Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Blaðsíða 5
íslenzka þjóðin hefur ætíð sigrazt á erfiðleikum - ég hefi bjargfasfa trú á að svo muni áfram verða segir dr. Richard Beck í viðtali við AM. í JÚLÍMÁNUÐI komu góðir gestir til Akureyrar og áttu hér nokkurra daga viðdvöl. Voru það hjónin Margrét og Richard Beck, sem um langan og heilladrjúgan aldur hafa verið ásamt mörgum fleiri Vestur-íslendingum merkisberar hins íslenzka þjóðarbrots í Vesturheimi. 1 Richard Beck og frú, ásamt Árna Bjarnarsyni, buðu akur- eyrskum blaðamönnum til ár- degisverðar að Hótel Varðborg að morgni hins 10. júlí sl., en svo einkennilega vildi til, að aðeins undirritaður mætti í því boði. Eftir góðan framreiddan morgunverð var setzt inn í þægi lega setustofu hótelsins á ann- arri hæð og rabbað saman um stund. Dr. Richard leit í minnis bók sína og þar var „setinn Svarfaðardalur“ ef svo má að orði komast. Bókin tjáði að skoða ætti söfn bæjarins þenn- an dag og heimsóknir til vina og kunningja, svo sem til Stein- dórs skólameistara, Sigurðar pr entsmið j ustj ór a, Richards verksmiðjustjóra, sem erfrændi hins ólaunaða sendiherra okkar í Kanada (þ. e. Richards Beck). En samt virtist þeim hjónum ekkert liggja á og eyddu dýr- mætum tíma sínum í að rabba, þótt blaðamannahópurinn væri í mesta lagi þunnskipaður að þessu sinni. Það er gaman að vera kominn enn á ný til Akureyrar, sagði doktorinn, liér lauk ég gagn- fræðaprófi 1918. Stúdentspróf tók ég 1920, las utanskóla í 5. og 6. bekk. Svo lá leiðin til Vesturheims 1921, en mér hef- ur alltaf fundizt stutt heim til íslands, þótt breiðir Atlantsálar liggi í millum. Sama tilfinning og kemur glögglega fram hjá Davíð, þá er honum fannst ávallt stutt heim í Fagraskóg Hve oft hefur þú komið heim til íslands eftir að þú fluttist vestur? Þetta er í 8. sinn, er ég kem heim, en aftur á móti í 5. sinn er Margrét kona mín heimsækir Frón. Og það er alltaf jafn gaman að koma heim, Richard? Já, vissulega. Landið er mér alltaf jafn kært — og eigi síður nú þá er aldur færist yfir. Við eigum vini um allt land. Ég er ættaður úr Reyðarfirði, en kona' mín úr Mýrdalnum, en við eig- lim vini og kunningja í öllum landshlutum. Vinátta okkar við hið ástkæra móðurland okkar, er ekki staðbundin, hún nær til landsms alls — og ég vil biðjd blaðið fyrir hjartans kveðjur frá Vestur-íslendingum. Við náum ekki nándar nærri til allra, en íslenzku blöðin hafa ætíð sýnt okkur þann velvilja að hjálpa okkur til að koma kveðjunum til skila. ! Heimför ykkar hjóna nú var í tilefni fjórðungsafmælis lýð- veldisins, og þú varst einnig full trúi Vestur-íslendinga þá er lýðveldið var stofnað? Þá er lýðveldið var stofnað kom ég heim í boði rikisstjóm- arinnar, en núna var ég fulltrúi Þjóðræknisfélagsins vestra — og ég held að það sé ekki of- mælt að allir íslendingar í Vesturheimi hafi óskað mér og kcnu minni fararheilla hehn til gamla Fróns á þessum merku tímamótum í sögu hins ungá lýðveldis. Nú eruð þið komin norður til Akureyrar — og hvenær er svo vesturför ráðin? veita þau tengsli og fyrir því er góður skilningur hjá ráðamönn- um einnig hér heima. Þjóð- ræknisfélagið hélt sitt 50 afmæl isþing í febrúar í vetur og gest- ir þess héðan að heiman voru Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra og frú hans. Þau hjónin voru góðir gestir hvar sem þau komu fram — og færi ég hér með þeim ágætu hjónum beztu þakkir fyrir komu sína vestur. Þau styrktu bræðraböndin milli landans austan hafs og vestan. Þú varst lengi forseti Þjóð- ræknisfélagsins vestra? Ég'var forseti