Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Page 5

Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Page 5
BÓTHILDUR INDRIÐADÓTTIR frá Veturliðastöðum. Minningarorð. SOLBORG ER FAGUR MINNISVARÐI HÚN er gengin inn í ríki guð- anna, þar sem vorið situr að völdum. Myrkrið er ekki lengur til — dapurleiki þess er breyttur í sólarsýn og þrautir og þreyta eru að baki. Langt var ævi- skeiðið orðið — 91 ár og 17 hin síðustu þeirra í myrkri. Missir sjónar er mikil raun, sem öllum mun ljóst, en enginn mun fá skynjað til hlítar, nema sá einn, sem hana verður að þola. Æðruorð Bóthildar þar um voru ekki mörg, en þó mátti það skiljast, að henni finndist þessi missir reyna andlegt þrek sitt verulega. Enda mun svo verið hafa. En þessi kona var ein af hetjum hversdagslífsins — þeim sem ekki eru sæmdar lárviðarsveig né orðu, en vekja eins og ósjálfrátt traust og virð- ingu þeirra, sem eiga með þeim leið og deila við þær kjörum og vinna sér þannig heiðurssæti. Góðar vættir færðu Bóthildi vöggugjafir, sem urðu þess vald andi, að allir, sem kynntust henni gátu hennar á einn veg: til góðs. „Og gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vin sæld er betri en silfur og gull.“ — Bóthildur átti styrka skap- gerð og hófsama glaðværð, brá oft fyrir hjá henni, allt fram á síðustu ár ljúfu brosi og léttum tilsvörum. Hún var auðug af góðvilja til manna og málleys- ingja, og gestrisin og veitul svo að af bar. Um hana mátti með sanni segja: „Og góðum störf- um braut þín vörðuð var / í veröld hér. Er snauðum, sjúkan gest að garði bar / þú gleymdir þér.“ Þegar prófraun lífsins á sviði tímans hefur verið þannig af hendi leyst, hlýtur að vera gott að hverfa heim þangað, sem trúum verða launin veitt. — Bóthildur Indriðadóttir var af heiðvirðu og traustu bænda- fólki komin, en ekki til auðs borin né ytri velsældar. í frum- bernsku missti hún föður sinn og var síðan með móður sinni á vist hjá frændum og vinum í Þingeyjarsýslu. Ung tók hún að vinna af viljafestu og mikilli atorku og hélt því um langa ævi — unz sjónin þvarr. Og lengi vel féllu henni ógjarnan verk úr hendi fyrir því, þau er ein- hver vegur var að vinna við svo breyttar aðstæður. Bóthildur giftist þingeyskum manni, Konráð Jóhannessyni og hófu þau að búa, en fluttust úr einum stað í annan (í Ljósa- vatnshreppi) og fengu raunar aldrei viðunandi ábýli, fyrr en þau fluttust að Veturliðastöð- um í Fnjóskadal vorið 1934. Þar bjuggu þau sómabúi og eftir andlát Konráðs bjó Bóthildur þar með börnum sínum, Hall- grími og Þórdísi, unz þau árið 1963 fluttust til Akureyrar. Þar bjuggu þau sér snyrtilegt heim- ili að Hríseyjargötu 6. Á sumr- um fór Bóthildur ætíð austur í Fnjóskadal, og dvaldist hjá dótt ur sinni Kristbjörgu og tengda- syni, Þórhalli Guðnasyni í XSLENZKA þjóðin hefur gefið Akureyri nafnbótina höfuðstað- ur Norðurlands. Þetta er veg- legt hlutverk og hæfir vel, því Akureyri er vel í sveit sett til að gegna því. En vandi fylgir vegsemd hverri, og höfuðstaðar hlutverkið leggur bæjarbúum og forsvarsmönnum þeirra skyldur á herðar, þar á meðal eru þær skyldur að búa svo að atvinnulífi bæjarins, að það meði þróast svo sem nauðsyn- legt er. Þessum skyldum getur bæjarfélagið fullnægt á marg- víslegan hátt, og hæfa mismun- andi aðgerðir mismunandi að- stæðum og tíma. Ein er þó sú aðferð, sem alltaf á við, og sú er, að bæjarfélagið hagi fram- kvæmdum sínum þannig, að þær komi atvinnulífi bæjarins að sem mestu gagni og leitist þannig við að skapa því þann ramma, sem hæfir því bezt og veitir bezt vaxtarskilyrði. Á þessu sviði þurfa forsvarsmenn bæjarfélagsins að vera vel á verði og fylgjast vel með tím- anum. Eigi Akureyri að vera höfuð- staður meira en í orði kveðnu verður hún að vera miðstöð verzlunar, þjónustu og iðnaðar fyrir