Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Page 7

Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Page 7
 (Framhald af blaðsíðu 1). átakanlega hve plagg þetta hefði farið illa í sig þá er hann hress og endumærður hefði komið heim til sín af golfvell- inum snemma að morgni hvíta sunnudags. Var mikill þróttur í ræðumennsku Sólnes og Isendi hann m. a. eitt skeyta sinna til ritstjóra fslendings- ísafoldar, er hann kvað hafa verið dyggan liðsmann bæjar- Istjórans í þessu máli. Að lokinni ræðu Sólnes Uóku eftirtaldir bæjarfulltrúar til máls, auk bæjarstjórans, er bar af sér af fyllstu prúð- mennsku spjótalög Sólnes: Sigurður Óli Brynjólfsson (F), Þorvaldur Jónsson (A), Hauk ur Haraldsson (A), Gísli Jóns son (S) og Jón Ingimarsson (Alþb.) og lýstu þeir allir and stöðu sinni við frestunartil- löguna, en Reykjalín sat gneyptur í forsetastól og lagði félaga sínum Sólnes ekkert liðsinni. Sólnes óskaði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsl- una. Þess má geta að meiri- hluti hafnarnefndar og bæjar- ráðs hafði fellt áðurnefnda frestunartillögu. Úrskurðaði Reykjalín forseti að greitt skyldi atkvæði um samþykkt meirihluta bæjarráðs, en ekki um frestunartillöguna. Skyldu þeir því segja já, er vildu nú þegar hefja framkvæmdir við framtíðarhöfn Akureyrar, en nei þeir sem vildu fresta því um óákveðinn tíma. Já sögðu báðir fulltrúar Alþýðuflokks- ins, Þorvaldur Jónsson og Haukur Haraldsson, þrír full- trúar Framsóknar, Sigurður Óli Brynjólfsson, Jakob Frí- mannsson og Arnþór Þor- steinsson, tveir fulltrúar Sjálf stæðisflokksins, Gísli Jónsson og Ingibjörg R. Magnúsdóttir, og svo fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Jón Ingimarsson, er gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að sökum hins slæma at- vinnuástands í bænum sæi hann sér ekki fært að greiða atkvæði á móti, því að hann óttaðist að ekkert yrði um hafnarframkvæmdir hér í sumar ef frestunartillagan yrði samþykkt. Nei sögðu Reykjalín, Sólnes og Jón B. Rögnvaldsson, varamaður Ing ólfs Árnasonar. Mikil efling fyrir atvinnulíf bæjarins. Hinar fyrirhuguðu hafnar- framkvæmdir mun verða mik il efling fyrir atvinnulíf bæjar ins og er sízt á því vanþörf. Áætlað ei' að þessi fyrsti áfangi hafnarframkvæmda muni kosta um 15 milljónir króna, en vörugeymsla Eim- skips aldrei innan við 10 milljónii' króna. - Gífurleg f járfesting f ... ........ .. ■ Myndin sýnir ósómann við Lónsbrú. Ljósmyndastofa Páls. (Framhald af blaðsíðu 8). þessa kostnaðar er færður á við haldsreikning og kemur því raunverulega til viðbótar ofan- greindri upphæð (324 millj.). Auk ríkisbankanna eru starf- andi þrír einkabankai' (Iðnaðar bankinn, Samvinnubankinn og Verzlunarbankinn). Allir þessir bankar hafa stofnsett útibú á framangreindu tímabili og lagt mikið í kostnað vegna hagræð- ingar í aðalbönkunum. Einnig má nefna Sparisjóð alþýðu við Skólavörðustíg, sem nú er talað um sem verðandi banka, Spari- sjóð Reykjavíkur, svo og aðra sparisjóði. Þegar farið er niður í mið- bæinn, um Laugaveginn, blasa við augum margar bankabygg- ingar. Þær standa hlið við hlið, í þyrpingum eða röðum án allr- ar skipulagningar að því er virð ist. Þessar steinbyggingar vekja hjá manni óþægilegar hugleið- ingai' og spurningar. Hefði t. d. ekki verið skynsamlegra að nota eitthvað af þeim hundruð- um milljóna, sem í þessar bygg- ingar hafa farið, til þess að draga úr rýrnun krónunnar, eða tefja fyrir gengisfellingunni, eða þá til þess að hrinda