þess árin 1940 —1946 og svo aftur 1956—1963. Núverandi forseti er Philip M. Jú, við höfum mikla löngun _ Pétursson prestur í Winnipeg. til að ferðast um landið. Við höf Er það eitthvað sérstakt er þú Frú Margrét og Richard Beck. Myndin er tekin framan við Hóteli Varðborg að morgni hins 10. júlí sl. Ljósmyndastofa Páls. um hug á því að heimsækja Austfirði og Skaftafellssýslur og e. t. v. fleiri staði. För vestur er ákveðin 2. ágúst og fljúgum við þá til Winnipeg. Akveðið er að ég flytji ræðu á Islendinga- deginum að Gimli þann 4. ágúst — og auðvitað segi ég þá frá nýjustu fréttunum að heiman. A íslendingadeginum eru ætíð fluttar tvær ræður, hm er flutt á enskri tungu. Þetta er áttug- asti íslendingadagurinn, svo að mörg eru íslenzku merkis- afmælin um þessar mundir. ís- lendingadagurinn var fyrst hald inn í Winnipeg, en var síðar fluttur að Gimli. Þetta er mikill hátíðisdagur í lífi Vestur-fslend higa, þar lifir ennþá skýrt kynd illinn frá Milvackee, en einmitt þar var fyrsta íslendingahátíðin haldin fyrir 95 árum í tilefni af 1000 ára afmælis byggðar á ís- landi. En Rishard, hafa ekki rofnað tengslin milli beimalandsins og íslenzka þjóðarbrotsins vestra. Ég meina eru þau jafn djúpstæð og áður var. Jú, því er ekki að neita að með nýjum kynslóðaskiptum hlýtur að verða nokkur breyt- ing á. Enskan verður í vaxandi mæli mál hinna yngri, en þrátt fyrir það eru tengslin enn traust og sterk og ég er bjart- sýnn á að svo verði áfram í framtíðinni. fslendingar í Kan- ada eru góðir þegnar er njóta virðingar og trausts. Og við höldum ótrauðir áfram að varð vildir minnast á í sambandi við landa okkar vestra og Kanada? Já, og það tel ég stórtíðindi. Nú í sumar verður reistur veg- legur minnisvarði um Vilhjálm Stefánsson að Árnesi í Mani- toba, en þar fæddist hann fyrir 90 árum. Að minnisvarðanum standa ríkisstjórn Kanada og fylkisstjómin í Manitoba. Með þessu framtaki vill Kanada votta minningu Vilhjálms sér- staka virðingu sína og viður- kenna liann með því sem þjóð- hetju. Tíminn líður fljótt. AM veit að hann þarf eigi að eyða löngu rúmi til að kynna viðmælenda sinn. Hann hefur sjálfur skráð nafn sitt ódauðlegt i íslenzkri þjóðarsögu, bæði austan hafs og vestan, svo lengi sem íslenzk tunga verður skilin. Dr. Richard Beck var lengi prófessor við Grand Forks háskólann í Norð- ur-Dakota, en lét af starfi árið 1967 er hann varð 70 ára. Rit- störf hans, ritgerðir og fræði- greinar munu nær óteljandi, fyr ir utan ræður hans um víðlend- ar byggðir Kanada og einnig hér heima á Fróni — og hvaða íslendingur mun eigi mihnast hins unga en þó 72 ara manns er flutti íslenzku þjóðinni árn- aðar- og blessunaróskir landa okkar vestan hafs þann 17. júní sl. Margrét kona hans hefur einnig gert að lífsstarfi sínu kennslustörf í listfræði. — Ég minnist minnisbókar hjónanna. Þau hafa offrað nær hálfri ann- arri klukkustund við blaða- mann frá litlu vikublaði, og sam vizka mín segir mér að ég hafi sýnt nokkra eigingirni — og ég bið Richard um einkunnarorð á þessu spjalli okkar. Þau brosa bæði hjónin. Einkunnarorð, svarar pró- fessorinn. Jú, það skal ég gera. íslenzka þjóðin hefur ætíð sigr- azt á erfiðleikum. Ég hefi bjarg fasta trú á að svo muni áfrani verða. Já, og gleymdu svo ekki að skila kveðjunum að vestan — og eitt enn. Ég vil gjarnan að það komi fram í blaði gefnu út á Akureyri, að bæði eigendur Varðborgar og starfsfólk allt hefur reynzt okkur það góðir gestgjafar jafnt í smáu og stóru, að við hjónin munurn því aldrei gleyma. Þessari ósk hjónanna er AM Ijúft að koma á