Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Blaðsíða 5
Eg vil segja að héðan sé frekast að frétta slæm
tíðindi, cg þá helzt atvinnuleysi og læknisskortur
r
segir Pálmi Olason, skólastjóri og oddviti
AM ÁTTl stutt súnaviðtal við Pálma Ólason oddvita og skóla-
stjóra á Þórshöfn sl. miðvikudag og innti hann eftir tíðindum —
og vonar undirritaður, að hann skrökvi engu upp á Pálma í spjalli
því er hér á eftir kemur.
Hvað segir þú mér um at-
vinnu á Þórshöfn?
Þú ættir heldur að spyrja
eftir, hve margir væru á at-
vinnuleysisskrá, því að segja
má að hér sé engin atvinna.
Hraðfrystihúsið hefur ekki ver
ið starfrækt síðan um áramót
Páhni Ólason.
sökum hráefnisskorts, því fisk-
ur hefur ekki fundizt á grunn-
miðum og gæftir hafa verið litl
ar það sein af er árinu. Tíðarfar
mjög óstöðugt og gengið á með
grimmdarveðrum. Nú sjómenn
eru að búa sig undir hrognkelsa
veiðar — og einnig á þorskanet,
ef gefa kynni á sjó. Unnið hef-
ur verið að endurbótum á hrað
frystihúsinu aðallega varðandi
móttöku hráefnisins.
Ég hefi hlerað, að stokkað
hafi verið upp varðandi eigend
ur hraðfrystihússins?
Já, það var stofnað nýtt hluta
félag varðandi starfrækslu húss
ins, þar af á hreppsfélagið 40%
af hlutafénu en ýmsir einstakl-
ingar í kauptúninu hinn hlut-
ann.
Hver er formaðurinn?
Það á vist að heita sá er þú
talar við.
Þið eigið ekkert togskip?
Nei, því miðm', en nú er kom
in hreyfing á í þessu efni, því
að öllum er ljóst, að til þess að
bæta atvinnuástandið er okkur
knýjandi nauðsyn að eignast
togskip. Svo bi-ýn er þörf okkar
á slíku skipi, að eigi er hægt að
bíða eftir nýsmíði skips, heldur
munum við leita eftir nothæfu
skipi í þessu skyni ef falt er
einshvers staðai' á landinu — og
að sjálfsögðu væntum við skiln
ings sjávarútvegsmálaráðherra
og ríkisvaldsins í heild um að-
stoð varðandi kaup á togskipi.
En hvað um vegasamgöngur
Pálmi, hafa þær nokkuð slcánað
síðan ég leit inn til þín, skömmu
fyrir síðustu alþingiskosningar?
Nei, þar situi' í sama farinu.
Við erum algerlega einangraðir
á landi yfir vetrarmánuðina, þú
myndir sjá sömu niðurgröfnu
vegina og þá er þú varst á ferð-
inni fyrir tæpum þremur árum.
En hvað um flugsamgöngur?
Flug er hingað aðeins einu
sinni í viku yfir vetrarmánuð-
ina, það er allt of lítil þjónusta,
við stað sem einangrast um leið
og nokkuð snjóar.
Og ekki skapar það öryggið
að þið eruð Iæknislausir?
Nei, það ástand er ekki síður
plága, en atvinnuleysið — og
er algerlega óviðunandi. Því
vænti ég þess að frumvarp það
er lagt hefur verið fram á Al-
þingi, er skyldar læknakandi-
data til starfs út um land um
ákveðinn tíma nái fram að
ganga — og vænti ég þess, að
hinn nýi heilbrigðismálaráð-
herra beiti áhrifum sínum að
svo verði. Benda má á í þessu
sambandi að fyrir skömmu
urðu hér 3 slysatilfelli — og
Tryggvi Helgason á Akureyri
kallaður til hjálpar. Eitt slysið
skeði á mánudag, en var eigi
alvarlegra sem betuir fór að sá
sem fyrir slysinu varð kom til
baka með áætlunarferð F. í.
næsta miðvikudag. Þetta litla
dæmi sýnir, hve brýnt hags-
munamál það er fyrir einangr-
uð héruð sem Þórshöfn og Þistil
fjörð að hafa lækni — og því
vil ég skora á hæstvirt Alþingi
að samþykkja áðurnefnt frum-
varp (AM tekur undir þá áskor
un Pálma). Læknamiðstöðvar
eru svo sem ágætar fyrir þétt-
býliskjarna, en tómt mál að tala
um þær varðandi staði, sem
einangrast a'lgerlega, ef vetrar-
ríki er mikið. Nú er það á valdi
Alþingis að ákveða og sýna
skilning til íbúa hinna einangr-
uðu staða.