áleiðis einhverjum aðkallandi málum á sviði atvinnumála eða fram- kvæmda? Síðustu lántökur og hin óhagstæðu lánskjör undir- strika réttmæti þessara hugleið inga. Það væri sannarlega fróðlegt 7að fá upplýst nákvæmlega, hve mikil hafa orðið heildarútgjöld ríkisbankanna, einkabanka og allra sparisjóða á framan- greindu tímabili vegna nýbygg- inga, „moderniseringa“ og við- halds og þá einnig, hvernig sú upphæð skiptist milli fjárfest- inga og viðhalds. Heyrt hefi ég nefndar sex hundruð milljónir, en flestir munu áætla upphæð- ina miklu hærri. Yfirleitt mun sú skoðun ríkjandi, að fjárbruðl í þessu sambandi hafi verið mjög úr hófi fram og átt sinn þátt í núverandi fjárhagsörðug- leikum. Skipulagsleysið í banka málum okkar er því óskiljan- legra, þegar athugað er, að flest ir okkar fjármálaspekingar koma þar við sögu beint eða óbeint.“ Eftirmáli AM. Hér á Akureyri, eins og við Laugaveg í Reykjavík, má líta af ráðhúslausu Ráðhústorgi bankabyggingar hlið við hlið glæstar og virðulegar og í næsta sjónhring fleiri og mun utan þess sjónhrings vera aðeins hin nýja afgreiðsla, sem kennd er við „giró“, sem Landsbankinn opnaði nýverið í Glerárhverfi án kokkteils og þökk sé ráða- mönnum fyrir þá sparsemi. Hins vegar skal gagnrýna þann milljónaaustur er átt hefur sér stað í harðviðafínheitum innan veggja Landsbankaútibúsins á Akureyri. Fjárfesting banka- valdsins ætti að vera höfuðverk ui’ allra sannra sósíaldemó- krata. s. j. SÓÐASKAPURINN VIÐ LÓNSBRÚNA. Akureyringur skrifar. — AM hefur oft minnzt á óhrjálega staði er blasa við augum ferða- manna er koma flugleiðis til Akureyrar. Frá Akureyrarflug- velli og inn til bæjarins úir og grúir vissulega af slíkum ósóma. En margir leggja líka leið sína til bæjarins um þjóð- veginn frá Reykjavík, og ég vil segja að það sé ógeðsleg sjón er líta má á landamörkum Glæsi- bæjarhrepps og Akureyrar við Lónsbrú. Bílahræ út um allt og sorpliauga má líta og fleira af slíku tagi. Bæjardyr Akureyrar að norðan hljóta að vekja þá spurningu í huga ferðamanns- ins, hvort fegurðarskyn okkar norðanmanna sé ekki á liærra stigi en hjá trítilóðum gullgröf- urum í Klondýke í gamla daga. Ég skora hér með á þá sem hér eiga hlut að máli, að þeir afmái þessi ógeðslegheit í síðasta lagi fyrir 17. júní. — AM tekur und- ir þá áskorun. ATHYGLISVERÐ HUGMYND. Þú getur þess í blaði þínu 23. maí, að bæjarbúi hafi stungið þeirri hugmynd að þér, að Naustaborgir verðú gerðar að útivistarsvæði Akureyringa í líkingu við Heiðmörk suður, og skilst mér þú taka undir tillög- una, sem ég og hér méð geri. Naustaborgir er hæfilega nærri þéttbýli bæjarins til þess að full frískt fólk og unglingar geti far ið þangað fótgangandi á góðum degi hvenær sem er, býr yfir fjölbreytní í landslagi og hinni fegurstu útsýn yfir bæ og næstu byggðir. Staðnum er ég kunnugur eftir tómstundastörf þar um helgar í 3—4 sumur fyrir nær aldarfjórðungi, er Sjálfstæðisfélögin höfðu staðinn sem útivistarsvæði og samkomu stað. Þar kynntist ég félagsleg- um þroska fólks, sem ekki spurði um eftirvinnukaupið eða tímafjöldann, þótt oft væri unn ið á nótt fram, og stundum varð ég þar örþreyttur af vatnsburði um langan og brattan veg til kaffihitunar og þvotta, því að sá ókostur fylgir Naustaborgum, að þar er engin vatnsuppspretta í landinu sjálfu, en vatnslögn erfiðleikum bundin, þar sem staðinn ber hærra en umhverf- ið. Þrátt fyrir mikið „puð“ og vökur þar á staðnum á ég það-f s== an margar góðar minningar. Mannamót vorú þar oft