framfæri. Svo er kvaðst. Þétt handtök þeirra hjóna minna mig á hið sama handtak, þetta hlýja, þétta og sterka, sem finna má enn hér heima á Fróni, hjá bóndanum í dalnum, togarasjómanninum á „bökum“ Ú. A., verkamannin- um er mætt er á götunni. „Ymur íslandslag“ kvað Grím- ur Thomsen á sínum tíma, gull- kom er finna má enn sem áþreifanlega staðreynd í hand- taki islenzkra prófessorshjóna frá Vesturheimi. Svo vona ég að dvöl þeh-ra hjóna nú heima á Fróni verði þeim ánægjuleg og að veðurguðir verði hinum ólaunuðu sendiherrahjónum hliðholl í ferð sinni um Aust- firði og Skaftárþing. Svo skal þakka hin fyrstu persónulegu kynni og óska þeim fararheilla til Vesturheims þann 2. ágúst. s. j. - EG VONA ALLT HIÐ BEZTA (Framhald af blaðsíðu 1) Þetta væri leikur einn, ef rekstrarlán fengjust frá Hús- næðismálastjórn ríkisins, en ég hef ekkert ákveðið svar fengið frá þeim ennþá. Þetta skapar áhyggjur og öryggisleysi, þar sem bankar virðast engan veg- inn geta veitt fullnægjandi úr- lausn. En ég ætla að vona hið bezta að skilningur vei’ði fyrir hendi hjá ráðendum. „Korterinn“ er ég bað Jón um er á enda, en ég hafði hlerað það af götunni, að manninum væri fleira til lista lagt en byggja hús — og ég lauma út úr mér: Ég hef heyrt að þú ger- ir afsteypur af mönnum og fá- ist líka við að mála. Flest rekið þið nefið í, þessir blaðamenn, — en Jón er bón- góður maður og ekur mér niður að verkstæði sinu við Kaldbaks götu. Þar birtist fyrir sjónum mér, sem ljóslifandi, hann Árni gamli Jónsson, bókamaðurinn sílesandi, nú heimilisfastur að Skjaldarvík, og Kai’l heitinn Friðriksson vegaverkstjóri, á- samt mörgum fleiri myndum. Hlerun mín var sem sagt engin lygi- Svo þakka ég Skagfirðingn- um Jóni Gíslasyni, sem flutti til Akureyrar fyrir ca. 30 árum, fyrir hin fyrstu kynni og óska honum velfarnaðar með raðhús sín við Einilund. s. j. STAKAN okkar ÞÁ heilsar Stakan okkar les- endum á nýjan leik. Oll skammarbréfin yfir þögn þátt arins um all langan tíma verða ekki upptalin. En í stað þeirra hefjum við þáttinn með gull- fallegri stöku eftir Friðgeir Axfjörð. Boðar skerjum brotna á. Bylgjur mátt sinn reyna. Löður Ægis lifnar þá, leggur hrírn á steina. Kunningi fór í stúku batnaði lítið við: en Undan vínsins oki leystur átti að mannast þar. 11 sinnum endurreistur 8 daga var. í Vísnabálki íslendings fyr- ir nokkrum árum var óskað eftir vísum, sem „helzt þyi-ftu að vera rétt kveðnar“. Hall- dór Blöndal sendi þá bálkin- um eftirfarandi stöku: Vel gerð kvæði vil ég helzt, vísur og ljóðmæli. Form og efni ekki telst þó algert skilyrði. 1 ' Peli svaraði: Beygður er veslings hálkurinn, bagl er í flestum línum, lialtu til ’ans Halldór minn hortittunum þínum. Gamlar vísur eftir Pela: ..._ i' Kunningi bað um vísu. Eina vísu ég um þig kveð, elsku, hjartans bullan. Þig hef ég aldrei, aldrei séð öðruvísi en fullan. í afmæli sextugrar vinkonu. 1 æsku minni æ ég leyndi ást á þér, sem nærri getur. Ýmsar konur aðrar reyndi, en engin hefur kysst mig betur. Efnislítið blað með fugla- mynd á forsíðu: Forsíðan er fuglager, fátt er þar um æti. Á baksíðunni ekkert er annað en mannalæti. Fanney sendir s. j. við AM eftirfarandi stöku: S. J. eigðu áfram penna, sem í er fundin sál. Lát samvizkuna í sinni brenna, svo hún fái mál. Eftirmáli Fanneyjar er: „Ég vona að þú fornumist ekki yfir lélegri stöku frá ókunni'i stúlku. Eftirmáli s. j. verður þessi: Þakka þér fyrir Fanney. Vísa þín er þegar skrifuð inn í minnisbók mína. Verið svo sæl að sinni til næsta blaðs.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.