Hvað um menningar- og fé-
lagslíf Pálmi?
Sjónvarpið náði til okkar í
desember — og síðan má segja
að allt félagslíf hafi legið niðri,
því að allir horfa á sjónvarpið.
Hvernig líkar ykkur Þórs-
hafnarbúum við það?
Ég get aðeins svarað fyrir
sjálfan mig, sumt er gott, en
annað lólegt.
Hvernig er veðrið hjá ykkur
í dag?
Grimmdarstórhríð hreint út
sagt. • -... ' -
Ég sagði honum svona til
huggunar vona ég að hér væri
einnig grimmdarstórhríð á akur
eyrska vísu. - - ;
Fjögur viðtalsbil segir góð-
kunn rödd stúlkunnai' við
Landssímann og kannske rekur
blaðsstjórnin mig fyrir bruðlið,
en er svo fer banka ég hjá frú
Soffíu hjá Alþýðubandalaginu
eða Lárusi hjá þeim Björns-
mönnum, ef kuldatíð ríkir
áfram og bið um húsaskjó'l. —
Pálma þakka ég spjallið — og
vona ég, að hann geti ekki
hermt upp á mig stórvægilegar
missagnir. Bið svo að heilsa öll
um lesendum AM á Þórshöfn —
en svo í lokin orðsending til
Pálma. Viltu hugsa af og til, til
fjórðungsblaðs jafnaðarmanna,
með því að senda því fréttabréf
af og til. Það vœri ómentalegur
stuðningur fyrir blað, er berst
fyrir lífi sínu, sem er óneitan-
lega tvísýnt á sama tíma og 5
dagblöð í Stór-Reykjavík njóta
1 millj. kr. styrk hvert fyrir sig,
og af þeim fyrrgreindum millj-
ónum renna 2 til tveggja íhalds
blaða, sem gefin eru út af fjár-
sterkustu aðilunum í landsins
pólitík. Því miður gleymdi ég
að spyrja oddvita og skólastjóra
Þórshafnar hvort væri útbreidd
ara þar Alþýðublaðið eða Al-
þýðumaðurinn. — s. j.
S
MENNTASKOLALEIKURINN:
Axarskaft eða upplyfting
LAUGARDAGINN 21. febrúar
frumsýndi Leikfélag Mennta-
skólans á Akureyri revíuna
Axarskaft eða Upplyfting. Höf-
undar eru nefndii- H. H. og H.
Leikstjórn önnuðust þau Arnar
Jónsson og Þórhildur Þorleifs-
dóttir. Revía þessi var áður
sýnd í Iðnó í Reykjavík við góð
ar undirtektir. Upphaflega var
revían 3 þættir, en við flutning
hennar nú eru þær breytingar
gerðar, að tveir fyrstu þættirn-
ir eru styttir nokkuð og sá
þriðji felldur niður. Þess í stað
er tekinn inn söngflokkur sem
kemur fram á ýmsum stöðum
og gerir hann hvortveggja, að
flytja fislétt gamanmál og vekja
okkur til umhujgsunar ura ýms-
an vanda mannkindarinnar sem
öllum ætti að koma við.
Að auki sýnir hún skemmti-
lega andstöðu við leikinn sjálf-
an, þannig að gamli og nýi tím-
inn skiptist á, á spaugilegan
hátt. Leikendur, sem eru um
tuttugu talsins, eru samhentir
mjög og hvergi áberandi veikur
hlekkur. Þykir ástæða til 'að
nW1
s
- Bobbingar frá Odda
(Framhald af blaðsíðu 8).
verð þeirra fyllilega sambæri-
legt við innflutta og gæði eigi
síðri.
Tuttugu á dag.
Afkastagetan er 20 bobbingar
á dag — og er það staðreynd að
Oddi getur annað bobbingaþörf
togskipaflota landsmanna. —
Fyrstu bobbingarnir frá" Odda
voru pantaðir frá Austfirðing-
um, sú næsta kom frá Reykja-
vík og eigi munu norðlenzkh-
eigendur togskipa afskipta
Odda í sambandi við þessa nýju
framleiðslu fyrirtækisins — og
virðist AM það bruðl eitt með
erlendan gjaldeyri að kaupa
bobbinga utanlands frá úr
þessu.