geysi- fjölmenn, og fóru liið bezta fram, þótt engin aðkeypt lög- gæzla væri. Aðeins einu sinni man ég til, að þar bæri út af, er landskunnur sósialisti (þó ekki þú), kom þangað í æstum hug og vildi láta hendur standa fram úr ermum. En hann var fljótlega fjarlægður, og allt komst samstundis í sitt gamla, hófsama form. Ég sé á hugleiðingum þínuni, að þú hefur fremur nöturlegar minningar um komu þína þang að, og tel ég það sérstaka kald- hæðni örlaganna að velja manni, jafn viðkvæmum í lund, einmitt þann daginn, er fram fór Héraðsmót Sjálfstæðisflokks ins þar á staðnum og þokuslæð- ingur byrgði útsýn yfir bæ og hérað, en ég minnist fárra slíkra daga þar. Þá get ég full-; vissað þig um það, að „her- mannabragginn11, sem þar var dansað í eða fólk leitaði skjóls í fyrir kulda eða regni, var fjar- lægður um leið og starfsemin féll þar niður. En þá voru slíkir „braggar“ víða um land helztu samkomuhús fólksins, enda þá hverju sveitarfélagi, hvað þá einstökum félagasamtökum, of- viða að reisa 10—15 millj. kr. félagsheimili, þótt nú virðist leikur einn. Vonandi hverfa braggarnir smátt og smátt, fyrst sem íbúðir fólksins, síðar sem fjárhús og heygeymslur úti um allar byggðir, enda eru þægindi gripahúsa í dag miðuð við þæg- indi íbúðarhúsa cfnafólks á þeim árum, er þú og ég vorum að komast á giftingaraldur. Mér þætti vænt um, Sigur- jón, ef þú tækir mig með upp í Naustaborgir, þegar þú skrepp- ur þangað í vor. Ég kannast þar við marga þúfuna og steininn. Vinsamlegast, Jakob Ó. Pétursson. =000= Ég þakka Jakob fyrir bréfið — og þæíti vænt um að kynn- ast Naustaborgum undir leið- sögn hans. s. j. ALMENNINGSÁLIT. Kona í bænum kom að máli við blaðið og ræddi um hve al- menningsálitið gæti orkað bæði til góðs og ills. Tók hún sem dæmi þá er umferðarslys yrðu væri það nær undantekningar- laust, að sá er slysinu ylli fengi samúð fólksins, en eigi ástvinir hins slasaða eða látna. Jafnvel væri slysavaldarnir afsakaðir með því að þeir hefðu verið ölvaðir undir stýri og því ekki sjálfráðir gerða sinna. — AM tekur undir það með konunni, að alnienningsálitið er sterkt afl, livort sem það snýst á sveif með góðu málefni eður illu — og einnig er AM samþykkur þeirri skoðun hinnar akur- eyrsku konu, að ökumenn eigi að sýna fyllstu aðgát þá er börn eru framundan, hvort sem er á þjóðvegi eða götu inn í bæ. HVERT Á AÐ SNÚA SÉR? Bæjarbúi spyr, til hvers eigi að snúa sér í sambandi við úðun til eyðingar rauðmaura, sem er oft á tíðum all hvimleiður gest- ur. — AM vísar þessari fyrir- spurn til garðyrkjustjóra bæj- arins. TIL VERKAKARLS HERBERTS. Sigurjón hjá AM gleymdi að birta kvittun til hans í síðasta blaði — og er hér með beðist afsökunar á því. Verkakarl Her berts kvartar undan því að sér hafi fundizt ræða nefnds Sigur- jóns, er hann hélt í Nýja-Bíói á hátíðisdegi alþýðu allra landa óskiljanleg, og óskar eftir að liún verði birt í AM. Ja, það er nú það, nei því miður Herbert. Afsakið verkakarl átti það nú að vera. Sigurjón getur ekki orðið við bón þinni sökum þess að hún lieyrir liðinni tíð. ís- lenzk alþýða náði varnarsigri þrátt fyrir það að vinur þinn Herbert sé að skúta Bjarna Ben. fyrir það að hann hætti við að afneita því kjörfylgi er Ólafur Thors laðaði að Sjálf- stæðisflokknum sökum stjórn- málahæfileika sinna innan raða félaga í ASf. (En innan sviga verkakarl ætlar Sigurjón að trúa þér fyrir svolitlu, og ég bið þig fyrir að flíka ekki við Her- (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.