allan fjórðunginn. Að þessu leyti hefur þróun síðustu þriggja áratuga verið bænum óhagstæð. Þær aðstæður sköp- uðust í landinu á stríðsárunum og á árunum þar á eftir, sem voru viðskiptalífi bæjarins mjög erfiðar. Verzlunin á Akureyri fór halloka í samkeppninni við verzlun höfuðborgarinnar, sem m. a. í skjóli rangrar skipulagn- ingar samgöngukerfisins færði út áhrifasvæði sitt á kostnað Lundi. í Sambandi við sumar- dvölina gafst henni stundum kostur á að fara í heimsókn til frænda og góðvina og blanda við þá geði. Mun slíkt hafa veitt henni einlæga gleði og verið henni mikilsvert. Og gagn- kvæmt mun hafa verið með þá, sem hún sótti heim. Sl. vetur varð Bóthildur fyrir því óhappi að brákast í baki af afleiðingum byltu og fór þá á Fjórðungssjúkrahúsið hér og síðar á Kristneshæli, þar sem hún lézt þann 3. maí sl. Utför hennar var gjörð þann 10. maí frá Hálskirkju að við- stöddum mörgum vinum og venzlamönnum, sem allir munu hafa fundið af hjarta, að hér voru þeir að kveðja konu, sem þeim hafði verið gleði og ávinn- ingur að kynnast og sem verð- skuldaði með réttu tignarheitið sæmdarkona. Minningarnar munu hafa yljað huganum og grunntónn skilnaðarkveðjunnar mun hafa ómað án fölskva: — „Það slítur ekkert þætti þá / sem þessi kona spann og brá.“ Blessuð sé minning þín, Bót- hildur. Bjart mun nú í morguns ári. Akureyrar. Þetta hafði í för með sér hlutfallslega stöðnun þjónustugreinanna á Akureyri, sem m. a. varð þess valdandi, að bærinn gerði ekki betur en að halda í við meðal fólksfjölg- un í landinu. Langvarandi stöðnun, þó hlut fallsleg sé, leiðir um síðir til hnignunar. Eigi hjá því að kom ast þarf að grípa til aðgerða, sem breyta þróuninni. En til þess að slíkt sé hægt þarf að grípa þau tækifæri, sem bezt bjóðast, hagnýta sér hagstæðar aðstæður. Hvenær aðstæður eru hagstæðar er svo mats- atriði, dómgreindaratriði, hverju sinni. Margt bendir til þess að að- stæður séu óvenju hagstæðar nú til þess að bæta aðstöðu bæj arins sem þjónustumiðstöðvar Norðurlands. Sérfræðingar, sem kannað hafa samgöngukerfi landsins, hafa hvatt til breyt- inga á því, sem eru Akureyri hagstæðar, og benda jafnvel á eflingu Akureyrar sem sam- MEÐ tilliti til þess, að gefnar hafa verið út reglur um sam- skipti verkkaupa og verktaka við útboð, tilboð og verksamn- inga, þar sem er staðall Iðnaðar málastofnunar íslands, hefur Stjórnunarfélag Norðurlands í samráði við Stjórnunarfélag fs- lands ákveðið að efna til nám- skeiðs, þar sem tekin verður fyrir gerð útboðsgagna, tilboða og verksamninga. Leiðbeinendur verða verk- (Framhald af blaðsíðu 8). bygging ásamt starfsmannahús- um. Framkvæmdir hófust fyrir tæplega 2 árum — og hefur gengið vel, en Trésmiðjan Reyn ir s.f. hefir annazt byggingar- framkvæmdir. Heimilið verður rekið í 4 deildum, sem vistfólki verður skipt í eftir aldri og þroska. Einnig er ákveðið að reka þar dagheimili fyrir allt að 10 börn. Áætlaður fjöldi vist- manna er 32, en rúm mun verá e. t. v. fyrir fleiri. Forstöðufólk hefur þegar ver ið ráðið. Kolbrún Thorlacius verður forstöðukona og er hún við framhaldsnám erlendis ásamt Valgerði Jónsdóttur, er verður henni til aðstoðar. Bjarni Kristjánsson frá Sigtún- um í Eyjafirði hefur verið ráð- inn kennari, en í vetur hefur hann stundað nám varðandi þetta kennslusvið við Kennara- skóla íslands. Ætlunin er að Sólborg verði sjálfseignarstofnun, rekin á ábyrgð Styrktarfélags vangef- inna — og hlýtur það styi'k frá ríkinu samkvæmt lögum. Stjórn félagsins skipa: Jó- hannes Oli Sæmundsson for- göngumiðstöðvar sem eina þeh-ra aðgerða, er auki hag- kvæmni samgöngukerfisins. Al- þingi hefur gert ályktun um út- gerð strandferðaskips fyrir Norðurland frá Akureyri, þótt lítið hafi enn orðið úr fram- kvæmdum. Athuganir standa yfir á aukinni flugstarfsemi