Fjörutíu og fimm starfsmenn.
í Vélsmiðjunni Odda vinna
nú 45 manns í 5 deildum — og
er allt útlit fyrir að Oddi hafi
sem betur fer næg verkefni
framundan og er það vel. Fram
kvæmdastjóri fyrirtækisins er
nú Jóhannes Kristjánsson.
=S
Ráðinn einn lögreglu-
maður til viðbótar
BORIZT höfðu 4 umsóknir um
stöðu lögreglumanns, sem aug-
lýst var laus til umsóknar. Um-
sækjendur eru:
Alfreð Óskar Alfreðsson,
Löngumýri 7.
Broddi Björnsson, Syðra-
Laugalandi.
Jóhann Ævar Jakobsson,
Eiðsvallagötu 20.
Sigurður Arason, Hamra-
gerði 19.
Bæjarfógeti mælti með ráðn-
ingu Jóhanns Ævars Jakobs-
sonar og hefur hann nú verið
ráðinn í starfið.
geta nokkurra þeirra lítillega.
Aron Axarskafts er leikinn
af Friðbert G. Pálssyni. Frið-
bert mun þarna hafa fengið gott
tækifæri til að skapa „kómiska"
persónu, en of mikið fór fyrir
ofan garð og neðan vegna
óskýrs textaframburðar og lít-
illar innlifunar. Sigvaldi Júlíus
son fer með hlutverk Flórents
Spákells og er hann tvímæla-
laust athyglisverðastur í túlkun
sinni, léttur og sannfærandi.
Jónas Jónsson leikur skurð-
lækninn og kemst hann mjög
vel frá því verki, en ekki vildi
ég hafa hann fyrir heimilis-
lækni. Brynja Grétarsdóttir er
kvenhetja leiksin.s og með
„skjönhed“ og „píkant" verður
Himinbjörg vafalaust mörgum
minnisstæð í meðferð hennar.
Dætur Axarskafts eru þær Ing-
góður og er varla neinu um að
kenna nema leikendum sjálfum.
Jón Kristjánsson lék „karlinn
í kassanum" og gerði vel úr
hinni stuttu senu sinni. Ekki
hafði Guðjón Þ. Kristjánsson
heldur stórt hlutverk en skilaði
því þannig, að varla verður bet
ur gert. Jón Benediktsson fór
með hlutverk Bergs bátasmiðs
og gerði vel. Líklega fer gott
leikkonuefni þar sem Anna
Einarsdóttir er. Aðrir leikend-
ur eru: Sigurbjörn Gunnars-
son, Tryggvi Jakobsson, Jón
Sveinsson, Þuríður Jóhanns-
dóttir, Gyða Bentsdóttir, Odda
M. Júlíusdóttir, Borghildur
Blöndal og Sigrún Harðardótt-
ir, sem var einn sterkasti hlekk
ur söngflokksins.
Leikstjórarnir Arnar og Þór-
hildur hafa greinilega haft góð
Sviðsmynd úr leik M. A.
unn Jósepsdóttir og Dóra
Kondrup. Ingunn var sterk og
ákveðin eins og lögreglukonum
sæmir, og eins komst Dóra
óslösuð frá hinum áleitna unn-
usta. Jón Daníelsson leikur unn
ustann og ennfremur „leik-
stjóra“. Jóni hættir til að of-
leika, en hins vegar er texta-
frambm-ður hans skýr og góður.
Við teljum rétt að geta þess !hér,
að gegnum allan leikinn var
textaframburður tæpast nógu
Ljósmyndastofa Páls.
tök á stjórninni frá upphafi og
sameinað þennan glaðlega og
ærslafulla hóp aðdáunarvel.
Dansarnir sem eru margir og
stórskemmtilegir, eru líklega
þolinmæðisverk Þórhildar og
hefur þar ekki verið kastað til
höndunum. Þakka ber leikstjór
um verk þeirra. Undirleik hins
bráðgóða söngflokks önnuðust
að mestu Ingólfur Steinsson og
Bergur Þórðarson. Var leikur
(Framhald á blaðsíðu 7)