. Ólafs Ágústssonar 395 13. Stefáns Ragnarssonar 364 Meðalárangur er 432 stig úr 2 umferðum. — Þriðja umferð verður spiluð n. k. þrlðjudags- kvöld kl. 8 að Bjargi. báðum liðum. Þegar 5 mín. voru liðnar af fyrri hálfleik höfðu Þórsarar skorað aðeins 8 stig en ÍS 5 stig, en þegar líða tók á, fóru þeir aðeins að sækja sig og í leikhléi höfðu þeir náð 10 stiga forskoti, skorað 27 stig á móti 17 stigum ÍS. Á 11. mín. síðari hálfleiks var aðeins 10 stiga munur, 41 stig gegn 31, Þór í vil. En þá var eins og Þórsarar tækju á hon- um stóra sínum og áttu af- bragðs leikkafla það sem eftir var og á síðustu 5 mín. skoruðu þeir 20 stig en ÍS aðeins 4 stig. Þór sigraði því í þessum leik með 69 stigum gegn 37. Einar Bollason var bezti mað ur vallarins og átti afbragðs góðan leik og skoraði alls 40 stig. í fyrri hálfleik skoraði hann 17 stig, þar af 3 stig úr vítum, en í síðari hálfleik skor- aði hann 23 stig, þar af 9 stig úr vítum. Þess má geta, að éftir þennan leik hefur Einar skorað 31.6 stig að meðaltali í leik, en það er hæsta stigatala sem náðzt hefur í Körfuknattleiks- móti íslands. Þórir Magnússon KFR átti metið, en hann skor- aði 31.5 stig að meðaltali í leik í íslandsmótinu í fyrra. Magnús - Alltáf reiðubúnir að sinna neyðarkallinu (Framhald af blaðsíðu 8). Leifur Tómasson er varafor- maður, Ólafur Ásgeirsson ritari, Jón Ævar Ásgrímsson gjald- keri og Tryggvi Gestsson með- stjórnandi. Hér lýkur rabbi okkar Gísla, en það nær því kannski ekki sem ég ætlaði í upphafi, en þar er mínum klaufahætti einum um að kenna. En til þess að bæta úr mínum eigin mistökum ætla ég að játa það, að ég tel eitt mannslíf mun dýrmætara en allt það eignatjón, sem varð af völdum fárveðursins á Akur eyri í sl. viku og því finnst mér það gleðilegt að vita, að til er vösk sveit ætíð reiðubúin að sinna hjálparbeiðni, hvort sem það eru litlir karlar sem ég eða fullmektugir gósserar, sem lenda í nauðum. Því skulu loka orð vera: Styrkið og styðjið Flugbjörgunarsveitina með ráð um og dáðum. í dag þurftir þú ekki á neinni hjálp að halda á leið þinni um götur, þjóðvegi eða í lokkandi skíðabrekku, né á vegferð um heiðar, annes ellegar afdal. En getur þú eða ég tryggt þér fyrirfram farar- heill fyrir morgundaginn eða næsta og þar næsta. Ég segi nei, og þú munt segja nei, lesandi. Ef illa fer á vegferð minni og þinni er öryggi í að vita að 50 sjálfboðaliðar í Flugbjörgunai'- sveit Akureyrar er alltaf reiðu- búnir að frelsa okkur úr hel- greipum. s. j. Jónatansson skoraði næst flest stig fyrir Þór, eða alls 13 stig, þar af 1 úr víti. Næstu leikir Þórs og jafn- framt þeir síðustu verða vænt- anlega dagana 23. og 24. marz við ÍR og KR í Reykjavík. S. Fr. SKÁKFÉLAG AKUREYRAR á 50 ára afmæli á þessu ári. í tilefni af því efnir félagið til sérstaks skákmóts um páskana, sem ei' opið öllum skákmönn- um og verða veitt þrenn glæsi- leg verðlaun, 5 þús. kr., 3 þús. kr. og 2 þús. kr. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi. 1 Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt stjórn Skákfélags Akureyrar fyrir 31. marz n. k., en foi'maður félagsins er Albert Sigurðsson rifvirki. Sími hans er 1-28-97. Hermannsmótið um lielgina Flestir beztu skíðamenn landsins keppa þár HERMANNSMOTIÐ verður háð í Hlíðarfjalli á morgun (laugardag) og sunnudag. En mót þetta er kennt við einn þekkasta íþróttaleiðtoga Akureyrar, Hermann Stef- ánsson, en hann er nú sem kunnugt er formaður ÍBA. Flestir frægustu skíða- menn landsins munu taka þátt í mótinu. Mótið hefst á morgun kl. 4 e. h. og verður þá keppt í stórsvigi. Á sunnudag kl. 10.20 f. h. hefst keppni í 10 og 15 km. göngu, en kl. 2 e. h. er svig- keppni kvenna, og kl. 3 e. h. svig karla. Eflaust mun verða um spennandi keppni í öllum keppnisgreinum. AM hvetur bæjarbúa að leggja leið sína í Hlíðarfjall um helgina. Vonandi verða veðurguðir keppendum og mótsgestum hliðhollir. tS5555SS5S5555S5S555SSSS55$$SS$S$SSS««S555S5SS5SS55SS5S554555SSSS55S555S555S55$SSS55$$SSSSSS$$55SSS$$5«S$Sl Úrtökumót Skíðasambaudsins | - KAUPGJALDSVANDINN i (Framhald af blaðsíðu 4). I 5. Fjármálavöld þjóðarinnar hafa staðhæft, að velti 1 full vísitala gegnum allt launakerfið, kalli slíkt | á nýja verðbólguskriðu og nýjar efnahagsaðgerð- i i ir í einhverri mynd innan tíðar. i ÍSLENZKA þjóðin stendur þannig frammi fyrir mikl- um vanda, sem mikla úrræðasemi og lagni þarf til að leysa. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvaða úrræð- um verður beitt. Margar leiðir er verið að athuga. Enl vonandi skilja allir, að allt veltur á góðum vilja til úrlausnar og þolinmæði við að ná endum saman, svo að sem farsælust lausn náist. Það er mikið ábyrgðar- leysi að hóa í lætin, eins og sumir leyfa sér að gera. • miiiiiiiitiiiiiiaiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii 111111111111111111111111111111 iii iii iiiiiiiiiiiin. Á SUNNUDAG og mánudag sl. fór fram í Hlíðarfjalli úrtöku- mót í alpagreinum, svigi og stór svigi, vegna væntanlegrar þátt- töku íslands á Unglingameist- aramóti Norðurlanda, sem fram fer í Noregi 29. og 30. marz n. k. Valdir voru alls 12 unglingar víðs vegar af landinu til að keppa í þessu móti. Keppt var í tveim stórsvigsbrautum og tveim svigbrautum og farnar tvær ferðir í hverri braut. Hver ferð var sér keppni og stig reiknuð út úr mótinu eftir regl- um sem Skíðasamband íslands setti. Urslit í einstökum ferðum: STÓRSVIG. I. ferð. sek. Guðmundur Frímannss., A. 71.0 Þorsteinn M. Baldvinss., A. 73.3 Tómas Jónsson, R. 77.0 Þorsteinn Vilhelmsson, A. 78.8 II. ferð. sek. Guðmundur Frímannss., A. 71.8 Þorsteinn M. Baldvinss., A. 72.0 Guðmundur Sigurðsson, A. 75.1 Örn Þórsson, A. 75.6 III. ferð. sek. Guðmundur Frímannss., A. 68.5 Örn Þórsson, A. 71.9 Haukur Jóhannsson, A. 72.5 Bjarni Sveinsson, H. 74.6 IV. ferð. sek. Guðmundur Frímannss., A. 67.6 Guðmundur Sigurðsson, A. 72.6 Örn Þórsson, A. 73.4 Þorsteinn Vilhelmsson, A. 73.4 SVIG. I. ferð. sek. Þorsteinn M. Baldvinss., A. 37.9 Guðmundur Frímannss., A. 37.9 Bjarni Sveinsson, H. 38.7 Örn Þórsson, A. 39.3 II. ferð. sek. Guðmundur Frímannss., A. 37.4 Þorsteinn M. Baldvinss., A. 38.7 Örn Þórsson, A. Tómas Jónsson, R. III. ferð. Bjarni Sveinsson, H. IV. ferð. Stig úr stórsvigi. Guðmundur Frímannss., A. Þorsteinn M. Baldvinss., A. 40.4 Örn Þórsson, A. 45 40.5 Guðmundur Sigurðsson, A. 40 sek. Stig úr svigi. stig 40.4 Guðmundur Frímannss., A. 60 40.6 Þorsteinn M. Baldvinss., A. 55 42.8 Örn Þórsson, A. 42 43.0 Bjarni Sveinsson, H. 40 Stig úr samanlagt sek. svigi og stórsvigi. stig 41.0 Guðmundur Frímannss., A. 120 41.1 Þorsteinn M. Baldvinss., A. 109 44.1 Örn Þórsson, A. 87 44.7 Guðmundur Sigurðsson, A. 76 stig Barbara Geirsdóttir fór sem 60 undanfari í öllum ferðum og 54 náði góðum árangri. Endurhæfingarstöð á Akureyri? NÚ ER á döfinni að koma á fót endurhæfingarstöð á Akureyri til endurhæfingar fólks, sem orðið hefur fyrir ýmis konar líkamlegum áföllum, en fyrir liggur, að hundruð hafa ríka þörf fyrir þessa starfsemi, sem aðeins hefur verið fyrir hendi í smáum stíl til þessa. Að stöð- inni verður ráðinn lærður sj úkraþj álfari. Kiwanisklúbbur inn Kaldbakur á Akureyri hef- ur frumkvæði að þessu, en gert er ráð fyrir að fleiri aðOar styðji framgang málsins, m. a. og einkum Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra á Akureyri. Kiwanisklúbburinn Kaldbak- ur var stofnaður fyrir tæpu ári, en hann er fimmti Kiwanis- klúbburinn hér á landi. í heim- inum eru nú starfandi um 5.500 Kiwanisklúbbar með um 275 þúsund meðlimum. Tilgangur klúbbanna er að stuðla að fram förum í menningar- og mann- úðarmálum. Stofnun endurhæf ingarstöðvarinnar er fyrsta verk efnið, sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur tekur sér fyrir hend ur, en fjár til framkvæmda verð ui' aflað með ýmsum hætti. Er stefnt að því, að afla til stöðvar innar allt að 300 þús. króna. Fyrsta fjáröflun klúbbsins verður fyrir páskana, en þá munu klúbbfélagar selja páska- egg í sérstökum umbúðum, við vægu verði, og verður öllum ágóða af sölunni varið til endur hæfingarstai'fsemi. Treystir klúbburinn á skilning og vel- vild Akureyringa varðandi þetta mikilsverða stefnu- og framkvæmdamál sitt, sem snert ir beint og óbeint stóran hluta bæjarbúa. Forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks er Jóhannes Sigvalda son, varaforseti Stefán Gunn- laugsson, kjörforseti Haukur Haraldsson, ritari Rafn Hjalta- lín, erlendur ritari Pétur Jósefs son, gjaldkeri Guðmundur Guð laugsson, féhirðir Sveinn Tryggvason, svo og 7 meðstjóm endur, en félagar eru alls 32. (Fréttatilkynning)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.