á Akureyri. Stærsta skipafélag landsins, sem nú endurnýjar skipastól sinn og leggur tugi milljóna í að bæta aðstöðu sína í Reykjavíkurhöfn, óskar ein- dregið eftir að fá að stórbæta aðstöðu sína í Akureyrarhöfn. Og ýmsir atvinnurekendur á Akureyri hafa bundizt samtök- um um byggingu og rekstur toll vörugeymslu á Akureyri. Greinilegt er á þessu að mikill áhugi er vaknaður á meðal ýmissa aðila, sem áhrif geta haft á verzlunarþróun Akur- eyrar, og þar við bætist skiln- ingur ríkisvaldsins og Alþingis. Bíður áhugi þessi upp á tæki- færi betra en boðizt hefur áður? Er hægt að treysta því að áhug- inn haldist enn í nokkur ár, ef tækifæri þetta er látið ónotað? fræðingarnir Sigurbjörn Guð- mundsson og Skúli Guðmunds- son, en væntanlegir þátttakend- ur í námskeiðinu geta látið skrá sig í síma (96)21372. Námskeið- ið stendur dagana 13. og 14. júní. Stjórnunarfélag Norðurlands var stofnað sl. haust, og er þetta þriðja námskeiðið, sem félagið gengst fyrir. Fréttatilkynning frá Stjórn- unarfélagi Norðurlands. maður, Jóhann Þorkelsson, og hefur hann jafnframt verið for- maður byggingarnefndar, Níels Hansson og Jón Ingimarsson. Stjórn Sólborgar skipa: Jó- hann Þorkelsson formaður, Jó- hannes Óli Sæmundsson, sem er framkvæmdastjóri, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Albert Sölva- son, Níels Hansson og Jón Ingi- marsson. - Gljúfurversvirkjun aða Gljúfurversvirkjun í Laxá, eins og hún er ráðgerð. Yrði Suðurá og Svartá veitt í Laxá eins og fyrirhugað er, myndi það valda stórtjóni í Mý vatnssveit, Laxárdal, Aðaldal og Reykjahreppi, — verðmæt- um veiðivötnum stefnt í hættu, fjöldi býla greður óbyggilegur, og hættuástand leitt yfir. Aðal- dal með 50 m. hárri jarðstíflu í Laxá, sem myndi fylla Laxár- dal af vatni og leggja hann í auðn. Breyting á rennsli Suð- urár og Svartár myndi hafa skaðleg álirif á Skjálfandafljót og fiskiræktarmöguleika þess og eyðileggja Svartárvatn sem fiskivatn. Að sjálfsögðu erum vér hlynntir viðbótarvirkjun í Laxá, svo framarlega sem rennsli vatna verði óbreytt, byggð og verðmætu gróðurlendi ekki stefnt í hættu. Þar sem ekki verður séð að þjóðarnauð- syn beri til stórvii'kjunar í Laxá, sem er hin eina lagalega forsenda slíkra framkvæmda, teljum vér skyldu vora að standa gegn því jarðraski og náttúruspjöllum, sem yi'ðu af- leiðing Gljúfurversvirkjunar. Leggjum vér sérstaka áherzlu á verndun hins sérstæða dýralífs og gróðurfars Mývatns og Lax- ár, sem á sér enga hliðstæðu innan lands né utan. Vér beinum því þeim ein- dregnu tilmælum til hæstvirts rafoi'kumálaráðheri-a, að réttur hlutaðeigandi byggðar verði virtur í þessu mikilsverða máli.“ Leiðrétting í GREIN Jórunnar Ólafsdóttur frá Söi-lastöðum er birtist í síð- asta blaði og bar yfirskriftina Kórar og konsertar, brenglaðist herfilega einn kafli greinarinn- ar. Um leið og AM biður höfund afsökunar á þessum mistökum vill blaðið gera á nokkra Braga bót — og birta vonandi nú kafl- ann, eins og hann kom frá hendi höfundar. Svo sagðist Jói'unni: En margir eru og hinir, sem niunu reynast örðugt að undir- strika þetta og samþykkja. Og það skal játað ÁN kinnroða, að mitt músikskyn er ekki merkilegra en það, að ég hefi jafnamesta ánægju af SMÁ- LÖGUM, eins og ýmsum þeim, sem voru á söngskrá þessara kóra. Og ekki gat ég betur heyrt, en að þau — mörg hver væru vel túlkuð, og áreiðanlega var hlutur einsöngvara yfirleitt góður. En vinnubrögð verður að vanda, og efalítið hefði rnátt gjöra enn betur. Fullkomnari var samstilling Gígjukórsins. Hann var sérlega vel æfður og hárfinn. J Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. ÞROUN IKUREYRRR Kafli úr greinargerð bæjarstjóra um liafnarmál M"" ...................... NÁMSKEIÐ í STJÓRNUN Á AKUREYRI

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.